Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Síða 1
38.200 EINTÖK PRENTUÐ í DAG. HELGARBLAÐ I TVÖ BLÖÐ í DAG-80SÍÐUR RITSTJÓRN IAUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SlMI 27022 DAGBLAÐIЗVÍSIR 281. TBL.-75. og 11. ÁRG.- LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1985. AÐFÁ SÉR NEÐANÍÐl Menn eni að fá sér neðaniði á síðum helgarblaðsins að þessu sinni. Sumir virðast jafn- vel til í að gera það heldur ótæpilega. Inga Huld Hákonar- dóttir sendi okkur skemmtileg- an pistil frá Kaupmannahöfn. Hún brá sér á kráarand þar i borg - eins og hent hefur ýmsa góða landa úti í kóngsins borg. Það er nú helst að menn sötri bjór i Kaupmannahöfn. Það er drykkur sem okkur hér úti á islandi er meinað að bergja á, eins og óþarfi er að tiunda hér. Þess i stað halda þeir, sem dreypa vilja á áfengum vökva, sig við sterkari drykki, eins og t.d. nýja, íslenska vodkað sem framtakssamir menn eru farnir að selja hér á landi - og ætla að koma á erlendan markað. Aðventan er núorðið sá tími ársins þegar margur skvettir i sig rjúkandi heitu jólaglöggi, sem svo er kallað hér að skand- inaviskri fyrirmynd. Og heyrt höfum við að fyllsta ástæða sé að hvetja fólk til að gæta sin á glögginu - og umfram allt að geyma bilinn sinn heima ætli það að dreypa á þeim rauða, kryddaða drykk. Sérstaklega viljum við hvetja frimúrara til að geyma bilinn heirna þegar þeir spenna flibbann um háls- inn, fara i stélfrakkann og stefna á hátíðarfund i gömlu stúkunni sinni. Þeir fundir enda tiðum með ósköpum. Við höfum strangleynilegar heimildir ffyrir þvi. Og sama er að segja um frímúraramyndirnar sem við birtum i blaðinu i dag. Þær eru strang- leynilegar - og eigin- lega bannað að horfa á þær. Og slysist menn til að horfa á þær eru þeir hinir sömu beðnir um að gleyma þeim jafnharðan. Jólaglögg eða vodka - agnarögn af hvoru tveggja - er sagt gera kraftaverk þegar fólk þarf að lækna sjálft sig af kvefi - og hingað til talið eina brúklega kvefmeðalið. En visindamenn hafa fundið upp aðra aðferð. Og segja hana betri. Kikjum á það. -GG. dagartiljóla :

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.