Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Qupperneq 15
DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985. 15 KLOFIN TUNGA Haukur Helgason hefir gert sjálfum sér þá skömm aö skrifa meö stuttu millibili tvo leiðara i DV um kjaradeilu HDí og ríkisvaldsins. Efni þeirra beggja er hiö sama: Kennarar í HlK beita nemendum fyrir vagn sinn í þeim tilgangi að kúga fé út úr ríkinu og skirrast ekki viö aö brjóta lög til aö ná settu marki. Ætla mætti aö maður sem vill aö skrif hans séu tekin alvarlega reyndi aö finna skýringu á þeirri ákvöröun kennara aö hætta kennslu 1. mars sl. Athugaði hve oft kjara- deila þeirra heföi farið fyrir kjara- dóm undanfarin tíu ár og hver ávinn- ingur kennara hefði verið, læsi skýrslu endurmatsnefndar sjálfur en léti ekki fulltrúa fjármálaráöuneyt- isins segja sér hvaö þar stæöi, íhug- aöi hvort eitthvert réttlæti væri í því aö ríkisstarfsmaöur meö 4—6 ára há- skólamenntun — hvaö þá lengri — aö baki hefði a.m.k. 50% lægri laun en ef hann starfaði á hinum almenna markaðL En þaö er ööru nær. „AUir vita, sem vilja vita, aö kennarar eru aö beita þjóðfélagiö fjárkúgun,” stendur þar. Ekki orö um laun kenn- ara, ekki stafur um hvaö tilboð ríkis- ins þýöi í krónum en hinsvegar: „Aö sjálfsögöu geta kennarar skipt um starf, en þeim mun ekki fyrirgefiö aö skilja nemendur sína eftir úti á gadd- inum meö þessum hætti.” Því öll er sökin kennaranna, ríkisvaldið hefir gert hvaö í þess valdi stendur. Nú ætti H.H. aö vita hver laun kennara í HlK eru því aö þeir hafa ekkert veriö feimnir viö að greina frá því bæöi í málgagni hans og víöar. Honum ætti því ekki aö vera skotaskuld úr því aö reikna út hvaö 15% hækkun þeirra launa þýddi í krónum en þaö hefir samninganefnd ríkisins boöiö þeim HlK-félögum sem mest skulu fá. Ekki aldeUis. En mundi RH. vilja upplýsa hver væru laun blaöamanna á DV? Er þar ein- hver á kennaralaunum? Eru blaða- menn þar í aukavinnusnapi sér tU Ufsbjargar eða ha£a þeir viöurværi sitt af fullri vinnu við blaöið? Hvaö ber H.H. sjálfur úr býtum fyrir sora- skrif sín? Er hann maður tU aö skýra frá því? Eöa eru þetta máski bara hugsjónaskrif hjá honum? Hvað hefur verið boðið? I hinum síöari þessara tveggja leiöara sem birtist 15. mars sl. og er GÍSLI MAGNÚSSON KENNARI VIÐ FJÖLBRAUTASKÓLANN Í BREIOHOLTI höfuötúefni þessa greinarstúfs tæpir H.H. á skýrslu endurmatsnefndar menntamálaráðuneytisins og gerir því skóna aö kennarar hafi þar „úr ýmsu að moða”. En hvaö er þeim boðiö? Jú, ,,að leiöréttur veröi viö rööun í launaflokka sá munur sem er á kennurum og öðrum ríkisstarfs- mönnum meö sambærUega menntun”. Er þetta eitthvað nýtt? Eg veit ekki betur en kjaradómi hafi ætíö veriö skylt að dæma svo þó aö nú hafi það runniö upp fyrir ríkisvald- inu aö haUi væri kominn á vogina Því býður samninganefnd ríkisins kenn- urum nú 1—3 flokka hækkun plús hækkun yfirvinnugreiðslu sem svarar tU eins flokks eöa í aUt frá ca 800 kr. uppí u.þ.b. 2500 kr. þeim sem kjaradómur hefir svínað mest á. Þaö er aEt og sumt Og svo ærist H.H. yfir því að kennarar skuU tortryggja þennan sama kjaradóm. En áfram skulu kennarar fylla neöri flokk- ana í launastiga kjaradóms, alls ekki vera ofan viö miöju eins og er í öUum löndum sem viðurkenna aö góö menntun er grundvöUur framtíöar- samfélags og sýna þaö í verki. En hvemig er ástandiö hér? Orö uppúr ritvél í besta faUi. Og þeir sem and- æfa eru kaUaöir fjárkúgarar. En kennarar eiga aö visu aö fá meira. Þeir eiga Uka aö fá þá hækkun sem öörum félögum í BHMR hefir veriö boöin; því hafandi lesið skýrslu samanburðamefndar er náttúrlega ekki hægt aö horfa fram- hjá þvíaðnokkurmunurerá launum ríkisstarfsmanna og þeúra sem starfa á almennum markaöi. Þennan mun hefir launamálaráö BHMR metiö á a.m.k. 50% og sýnist manni að erfitt muni aö hrekja þann út- reikning. En þeir eru til sem ekki eiga í neinum vandræöum meö þaö. Fimm prósent er munurinn. Og þaö er boðið.Þessu eiga ríkisstarfsmenn að kyngja. OUkindareikningur tals- manns fjármálaráðuneytisins er reyndar greinarefni útaf fyrir sig en tæpast við búið aö H.H. skoöi slíkt af nokkurri skynsemi. Neyðarréttur? Aðstoðarritstjóranum veröur tíö- ritaö um lögbrot kennara er þeir gengu út hinn 1. mars sl. Ef ég man rétt reit þessi sami maöur frelsis- gapandi leiðara um neyöaiTétt er hann var aö verja ólöglega útvarps- stöð DV sl. haust. Þá voru lög ólög og „neyðarrétturinn” rökstuddur meö því aö sinna þyrfti upplýsingaskyldu og gott ef ekki var tekiö undir bylt- ingartal myrkfælinna einangrunar- seggja sem töluöu útúr hvítum herbergjum. Þessu rausi hefir raunar veriö margsvaraö en enga trú hefi ég á að H.H. taki nokkurt marká því. Síðasta málsgrein þessa geöilla leiðara er endurtekningar verö: „Stefni í það, aðkennsla í framhalds- skólum veröi ekki með eðlilegum hætti á næstunni, veröur að bjarga því sem bjargað veröur meö ráön- ingu nýrra kennara.” Því H.H. ber svo mikla umhyggju fyrir nemendum. Umhyggju af því tagi sem búast mætti við af manni sem hefir reynt aö kenna — en gefist upp. Nú veit ég ekki hvort svo er um H.H. en samur er skilningurinn. Skítsama hver stendur við púltiö. Allt of lengi hafa ísl. skólanemar látiö sér þaö lynda að nánast hverjum sem er sé hent inn um dyrnar á skólastofunni til aö standa viö púltiö og passa aö nemendurnir hlaupi ekki út. Er mál oröið aö slíkum ruddaskap gagnvart nemendum linni. Gísli Magnússon Rakarastofan Klapparstíg Simi12725 'v Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 Við höfum lagt traust okkar áOSRAM i mmmm SALO gaveg. 99 bimj; 22fc>80|1 CLTsk Ms SÓLSKUÝKJAN 5ÓI.HUSIO RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND MALNTNG - MÁLNTNGARVÖRUR Áður en þú byrjar að mála er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hvar best er að kaupa efni til verksins. JL-Byggingavörur hafa mikið úrval af málningarvörum og ráðleggingar starfsmanna okkar eru fyrsta skrefið í vali á besta og hagstæðasta efninu. Afsláttarkjörin okkar á málningu er hagstæðasta verðið í dag. 5% afsláttur af kaupum yfir kr. 2500,— 10% afsláttur af kaupum yfir kr. 3200,- 15% afsláttur af kaupum yfir kr. 4600,- 20% afsláttur af heimkeyrðum heilum tunnum. Flll BYBGlNGftUOBÐBl MÁLNINGARVÖRUDEILD, HRINGBRAUT 120.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.