Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Qupperneq 9
DV. LAUGARDAGUR13. JULI1985.
9
Bandalag þagnarinnar
Ingvar Gíslason, forseti neðri
deildar Alþingis og þingmaður
Framsóknarflokksins um langt ára-
bil, skrifaði í þessari viku grein í NT
sem vakið hefur verulega athygli.
Þar fjallar þingmaðurinn um rit-
stjórnarstefnu íslenskra dagblaða og
kallar samstarf blaðanna við stjóm-
málamenn „bandalag kumpána-
skaparins”. I stuttu máli er niður-
staöa hans sú aö dagblööin sýni
stjórnmálamönnum mikla linkind,
jafnvel þegar þeir hinir sömu hafa
orðið berir að hneykslanlegri fram-
komu eða misbeitingu á valdi og
aðstöðu. Undir lok greinarinnar
segirlngvar:
„Blöðin leika tveim skjöldum í
þessum efnum, tvískinnungur þeirra
er augljós, alvöruleysi þeirra getur
engum dulist. Þau eru í orði hlut-
drægnislaus og hlutlæg í afstöðu og
þykjast umfram allt vilja berjast
gegn spillingu, en á borði eru þau
hlutdræg og svo alvörulaus í rit-
stjórnarstefnu sinni að spilling og
pólitískt og embættislegt gerræði
grasserar í landinu, enda eru blöðin í
reynd í sérstöku trúnaðarsambandi
viö þá menn sem líklegastir eru til
þess að standa fyrir spillingu og
valdníðslu. Blööin og blaðamennirnir
hafa nánast búið þessa menn til.
Varla er við því að búast að hönnuð-
urinn sjálfur tortími verki sínu þótt
fánýtt sé. Ef það á að gerast þarf
þroskaðra hugarfar og alvöriuneira
tilfinningalíf en gætir í blaðaheimin-
umídag.”
Þetta er óneitanlega alvarlegur
áfellisdómur um íslensk dagblöð og
vegna þeirrar stöðu sem Ingvar
Gíslason gegnir og þess þunga sem
fylgir máli hans er óverjandi annað
en að taka þessa grein hans til
nokkurrar umfjöllunar, ekki síst þar
sem því er haldið fram að „frjáls og
óháð” blöð sigh undir fölsku flaggi
og séu í rauninni ekki annað en hand-
bendi samviskulausra stjórnmála-
manna og hampi jafnvel þeim sem
síst skyldi.
Vammir og skammir
Til skamms tíma voru dagblöð að
langmestu leyti málgögn ákveðinna
stjórnmálaflokka. Tilgangur þeirra
var sá einn að boða tiltekna stjórn-
málastefnu og varpa dýrðarljóma á
þingmenn og forystulið „síns”
flokks. Fréttir voru skrifaðar með
flokkspólitískum pennum og lesnar
með pólitískum litagleraugum. Þar
var þagaö kirfilega yfir vömmum
eigin flokksmanna en skömmum
dengt yfir andstæðinga. Þaö þóttu
föðurlandssvik að láta hnjóðsyröi
falla um hvem þann einstakling sem
var á flokkskrá viðkomandi flokks en
að sama skapi var mótherjunum velt
upp úr svaðinu hvenær sem færi
gafst.
Ennþá eimir eftir af þessari rit-
stjórnarstefnu hjá þeim blöðum sem
gefin eru út af stjórnmálaflokkum. Á
því hefur þó orðið mikil breyting og
það til bóta og segja má að þróunin
sé öll í þá áttina að ritstjórar og
blaðamenn verða æ sjálfstæðari í
störfum sínu. Árangurinn er sá að
í staö þess að dagblöö séu einn af
anga þeirrar samtryggingar, sem
ríkir milli stjórnmálaflokka og séu
bergmál af staðnaðri stjórnmálaum-
ræðu flokka í milli, eru þau að verða
að óháöu afli í þjóöfélaginu, sjálf-
stæðu valdi, sem veitir stjórnmála-
flokkunum og þinginu aðhald þegar
svo ber undir. Dagblöðin, og þá sér-
staklega hin frjálsu og óháöu, fletta
ofan af spillingu, skýra frá
hneykslismálum og draga iðulega
fram úr skúmaskotunum valdníðslu
framkvæmdarvaldsins án tillits til
þess hvort þar sé komið höggi á póli-
tíska skjólstæðinga eða ekki. Þessi
þróun veldur því að dagblöðin eru í
vaxandi mæli vettvangur almenn-
ings, brjóstvörn hans, gegn því al-
mætti sem stjórnmálaflokkarnir
hafa verið í landinu lun árabil. Hvort
dagblööin hafi sinnt þessu hlutverki
nægilega vel er auðvitað álitamál, en
kjarni málsins er þó sá að blaða-
mennskan er á réttri leið. Blöðin eru
ekki lengur leiöitamir taglhnýtingar
flokkanna í sama mæli sem áður var
og þjóðin hefur reyndar enga aðra
vörn gegn siðspillingu og gerræði en
einmitt í gegnum blöðin og fjölmiðl-
ana.
Fjölmiðlar en ekki
dómstólar
Hitt er annað að fjölmiðlar geta
aldrei orðið dómstólar sem flokka
þjóðina eöa stjórnmálamennina
rangláta eða réttláta. Blöðin skýra
frá atburðum, fletta ofan af
hneykslunum, varpa ljósi á stað-
reyndir. Þau segja frá því þegar
sakir eru bomar á pólitikusa um að
þeir hafi fengið símreikninga tví-
borgaða; þegar bankaráð ríkis-
bankanna ákveða launakjör banka-
stjóra; þegar pólitíkusar verða
uppvísir að „greiðasemi” við
kunningja sína. Þaö er svo aftur al-
mennings að dæma, dómstólanna og
kannske síðast en ekki síst stjórn-
málaflokkanna sjálfra. Flokkarnir
Ellert B. Schram
skrifar:
eiga auðvitað aö gera einhverjar lág-
markssiðferðiskröfur til sjálfra sín
og þeirra manna sem starfa á þeirra
vegum.
Gagnrýni Ingvars Gíslasonar á
dagblöðin í þessu efni um að mál
dúkki upp en séu síðan gleymd og
grafin á ekki síður erindi gagnvart
hinni flokkspólitísku veröld sem
Ingvar lifir og hrærist sjálfur í.
Hvenær hafa flokkamir sett sína
menn út af sakramentinu, krafist
afsagnar ráöherra eða rannsakað
meint misferli í starfi innan sinna
eigin raða?
Sannleikurinn er sá að spillingin á
sér bæði upphaf og skjól í flokkapóli-
tíkinni. Flokkarnir hafa aldrei sett
mönnum nein siðferðismörk og hafa
miklu fremur tilhneigingu til að bera
blak af hneykslismálum. Aðhaldiö er
ekkert. Samsæri þagnarinnar er ein-
hver alvarlegasta brotalömin á ís-
lensku þjóðlífi. Hvað eftir annað hafa
dagblööin upplýst spillingu og vald-
níðslu og þegar þeim málum skal
fylgt eftir er þeim drepið á dreif af
þeim valdamönnum sem hafa það í
hendi sér aö ganga til bols og höfuðs
á skúrkunum.
Hverjir hlífa
skúrkunum?
Eg hef margoft áður bent á ástæð-
una fyrir þessari samtryggingu
þagnarinnar. Stjómmálaflokkarnir
hafa komið sér fyrir í kerfinu og hafa
hagsmuni af því að því fyrirkomu-
lagi verði ekki raskað. Hver passar
upp á annan, hafa býttiskipti á greið-
um. Og af því þeir búa allir í glerhús-
um með bitlingana sína, helminga-
skiptareglurnar og kjötkatlana þá
þegja þeir þunnu hljóði þegar ein-
hver þeirra verður uppvís aðsiðleysi.
Þeir vita sem er að sök bítur sekan.
Það var til að mynda dálítið grát-
broslegt nú í vor þegar Alþýöu-
bandalagið fór aö álpast til þess að
spyrjast fyrir um sporslurnar til ál-
viðræðunefndarinnar til að koma
höggi á pólitíska andstæöinga. Þeir
fengu svörin, gott og vel, og almenn-
ingi blöskraði himinháar greiðslurn-
ar. En viti menn. I sömu andrá fengu
kommarnir yfir sig dembu af glænýj-
um upplýsingum um hvað Hjörleifur
Guttormsson hefði greitt sínum
málaliðum fyrir sams konar vinnu
nokkrum árum áður. Og aumingja
allaballarnir sátu eftir með sárt enn-
ið og lærðu upp á nýtt að það borgar
sig ekki að stugga við samsæri þagn-
arinnar.
Málið var látiö niður f alla.
Ekki voru það blöðin sem sýndu
hlífö í þessu máli eða hossuðu
skúrkunum. Ef réttlætiskennd al-
mennings og stjórnmálamanna er
misboðið í slíku máli þá er það
flokkunum skyldast og nærtækast að
veita sínum eigin mönnum ákúrur
fyrir afglöp. Hefur þar verið gert?
Þekkir Ingvar Gíslason dæmi þess úr
sínum flokki að siöferðislegar
skuggahliðar, sem blöðin hafa vakið
máls á, hafi verið dregnar fram í
dagsljósið í flokksherbergjunum og
dæmdar til saka? I stuttu máli sagt:
hafa þingmenn, sem setið hafa innst-
i ir koppa í búri um árabil, efni á því
að ávíta dagblöö og fjölmiðla fyrir
bandalag kumpánaskaparins þegar
þeir sjálfir hafa horft aðgerðalausir
upp á siðleysið í sinum eigin her-
búðum?
Taka til sín
sem eiga
Hitt er rétt hjá Ingvari aö sam-
band stjórnmálamanna og blaða-
manna er oft á tíðum náið og ber
keim kunningsskaparins. Blöðin
sýna þeim fyrrnefndu óþarflega nær-
gætni og víst er þaö rétt að dagblöð
hampa tíöum þeim sem síst skyldi.
En þaö er ekki gert af tvískinnungi
eöa alvöruleysi heldur hinu að með-
an flokkamir láta slíka menn njóta
trúnaðar og ábyrgðarstarfa á sínum
vegum er fjölmiðlum nauðugur einn
kostur að hafa samband viö þá og
leita upplýsinga. Ef stjórnmálamað-
ur eða embættismaður veröur uppvís
að siðleysi í starfi á það að bitna á
þeim trúnaði sem sá hinn sami hefur
í sínum flokki eða viðkomandi stjórn-
valdi. Blöðin geta ekki sett ráöherra
í bann og hætt að tala við hann af því
þau ein hafa ímugust á honum en
ekki flokksvaldið sem veitir honum
umboð til starfans.
Grein Ingvars Gíslasonar er
áreiöanlega skrifuð í góðri meiningu.
Ingvar er vandaður maöur og hefur
ekki verið bendlaður við siðleysi í
pólitískum störfum sínum. Dagblöð-
in eiga aö taka til sín það sem þau
eiga í áfellisorðum hans. Ábyrgö
þeirra er mikil og vissulega er það
rétt að handering blaðanna á ein-
staklingum í opinberum störfum ork-
ar oft tvímælis.
En f jölmiðlarnir eru á réttri leið og
margt hneykslið lægi í þagnargildi ef
dirfska og dugnaður blaðamanna
hefði ekki komið til. Nú er það flokk-
anna að stíga næsta skrefið og temja
sér þroskaðra hugarfar. Það er ekki
nóg að gagnrýnin komi utan frá.
Menn verða einnig að hreinsa til í
sínum eigin garði.