Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111 Prentun: ARVAKUR H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Dýrt gjaldþrot Komið hefur í ljós, að tjónið af völdum erfiðleika Haf- skips mun nema nokkrum hundruðum milljóna, þegar öll kurl eru komin til grafar í gjaldþrotinu. Mest verður tap Útvegsbankans, líklega um eða yfir 300 milljónir, og hluthafanna, tæplega 100 milljónir. Þetta eru aðeins tölur á blaði og segja ekki alla sög- una. Að baki Útvegsbankans er ríkið fyrir hönd skatt- borgara og annarra landsmanna, sem verða fyrir miklu tjóni, - ef til vill upp í hagnað þjóðfélagsins af 27 ára samkeppnisstöðu Hafskips og hagnað bankakerfisins af 27 ára viðskiptum Hafskips. Að baki hluthafanna eru fyrirtæki og heimili úti í bæ. Það verður mörg fjölskyldan og margur reksturinn, sem verður fyrir þungu áfalli við gjaldþrot Hafskips. Eðlilegt er, að fólk spyrji, hvernig svona lagað geti gerzt og hvað sé til ráða. Að vísu er þetta ekki eina gjaldþrotið hér, þótt slíkar hörmungar séu algengari í útlöndum. Ýmis fiskiskipaútgerð hefur orðið gjaldþrota á sama tíma og valdið hundraða milljóna tjóni. Fyrst og fremst er það stærð tjónsins, sem sker í augu. í togaraútgerðinni stafa slík tjón sumpart af innbyggð- um velvilja kerfisins í garð fiskveiða. Og í kaupskipaút- gerð Hafskips virðist tjónið sunmart stafa af óeðlilegum aðgæzluskorti Útvegsbankans á þessu síðasta ári. Stærsta þáttinn í útreið Hafskips eiga Atlantshafssigl- ingarnar, sem hófust í fyrrahaust. Svo virðist sem ýmsir helztu ráðamenn fyrirtækisins hafi ekki tekið nægilegt mark á aðvörunum og gefið bæði stjórnarmönnum og hluthöfum ranga mynd af stöðunni. Á þessu stigi málsins er ekki ástæða til að vera með vangaveltur um, hvort bjartsýnin hafi verið ósjálfráð eða af ásettu ráði. Alténd er ljóst, að stjórnarmenn og ýmsir aðrir hluthafar voru illilega smitaðir af þessari bjartsýni á aðalfundinum í vor. Þar var samþykkt að auka hlutaféð úr 15 milljónum í 95 milljónir. Vafasamt er, að nokkur þeirra, sem tóku þátt í aukningunni, hefði gert það, ef þeir hefðu haft raunhæfar upplýsingar um horfur fyrirtækisins. Fyrir þetta verða þeir nú að gjalda dýru verði. Hin mikla bjartsýni hlutafjárkaupenda hefur án efa smitað yfir í Útvegsbankann, sem hafði heimtað þessa aukningu hlutafjár. Bankinn, sem áður hafði dottað á verðinum, virðist hafa sannfærzt um, að aukningin þýddi, að vandamálið væri komið út úr heiminum. Svo virðist sem ráðamenn Útvegsbankans hafi árum saman tekið lítið sem ekkert mark á aðvörunum Banka- eftirlitsins, sem aðallega Qölluðu um, hversu varasamt væri að vera með svona mörg egg í sömu körfunni, - bankinn hefði ekki burði til að hafa svona fjárfrekan viðskiptavin. Einkar sérkennileg afstaða ráðamanna Útvegsbank- ans hefur komið átakanlega fram í öðru máli, kynningu bankans á nýju sparifjárformi. í henni segir orðrétt: „í ríkisbanka er áhættan engin.“ Með þessu er vísað til, að ríkissjóður beri ábyrgð á skuldbindingum bankans. Af þessu má læra, að ríkisbankar hafa tilhneigingu til að vera ábyrgðarminni en einkabankar, enda hafa hinir síðarnefndu reglur um fjölda eggja í hverri körfu. Slíkar reglur ætti að setja um ríkisbanka einnig. Síðan ætti að breyta ríkisbönkunum í banka án ríkisábyrgðar. Slíkt hindrar ekki, að áfram fari rekstur á höfuðið. Með auknu bankaaðhaldi má þó minnka skellinn. Jónas Kristjánsson Að gera axarsköft - Það er löngu kominn tími til að menn láti af þessum kveinstöf- um. Þeir eru þreytandi og auk þess lítilmannlegir. Það er alveg sama hvert maður fer, maður heyrir ekkert annað en grátstunur uppúr mönnum, og ef maður flettir blöð- um liggur við að allar greinar séu prentaðar í sorgarramma. Og hvað er svo að? Það eina sem mönnum dettur í hug að segja er að það vanti peninga, að allir séu svo fó- tækir, að það sé svo dýrt að lifa og launin svo lág! Af hverju vinnur fólkið þá ekki meira? Af hverju fjárfestir það ekki? Af hverju fer það ekki út í einkarekstur? Það var virtasti meðlimurinn, sem hélt þessa fjallræðu yfir kaffi- bollunum og koníaksglösunum. Hann sat þungbrýnn við borðsend- ann, beinn í baki og studdi hnúum við hné sér en lét ístruna flæða frjálsa þangað sem hún vildi, innan þeirra marka sem vesti og buxna- strengur settu henni. Það sáust merki angurs á andliti hans. Vinstri augnabrúnin mynd- aði háan boga sem við sinn hæsta punkt studdi vel við hórsvörðinn yfir enninu. Hægri augnabrúnin slútti hinsvegar yfir augað svo ekki sást í það. Þetta köllum við Óðins- svipinn á virtasta meðlimnum. Nasavængir hans voru þandir til hins ýtrasta og fjörfiskur hlaupinn í vinstri kinnina. Það benti sem- sagt allt til þess að nú yrði okkur lesinn pistillinn um dugleysi, þrek- leysi og heybrókarhátt yngri kyn- slóðarinnar og vitnað til þrotlausr- ar elju eldri kynslóðarinnar, fyrir- hyggju hennar, áræðis og mann- dóms. - Stóðum við eitthvað betur, ég og mínir jafnaldrar, þegar við hóf- umst handa hér á árunum milli stríða? Nei, fjandinn hafi það! Við komum í bæinn, enn á kúskinns- skóm, og dáðumst að þessum hundakofum sem þá þóttu merki- legar byggingar. Og við þræluðum myrkranna á milli, drógum fram lífið á smáaurum, en festum allt okkar fé í framtíðarvonum þjóðar- innar. Og við höfum uppskorið ríkulega! Ég hef áður greint hér nokkuð frá ferli virtasta meðlimsins. Ég hef sagt frá verksmiðjunum hans sem allar nema ein áttu það sammerkt að pródúséra ekki neitt. Sumar brunnu, aðrar voru aldrei byggðar, aðrar fóru á hausinn fokheldar. Úr ritvéfinni Ólafur B. Guðnason Þær sem ekki brunnu fóru allar ó hausinn á annan hátt en alltaf tókst virtasta meðlimnum að auðg- ast á þeim, einhvem veginn. Nema einni. Það var eina verksmiðjan sem var byggð og náði að hefja framleiðslu áður en hún fór á hausinn. Þar voru framleidd ax- arsköft. ' Á hana er aldrei minnst í áheyrn virtasta meðlimsins, hún er aumur blettur á sálu hans. Þessi verk- smiðja var stofnuð í kjölfar gjald- þrots annarrar verksmiðju sem virtasti meðlimurinn hafði hagnast vel á. Sú verksmiðja hafði átt að framleiða pappírskvoðu úr reka- viði en ekki hafði fundist leið til að losna við saltið úr trjábolnum auk þess sem ýmiskonar sæpöddur, sem höfðu sest að í viðnum, reynd- ust hafa slæm óhrif á kvoðuna. Verksmiðjan var semsagt gjald- þrota áður en framleiðsla hófst en af gáleysi hafði virtasti meðlimur- inn keypt ósköpin öll af rekaviði og því datt honum í hug að stofna hlutafélag um rekstur axarskafta- verksmiðju, en rekaviðarbirgðirn- ar voru reiknaðar sem hans fram- lag af hlutafé og töldust vera 20% af hlutafé fyrirtækisins. Virtasti meðlimurinn fór um þetta leyti til útlanda, og í íjarveru hans datt einhverjum fífldjörfum félaga hans í hug að hefja alvöru framleiðslu á axarsköftunum. Þeg- ar virtasti meðlimurinn kom heim frétti hann að verksmiðjan ætti nú tæplega tíu þúsund axarsköft á lager sem svaraði til um tuttugu ára eftirspumar að óbreyttum markaðsforsendum. Maður nokkur, sem var viðstadd- ur þegar virtasti meðlimurinn fékk þessar fréttir, var síðar spurður að því hvemig hann hefði brugðist við. „Vel í fyrstu," hljóðaði svarið. „En svo fór að lokum að hann grét.“ En hér dugði hvorki vol né víl og það skildi virtasti meðlimurinn sem lagðist undir feld og hugsaði málið lengi. Þar kom að lokum að hann gekk á fund róðherra nokk- urs og bauð honum axarsköftin til sölu. „Þér er fullkunnugt hversu mót- fallinn ég er öllum opinberum af- skiptum af atvinnulífinu,“ sagði hann við ráðherrann. „En athygli mín hefur verið vakin á því að hið opinbera á íslandi er svívirðilega vanbúið axarsköftum sem em þó til svo margra hluta nytsamleg, að ekkert siðmenntað þjóðfélag getur komist af án þeirra. Axarsköftin má nota ef til óeirða kemur, ax- arsköft em nauðsynleg ef til elds- voða, jarðskjálfta eða annarra náttúmhamfara kemur.. “ „Já,“ sagði ráðherrann. „Og svo em þau gagnleg ef ó þau eru fest blöð!“ „Jaaá. . “ sagði virtasti meðlim- urinn undrandi og bætti því við að einmitt þessa stundina gæti hann boðið stjórnvöldum upp ó tíu þús- und axarsköft á vildarkjörum, „en mitt boð stendur ekki lengi“. Axarsköftin vom auðvitað keypt, og virtasti meðlimurinn bjargaði íjárfestingu sinni en hafði lítinn hagnað upp úr viðskiptunum. Síð- an hefur hann öðru hverju velt því fyrir sér að stofna axarblaðaverk- smiðju, en ekki haft uppburði í sér til þess, því reynslan af verksmiðj- unni, sem hóf raunverulega fram- leiðslu, var honum svo þungbær. Ég veit ekki af hverju, en þegar virtasti meðlimurinn sagði í fjall- ræðu sinni að ef menn væm fátækir væri það þeirra eigin mistökum að kenna, greip ég frammí og sagði þetta rétt vera, menn sem gerðu axarsköft gætu bara sjálfum sér um kennt. Það sló þögn á samkomuna. Virt- asti meðlimurinn þagnaði, vinstri augnabrúnin hljóp niður undir kjálkabarð og fjörfiskunnn í vinstri kinn dó snögglega, um leið og ístran dró sig í hlé bak við ves- tið. Fundinum lauk þar með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.