Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Qupperneq 14
14 DV. MANUDAGUR 25. MARS1985. Getum afgreitt með stuttum fyrir- vara rafmagns- og dísillyftara: Rafmagnslyftara, 1,5-4 tonna. Disillyftara, 2,0-30 tonna. Ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í annan. Tökum lyftara í umboðssölu. Flytjum lyftara um Reykjavík og nágrenr.i. Littu inn — við gerum þér tilboð. LYFTARASALAN HF., Vitastíg 3, símar 26455 og 12452. - SKÍÐASKÓLINN IŒRUNGARFJÖLLUM S umaráætlun 1985 UNGUNGANÁM8KFJÐ (6 dagar) 25. júnf, 9. ágúst UNG LINGA NÁMSKEJÐ (5 dagar) 14. ágúst, 18. ágúst FfÖLSKYLDUNÁMSKElÐ (6 áagar) 30. júní, 14. júlí, 21. júlí, 28. júlí F)ÖLSKYLDUNÁMSKE1Ð (5 áagar) 5. ágúst NÁMSKEIÐ FYRIR FULLORÐNA (6 áagar) 7. júlí ALMENNINGSNÁMSKEIÐ (5 dagar) 22. ágúst, 26. ágúst ALMENNINGSNÁMSKElÐ (4 dagar) 2. ágúst (verslunarmannahelgi) HELGARNÁMSKEIÐ Föstud.-sunnuá. fyrst 5. júlí UPPLÝSINGAR OG BÓKANIR: HRÐASKRIFSTOFAN ÚRVOL VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900 OG UMBOÐSMENN ÚRVALS UM LAND ALLT Menning Menning Menning GÓÐIR TÓNLEIKAR Tónleíkar KammermúsBcklúbbsins f Bústaða- kirkju sunnudaginn 17. mars 1985. Efnisskrá: Strengjakvartett f C-dúr K. 465 eftir Mozart, Strengjakvartett nr. 7 fffs-moll op. 108 eftir Sjostakovitsj og Kiarfnettukvintett op. 115 eftir Brahms. Flytjendur: Guðný Guðmundsdóttir, Szymon Kuran, Robert Gibbons, Carmell Russill og Ein- ar Jóhannesson. Þaö er umhugsunarvert aö hér á landi hafa ekki þrifist smáir hljóð- færahópar nógu lengi til aö byggja upp þaö innra öryggi sem er aðal góös tónlistarflutnings. Blásara- kvintett Reykjavíkur er hér undan- tekning og nú er fram kominn annar kammerhópur sem vænta má mikils af. Strengjakvartett Guðnýjar Guð- mundsdóttur hélt aðra opinbera tón- leika sína á sunnudaginn var. Kvartettinn lék á Myrkum músík- dögum og flutti þar m.a. Strengja- kvartett nr. 7 eftir Sjostakovitsj, sem var einnig á efnisskránni aö þessu sinni. Þetta verk sýndi glöggt hvern- ig svona hópur nær smátt og smátt aö vaxa saman því flutningur verks- ins var mun hnitmiðaðri nú en áöur. Kom samstilling hljóðfæraleikar- anna sérstaklega vel fram í pizzi- catoköflunum. Þeir voru ekki aðeins nákvæmir heldur einnig dýnamískir og f ullir merkingar. Hæpið er að nokkum tíma takist meö orðum aö lýsa öllu því sem þarf að uppfylla til aö Mozarttúlkun telj- ist góö, enda gæti slíkt heldur ekki gefið endanlega hugmynd um út- komuna. Tíundum það ekki frekar: Maður heyrir sjaldan betri meðferð Strengjakvartett Guðnýjar Guðmundsdóttur og Einar Jóhannesson. Tónlist Atli Ingólfsson Hanna G. Sigurðardóttir á tónlist Mozarts en gerðist á þessum tónleikum. Með Uösauka Einars Jóhannesson- ar voru allar forsendur fyrir framúr- skarandi flutningi á Klarínettukvint- etti Brahms og víst er að það fór nærri. Flutninginn skorti ekki tilþrif en nokkuð vantaði á aö samhæfing spilaranna væri með þeim ágætum sem heyra mátti í leik kvartettsins fyrir hlé, og stundum örlaði á að intónasjón væri ekki nógu góð. Samt var ekki hægt annað en hrífast með. Þegar boðið er upp á svo kjam- góða efnisskrá og vandaðan flutning hneigist maöur til að spara lýsingar- orð; hér þarf að segja eitthvað sem ersatt. Góðirtónleikar. Maestra Invaríabile Tónleikar fslensku hljómsveitarinnar í Bú- staóakirkju 20. mars. Stjórnondi: Margaret Hillis. Einleikari: Anna Guöný Guflmundsdóttir. Efnisskrá: Bohuslav Martinu: Svíta úr Glefii- leiknum á brúnni; Woifgang Amadeus Mozart: Píanókonsert f C-dúr, KV 415; Hróðmar I. Sig- urbjörnsson: Skref; Joseph Haydn: Sinfónia nr. 63 f C-dúr (Roxolane). Maestra var yfirskrift sjöundu tón- leika Islensku hljómsveitarinnar á þessu starfsári. Meö því er að sjálf- sögöu vísað til þess að stjórnandinn á þeim var kona, sú víðfræga Margaret Hillis. Hún er ein þeirra fáu kvenna sem náð hafa aö rjúfa múra þess rammlega girta karl- mannavígis sem stjórnpallurinn er. En hvers vegna stjómpallurinn og reyndar starf músíkantsins hefur löngum verið karlmanna vígi á sér að sjálfsögðu sögulegar orsakir sem í nútímanum veröa að teljast kreddur einar og bábiljur. Ekki þekki ég gjörla til ferils Margaretar Hillis fram að því að hún stóð næsta ófor- varendis á stjórnpalli í forföllum Soltis fyrir einum átta ámm og lét sig ekki muna um að kýla á Áttundu Mahler með pomp og pragt. Hún ér þekkt fyrir að fara nákvæmlega eftir „Margaret Hillis tókst þvi að fá íslensku hljómsveitina til að spila eins og skólahljómsveit." DV-myndir GVA. fyrsta verkinu, Martinu svítunni. Eins hygg ég að föst, nákvæm, en heldur þurrleg stjórn hennar hafi gert Skrefi Hróðmars Sigurbjöms- Eyjólfur Melsted sonarheldurgott. Þótt heildarhljóm- Tónlist Margaret Hillis stjórnandi, Guðmundur Emilsson, framkvœmdastjóri islensku hljómsveitarinnar, og Anna Guðný Guðmundsdóttir pianóieik- ari. fyrirmælum tónskálda um verkin sem hún stjórnar, sem er að vísu heldur hæpinn verkmáti. Hver ætlar til dæmis nú að fara nákvæmlega eft- ir því ekkisen kroti sem liggur eftir Beethoven í handritum? — Látum handritakrotið liggja á milli hluta og litum á prentaðar útgáfur. Þær eru bara oftast eins misjafnar og þær em margar. Man ég til dæmis eftir merkum prófessor sem hundskamm- aði menn í skólahljómsveit hafandi raddskrá annarrar útgáfu fyrir framan sig en þá sem mannskapur- inn spilaöi eftir. Margaret Hillis fylgir allt að einu þeirri útgáfu verks sem leikin er í blindni. Stjórn hennar er föst, ákveð- in og, vegna skilyrðislausrar hlýðni við prentuð fyrirmæli, heldur ópersónuleg. Að virða fyrir sér slag hennar er því líkast að horfa á röð skýringamynda upp úr „Band Mast- ers Guide”. Á stjóm hennar er brag- ur stórlúðrasveitarstjórnandans. Stjórn hennar átti prýöilega við í urinn í stykkinu hafi ekki verið svo galinn er það furðulega instrument- erað. Línur ganga á undarlegasta hátt frá einu hljóðfæri til annars og víða, einkanlega hjá blásurunum, liggja þær á tíðum bölvanlega, hvort sem þaö er nú með ráðnum huga gert. En þessi „Band Master Style Conducting” fannst mér lítt viöeig- andi þegar þeir Mozart og Haydn áttu í hlut. Blæbrigðin í leiknum voru líkt og svipbrigði Johns heitins Wayne — samtals eitt. Margaret Hillis tókst því að fá Islensku hljóm- sveitina til að spila eins og skóla- hljómsveit. Toppfín skólahljómsveit að vísu, en nokkuö sem hún hefur aldrei gert fyrr, og þaö þótt með henni lékju allmargir nemendur. En þó var á undantekning. Þrátt fyrir blæbrigöasnauöan hljómsveitarleik- inn á bak við sig og þrátt fyrir aö hljóðfærið væri ekki þess umkomið að svara til fullnustu lék Anna Guöný Guðmundsdóttir Mozart konsertinn með næsta ótrúlegri litauðgi. Þá hoppaöi í manni hjartaö, sem annars sló næsta reglubundið í öllu til- breytingarleysinu. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.