Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ —VISIR 71. TBL. - 75. og 11. ÁRG. MÁNUDAGUR 25. MARS 1985.
Kennarar ákváðu með 210 atkvæðum gegn 57 að hefja kennslu á ný:
Bréf Steingríms kom
Albert í opna skjöldu
Seint í gærkveldi ákváöu kennarar
aö hefja störf á ný. Á félagsfundi
þeirra var samþykkt ályktun þess efn-
is. Samþykkir voru 210, á móti 57 og
auöirseðlar27.
Strax í morgun munu flestir kennar-
ar hafa mætt i skólana. Ekki var samt
búist við aö kennsla hæfist hjá þessum
kennurum í dag. Dagurinn verður not-
aöur til skipulagningar kennslunnar
næstu vikurnar.
Þessi ákvörðun kemur í kjölfar
ákvörðunar á laugardaginn. Þá
ákváðu kennarar að snúa aftur til
starfa svo fremi sem ákveðin skilyrði
yrðu uppfyllt.
Stjórnvöld gengu að þessum skil-
yrðum. Kennarar verða ekki lögsóttir
og gengið verður frá greiðslu fyrir
fyrirsjáanlega aukakennslu á
næstunni.
Kennarar telja nú að trygging sé
fyrir því af hálfu ríkisins að þeir og
aðrir eigi aö hafa sömu heildarkjör og
aðrir á almennum markaði. Og fram-
vegis verði dagvinna borin saman við
dagvinnu annarra. Þetta kom fram í
bréfi Steingríms sem hann sendi BHM
á laugardaginn.
Þetta bréf Steingríms kom fjár-
málaráöherra í opna skjöldu og varð
til þess aö í snarhasti var kallaður
saman ríkisstjórnarfundur í gær. Á
tólfta timanum í gær fékkst Albert til
að skrifa yfirlýsingu þess efnis að hann
væri efnislega sammála Steingrími —
enda sé viö samanburö dagvinnulauna
um sambærilegt vinnuframlag að
— sjá einnig bls. 2
ræða, segir í yfirlýsingu hans.
„Bréf Steingríms hefur ekkert að
segja fyrir fjármálaráöuneytið. Það er
fjármálaráöuneytið sem fer með
samningamálin en ekki forsætisráð-
herra. Túlkun Steingríms er ekkert
framlag fyrir hönd f jármálaráðuneyt-
isins,” sagði Albert í viðtali við DV í
morgun.
Albert sagði að launastefna ríkisins
væri ekki fallin með þessu svo fremi
sem farið yrði eftir stefnu fjármála-
ráöuneytisins. Hann sagðist ekki búast
við að málflutningur ríkisins myndi
breytast í Kjaradómi.
Forystumenn kennara og félaga í
BHM eru bjartsýnir á að þessar yfir-
lýsingar geti haft verulega mikil áhrif
á laun þeirra. Á fundinum voru
nefndar prósentur f rá 40 upp í 80.
APH
Fyrsti tíminn hjá Kristjáni Thorlacius i morgun var saga. Reyndar voru
ekki mættir nema 10 nemendur af 27. APH DV-mynd GVA
Hilmar Sigurgislason átti frábæran leik i Evrópuleiknum i Laugardalshöll eins og reyndar allir leikmenn Vikings. Á DV-mynd Brynjars Gauta skorar
Hilmar af línu eftir sendingu Viggós Sigurðssonar sem sóst að baki hans. Viggó varð fyrir nokkrum árum Spánarmeistari með Barcelona.
r Víkings á
Barcelona
— Víkingur sigraði,
20-13, ífyrri leik
liöanna í undanúrslitum
Evrópukeppni
bikarhafa
Sjö marka sigur og það á Evrópu-
meisturum voru úrslitin, þegar Vík-
ingur sigraöi Barcelona, 20—13, í
fyrri leik liðanna í undanúrslitum
Evrópukeppni bikarhafa í Laugar-
dalshöll í gærkvöld. Frábær liðsheild
Víkings skóp þann sigur og sjö
marka munur í hálfleik, 11—4.
Sjaldan hefur íslenskt handknatt-
leiksliö sýnt jafnglæsilegan leik og
Víkingar þá. Ahorfendur, sem troð-
fylltu Laugardalshöll og studdu frá-
bærlega vel við bakið á Víkingum,
trúðu vart sinum eigin augum. Vík-
ingur 11 — Barcelona 4 var staöan á
ljósatöflunni í hálfleik.
I síöari hálfleik skoruðu bæði liö
níu mörk og lokastaöan því 20—13.
Enn ein rósin í hnappagat íslensks
handknattleiks og þó voru norsku
dómaramir allt annað en hagstæðir
Víkingum í leiknum. „Víkingur hefur
raunhæfa möguleika á að komast í
úrslit Evrópukeppninnar,” sagði Jón
Hjaltalín Magnússon, formaður HSl,
en síöari leikur Víkings og Barcelona
verður næstkomandi laugardag í
Barcelona. Sjá nánar 12 sfður
um íþróttir á bls. 23—24.
hsim.