Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Side 52
52 DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Fyrir dyrum stcndur hjá Karli Gústaf, konungi Svíarikis, aö hcimsækja Sviss. Hann er að sögn ekki ýkja sleipur í þýsku svo hann hcfur sótt tíma í málinu um nokkurt skeið. Kennarinn? Hans cigin ekta- kvinna og drottning, Silvía. Engum sögum fer af árangri. Það eru fáir í vafa um aö Barbra Strcisaud og Richard Baskhi eru saman og ætia sér stórt. Það er um það bil ár siðan þau fóru að vcra saman og fljótiega tóku þau að leita sér að húsi og draumurinn mun vera að stofna fjöiskyidu. StrcLsand á vísa góða íramtíð með Baskin því að hann er margmilljóner af söngvasmíð sinnl og á að aukl mikla glerverk- smiðju sem malar gull. Ted nokkur Kennedy á við of- fituvandamál að stríða, sem svo margir aðrir. Hann hefur nú lagt sér línurnar í þessum efnum og gcrt stefnu sína opinbcra. Hann ætlar sér að losna við 17 kíló. Þetta ætiar hann aö afreka á sem skemmstum tíma. Aðferðin sem hann hyggst beita er víst hernaðarleyndarmál en við fylgj- umst spcnnt með. Hún Marianna, sú sem var gift Birni Borg, er nú búin að festa sér Jean-Pierre Marsan. Sá dró henni hring á fingur fyrir skemmstu. Menn veltu í fyrstu fyrir sér hvort hún gæti Iifað cins hátt og hún gerði er hún bjó með Borg, en öllum efa er nú eytt í þeim efnum. Jean-Pierre er nefnilcga einn af Frakklands ríkustu sonum. Skeggrætt i hléi. Hér eru þeir Davíð Oddsson, Jón Þórarinsson og Gunn- laugur Þórðarson. Þvi miður er Sviðsljósinu ekki kunnugt um nafn konunnar sem snýr baki i Ijósmyndarann. DV-myndir KAE Salurinn var þéttskipaður fólki sem fagnaði i lok sýningar. HWflRMÁVAR FRUMSÝNDIR Það bar til tíðinda laugardaginn 16. mars að frumsýnd var íslenska skemmtimyndin Hvítir mávar. Menn voru aö vonum spenntir fyrir frumsýn- ingu íslenskrar myndar. Því var það að sendur var maöur á staðinn til að taka myndir. Margt var um manninn og voru menn harla glaðir og ljómuðu í sannkölluðu hátíðarskapi. Stemmning- in var góð og gestir klöppuðu aðstand- endum myndarinnar lof í lófa að sýn- ingu lokinni. Mi f J !l | 1 f . ,,Skemmtikóngarnir" Magnús Ólafsson, Gisli Rúnar Jónsson og Þórhallur Sigurðsson. Hér eru þeir á tali, Davið Oddsson og Baldvin Jónsson, við hlið lögreglu hilsins sem lék mikla rullu i einhverju stórkostlegasta atriði myndarinnar. OSTUR ER VEISLUKOSTUR Wouié you o*. Stvíss cheese from* . tcekind’ 1 his hcai!> Nouiieisi cotiátn »>l Swit/cr- í.unt Swi'.s i> vcr\ nvh (tmágme the “chdd" vd a mI : mt Nýlega rákumst við á skemmtilega ostakynningu í bandarisku ostakynn- ingarriti. Þar var smáklausa um íslenskan ost og lítilsháttar „kynning” á landi og þjóð. Osturinn, sem kynntur var, er af þeirri gerð sem kennd er við Sviss. Hann var lofaður í hástert og allt í lagi með það. Það sem verra er er að það er sýnd mynd af ungri stúlku í all- lúðalegri múnderingu, með hatt og til- heyrandi. Þar heldur hún á skál sem í á að vera ostur, eða frumgerð hans. Sagt er að þetta sé íslensk bóndadóttir í hefðbundnum fatnaði. Við hlið þessarar myndar er mynd af torfbæ. Undir myndinni er sagt að íbúðarhús til sveita á Islandi séu svo frumstæð að þau séu nánast partur af landsiaginu, og þakið ekkert annað en torfusnepill. Svo mörg voru þau orð. Við segjum fátt en hugsum því meira. Vilji ein- hver segja mönnum þessum til synd- annaersíminnþessi: 90-1-800-645-3197.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.