Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 34
34 DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur HANNES HAFSTEIN Hll eftir KRISTJÁN ALBERTSSON Endurskoöuð útgáfa Ævisaga Hannesar Hafsteins eftir Kristján Albertsson kom út í sinni fyrri útgáfu 1961-1964. Nú kemur þetta mikla ritverk út öðru sinni í endurskoðaðri útgáfu. Er sú endur- skoðun gerð vegna nýrra heimilda sem fram komu eftir útkomu verks- ins. Eru sumir kaflar bókarinnar endurritaðir og er hin nýja útgáfa því nokkru ítarlegri en sú fyrri. Saga Hannesar Hafsteins er ekki einungis ævisaga skáldsins og hins áhrifamikla stjómmálamanns heldur má hún kallast þjóðarsaga tímabils- ins 1880-1920. Bókin vakti geysim- ikla athygli þegar hún kom út og svo fjörugar umræður um efnið, sem hún fjallar um, og efnismeðferð höfundar að slíks eru víst fá eða engin dæmi önnur um íslenska bók, enda varð Hannes Hafstein metsölubók. Stúd- entafélag Reykjavíkur hélt sérstak- an fund um bókina þar sem menn leiddu saman hesta sína með og á móti og var engu líkara en Heima- stjómarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn gamli væm aftur upp risnir. Og hún hratt af stað næsta áratuginn bókaskrifum um stjóm- málamenn og stjómmál í upphafi aldarinnar. Menn vom ósammála um margt, en um eitt voru allir sammála: Bókin er afar skemmtileg aflestrar. Þessi nýja útgáfa af Hannesi Haf- stein er endurskoðuð af höfundinum og kemur fram sitthvað nýtt sem ekki var kunnugt um þegar fyrri útgáfan kom út. Sumir kaflar em endurritaðir og er hin nýja útgáfa því nokkm ítarlegri en sú fyrri. HANNES HAFSTEIN er um 1100 bls. samtals auk myndasíðna. L3 UKW Zoöw Jj %■ Ii l * Í-CZ'.^ v . íjh á | ÁÖLLUM BLAÐSÖLUSTÖÐUM | FORNARELDUR Fórnareldur nefnist ellefta bókin sem út kemur á íslensku eftir Mary Stewart en henni er einkar lagið að skrifa bæði rómantískar og spennandi sögur með óvæntum endi. Á kápubaki bókarinnar segir m.a.: „Gianetta, fyrrverandi ljós- myndafyrirsæta, kýs að eyða sum- arleyfi sínu á friðsælum stað, Þokueyjunni. En á fjallahótelinu, Gamasunay, hittir hún fyrrverandi eiginmann sinn, rithöfundinn Nic- holas Drury. Er það tilviljun eða hefur hann fylgst með henni og ætlar að ná ástum hennar á nýjan leik? Magnað andrúmsloft eyjar- innar hefur djúp áhrif á þau bæði en Gianetta er ekki vissi um tilfinn- ingar sínar. Iðunn gefur bókina út. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi hana. Kápan er hönnuð á auglýsingastof- unni Ocavo. Oddi prentaði. FRAMHALDSLÍF FÖRU- MANNS - endurminningar Hannesar Sigf ússonar skálds. Út er komin hjá Iðunni bókin Framhaldslíf förumanns eftir Hannes Sigfússon. Höfundur segir hér frá ævi sinni frá því að hann heldur til Svíþjóðar haustið 1945, ungt skáld og óráðið, og allt til þess að hann tekur að leiða hugann að eigin æsku, roskinn maður í Noregi. Þar á milli eru meira en þrír áratugir sem einkennast mest af eirðarlausri leit skáldsins að staðfestu í lífi sínu. - Hannes segir hér margt af skáldbræðrum sínum og vinum. Hann bregður upp eftir- minnilegum myndum af Steini Steinarr sem var áhrifamesti læri- meistari hans eins og fleiri ungra skálda um miðbik aldarinnar. Meðal annarra sem hér koma við sögu eru Magnús Ásgeirsson og Jón úr Vör. í kynningu forlagsins segir m.a.: „Frá allri þessari margbrotnu reynslu segir Hannes af hreinskilni og hispurleysi. Frásögnin er jafnan lipur og lifandi. Gildi hennar ræðst ekki síst af því hvem hlut höfund- urinn átti í róttækustu umsköpun íslensks skáldskapar á öldinni. Iðunn hefur áður gefið út æsku- sögu Hannesar, Flökkulíf, svo og Ljóðasafn hans. Framhaldslif förumanns er prentuð í Odda hf„ kápa er hönnuð á Auglýsingastof- unni Octavo.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.