Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 22
22 DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 60., 62. og 56. tölublaði Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Lækjarfit 5, efri hæð, Garðakaupstaö, þingl. eign Páls Ingi- marssonar, fer fram eftir kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og Þor- finns Egilssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. mars 1985 kl. 16.30. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 60., 62. og 66. tölublaði Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Marargrund 10, Garðakaupstaö, þingl. eign Björns J. Björns- sonar, fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs og Veödeildar Lands- banka islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. mars 1985 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Garöakaupstaö. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 68., 70. og 73. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Markarflöt 14, efri hæð, Garöakaupstað, þingl. eign Arnolds Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. mars 1985 kl. 15.30. Bæjarfógetinn i Garöakaupstaö. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Breiövangi 13, 1. h.t.h. B, Hafnarfiröi, þingl. eign db. Róberts Jónssonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. mars 1985 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 68., 70. og 73. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Smárabaröi 2, Hafnarfirði, þingl. eign Svans Þórs Vilhjálms- sonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 28. mars 1985 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síöasta á eigninni Hegranesi 17 (lóð), Garöakaupstað, þingl. eign Viöars Olsen, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. mars 1985 kl. 17.30. Bæjarfógetinn í Garöakaupstað. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á eigninni Suðurgötu 52, efri hæö, Hafnarfiröi, þingl. eign Guöbjarts Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. mars 1985 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Hundrað stökk í fallhlíf og rjóma- tertur í andlitið Fallhlifarstökkvari á Akureyri fór sitt hundraöasta stökk á laugardaginn fyrir rúmri viku og fékk í viðurkenn- ingarskyni tvær rjómatertur í andlitið á eftir. Stökkvarinn heitir Omar Þór Eðvarösson og hefur enginn fallhlífar- stökkvari, sem aöeins hefur stokkið hér á landi, náð þeim fjölda stökka á jafnskömmum tíma. Omar Þór byrjaði að stökkva um mánaðamótin maí/júní í fyrra. Meö Omari Þór stukku Sigurður Bjarklind, sem fór sitt 513. stökk, og Sigurður Baldursson. Hann byrjaði að stökkva um svipað leyti og Omar Þór og stökkið hans var það 93. í röðinni. Omar Þór og Siguröur Baldursson fara nú á föstudaginn til Flórída að læra meira í stökkkúnstinni, aðallega stjömumyndanir í frjálsu falli. Þeir veröa í þrjár vikur á stað sem heitir Zephyrhills Parasbut Center og ætla að stökkva þar 50—60 sinnum á þessum tíma. Sigurður hefur í hyggju að kynna sér ljósmyndun í fallhlífar- stökki en hann er fyrsti stökkvari hérlendis sem hefur sérstaklega stundaöslikt. Fallhiífarstökkvarar á Akureyri náöu fleiri merkisáföngum um siöustu helgi. Þeir mynduöu þá sína fyrstu f jögurra manna stjörnu í frjálsu falli. JBJ/Akureyri. Ómar Þór útataður í rjómatertu. DV-mynd JBH Til gamalla nemenda Laugamesskólans Laugamesskólinn veröur 50 ára á þessu ári og hyggjast forráðamenn skólans minnast þess með hátíða- höldum dagana 27. og 28. apríl. Þeir nemendur skipta þúsundum sem á hálfri öld hafa hlotið menntun og uppeldi í þessum skóla. Fjöl- mennur hópur merkra forystu- manna og kennara hafa á þassu tímabili starfað við Laugarnes- skólann og markað þar svo djúp spor að nemendur eiga sérstaklega ljúfar minningar frá vem sinni í skólanum. Auk almennrar kennslu hefur leik- listarstarf jafnan skipaö sérstakan sess í Laugarnesskólanum og margir sem þar hafa komið við sögu hafa síðar haslað sér völl á stærra sviði. Tónlistarkennsla varð snemma með sérstökum hætti í skólanum og fjölmargir af hæfustu tónlistar- mönnum þjóöarinnar fengu þar sína fyrstu kennslu. I stuttu máli má segja að Laugamesskólinn, forráða- menn hans og kennarar, hafi í hálfa öld sinnt menntunar- og uppeldis- starfi á þann veg að til fyrirmyndar er. Við.gamlir nemendur Laugarnes- skólans, viljum sýna þakklæti okkar fyrir ógleymanleg æskuár með því að leita til gamalla bekkjarfélaga um þátttöku í afmælisgjöf til skólans í vor. Endanleg ákvörðun um gjöf hefur ekki verið tekin en væntanlega mun hún tengjast tæknivæöingu skólans á sviði sjónvarps- og mynd- banda. Við viljum meö þessum orðum leita til gamalla nemenda Laugamesskólans um þátttöku í fjársöfnun í þessu skyni. Hugmynd okkar er sú að framlag hvers og eins verði krónur 300. Við munum senda bekkjarfélögum okkar frá Laugar- nesskólaárum bréf með tilmælum um þetta ásamt gíróseöli og er númer gíróreiknings 500801, Laugar- nesskólinn 50 ára. Við viljum hvetja aðra nemendur frá fyrri tíð, sem hafa áhuga á þátttöku í þessari fjár- söfnun, til þess að hafa samband við eitthvert okkar. Astrid Kofoed-Hansen, Birkilundi 10, Garðabæ, s. 43640. Elísabet Erlingsdóttir, Skeiðarvogi 27, s. 35857. Gunnar Már Hauksson, Laugarás- vegi 14,3.38259. Gylfi Már Guöbergsson, Hávallagötu 29, s. 14124,25088. Ragnar Arnalds, Laugalæk 38, s. 83695. Markús örn Antonsson, Kmmma- hólum6,s. 75353. Einar Grétar Sveinbjömsson, Vinbarsg. 23, 23040 Bara, Svíþjóö, s. (040)447319. Selma Júlíusdóttir, Vesturbergi 73. Bernharður Guðmundsson, Hlíðar- vegi6,s. 40187. Elfa Björk Gunnarsdóttir, Grana- skjóU 25, s. 21091,22260. Margrét Erla Björnsdóttir, Akur- holti20,s. 666585. Sonja Backman, Fjölnisvegi 15, s. 20628. Brynja Benediktsdóttir, Laufásvegi 22, s. 25198. Styrmir Gunnarsson, Marbakka, Kópavogi.s. 42941. Jón Baldvin Hannibalsson, Vestur- götu 38, s. 21513. Halldór Blöndal, Melabraut 14, s. 16616.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.