Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 6
6
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985.
Þrír Frakkar
Notalegasta
matstofan
Sá, sem einskis væntir, verður ekki
fyrir vonbrigðum. Ég hef nokkrum
sinnum hrasað á þessari ágætu reglu,
til dæmis þegar ég heimsótti Þrjá
Frakka í fyrsta sinn. í annað og
þriðja sinn var eftirvæntingin hóf-
samlegri og árangurinn þeim mun
betri.
Matreiðslan í Þremur Frökkum
reyndist ekki vera frábær eins og ég
hafði fyrirfram ímyndað mér, að hún
væri. Hún er til dæmis ekki betri en
að Búðum á Snæfellsnesi og alls ekki
eins góð og í Amarhóli. En hún er
samt góð, betri en víðast hvar í veit-
ingahúsum á íslandi.
Þrír Frakkar eru ein fegursta
matstofa iandsins, ekki af því að
gífurlegt hafí verið lagt í innrétting-
ar, heldur vegna smekkvísinnar, sem
ráðið hefur ferðinni. Hvergi er nota-
legra að sitja að snæðingi en einmitt
í sextán sæta aðalstofunni, sem
myndar L um lítinn bar.
22 sæti til viðbótar eru í garðstofu
og innra herbergi, sem eru í sama
stíl og aðalstofan. Samtals rúma Þrír
Frakkar tæplega 40 gesti og eru því
af kjörstærð veitingahúsa. Sam-
kvæmt franskri reynslu falla veit-
ingahús úr efsta gæðaflokki, þegar
sætafjöldinn fer yfir 40.
Gult er í lofti og ofanverðum veggj-
um. Neðantil á veggjum er klæðning
í dökkbrúnum lit í stíl við barinn.
Nokkrir speglar eru á veggjum. Þeir
mættu gjama vera fleirí og stærri.
Lýsing er óbein og mild, en niður-
soðnu tónarnir stundum fremur hátt
stilltir. Notaleg pottablóm eru í
heimilislegum .gluggum með fremur
smáum rúðum.
Rauður
marmari
Á svörtu steinflísagólfi standa
smíðajámsborð með afar fögmm,
rauðum marmaraplötum og við þau
smekklegir, svartir tréstólar. Á borð-
um era kertaljós í glerstjökum og
frönsk mataráhöld, þar á meðal feg-
urstu vínglös, sem ég hef séð í veit-
ingahúsi hér á landi.
A kvöldin era borðin hvítdúkuð,
en nakin í hádeginu. Mér finnst þau
fallegri þannig. Á kvöldin fá gestir
tauþurrkur, en pappírsþurrkur í
hádeginu, þótt verðið sé .óbreytt.
Málsbætur felast í, að pappírsþurrk-
urnar era stærri og nothæfari en
gengur og gerist hér á landi.
Þjónusta er góð, þótt hún sé ekki
eins skóluð og bezt gerist hér á landi.
Stundum veit starfsfólk, hver pant-
aði hvað og stundum ekki. Stundum
fá gestir kælifötu undir hvítvínið og
stundum ekki. Vatn fæst ekki sjálf-
krafa. En vingjarnleg er þjónustan.
Vínseðillinn er sérkennilegur og
staðnum raunar til skammar. Þar er
hlaðið inn flestu þvi dýrasta, sem
fáanlegt er í Ríkinu. Mér verður
hálfflökurt við að sjá í vínlista verð
á bilinu 1000-2000 krónur. Svo eru
þessi dýru vín alls ekki hin beztu.
Þeir ættu þó ekki að fara villir
vegar, sem halla sér að Saint-Emilion
frá Luze, Chateau Barthez eða
Chateau Cantenac-Brown i rauðvín-
um og Gewurztraminer, Riesling
Hugel eða Chateau du Cléray i hvít-
vínum. Ég saknaði hins ódýra Chate-
Kokkahúfur eru fyrir matreiðslu og
blóm fyrir umhverfi og þjónustu, en
krónupeningarnir tákna verðlagið.
Jónas Kristjánsson
skrifar um
veitingahús
au Fontareche, sem komið er í stað
Chateau de Saint Laurent og er örlít-
ið betra.
Einn kost hefur vínlisti Þriggja
Frakka umfram aðra slíka hér á
landi. Árganga er þar getið. Það er
mjög mikilvægt, því að þeir, sem til
þekkja, vita, að í ýmsum tilvikum er
skarpur gæðamunur milli ára, þótt
verðmunur sé enginn.
Of mikið
fullyrt
Matseðillinn er afar stuttur, telur
alls tólf-þrettán rétti, að forréttum
og eftirréttum meðtöldum. Jafnvægi
ríkir milli físks og kjöts, oft um þrír
aðalréttir af hvoru tagi. Þetta væri
alveg nógu langur matseðill, ef skipt
væri um daglega, eins og Þrír Frakk-
ar segjast raunar gera.
Mín reynsla er hins vegar sú, að
sjaldnar sé skipt um seðil og að fastir
liðir færist gjarna milli seðla. Hum-
arsúpa og humarhalar Oddyseifs era
lífseigir liðir og sömuleiðis kiwi-
sneiðar í ljósu rommi og sítrónuterta
hússins.
Smjör er borið á borð í sérstökum
smjörbollum, sem ég hef lengi saknað
í veitingahúsum landsins. Brauðið
er auðvitað hveitiflautur í frönskum
stíl. Það er bragðgott brauð, en líður
fyrir, að flestir eru orðnir vanir holl-
ustubrauði úr heilkomi.
Blaðlauksúpa með ristuðum osta-
brauðbitum var góð, borin fram í
súpuskál og henni ausið á heitan
diskinn. Þetta var hveitilaus rjóma-
súpa, eina súpan á seðlinum í það
skiptið.
Rækjur í hvítlauk voru vel úti
látnar, litlar, meyrar og fremur
bragðdaufar, enda yfirgnæfði hum-
arsoðbragðið í sterkri fiskisósunni.
Með rækjunum var mikill hvítlauk-
ur og steinselja, hrísgrjón, tómat-
bátur og sítrónubátur.
Sniglar í hvítlaukssmjöri voru
snarpheitir, meyrir og góðir. Hvít-
lauknum var beitt af hófsemi í þetta
skiptið, líklega fullmikilli hófsemi.
Þeir vora bornir fram með glæsileg-
um snigiláhöldum.
Hreindýrakæfa var mjög þétt í sér,
að mínu viti alltof þétt. Þar að auki
var hún bragðdauf og án villibráðar-
bragðs, lakasti rétturinn, sem próf-
aður var.
Ýsa „elegant" var mildilega pönnu-
steikt, borin fram með óhóflega
miklu smjöri og mildilega elduðu
grænmeti. Hún var rækilega hvít-
laukskrydduð eins og svo margir
aðrir réttir Þriggja Frakka.
Hörpuskelfiskur Oddyseifs var
smávaxinn, ekki verulega meyr, vel
hvítlaukskryddaður, borinn fram
með sterkri humarsoðssósu og sama
meðlæti og áðurnefndar rækjur.
Humarhalar Oddyseifs voru mynd-
arlegir, afar vægt eldaðir og einkar
bragðgóðir. Þeir voru ristir í bakið
og litu glæsilega út á diski.
Kryddlegnar gellur voru óvenju-
lega litlar í þetta skiptið, en samt sem
áður afskaplega bragðgóðar. I fylgd
þeirra var rósakál, gulrótarræmur,
tómat- og sítrónubátar.
Franskur lambapottréttur var
frambærilegur, en ekki sérlega
spennandi. Kjötið var meyrt, þótt
Dœmigerður matseðill
rjo Humarsúpa
280 Sniglar í Ijvítlaukssmjöri
240 Hreindjrapaté
640 Humarhalar Oddjseifs
Jio Húðukótelettur
460 Kryddlegnar gellur
6jo Lambalundir í estragon
690 Villigœs
7)0 Nautasteik vínkaupmannsins
J20 Hreindýrasteik
220 Vanilluís með ávöxtum
220 Eplaterta
2)0 Sítrónuterta
það væri óhjákvæmilega grátt. Með
kjötinu fylgdi lítils háttar af svepp-
um, bökuð kartafla, þrenns konar
kál, blóm-, rósa- og brokkál, svo og
gulrótarræmur og blessunarlega
hveitilaus kjötsoðssósa.
Portvínslegið lambafillet var miklu
betri réttur, raunar sérstaklega góð-
ur. Kjötið var hæfilega hrásteikt,
meyrt og bragðmikið. Það var borið
fram með miklu af sveppum og sama
meðlæti og hitt lambakjötið, að
blómkálinu frátöldu.
Væg eldun
grænmetis
Eitt einkenna Þriggja Frakka er
mildilega eldað grænmeti, sem kem-
ur í stað hrásalats, er margir hafa
vanizt hér á landi. Hrásalat er góður
siður, en kemur frá Bandaríkjunum,
svo að ekki er hægt að ætlast til
hans af frönskum stað. Og Þrír
Frakkar kunna vel að forðast mauk-
suðu grænmetis.
Kiwisneiðar í ljósu rommi litu afar
fallega út og voru bragðgóðar. Hið
sama mátti segja um melónuteninga
í púrtvíni, þótt þeir hefðu mátt fá að
liggja lengur i víninu. Kaffi var gott
í öll skiptin.
Þrír Frakkar eru í eins konar trei
kvartflokki verðlags, mitt á milli
miðjuverðshúsa og dýru veitingahú-
sanna, á svipuðum slóðum og Alex
og Hvítir hrafnar. Miðjuverð þriggja
rétta máltíðar með kaffi og hálfri
flösku af víni var 1342 krónur, sam-
kvæmt reikningsaðferð þessa greina-
flokks.
Staðurinn hefur stíl, sem hæfir
þessu verðlagi - og mundi hafa slíka
matreiðslu, ef hún væri öll eins og á
gellunum og portvínslambinu.
Þrír Frakkar hafa greinilega öðlazt
vinsældir. Staðurinn var vel setinn
í öll skiptin, sem hann var prófaður
Ráðlegt er að panta borð með sæmi-
legum fyrirvara, því að 38 sæti verða
fljótt upptekin.
Jónas Kristiánsson
Datsun 280 ZX, árg.
1983, ekinn 49.000,
k 6cyl.,5gíra,
\ 2jadyra,
\ beinskiptur,
1 vökvastýri,
1 aflbremsur,
L, I útvarp,
||l kassetta,
/ T-toppur,
M rafmagn í rúðum;
'sportfelgur. Sjón er
sögu ríkari, svartur.
Skipti á ódýrari. Ath.
skuldabréf.
M-Benz 280 SE árg. 1983,6
cyl., sjálfsldptur, vökvastýri,
aflbremsur, ekinn aðeins
19.000, litað gler, centrallæs-
ingar, rafmagn í rúðum, út-
varp, kassetta o.fl., blásans,
skipti á ódvrari.
M-Benz 280 SE árg. 1975, sjálfskiptur,
vökvastýri, aflbremsur, 6 cyl.,
sportfelgur, topplúga,
útvarp, kassetta. Skipti á f r
ódýrari. Vinrauður. / f
Verð 495.000. Einnig /Ert (,
M-Benz 280 SE árg. IBm
^1976. \wm ffS1
BMW318iárg. 1982,
4ra cyl., beinskiptur,
útvarp, kassetta, sport-
felgur, 5 gíra, litað
gler, rafmagn í spegli,
hauspúðar að aftan og
Range Rover árg. 1981, ekinn
91.000,8 cyl.. 2ja dyra, bein-
skiptur, vökvastýri, aflbr-
emsur, fallegur bíll. Skipti á
ódýrari. Skuldabréf. Blár.
Verð 950.000.
Vínrauður, skipti á
ódýrari. Verð 475.000.
BÍLASALAN BUK
Skeifunni 8 Sími 68-84-77.
*1*X*I*1»I*I*5*I*1*X*X*I*X*X»1*I*S*