Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. STRÍÐIVIÐ - bandarískt stórfyrirtæki reynir að bregða fæti fyrir íslenskan sjónvarpsmann og félaga hans Sérlegur umboðsmaður Smirnoff-vodka-verksmiðjanna hér á landi hefur kvartað yfir fram- ferði Ólafs Sigurðssonar sjónvarps- fréttamanns. Ekki vegna fram- komu Ólafs í sjónvarpi heldur vegna hins að Ólafur er farinn að framleiða gæðavodka, The Icy Vodka, og er þegar búinn að selja 2000 kassa af því hér á landi. Með honum í fyrirtæki er Orri Vigfús- son, forstjóri í Glit, sem að auki stundar síldarsöltun víðs vegar á landsbyggðinni. SJÁLFSÐJARGARVIÐLEITNI „Það er hagnaðarvonin sem rek- ur mig áfram,“ segir Orri síldar- saltandi í Glit. „Sjálfsbjargarvið- leitni," segir Ólafur fréttamaður, enda er hann opinber starfsmaður eins og alþjóð veit. - En hvers vegna er Smimoff að kvarta yfir tveim Islendingum sem dettur í hug að framleiða vodka? „Ég held að Smimoff hafi veru- legar áhyggjur af Icy Vodka, enda erum við með gæðavöru í höndun- um. Allir kunnáttumenn sem bragðað hafa á vöm okkar lofa hana einum rómi, enda liggur tveggja ára undirbúningsstarf að baki þessari framleiðslu," segir Orri og sýnir vodkaflösku sína og sjónvarpsfréttamannsins sem bætir við: „Smimoff heldur því fram við íslensk yfirvöld að við séum að villa á okkur heimildir, að við séum að láta framleiða fyrir okkur vöru í Skotlandi sem við síðan köllum íslenska. Þetta er fráleitt. Þó að framleiðslan og átöppunin fari fram í Skotlandi er hér um alís- lenska vöru að ræða. Hugmyndin er íslensk, vömþróunin er íslensk svo og markaðssetningin og miðinn sem er á flöskunni, hannaður af Ástmari Ólafssyni. í rauninni er allt íslenskt nema átöppunin og sjálf blöndunin." Það virðist einnig ætla að verða niðurstaða þessa máls að íslensk yfirvöld bregði ekki fæti fyrir sjón- varpsfréttamanninn og forstjórann í Glit, sama hvað Smimoff sjálfur segir. - Hvers vegna emð þið ekki með öll framleiðslustigin hér heima í stað þess að vera að egna Smirnoff til reiði? DREKKA OG EKKI DREKKA „Vegna þess að íslendingar mega drekka vodka en þeir mega ekki framleiða hann innanlands. Þetta er svona eins og með bjórinn; bara öfugt. íslendingar mega bmgga öl en þeir mega ekki drekka það. Svona er þetta bara,“ segir Ólafur fréttamaður. Hugmyndina að íslenska vod- kanu fengu þeir félagar í útlöndum eins og oft vill verða um góðar Ólafur Sigurðsson og Orri Vigfússon með Icy Vodka sem egnt hefur sjálfan Smirnoff til reiði: - Við viljum sigra heiminn en höfum ekki enn þorað að segja núverandi störfum okkar lausum. DV-myndKA. hugmyndir. Það er sama hvar landinn er að ferðast, alls staðar rekst hann á finnskt vodka og jafn- vel grænlenskt. Hvers vegna þá ekki íslenskt vodka? VODKA-ÞRENNINGIN „Við fórum víða og könnuðum hvað framleiðendur erlendis gætu boðið okkur upp á. Ætli við höfum ekki þreifað fyrir okkur í 5-6 lönd- um, bæði austantjalds og vestan og fengum 5 tilboð. Það varð úr að við völdum skosku verksmiðj- una og hún hefur nú framleitt fyrir okkur í tvo mánuði. Þegar hafa tvær sendingar komið til landsins og viðtökurnar verið góðar. Icy Vodka var ófáanlegt um tíma en þriðja sendingin, sem er væntanleg, ef ekki komin, ætti að bæta úr því.“ Vodkaþekking þeirra Ólafs og Orra er með ólíkindum ef marka skal tal þeirra um eigin fram- leiðslu. Þeir segja vodkaheiminn þrískiptann; ódýrt vodka eins og Tindavodka, meðalgott og svo af- bragð(premíum) sem kostar helm- ingi meira út úr búð í Bandaríkjun- um en venjulegt vodka. TILUSA „Við stefndum að því að ná fram mjúku bragði sem fyllt gæti af- bragðsflokkinn og samkvæmt nið- urstöðum gæðaprófana, sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum, stenst Icy Vodka kröfur sem gerðar eru til slíkra drykkja," sögðu þeir fé- lagar. „Takmarkið er að sjálfsögðu að komast á Bandaríkjamarkað því þar er vodka í afbragðsflokki í sókn.“ í útsölum Áfengisverslunar ríkis- ins í Reykjavík er Icy Vodka einnig í sókn: „Fólk biður um þetta nýja, íslenska, en á vörulistum okkar er vodkað frá fréttamanninum flokk- að undir enska drykki," sagði Pálmi Einarsson i „ríkinu“ við Lindargötu. „Sálan er það mikil að við setjum flöskumar ekki upp í hillur heldur höfum þær undir borðum, svona eins og brennivínið sem rennur út.“ FLASKAOG HLJÓÐNEMI - En ætlar fréttamaðurinn og félagi hans í Glit að græða milljón- ir á áfengisframleiðslu? „Við höfum ekki ennþá þorað að segja núverandi störfum okkar lausum en þetta er góð hugmynd hjá okkur og við viljum sigra heim- inn,“ sagði Orri Vigfússon. „Við erum bara ekki ennþá búnir að því,“ bætti Ólafur Sigurðsson við og handlék flöskuna af svipuðu öryggi og hljóðnemann í sjónvarp- inu. - EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.