Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. Grímsá í Borgarfirði. Stórbýli og laxveiöi GLAMPAR I FJARSKA Á GULLIN ÞIL, 176 bls. ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON Útg. Hörpuútgáfan, Akranesi, 1985 Á SLÓÐUM MANNA OG LAXA, 205 bls. hallgrímur JONSSON, Skjaidborg, Akureyri, 1985 Það fer ekki á milli mála að Borgfirðingar eiga marga ritfæra menn í bændastétt, ritandi alþýð- legt mál og fagurt, má þar nefna Bjöm J. Blöndal, Laugarholti, og Þorstein Guðmundsson, Skálpa- stöðum. Segja þeir fólki sögur af reynsluheimi sínum og ýmsu fróð- legu. Því hverjum manni er eigin- legt að fræðast um það sem gerst hefur meðal þjóðarinnar. Þorsteinn Guðmundsson er bóndi á Skálpastöðum í Lundarreykjard- al. Hann er fæddur á Syðstu-Foss- um í Andakíl 31. maí 1901. Þor- steinn hefur verið virkur í störfum fyrir sveit sína og hérað og í for- ' ustusveit borgfirskra bænda um flest sem til heilla horfði. Hann hefur fengist nokkuð við ritstörf. Kvæði og greinar eftir hann hafa birst í blöðum og tímaritum. Fyrir r.okkru sendi Þorsteinn Guðmundsson frá sér sína aðra bók, Glampar í fjarska á gullin þil; búskaparár og veiðidagar, en 1982 kom út fyrsta bók hans, Glampar í fjarska á gullin þil, frásöguþættir. Gengur á ýmsu Fjöldi bænda um land allt hefur ritstörf að tómstundagamni og er það vel. Þeir hafa í gegnum margra ára búskap séð margt og reynt ýmislegt. Þannig er það með Þor- stein Guðmundsson og árangurinn er tvær skínandi góðar bækur sem hver maður hefur gaman af að lesa og spá í, íslenskt sveitalíf býður upp á mikið og þar gerist margt. Barátta Þorsteins fyrstu búskap- arárin á Skálpastöðum, ættir og fleira er fróðlegur lestur og greini- lega hefur oft gengið á ýmsu. Þættir um Vigfús Auðunsson bónda á Kvígsstöðum í Andakíl er skemmtileg lesning og byrjar Þor- steinn hana svo. „Árið 1980 var íslendingum sérstætt ár um margt. Minna má á að íþróttir stóðu þá í miklum blóma. Handknattleikslið- ið Víkingur komst í átta liða úrslit í Evrópukeppni í sinni grein og Skúli Óskarsson setti heimsmet í lyftingum. Hann hóf fiá jörðu 315,5 kg þyngd, að gömlu máli 631 pund. Annars ætla ég ekki að skrifa íþróttaannál þessa árs.“ Og hann endar þættina um Vigfús svo: „Mér verður oft hugsað til þess hvað Vigfús hefði komist langt í lyfting- um ef hann hefði haft skilningsrík- an og góðan kennara í aflrauna- Bækur um veiðar Gunnar Bender íþróttum. Hygg ég að hann hefði ekki stansað við 631 pund.“ Þjóðlegar, fróðlegar Frásagnir af hestum Þorsteins, Spretti, Glaði og Hrafnhildi, eru allar góðra gjalda verðar, góðar fyrir hestamenn. Grímsá og Grafarhylur eru fróð- leg fyrir veiðimenn og þetta er hin besti veiðistaður og oft gefið hina ótrúlegustu veiði. Já, það má margt lesa í bók Þorsteins, em myndir hefðu mátt vera miklu fleiri, en það verður bara ekki á allt kosið. Ef maður hefði mátt ráða hefði ég haft fyrri bókina um sveitasög- urnar og þá seinni bara um veiði- skap. Þá hefði maður lesið allar veiðisögumar saman í einni bók, það hefði líklega komið betur út. Bækur Þorsteins eru þjóðlegar, fróðlegar og hverjum skemmtileg lesning. Sagnabanki „Jörðin Laxamýri í Suður- Þingeyjarsýslu stendur við suð- austanverðan botn Skjálfandaflóa. Um land jarðarinnar fellur Laxá, sem oft er nefnd Laxá í Aðaldal, allt til sjávar. Laxá rennur úr Mývatni norður Laxárdal og síðan Aðaldal. Vesturmörk hins forna og upphaflega Laxamýrarlands liggja með sjó nyrst, sunnar með Laxá og syðst með Mýrarkvísl. Land jarðarinnar liggur síðan austur til Reykjaheiðar og allt til ^alls." Á þennan hátt hefst bókin Á slóðum manna og laxa eftir Hall- grím Jónsson frá Laxamýri, en Laxamýri er í röð mestu stórbýla og hefur meðal annars löngum verið talin ein besta laxveiðijörð landsins. Höfundurinn hefur frá mörgu að segja af höfuðbólinu Laxamýri og ábúendum þar, átökum um lax- veiðina, kistuveiðar, upphaf stangaveiða í Laxá, frásagnir af slysförum, váveifilegum atburðum og reimleikum. Allt þetta og ennþá fleira gefur manni ástæðu til að sökkva sér niður í lestur bókarinn- ar, því ýmislegt hefur gerst á slóð- um manna og laxa. Bókin er sagna- banki. Segir margt Hallgrímur Jónsson frá Laxa- mýri á heiður skilinn fyrir að koma þessari bók frá sér, á henni var. full þörf og þó fyrr hefði verið. Fjöldi mynda fylgir bókinni og eru margar góðar, skemmtilegar veiðimyndir sem ekki hafa sumar hveijar sést áður og myndir af fólk- inu á Laxamýri. Tvær myndir setja blett á bókina og eru það myndir af Jakob V. Hafstein með stóra laxinn sem vó 42 lbs. (36 pund) og falleg morgunveiði 10. júlí 1942, þó hún sé öllu skárri. Að ná ekki í frummyndirnar og birta þær ekki eru mistök. Myndin af stóra laxin- um, 42 lbs, er til góð og örugglega falleg morgunveiði líka. Margir hafa heimsótt Laxamýri og Laxá í Aðaldal og þeir eiga margar góðar minningar frá staðn- um sem rifjast upp eftir að hafa lesið bókina, hún segir margt. Það verður örugglega margt skrifað um Laxamýri og Laxá í Aðaldal, því alltaf er eitthvað að gerast þar og engin lognmolla svíf- ur þar yfir. Þess vegna bíður maður spenntur eftir næstu fróðleiksmol- um að norðan. - G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.