Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 30
30 DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. Erlend bóksjá Erlend bóksjá ÆVISAGA EZRA POUIMD THE LIFE OF EZRA POUND. Höfundur: Noel Stock. Penguin Books, 1985. Margt hefur verið ritað um amer- íska skáldið og bókmenntafrömuð- inn Ezra Pound, verk hans og sér- stæðan æviferil nú að undanförnu. Ástæðan er sú að nú í ár voru liðin 100 ár frá því að Pound leit dagsins ljós fyrsta sinni í bænum Hailey i Idaho. Höfundur þessarar ævisögu, sem fyrst kom út fyrir fimmtán árum, var vinur og samverkamaður Po- unds síðustu áratugina sem skáldið lifði og hefiir skrifað um hann og verk hans margar aðrar bækur. Hér segir Noel Stock frá ævi og verkum Pounds með næsta hefð- bundnum hætti. Ferill skáldsins er rakinn frá ári til árs, verk hans jafnt á sviði skáldskapar sem þjóð- félagsmála sett í sögulegt sam- hengi, og greint frá samskiptum hans við önnur skáld og áhrifum hans á þau. í heild gefur bókin ágætt yfirlit um ævi Pounds frá sjónarhóli vinar og samverkamanns. kemcca wr,sr wffivwö mwmzí: wujams cuzuimi bisuop BF.WAÍU> MALiÚVD WUJJAMOmW KVRTYOmumm. smwccokdímek tAMESfflKMU (ÍABKIBI GAM'ÍA MÁRQUtZ CAKMBriZS7ts - iOlMGAXDXm GEÖRGE -MWM)N hmmhtí w«t bij i k i.v;< Ki'.ustt mi smrstxm íí RITHÖF- UNDARAÐ STÖRFUM WRITERS AT WORK. Ritstjóri: George Plimpton. Penguln Books, 1985. Bókmenntatímaritið Paris Review er þekkt fyrir löng og ítarleg viðtöl við rithöfunda um starf þeirra og verk og viðhorf til skáldskapar síns og annarra. Úrval þessara viðtala hefur verið gefið út í bókum undir samheitinu Writers at Work“. Þetta er sjötta bindið í þeim bókaflokki. í þessu bindi er rætt við tólf rit- höfunda. Þeir eru Rebecca West, Stephen Spender, Tennessee Will- iams, Elizabeth Bishop, Bemard Malamud, William Goyen, Kurt Vonnegut, jr., Nadine Gordimer, James Merrill, Gabriel García Márquez, Carlos Fuentes og John Gardner. Viðtölin eru afar misjöíh að efni og gerð. Sum eru nánast skrifuð af höfundunum sjálfum (svo sem viðtalið við Vonnegut). Önnur eru árangur ítarlegra samtala blaða- manns og viðmælanda og eru þau óneitanlega efnismeiri fyrir lesend- ur. En í þeim öllum felst þó viss sjálfs- mynd viðkomandi höfunda. Við- tölin eru því forvitnileg viðbót við skáldverk þein-a. AÐ ELTA DREKANN HEROIN: CHASING THE DRAGON. Höfundar: Justine Picardie og Dorothy Wade. Penguin Books, 1985. Á fáeinum árum hefur heróín flætt yfir Bretland. Fyrir aðeins tíu árum var talið að heróínsjúklingar þar í landi væm um 4000 talsins. Á þessu ári, aðeins einum áratug síðar, eru þeir að minnstá kosti 50.000. Tveir blaðamenn við The Sunday Times hafa gert úttekt á heróín- flóðinu, orsökum þess og afleiðing- um. Árangurinn er þessi bók, þar sem ljósi er varpað á vandamálið og sýnt fram á hversu gjörsamlega vanmegna „kerfið“ er að fást við flóðbylgjuna og hrikalegar afleið- ingar hennar. Það sem liggur að baki heróín- bylgjunni í Bretlar.di er ódýrt heró- ín frá suðvesturhlata Asíu, löndum eins og Pakistan. Grammið kostar nú á götunni í breskum borgum innan við helming þess sem það var fyrir hálfum áratug, reiknað á föstu verðlagi. Engu að síður er gróði smyglaranna, og þá sérstaklega peningamannanna sem standa á bak við, óhemjulegur. Áður fyrr þurftu heróínneytendur að sprauta eitrinu í æð. Það eitt hafði þau áhrif að fæla ungt fólk frá neyslu þess. Síðustu árin hefur önnur aðferð komist í tísku. Sú nefnist „að elta drekann". Heróínið er þá hitað á álpappír og eiturgufan síðan „elt“ uppi með sogröri. Þessi aðferð hefúr dregið úr ótta ungs CHASINGTHEDRAGON JUSTINE PICARDIf AND MROTHYWAÖE fólks við heróín- ið, sem jafnvel nefnist öðru nafni - þ.e. „skag“. Margt ungmenna hefur af þessum sökum farið að neyta heróíns án þess að átta sig í upphafi á því hvaða eitur er um að ræða. Og ýmsir búa einnig við þá feilhugsun að einungis þeir sem sprauti sig eigi á hættu að verða háðir eitrinu. Það er að sjálfsögðu alrangt: heróí- nið nær í fómarlömb sín hvemig sem þess er ney tt. Það kemur ljóslega fram í bókinni hversu vanmáttugt löggæslukerfið er að koma í veg fyrir smygl á heróíni til Bretlands. Lögreglu- menn játa það í einkasamtölum að þeir nái í mesta lagi 10 af hundraði þess magns sem flutt sé til landsins. Sumir segja jafnvel að þeir nái aðeins um einum af hundraði. Þá eru aðrir í „kerfinu" ekki síður illa undir það búnir að taka við afleiðingum heróínsmyglsins - eit- urlyfjasjúklingunum. Höfundamir rekja mörg hrikaleg dæmi um for- eldra sem leita árangurslaust frá einni stofnun til annarrar í von um að koma þömum sínum í meðferð. Þetta er bók sem á fullt erindi til okkar íslendinga. Reynsla Breta sýnir og sannar að heróín-flóð- bylgjan getur skollið yfir hvem sem er og náð að hrifsa til sín fjölda ungmenna á örstuttum tíma. And- varaleysi í þeim efnum er stór- hættulegt. En bókin sýnir líka að það er ekki nóg að tala um nauð- synlegar aðgerðir og sýna góðan vilja. Einungis beinar aðgerðir geta komið í veg fyrir eða dregið úr áhrifum slíkrar bylgju. Slíkt kostar peninga. Og reynsla Breta sýnir að þar strandar góði viljinn. Við höfum enn tíma til að reyna að fyrirbyggja að heróínið, í hvaða formi sem er, nái tökum á íslensk- um ungmennum. Bók bresku blaðamannanna ætti að sýna hverjum sem sjá vill hvað er fram- undan ef sá tími verður ekki notað- ur til fyrirbyggjandi aðgerða. Hátt í tvö þúsund spurningar THE PENGUIN MASTER QUIZ. Höfundar: Steve Race, Anthony Holden, Julian Symons, John Julius Norwich, Sheridan Mor- ley og Brian Aldiss. Penguin Books, 1985. Spumingabækur og spurningaleikir virðast afarvinsæl afþreying um þessar mundir. BANDARÍKIN 1. JohnJakes: LOVEANDWAR. 2. Stephen King og Peter Straub: THETALISMAN. 3. Tom Clancy: THEHUNTFOR RED OCTOBER. 4. V.C. Andrews: HEAVEN. 5. JohnJakes: NORTH ANDSOUTH. 6. StephenKing: THE BACHMAN BOOKS. 7. Laurie McBain: WHEN THE SPLENDOR FALLS. 8. Douglas Adams: SO LONG, AND THANKS FOR ALLTHEFISH. 9. StephenKing: THINNER. 10. Robert A. Heinlein: JOB: ACOMEDY OFJUSTICE. Rit almenns eðlis: 1. StudsTerkel: „THE GOOD WAR“. 2. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELLED. 3. EudoraWelty: ONE WRITERS BEGINNINGS. 4. Shlrley MacLaine: ' OUTONALIMB. 5. ThomasJ. Petersog Robert H. Waterman Jr.: IN SEARCH OF EXCELLENCE. j Byggt á New York Times Book Review. MASTER rn r O**r ) A&ð Quvwxev, ' .V* ' SíeveRace ohmusk ANTHOMrHOtOEN JUllAHSrMONS ONKOVAÍ.TV aNCfttHP IohhJuuusHorwich OMHtSTOft-í ,,, SHÍRIWmMORtEV BkianAioiss ot* tM&rm W4 saéNCS mrmi Hér hefúr Penguin-forlagið tekið saman í eina þykka bók (rúmlega 450 blaðsíður í fremur stóm broti af pappírskilju að vera) efiii sex spum- ingabóka eftir jafnmarga höfunda. Spumingamar em samtals hátt í tvö þúsund talsins. Spumingunum er skipt niður í sam- ræmi við uppmnalega útgáfu bó- kanna í sex meginkafla sem varða tónlist, glæpi, kóngafólk, sagnfræði, leikhús og vísindaskáldskap. Þeir sem spumingarnar velja em sérfræð- ingar hver á sínu sviði. Spurningam- ar í hverjum meginflokki, sem síðan skiptast hver um sig í um 30 undir- flokka, em yfir 300 talsins. Því er ekki að neita að margar spurn- ingarnar em næsta erfiðar. Svörin fylgja að sjálfsögðu með. METSÖLUBÆKUR PAPPÍRSKILJUR BRETLAND 1. SueTownsend: THE GROWING PAINS (2( OFADRIAN MOLE. 2. SueTownsend: THE SECRET DIARY OF ADRIAN MOLE, AGED 133/4.(2). 3. Jolliffe og Mayle: TWINKLE, WINKLE. (3). 4. Virginia Andrews: HEAVEN. (7). 5. GILES’ CARTOONS. (5). 6. Jolliffe og Mayle: MAN’S BEST FRIEND. (8). 7. LenDelghton: MEXICO SET. (6). 8. Anita Brookner: HOTEL DU LAC. (4). 9. Frederick Forsyth: THEFOURTH PROTOCOL. (10). 10. NoelBarber: AWOMAN OF CAIRO. (9). (Tölur innan sviga tákna röð viðkomandí bókar vikuna á undan. Byggt á The Sunday Times). DANMÖRK 1. HermanWouk: PAMELA. (1). 2. Klaus Rifbjerg: DEN KRONISKE USKYLD. (2). 3. POLITIKENS SLANGORDBOG. (3). 4. Lise Nörgaard: JULEN ER HJERTERNES FEST. (5). 5. Dorrit Willumsen: MARIE. (6). 6. EmmaGad: TAKT OG TONE. (4). 7. IngeEriksen: STILLEHAVET. (8). 8. Suzanne Brögger: CREME FRAICHE. (7). 9. E. H. Gombrich: KUNSTENS HISTORIE. (9). 10.Patricla Nell Warren: FRONTLÖBEREN. (-). (Tölur innan sviga tákna röð viðkomandi bókar á listanum vikuna á undan. Byggt á Politi- ken Söndag). Umsjón: Elías Snæland Jónsson SJÓN- VARPIÐ GALLAR 0G MÖGULEIK- AR THE PLUG-IN DRUG. Hötundur: Marie Winn. TELEVISION TODAY AND TO- MORROW: WALL-TO-WALL DALLAS? Höfundur: Christopher Dunkley. Penguin Books, 1985. Þessar tvær bækur hafa það eitt sameiginlegt að þær fjalla um sjón- varp í víðtækustu merkingu þess orðs. Viðfangsefni höfundanna og viðhorf þeirra til sjónvarpsins em gjörólík. í The Plug-In Dmg kemur fram mjög gagnrýnin afstaða til sjón- varps yfirleitt eins og reyndar naf- nið sjálft gefur til kynna. Þetta er endurskoðuð útgáfa af hókinni sem kom fyrst út árið 1977 og vakti þá nokkurt umtal. Höfundurinn hefúr kynnt sér sjónvarpsgláp barna og unglinga í Bandaríkjunum og telur það svo mikið að til stórskaða sé. Hún telur að áhyggjur foreldra og uppeldisfrömuða hafi um of beinst að því hvað sýnt sé í sjónvarpi: málið sé miklu fremur hversu mikið,þ.e. í hve langan tíma, börn og unglingar glápi á sjónvarps- skerminn. Þótt höfundurinn miði við aðstæður í Bandaríkjunum, þar sem framboð á sjónvarpsefni er margfalt á við það sem hér gerist, þá em hér engu að síður niðurstöð- ur og áminningar sem eiga fullt erindi til íslenskra foreldra. Christopher Dunkley er með allt aðra afstöðu til sjónvarpsins. Hann fjallar um þá gífurlegu möguleika,- sem felast í örum tækninýjungum á sviði sjónvarpstækni, hvort sem þar er um að ræða myndbandstæki, kapalkerfi eða gervihnattasend- ingar. Hann svarar mynduglega ýmsum vanhugsuðum árásum á sjónvarpið, sem verði að nýta sér nýja tækni jafnóðum. Meginatriðið sé að auka valfrelsi sjónvarpsó- horfenda - hverfa frá þeirri stefnu, sem nú sé ríkjandi, að allir taki við öllu því efni sem yfirleitt sé sent á viðkomandi rás. Þess í stað sé mikilvægt að neytandinn geti valið sér efni sjálfur. Stórt skref hafi reyndar verið stigið í þá ótt með tilkomu ódýrra myndbandstækja. En það sé aðeins upphaf þess að færa ákvörðunarréttinn sem mest til notenda. Saman gefa þessar bækur - þótt þær séu um margt bundnar stöðu sjónvarpsmála í heimalöndum höf- undanna, Bandaríkjunum og Bret- landi - ágæta mynd af andstæðum sjónarmiðum í sjónvarpsmálum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.