Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. 21 Frá gyðingaghettóinu i Varsjá 1943 - þaðan fluttu Þjóðverjar yflr 400 þúsund gyðinga til útrýmingarbúða. POLVERJAR SKOÐA SAMVISKUNA Fjórum áratugum eftir útrýmingarherferð þýskra nasista á hendur evrópskum gyðingum í hern- umdu Póllandi eru Pólverjar farnir að skoða samviskuna og spyrja sig sársaukafullra spurn- inga varðandi útrýmingarherförina sem farin var fyrir augum þeirra. sinni vekur það athygli að þeir era í fyrsta sinn sama sinnis. Þeir telja myndina and-pólska. Umræðan um myndina hófst sem andsvar yfirvalda við and-pólskum áróðri. En nú hefur umræðan tekið óvænta stefiiu: hún snýst um sjálfs- könnun Pólverja, það sem mennta- menn nefna nú „hið svarta gat í pólitískri samvisku okkar“. Það voru 3,5 milljónir pólskra gyðinga í Póllandi í stríðsbyrjun; 100 þúsund þegar stríðinu lauk. „Shoah“ sætir helst gagnrýni í Póllandi fyrir þær sakir að gæta ekki jafnvægis í umfjöllun og að í hana vanti ýmislegt þýðingarmikið. Menningarvitar í Varsjá hafa sagt Hvatinn að þeirri almennu um- ræðu, sem nú er hafin í Póllandi, er umræðuefni sem lengi hefur legið í þagnargildi - spumingar varðandi það hvort Pólverjar hafi einvörð- ungu verið fómarlömb í seinni heimsstyrjöldinni. Voru Pólverjar almennt virkir í gyðingaíjandskap? Völdu nasistafor- ingjamir Pólland fyrir útrýmingar- búðir sínar vegna þess hve fjandsam- legir Pólverjar yfirleitt vom gyðing- um? í útrýmingarbúðunum í Póll- andi týndu 6 milljónir gyðinga lífinu. Franski kvikmyndaleikstjórinn Claude Lanzmann varpar fram þess- um spumingum og þessari pólsku sjálfskönnun í heimildar- mynd sinni, „Shoah“ - mynd sem m.a. byggist á viðtölum við þýska fangabúðaverði, gyðinga sem lifðu útrýmingarher- ferðina af og Pólverja sem sáu margt misjafnt á stríðsárunum. Pólsk yfirvöld mótmæltu kröftug- lega þegar „Shoah“ - sem er hebr- eska orðið yfir útrýmingu - var fyrst sýnd í Frakklandi snemma á þessu ári. Pólverjamir héldu því fram að myndin gæfi til kynna að Pólverjar bæm sömu ábyrgð á glæpaverkunum og Þjóðverjar. Talsmaður pólsku ríkisstjómar- innar, Jerzy Urban, sagði að myndin „losaði nasistana undan hluta sinnar sektar vegna þjóðarmorðsins á gyð- ingum“ með því að draga fram í dagsljósið marga hjátrúarfulla og einfalda Pólveija sem „horfðu af- skiptalausir á meðan óvinsælir ná- grannar vom þurrkaðir út“. NIU KLUKKUTIMA MYND Pólsk yfirvöld skutu stoðum undir þessa kæru Urbans með þvi að sýna í sjónvarpi hluta úr þessari heimild- armynd Fransmannsins. 1 fullri lengd er „Shoah“ níu klukkustunda löng - og verður bráðlega sýnd í kvikmyndahúsum. Að lokinni sýningu þessa myndar- hluta í pólska sjónvarpinu fylgdi umræða í sjónvarpssal þar sem gáfu- menn létu í ljósi álit sitt á myndinni. Ýmsir þeirra sem þátt tóku í umræð- unni töluðu þvert á skoðun yfirvalda - létu reyndar í ljósi skoðanir sem almennt. heyrast ekki í Póllandi. Ýmis dagblöð í Póllandi hafa birt greinar og viðtöl vegna „Shoah“ - viðtöl við Jerzy Urban og Tygodnik Powszechny, ritstjóra kaþólsks viku- rits. Þessir tveir menn koma oft fram í pólskum íjölmiðlum en að þessu að þeir hefðu kosið að auka við mynd Lanzmanns ýmsu sem hefði getað skýrt ýmislegt og sett í sögulegt samhengi. Lanzmann lét sér nægja að tala við bændur sem störfuðu og bjuggu nærri Treblinka, norðaustan við Varsjá, þar sem 800 þúsund gyðingar fóru í gasofn. Og einnig spjallaði hann við Pólverja í smábæjum sem yfirtóku yfirgefin heimili gyðinga og fyrirtæki. „PÓLVERJAR EKKI FRA- BRUGÐNIR ÖÐRUM“ Þegar Lanzmann ræddi við pólska bændur og þorpsbúa, meira en 40 árum eftir að atburðir gerðust, glottu sumir í kampinn, ypptu öxlum eða muldruðu fremur andgyðinglegar athugasemdir - hluti sem vissulega má heyra af og til hvar sem er í Evrópu. „Okkur finnst að þessi mynd hafi gert okkur rangt til,“ sagði Andrzej Wasilewski útgefandi í sjónvarpsvið- tali. „Myndin skýrir ekki rétt frá viðbrögðum mikils meirihluta pólsku þjóðarinnar við útrýmingar- herferðinni." Urban, sem sjálfur er afkomandi gyðinga, sagði að Pólverjar hefðu brugðist við á sínum tíma rétt eins og aðrar þjóðir hefðu gert, þar með taldir gyðingar sjálfir. „Áttu bændurnir í þorpunum í nágrenni Treblinka og annarra dauðabúða að hætta að yrkja jörðina og deyja úr hungri?" spurði hann. „Hefðu það verið gyðingar sem plægðu kringum búðir þar sem Pól- verjar voru að sálast hefðu þeir hegðað sér nákvæmlega eins og Pólverjarnir við Treblinka." Þeir sem gagnrýnt hafa myndina segja að yfir 100 þúsund gyðingum hafi verið bjargað frá nasistum þótt vitað hafi verið að þeir sem leyndu þeim hefðu sjálfkrafa hlotið dauða- dóm ef upp hefði komist. Þessir gagnrýnendur saka Lanzmann um að vekja athygli á gyðingahatri smábænda, ásamt áhuga þeirra á dulhyggjulegri og sveitamannslegri kaþólsku, til þess að gefa til kynna að nasistar hafi vitað að þeir gætu reitt sig á pólskt aðgerðaleysi í sambandi við útrýmingarherferðina. Franciszek Ryszka sagnfræðingur sagði: „Gyðingahatur og ofsóknir voru til fyrir þessa styrjöld en við að sjá hvað gerðist í stríðinu og halda því fram að það hafi bara verið rök- rétt eru vægast sagt annarleg vinnu- brögð. Útrýmingarherferðin á hendur gyðingum hefði farið fram í Póllandi þótt Pólverjar sem þjóð hefðu staðið sem einn maður með gyðingum, ein- faldlega vegna þess að hér var hen- tugast að framkvæma þessi voða- verk.“ 2,5 milljónir fluttar til Póliands Artur Sandauer prófessor, af ætt- um gyðinga, sagði: „Það var auð- veldara fyrir Þjóðverja að flytja 2,5 milljónir gyðinga til Póllands heldur en að flytja 3,5 milljónir frá Póll- andi.“ Þar að auki vildu Þjóðverjar fela þessar dauðabúðir eins langt í austri og þeim var unnt. Turowicz, þekktur menntamaður úr röðum kaþólskra, minnti á að gyðingafjandskapur hefði blossað upp í Póllandi í byrjun aldarinnar, eftir að gyðingar hefðu fengið að vera þar í friði mjög lengi, en það sagði hann jafnframt skýringuna á Qölda gyðinga í Póllandi. Og hann neitaði ásökun Lanzmanns um að pólskt gyðingahatur væri afleiðing af kaþólsku þjóðarinnar. „Að saka pólsku þjóðina um að vera samsek í þjóðarmorðinu á gyðingum er fárán- legt og út í hött.“ Dr. Marek Edelman, sem lifði af eftir að hafa verið í gyðingahverfinu í Varsjá, en þaðan voru um 400 þúsund gyðingar sendir til Tre- blinka, sagðist ekki telja viðtöl Lanzmanns móðgandi né heldur „Shoah" and-pólska. Hann rifjaði upp ofsóknarherferðir á hendur gyðingum í Póllandi sem aldrei hefði verið talað um - nefndi borgir eins og Krakow og Kielce í því sambandi eftir stríðið og einnig pólitískar ofsóknir sem hrakið hefðu marga úr landi. Háskólamenn og blaðamenn, sem þátt tóku í umræðunni í sjónvarpssal eftir sýningu á hluta úr „Shoah“, hvöttu til þess að þagnarhulunni yrði svipt af spumingunni um gyð- inga í Póllandi og framkomu í þeirra garð síðan stríði lauk. Donald Forbes/Reuter. - ‘ OTRULEGA LÁGT VERÐ Kr. 19.600 staðgreiðsla Afborgunarskilmálar TVEGGJA DYRA KÆLI' OG FRYSTISKAPAR Samt. stærð: 275 1. Frystihólf: 45 I. Hæð: 145 sm. Breidd 57 sm. Dýpt: 60 sm. Vinstri eða hægri opnun Fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta. VfSA Heimilis- og raftækjadeiid. HEKIAHF LAUGAVEG1170-172 SIMAR 11687 - 21240

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.