Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 24
24 DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985. Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Michela Figini. Figini sigraði með yfir- burðum — íkeppni heimsbikars kvenna íalpagreinum Svissneski ólympíumeistarinn Michela Figini, sem aöeins er 18 ára, sigraði með yfirburðum samanlagt í heimsbikarkeppni kvenna. Hán hlaut samtais 259 stig. I næstu þremur sætum voru einnig svissneskar stúlkur, Birgitte Örtli með 218 stig, Maria Walliser með 197 stíg og Erika Hess með 168 stig. Marina Kiehl, Vestur-Þýskalandi, hlaut einnig 168 stig. Erika Hess sigraði í. síöustu grein heimsbikarsins á þessu keppnistímabili þegar hún var fyrst í svigi í Heavenly VaDey í Kaliforníu á föstudag. Keyrði í báðum feröum á 1.29,86 mín. og varð þvi svigmeistari kvenna í heimsbikamum. önnur var Perr- ine Pelen, heimsmeistari frá Frakklandi, á 1:30,18 og þriðja Malgorzata Tlalka, Póllandi, á 1:30,36 min. Erika Hess sigraði samanlagt í keppni heimsbikarsins 1982 og 1983. hsím. Landsliðs- hópurSpánar — og flestir munu leika ÍHM-Ieiknum á Laugardalsvelli Spánski landsliösþjálfarinu í knattspyrnunni, Miguel Monoz, valdi á föstudag landsliöshóp í landsleik við Norður-írland á Maj- orka nk. miövikudag. Rcikna má með að þessir leikmenn verði í HM- liði Spánverja sem leikur við Island á I.augardalsvelli í maí. Markverðir eru Luis Arconada og Andoni Zubizarreta. Vamar- menn Cerardo Miranda, Andoni Goikoetxea, Antonio Maceda, Julio Alberto og Manuel Schanhis. Miðjumenn Juan Senor. Ricardo Gallego, Victor Munoz, Rafael Gordillo og Roberto Fernandez. Framherjar Juan Rojo, Emilio Butragueno. Hipolito Rincon og Fransisco Clos. • Fyrirliði Real Madrid, Jose Camacho, var ekki valinn þar sem hann verður í leikbanni þegar Spánn leikur HM-leik sinn við Wales 30. mars nk. Hann fékk áminningu, guit spjald, í HM-leikn- um viö Skotland í Sevilla í febrúar. I stað hans var valinn hinn 19 ára Manuel Sanchis sem einnig leikur með Real Madrid. hsím Skagamenn gegn FramíKópavogi I.cikur tstands- og bikarmcistara Skagamanna og Fram í meistarakeppni KSI verður háður lt. maí. Að dllum lík- indum verður hann leikinn í Kópavogi Ei vóllurinn þar iæst ekki verður leikið á gervigrasvcllinum í Laugardal. -SOS Ásgeir Sigurvinsson—hefur verið skorinn upp við meiðslum f hné: „Þýðir ekkert að leggjast í þunglyndi” maður verður að taka þessu mótlæti, sagði Ásgeir Sigurvinsson þegar DV haf ði samband við hann á sjúkrahúsi f Stuttgart íþróttamaður ársins 1984, Ásgeir Sigurvinsson, knatt- spyrnusnillingurinn snjalli, hefur enn einu sinni þurft að gangast undir skurðaðgerð — hann fór undir hnífinn í Cannstátter sjúkrahúsinu í Stuttgart fyrir helgina þar sem hann var skorinn upp við meiðslum í hné. — Aðgerö- in heppnaðist mjög vel. Það var lán í óláni að liðþófinn var ekki rifinn eins og haldið var í fyrstu, sagði Ásgeir, þegar DV sló á þráðinn til hans á Cannstátter Kranken- haus. 222106 :am-sport-sigurvinsson stuttqart's Icelandlc star out for rest of season(soccer) stuttgart.west germany, »arch 22, reuter - a knea operati'on to asgeir sigurvinsson uill deprive uest german first division club stuttgart of the icelandic international's services for the rest of this season, the club said today. sigurvinsson, stuttgart's key midfielder, out of action for six ueeks since tearing ligame his knee. reuter srp jm has been igaments in Ásgeir var á skuröarborðinu í nær tvo tíma og kom í ljós að liðband í hné var rifið á þremur stöðum. — Þetta var á svipuöum stað og þegar liðband slitnaöi við vinstra hné í bikarúrslita- leiknum í Belgíu 1981, sagði Ásgeir. Ásgeir fór fyrir tveimur vikum til prófessors Klumper í Freiburg sem er þekktur íþróttalæknir í V-Þýskalandi. Klumper ráölagði Ásgeiri þá að ganga undir uppskurð. Það var svo Dr. Stumph, læknir Stuttgart, sem skar Ásgeir upp og um leið og hann var bú- inn að opna hné Ásgeirs kom í ljós að liðband við hné var ekki slitið, heldur rifiö og þau mjög slök. — Það var eins gott að gangast undir þessa aðgerð nú því að ljóst var aö liðböndin þoldu ekki meira. Ef ég heföi haldið áfram að leika eins og liöböndin voru á sig kom- in, þá hefði ég boðiö hættunni heim — hætta hefði oröið á aö krossbönd slitn- uðu og liðþófi rifnaði. Ef það hefði gerst hefði ég ekki þurft að hugsa meira um knattspymu, sagði Asgeir. Þaö er ljóst að Ásgeir mun ekki leika meira með Stuttgart á þessu keppnis- tímabili. Hann verður á sjúkrahúsinu í Stuttgart þar til í næstu viku. Þá verður gifs sett á fótinn og verður Ás- geir í gifsi í sex vikur. — Þaö var verið að taka sogslöngu út úr hnénu nú rétt áðan. Það var slanga sem sogaði út blóð, sagði Asgeir. Ásgeir sagði að það væri ekki skemmtilegt að liggja rúmfastur á sjúkrahúsi. — Þaö þýðir þó ekkert að leggjast í þunglyndi. Maður verður að bíta á jaxlinn og hugsa um björtu hliö- arnar og framtíðina. Svona er gangur lífsins — það er ekki aUtaf dans á rós- um, sagðiÁsgeir. — Hvenær heldurðu að þú getir byrj- að að æfa? — Eg mun fara að þjálfa upp vöðv- ana í vinstri fæti um leið og ég losna við gifsið, eftir sex vikur. Eg reikna meö aö fara á endurhæfingarstöð og vera þar í hálfan mánuö. Að sjálfsögöu stefni ég að því að vera kominn á fuUa ferð þegar næsta keppnistímabU hefst. Ásgeir sagðist stefna að því að kom- ast til Islands eins fljótt og hann yröi rólfær. — Þaö verður gaman aö komast heim — skipta um umhverfi. Eg er búinn að ákveöa aö nota sumar- frí mitt næsta sumar, sem verður mjög stutt frí, aðeins þrjár vUtur, til að dveljast heima meö eiginkonu mína og dóttur, sagði Ásgeir. Það er ljóst að keppnistímabUinu er lokið hjá Ásgeiri að þessu sinni. Mikil blóðtaka fyrir Stuttgart og íslenska landsliðið. Ásgeir getur ekki leikið með í HM-leikjunum gegn Skotum og Spán- • Hér fyrir ofan má sjá skeyti Reuter-fréttastofunnar um meiðsli Ásgeirs Sigur- vinssonar. Fjórir leikmenn Stuttgart hafa verið skornir upp Ásgeir Sigurvinsson er fjórði leikmaður Stuttgart sem farið hef- ur undir hnifinn frá árarnótum á Cannstatter Krankcnhaus í Stutt- gart. • Landsliðsmaðurinn v-þýski Guido Buchwald hefur veriö skorinn tvisvar upp vegna fótbrots - fyrst fyrir keppnistímabilið og síðan aft- • Hans-PeterMakan, miðvörðurinn sterki, var skorinn upp við meiðsl- um í nára fy rir þremur vikum. • Nico Claesen, belgíski landsliðs- miðherjinn, var skorinn upp vegna meiðsla í ökkla fyrir stuttu. • Ásgeir Sigurvinsson var skor- inn upp við meiðslum í hné. Allt eru þetta lykiimenn hjá Stuttgart. „Fegir ín að vi íð dr ógui mst ekk i gegn1 Live rpoc >i” Evrópu- drátturinn Það var dregið í Evrópukeppn- inni í knattspyrnu í Ziirich i Sviss á föstudaginn. Eftirtalin lið mæt- ast í undanúrslitum: Evrópukeppni meistaraliða: Liverpool—Panathinaikos J uventus—Bordeaux • Leikirnir fara fram 10. og 24. apríl. Urslitaleikurinn verður svo leikinn í Brussel í Belgíu 29. maí. Evrópukeppni bikarhafa: Bayern Munchen—Everton Rapid Vín—Dynamo Moskva • Urslitaleikur EB fer fram í Rotterdam í Hollandi 15. maí. UEFA-bikarinn: Inter Mílanó—Real Madrid Videotone (Ungverjalandi)— Zeljenicar (Júgóslavíu). • I úrslitum UEFA er leikið heima og heiman — 8. og 22. maí. -sos — sagði Aime Jacquet, þjálfari Bordeaux í Frakklandi, þegar dregið var í Evrópukeppninni íknattspymu — Ég er mjög feginn að við drógumst félagiö dróst gegn gríska félaginu ekki gegn Liverpool í undanúrslitun- Panathinaikos og má fastlega reikna um, sagði Aime Jacquet, þjálfari með að Evrópumeistarar Liverpool franska meistaraliðsins Bordeaux, eft- leiki til úrslita gegn Bordeaux eða ir dráttinn á Evrópukeppni meistara- liða í Ziirich á föstudaginn. — Það er erfitt að leika gegn enskum félagsUð- um sem leika þannig knattspyrnu aö mótherjar þeirra fá lítið athafnasvæði til að beita kænskubrögðum — þ.e.a.s. leika iéttleikandi knattspyrnu, sagði Jacquet. Liverpool datt í lukkupottinn því að Juventus í Brussel 29. maí. Bordeaux mætir Juventus en með ítalska félaginu leikur enginn annar en Michael Platini, fyrirliði franska landsliðsins. Jacquet var mjög ánægður með að seinni leikur Bordeaux og Juventus fer fram í Frakklandi. — Við höfum aUtaf leikiö seinni leik okkar á útivöUum. Eg • Karl-Heinz Rummenigge skoraði tvö mörk fyrir Inter MUanó gegn Köin á dög- unum. Hér sést hann ganga af leikveUi ásamt ítalska iandsUðsmanninum Alto- beUi. lofa því aö það verður knattspyrnuhá- tíð í Bordeaux þegar Juventus kemur í heimsókn, sagði Jacquet. Bordeaux er þriðja franska félagið sem kemst í undanúrsUt Evrópukeppni meistaraUöa. Aður hafa Rheims og St. Etienne náð þeim árangri. — Það verður erfitt að leika gegn Platini. Við veröum að hafa gætur á honum. Platini er nú ímynd franskrar knattspyrnu. Leikmenn mínir eru ekki með neina minnimáttarkennd gagn- vart honum. Viö vitum þó að hann þekkir okkur vel og leikkerfi okkar, sagöi Jacquet. — Viðureign gegn Juventus verður erfiö en við eigum að geta notfært okk- ur þaö að leika seinni leikinn hér í Bordeaux — það er mjög gott vopn sem við ætlum okkur aö nota, sagði Jacquet. 1 Risar mætast Það mætast einnig fræg félög í und- anúrsUtum í Evrópukeppni bikarhafa og UEFA-keppninni. Bayem Munchen og Everton glíma í undanúrslitum Evrópukeppni bikar- hafa og Inter Mílanó, með Karl-Heinz Rummenigge og Liam Brady í aðal- hlutverkum, leikur gegn Real Madrid í undanúrslitum UEFA-keppninnar. -SOS íþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.