Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. Þó að Hafskip hafi nú verið tekið til gjaldþrotaskipta er málið ekki úr sög- unni. Næsta þriðjudag verður Hafskips- málið tekið enn á ný til umræðu á al- þingi. Þar munu þingmenn krefjast svara við fjölmörgum spurningum sem brenna þeim á vörum. DV leitaði til þingmanna allra þingfiokkanna og spurði þá hvað þyrfti að gera til að sporna við því að mál á borð við Haf- skipsmálið gerðist aftur. APH Jóhanna Sigurðardóttir, ^ Alþýðuflokki: Ákvæði um bankaleynd of stíf „Ég hef fyrir löngu lagt fram til- lögu sem hefði komið í veg fyrir að mál eins og Hafskipsmálið hefði getað átt sér stað. Tillaga mín snerist um það að bönkum yrði óheimilt að lána einum viðskiptaaðila meira en ákveðið hlutfall af eiginfjárstöðu sinni,“ sagði Jóhanna Sigurðardótt- ir, Alþýðiiflokki, um aðgerðir til að koma í veg fyrir fjármálahneyksli á borð við Hafskipsmálið. Jóhanna nefndi einnig að banka- eftirlitið væri allt of veikt. Það þyrfti að efla það til muna og gera það að sjálfstæðri stofnun. Hún sagði að Alþýðuflokkurinn fylgdi þeirri stefnu að þingmenn hans sætu ekki í bankaráðum. Það virtist líka vera lítið hald í að hafa þingmenn þar. „Þá eru ákvæði um bankaleynd allt of stíf. Það á ekki að vera hægt að bera við bankaleynd þegar hags- munir eins banka eru í húfi. Ég spurði um það í vor á Alþingi hverjar væru lánsupphæðir fimm stærstu viðskiptavina ríkisbankanna. Engin nöfn þurftu að vera með í svarinu. Ég fékk hins vegar þau svör að upplýsingar sein þessar brytu í bága við bankaleyndina. Þessari banka- leynd er allt of oft borið við,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir. - APH Eftir Hafskipsmálið er ljóst að krafist verður ýmissa endurbóta á bankakerfinu til að önnur álíka mál endurtaki sig ekki. Tap Útvegsbankans getur orðið um 350 milljónir króna. Hver framtíð bankans verður er ekki lj óst þessa stundina. D V-mynd PK Pall Pétursson: Bankaeftirim verði sjálfstætt „Ég hef ákveðnar kenningar um hvað þurfi að gera til að svona mál endurtaki sig ekki. Það er nauð- synlegt að gera bankaeftirlitið starfhæfara. Það þarf að auka mannaflann í því og bæta slarfsað- stöðu þess. Það verður líka að gera það að stjálfstæðri stofnun. Það getur vel verið áfram undir sama þaki og Seðlabankinn en ég vil ekki að það verði áfram undir stjóm bankans. Ef þetta verður gert tel ég vera komna tryggingu fyrir því að svona hlutir komi ekki fyrir aftur,“ sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknar- flokksins, aðspurður um aðgerðir til að 8p>oma við fleiri málum á borð við Hafskipsmálið. Hann sagði einnig að það væri nauðsynlegt að stjómir banka hefðu góðan möguleika á að líta nákvæmlega á rekstraráform fyrir- tækja sem hyggjast taka lán. „Það þýðir ekki að gefa braskarafyrir- tækjum frítt spil bara ef þau eru í ákveðnum flokki,“ sagði Páll. Páll sagði einnig vel koma til greina að koma inn í bankalöggjöf- ina ákvæðum um að bankar geti aðeins lánað ákveðið hlutfall af ráðstöfunarfé til eins aðila. Þessi hugmynd hefði komið fram í nefnd þegar bankafrumvörpin vom til umfjöllunar. „En það er rétt að benda á að ef þetta kæmi til framkvæmda þá yrði ekki sama hvaða fyrirtæki ætti í hlut. Það myndu ekki gilda sömu reglur um fyrirtæki sem byggðust á félagasamtökum og einhverjum braskaraklíkum,“ sagði Páll Pét- ursson. - APH Ólafur Ragnar Grímsson: STRANGAR REGLUR UM AF- SKIPTISTJÓRNMÁLAMANNA „ Það eru fyrst og fremst fjögur svið sem Hafskipsmálið dregur fram í dagsljósið. Vamaraðgerðir til að koma í veg fyrir að mál af þessu tagi endurtaki sig verða að taka mið af þeim,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms- son, Alþýðubandalagi, þegar hann var spurður hvað þyrfti að gera í kjölfar Hafskipsmálsins. „ Þessi svið eru í fyrsta lagi við- skipti Útvegsbankans og Hafskips. Veðhæfni lánveitinganna virðist hafa verið vafasöm. Fyrirtækið hefur hugsanlega notað blekkingar og rangar skýrslur til að auka lánveit- ingamar. f öðru lagi viðskipti Haf- skips við önnur fyrirtæki innanlands og erlendis. Svo virðist sem fjármun- ir hafi verið fluttir úr Hafskip til annarra fyrirtækja i eigu félagsins erlendis og hér innanlands. í þriðja lagi afskipti pólitískra forystumanna — af stjórnun fyrirtækja af rekstri fyrirtækisins og þar sem pólitísk velvild hefur verið í þágu þess. f fjórða lagi staða annarra mjög skuldugra fyrirtækja við bankakerf- ið. Margt bendir til þess að þetta mál sé aðeins það fyrsta sem kemur upp á yfirborðið. Hugsanlegt er að önnur eigi eftir að koma fram á næstunni. Þessir fjórir þættir ljýsa höfuðvandamálinu," sagði Ólafur. Hann sagði að það þyrfti að gera margt til að koma í vega fyrir að Hafskipsmálið endurtæki sig. „ Það þarf að gjörbreyta reglum um bankaleynd. Það þarf að skylda stærstu bankana til að gera grein fyrir skuldastöðu stærstu lántakand- anna opinberlega. Slíkt myndi veita mikið aðhald. Þá verður að gera bankaeftirlitið að sjálfstæðri stofnun, sem sé óháð pólitískum ráðherra. Það verður að setja mjög strangar reglur um afskipti ráðherra, þing- manna og annarra forystumanna af stjómun fyrirtækja til að koma í veg fyrir að þessir aðilar misnoti pólitískt vald sitt. Það verður að stórefla sjálfstæða endurskoðun á bókhaldi stórfyrir- tækja. Þannig að fulltrúar almenn- ings, eins og til dæmis skattayfirvöld, hafi hliðstæðan rétt og tíðkast í Bandaríkjunum til að kanna bók- hald fyrirtækja. Að lokum verður alþingi að ákveða að setja á fót rannsóknamefndir til að kanna umfangsmestu fyrirtækin. Þessar nefndir fái hliðstætt vald og starfsaðstöðu og tíðkast hjá sam- bærilegum nefndum í Bandarikjun- um. Athugun þessara nefnda verður einnig að fara fram fyrir opnum tjöldum. . APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.