Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 56
FRETTASKOTIÐ
(68) • (78)*(58)
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað í DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
MÁNUDAGUR 25. MARS 1985.
Bíllinn eyði-
lagðist við
aðakaáhest
Hestur lét lífiö og þrír menn slös-
uðust er fólksbíll ók á ríöandi mann í
Eyjafirði á laugardagskvöld. Slysiö
varð skammt utan Akureyrar, viö
austustu brúna á Eyjafjarðará.
Bíllinn er gjörónýtur eftir þennan
baröa árekstur. Hesturinn drapst
samstundis. Hestamaöurinn, öku-
maöur bílsins og farþegi voru fluttir
á sjúkrahús. Fólkiö slasaöist ekki
mikið. Þó skarst stúlka, sem var í
bílnum.nokkuöíandliti. -KMU.
Lóanerkomin
Það hlýtur aö vera skammt til vors
úr því aö lóan er komin. Arvökull
sjúklingur á Landspítalanum í
Reykjavík sá tvær lóur fljúga hjá
glugga sínum fyrir viku og nokkrum
dögumseinna brá lóunniafturfyrirá
sama staö.
„Þetta eru ánægjuleg tíöindi,”
sagöi Ævar Petersen fuglafræðing-
ur þegar honum voru færöar þessar
fregnir. „Þaö er raunar alls ekki fá-
títt að hún komi svona snemma. Hún
kemur frá varpstöövum sínum á
Bretlandseyjum, Frakklandi eða
- Spáni og viö fáum iðulega tilkynning-
ar um lóuna síöla í marsmánuði.
Hins vegar lætur hún yfirleitt fremur
lítiö á sér bera fyrr en í apríl þegar
varptíminn hefst.” -IJ.
Þrír slösuðust
Þrír piltar slösuöust í bílveltu á
Hvalfjarðarströnd í fyrrinótt. Þeir
voru fluttir á sjúkrahúsiö á Akranesi.
Þeir eru ekki taldir alvarlega slasaöir
en heppnir að ekki fór verr.
Slysiö varö skammt frá Ferstiklu, á
móts við bæinn Kalastaði, skömmu
fyrir klukkan tvö aöfaranótt sunnu-
dags. Grunur leikur á aö ölvun hafi átt
þátt í aö bíllinn fór út af og valt. Þetta
var fólksbíll og er hann taUnn ónýtur
eftir. -KMU.
Bílstjórarnir
aðstoða
LOKI
Albert hlýtur að þakka
ísfirðingum fyrir nýju
tekjuöflunarleiðina.
Sigurður Jónsson um skjalafundinn:
99
Slembilukka aö ég
skyldi finna þetta
99
Frá Árna Snævarr, fréttaritara DV í
París:
„Þaö var slembUukka að ég skyldi
finna þetta,” sagði Siguröur Jónsson,
líffræðingur í París í gær. „Eg hef
lengi leitað aö Islandsferðabók Gaim-
ard, sem er sjaldgæfur og dýr gripur,
hér í borg. En þó ekki meö öllu ófáan-
legur. Eg hef aldrei fundiö nema
glefsur, mynd og mynd á stangli, en
um daginn rakst GiseUe, kona mín, á
fombókasala sem ég hef verið í
sambandi við. Hann var einmitt aö
fara meö bréf tU okkar í póst en þar
segir hann aö hann hafi grip til sölu
sem ég hafi áhuga á. I ljós kom aö hér
var ekki aðeins um aö ræða einkaein-
tak Gaimards af Islandsferöabókinni,
heldur sýniseintak og próförk um leið.
I henni eru 84 koparstungur. Sumar
myndirnar eru þarna öðruvísi en í
opinberu útgáf unni sem kom út síðar.
Þegar ég fór aö fletta ritinu kom í
ljós nokkuð sem mér fannst mjög
merkUegt. Á öftustu blaösíöur er plagg
sem Gaimard og Finnur Magnússon
skrifa undir.
Þar stendur undir: „Samsæti Is-
lendinga undir forsæti prófessor Finns
Magnússonar, sett í Kaupmannahöfn
16. janúarl839.”
Gaimard hefur haft með sér þetta
frumeintak ferðabókarinnar og látiö
Islendingana skrifa nöfn sín, fæðingar-
dag og staö á öftustu blaðsíðu bókar-
innar sem um gestabók væri að ræða.”
Sigurður segir bókina hafa verið
dýra: „Viö skulum segja að hún hafi
kostaö nokkur kýrverð.”
• — Sjánánarbls.4.
Selurinn frá Hollandi:
Skotinn á Akureyri
Margt bendir nú tU þess aö hringa-
nórinn Snorri, selurinn sem var
fluttur til landsins alla leið frá
Hollandi með Amarflugi á dögunum,
hafi veriö skotinn.
Rannsóknarlögreglan á Akureyri
kannar nú málið eftir að vitnaöist í
síöustu viku aö hringanóri, sem mjög
svipar tU Snorra, hefði veriö skotinn
í Akureyrarhöfn viö Höephners-
bryggju. Hefur Náttúruverndarráð á
Akureyri látið bóka mótmæli vegna
þessa atburöar þar sem þaö er
harmað (ef satt reynist) að Snorri
hafi veriö drepinn. I samtali viö DV
sagöi Erlingur Sigurðsson, sem situr
í Náttúruvemdamefnd á Akureyri,
að þaö horfði skrýtilega við aö flytja
selinn alla leiö frá HoUandi og skjóta
hann síðan í fjörunni á Akureyri.
Samkvæmt lögreglusamþykkt væri
meðferð skotvopna stranglega
bönnuö í bæjarlandinu og þvi ófor-
svaranlegt að skjóta dýr á f æri.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimUdum DV hefur merki sem
tilheyrir Snorra fundist á AkureyrL
Þykir þaö benda tU þess að Snorri
hafiveriðskotinn.
Hringanóri lifir í Norðuríshafinu.
Slíkur selur var fluttur hingaö í fyrra
en Snorri komst tU Islands fyrir
tilstiUi eldri konu í HoUandi og
Arnarfiugs. -EH.
Ingibjörg til Cardiff
Sigurður Jónsson með bókina dýru á heimili sinu i Paris. ,,Hún kostaði
nokkur kýrvorð," sagði hann. DV-símamynd Friðrik Rafnsson/AFP
Söngkeppni sjónvarpsins fór fram
í annað sinn í gærkvöldi. Keppendur
voru sex talsins og sungu þeir viö
undirleUc Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands og píanóundlrleik.
Leikar fóru þannig aö í þriöja sæti
var Viðar Gunnarsson og komu í
hans hlut 5000 krónur. 1 öðm sætí var
Asdis Kristmundsdóttir sem hlaut 10
þús. kr. Ingibjörg Guðjónsdóttir bar
sigur úr býtum og mun keppa í söng-
keppni breska sjónvarpsins í Cardiff
í Wales.
senDiBiinsTóÐin
Olíumengun í Vatnsfirði á Barðaströnd:
ORNIHÆTTU VEGNA
OLIUIFRIDLANDI
Ottast er að lífríki Vatnsfjarðar á
Barðaströnd og eyja á norð-
anverðum Breiöafirði kunni að
vera í hættu vegna olíumengunar.
Einkum óttast menn aö örn kunni aö
vera í hættu.
„Eg mun strax á eftir hafa sam-
band við Náttúruverndarráð og fleiri
aðila og krefjast þess aö það fari.
fram nákvæm athugun á þvi hvaö
orðið hefur af olíunni,” sagði Egill
Olafsson, formaður Náttúmvemd-
arnefndar Baröastrandarsýslna.
Talið er að vemlegt magn af olíu
hafi farið í sjóinn úr Gissuri hvita, 70
lesta báti, sem strandaði í suðvestan
roki 7. mars síðastliðinn við Þverá
milli Brjánslækjar og Flókalundar.
Báturinn strandaöi inni á friölýstu
svæði.
„Ráðamenn hafa sagt að milli
3.000 og 5.000 litrar af gasolíu hafi
farið í sjóinn og, eins og þeir orðuðu
það, óvemlegt magn af smurolíu,”
sagðiEgill.
Hann fór um helgina ásamt lög-
reglumanni frá Patreksfirði í Vatns-
fjörð að kanna aöstæður.
„Þegar svona alvarleg tilfelli
hafa komið upp hef ég haft lögreglu-
mann meö mér til að taka skýrslu og
ljósmynda þannig aö þetta fari
ekkert á milli mála,” sagöi Egill.
„I kringum skipiö gátum við séð
verksummerki þess að olía hafði
komiö. Hinum megin við Vatnsf jörð,
að austanveröu, i Hörgsnesi, sáum
við einnig olíu. önnur merki um olíu
sáum við ekki,” sagði Egill Olafsson.
-KMU.
7
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4