Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Qupperneq 52
FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þö i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1985. Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisf lokksins: „Páll vill steypa Steingrími og ríkisstjóminni” Ráðherrar í hár saman: Matthías vill ekki rannsókn á Hafskip — forsætisráðherra á öðru máli Enn einn ágreiningurinn er nú kominn upp innan ríkisstjórnar- innar. Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra vill að rannsókn fari fram á viðskiptum Hafskips við Útvegsbankann. Viðskiptaráðherra, Matthías Bjamason, er ekki á sama móli og telur nægilega þá rannsókn sem skiptaráðandi mun gera á þrotabúi Hafskips. „Ég tel að það verði að rann- saka þessi viðskipti. Krafan um það er orðin svo almenn. Ég tel því óeðlilegt annað en að rann- sókn fari fram. Það er einnig óhjákvæmilegt vegna þeirra saka sem Albert Guðmundsson hefur þurft að sæta. Það getur enginn ráðherra setið undir slík- um áburði. Albert hefur sjálfur skýrt frá því að hann viíji að þetta mál verði rannsakað niður í kjölinn," sagði Steingrímur í viðtali við DV. Eins og kunnugt er hefur þing- flokkur sjálfstæðismanna hótað stjómarslitum vegna afstöðu Páls Péturssonar til frystingar kjarnorkuvopna. Steingrímur var spurður hvort þessi ágrein- ingur um bæði kjamorkuvopnin og rannsókn á Hafskipsmálinu myndi leiða til stjómarslita. „ Nei, ég hef enga trú á því,“ svaraði Steingrímur. . APH LOKI Mátti ekki reyna einu sinni enn og kalla féiagiö Kafskip? „Við verðum að líta á þessi vinnubrögð Páls í sögulegu sam- hengi, í vaxtamálum og ýmsu öðru og svo þessu frystingarmáli núna. Páll Pétursson vill greinilega steypa undan Steingrími sem for- sætisráðherra og ríkisstjórninni," segir Friðrik Sophusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins. Friðrik segir samþykkt þing- flokksins vegna stuðningsyfirlýs- ingar formanns þingflokks Fram- Þota frá íslenska flugfélaginu Air Arctic, sem flugstjóramir Am- grímur Jóhannsson og Einar Frederiksen stofnuðu í fyrra, lenti í fyrsta sinn á Islandi í fyrrinótt. Flaug hún með frakt fyrir Flugleið- ir frá Brússel til Keflavíkurflug- vallar. Air Arctic-þotan hélt áfram för sinni vestur um haf í gærkvöldi með íslenskar fiskafurðir. Flaug sóknarflokksins við kjamorku- vopnafrystingu hafa falið f sér tvennt. Annars vegar að ef hjáseta eða fylgi framsóknarþingmanna við afgreiðslu á tillögu um fylgi við frystinguna leiddi til samþykkis hennar, þýddi það stjórnarslit af hálfu sjálfstæðismanna. Hins vegar að ef framsóknarþingmenn kæmu fram sem flutningsmenn slíkrar tillögu, þýddi það að sjálfstæðis- menn teldu sig eftir það óbundna af að leita samþykkis framsóknar- hún með 27 tonn af ýsu- og karfafl- ökum til Halifax í Kanada. Þaðan verður farminum ekið á markað í Boston í Bandaríkjunum. Þar get- ur þotan ekki lent vegna reglna um hávaðatakmörk. Fyrirtækið Stefnir hf., sem Hekla hf., Þorleifur Bjömsson í Hafnar- firði og Eiríkur Hjartarson í Kefla- vík standa að, leigði Air Arctic- manna , við tillöguflutning með öðrum flokkum. „Það er altalað, og það ekki að ástæðulausu, að þeir Páll og Ingvar Gíslason eru í því að ergja Stein- grím. Það er viss broddur í því, þótt ég líti raunar svo á að þetta sé ennþá aðallega einhvers konar leikfimi. Það er svo spurning hven- ær þeir hleypa fullri alvöru í þes'si strákapör," segir Friðrik Sophus- son. þotuna til íslandsflugsins. Stefhir bæði flutti fiskinn út, og leigði Flugleiðum pláss í vélinni til lands- ins. Hugsanlegt er að þotan taki fisk í Kanada og fljúgi með hann til Hollands í bakaleiðinni. í áhöfn hennar em Arngrímur Jóhannsson flugstjóri, Stefán Jónsson flug- maður og Bjöm Ingason flugvél- stjóri. Að sögn Arngríms Jóhannssonar Páli Pétursson, formadur þingf íokks framsóknarmanna: „Þorsteinn er bííinn aðgefa mér vald í stólamálum” „Ég tilkynni það ekkert núna hvað ég geri. Þorsteinn er nú búinn að gefa mér það vald sem hann hafði áður, að skáka stólum. Það liggur ekkert fyrir hvort eða þá hvenær ég nota mér þetta," segir Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins um stjómarslitahótun sjálfstæðis- manna. Ertu að steypa undan Stejngrími og stjóminni? „Nei, nei. Ég styð bæði stjórnina og Steingrím heils hugar. En ef ég sé misfellur segi ég frá því. Ég hef ekki verið dús við ýmislegt í peningamálum, ekki heldur í utanríkismálum. Ég minni á að sjálfstæðismenn tóku for- mennsku í utanríkismálanefnd af okkur með hreinu ofbeldi og stuðn- ingi stjórnarandstæðings. Um þessi læti í sjálfstæðismönnum núna segi ég aðeins að tillagan um stuðning við kjamorkuvopnafrystingu er ekki efni til þess að haga sér svona. Hún er frekar meinlaus og alveg út í loftið að láta hana ráða setu eða falli ríkisstjórnar.“ Ætlarðu að gerast meðflutnings- maður að slíkri tillögu? „Ég svara engu um það núna. Ég verð auðvit- að að íhuga vel þetta nýja vald sem hefur Air Arctic nú þrjár leiguþot- ur af gerðinni Boeing 707 í verkefh- um víða um heim. Þotan, sem flaug með fiskinn til Ameríku í gær, fer næst í verkefni í Afríku. Önnur þota er í flugi til og frá Maldiveyj- um í Indlandshafi. Þriðja þotan'er í flugi milli Bretlands og Nígeríu. Félagið hefur enga fastráðna starfsmenn í þjónustu sinni. - -KMU. HERB ég þigg frá þeim sjálfstæðismönn- um án þess að hafa um það beðið,“ segir Páll Pétursson. HERB Ja / d. / bi Á Keflavíkurflugvelli síð- degis i gær. Fiskkassar bíða þess að fara um borð í þotu Air Arctic. Á minni myndinni skoða þeir Þor- leifur Björnsson, Ingimund- ur Sigfússon og Logi Þor- móðsson í einn kassann. DV-mynd GVA. Air Arctic-þota, lendir í fyrsta sinn á íslandi — kom frá Belgíu með frakt fyrir Flugleiðir—fór með fisk vestur um haf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.