Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. 9 Bóldn lifir góöu lifi Árleg bóka'’ertíð er hafin. Bóka- verslanimar oru smátt og smátt að fyllast af nýjum bókum. Samkvæmt upplýsingum útgef- enda sjálfra verða nýjar bækur nú rétt tæplega fjögur hundruð tals- ins. Það er aukning um tíu af hundraði frá árinu áður. Svo virðist sem sjálf jólabókasal- an hafi einnig byrjað fyrr en áður. Starfsfólk bókaverslana telur sig hafa orðið vart við mun meiri hreyfingu á bókum en á sama tíma í fyrra. - Samt sem áður virðast nýju bækurnar ívið seinna á ferðinni nú en oft áður. í það minnsta komu færri bækur út í nóvembermánuði en við eigum að venjast á verk- fallslausu hausti. Það hefur verið haft eftir einum verslunarstjóranum að hann sé „ferlega bjartsýnn" á sölu bóka fyrirþessi jól. Þetta er svo sannarlega annar tónn en stundum hefur heyrst fyrir jólin. Ein ástæðan er vafalaust sú að fyrir síðustu jól jókst bókasalan verulega i fyrsta skipti eftir alvar- legan öldudal minnkandi sölu og offramboðs á nýjum bókum. Þessi uppsveifla i fyrra virðist ekki hafa verið einangrað fyrir- brigði heldur upphaf þróunar sem vonandi verður varanleg. BÓKIN LIFIR Því hefur oft verið spáð í tímans rás að bókin væri ú undanhaldi. Jafnvel að henni væri ógnað svo mjög af öðrum fjölmiðlum að staða hennar sem mikilvægs hluta í lífi íslendinga væri í hættu. Þegar íslenska sjónvarpið kom til sögunnar fyrir nær tveimur áratugum voru þannig margir uggandi um áhrif þess á sölu og lestur íslenskra bóka. Bókin stóð þær breytingar af sér. Sömu áhyggjur voru látnar í ljósi vegna myndbandavæðingar lands- manna. Myndsegulsbandstæki urðu á skömmum tíma almennings- eign og sjónvarpsgláp jókst að miklum mun, að því er talið er. En bókin hefur líka staðið þær breytingarafsér. Nú er framundan enn frekari bylting á sviði fjölmiðlunar. Þess er að vænta að á næsta úri gefist landsmönnum, eða að minnsta kosti verulegum hluta þeirra, kost- ur ú að velja um fleiri útvarps- og sjónvarpsrásir. Það hafa heyrst áhyggjuraddir af þeim sökum. Telja má víst að þær áhyggjur séu óþarfar. Bókin mun úfram skipa sérstakan sess meðal íslendinga. HVERNIG BÆKUR? Það er dálítið undarlegt hversu tölulegum upplýsingum um sölu og lestur bóka er áfátt hjá okkur, sjálfri bókaþjóðinni. Það liggur að vísu fyrir eftir árið hversu margar bækur hafa komið út. En þær -upplýsingar einar segja litla sögu. Vissulega væri forvitnilegt að fá nánari mynd af sölu og lestri bóka. Þær upplýsingar eru að sjálfsögðu til - annars vegar hjá bókaútgef- endum og bóksölum og hins vegar hjá bókasöfnunum í landinu. En þær eru dreifðar milli margra aðil- ar og því óaðgengilegar. Mikið væri það þarft verk hjá samtökum þessara aðila að skella þessum upplýsingum í tölvu og fá þannig betri mynd af bókneyslu lands- manna. Hér vantar að svara spumingum eins og til dæmis þessum: Hvernig bækur eru það sem selj- ast mest? Hvað selst mikið af af- þreyingarbókmenntum? Af alvar- legri skáldverkum? Af ljóðabók- um? Af ævisögum og fræðiritum ýmiss konar? Og þannig mætti áframtelja. Slík kortlagning bókasölunnar eftir tölum um seld eintök gæfi ansi góða mynd af þeirri hlið bók- neyslunnar, sem rís hæst í desemb- ermánuði ár hvert. Sú byrjun í þessa átt, sem felst í birtingu lista yfir söluhæstar bæk- ur, er góðra gjalda verð. En slíkir listar veita mjög takmarkaðar upplýsingar því að tölurnar vantar alveg. Hin hliðin er svo útlán bóka- safna. Það væri óneitanlega afar for- vitnilegt að fá tölulegar upplýsing- ar um útlán einstakra bóka eða einstakra bókaflokka. Það gæfi afar fróðlega mynd af því hvaða bækur landsmenn lesa án þess að kaupa þærsjálfir. Tæknilegar forsendur ættu nú að vera fyrir hendi til þess að vinna slík töluleg yfirlit. Hvernig væri nú að viðkomandi aðilar tækju sig til og kæmu því í framkvæmd? BÓKIN OG UNGA FÓLKIÐ Þótt ekki sé ástæða til að ætla annað en bókin standi af sér sam- keppni annarra fjölmiðla, hvað sem líða kann nýjungagimi um skam- LAUGARDAGS- PISTILL: Elías Snæland Jónsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI man tíma, er engu að síður ljóst að þörf er á að halda góðum bókum að yngri kynslóðunum. Bóklestur kemur ekki af sjálfu sér. Það þarf að fóstra með bömum og ungling- um áhuga á bókum og lestri þeirra. Heimilin skipta hér auðvitað miklu máli. En það þarf meira til. Hlutverk skólanna í þessu efni er mjög mikilvægt. Og jafnframt van- dasamt. Það er ekki sama með hverjum hætti bókum er haldið að ungling- um. Sumir halda því fram að með þvi að gera til dæmis góða skáld- sögu að kennsluefni í skólum sé verið að skapa andúð fjölmargra nemenda á viðkomandi sögu. Vafa- laust er það sannleikskorn í þessari fullyrðingu að allt það, sem ungl- ingum finnst vera skylduvinna, verður gjarnan leiðigjamt í þeirra augum. Skólarnir þyrftu ef til vill í aukn- um mæli að hvetja nemendur til sjálfstæðs bóklesturs. Hlutverk kennaranna yrði þá að vekja áhuga nemenda á góðum skáldverkum. Ákvörðunarvaldið um lesturinn yrði eftir sem áður hjá nemendun- um sjálfum. í ýmsum tilvikum yrði það vafalaust til þess að ungt fólk kynntist nýjum skáldskap með allt öðru hugarfari en þegar um skylduverkefni er að ræða. Uppeldisstarf af þessu tagi er ekki aðeins líklegt til að efla áhuga meðal ungs fólks á bóklestri, held- ur kannski það sem mikilvægara er: að auka áhuga á lestri góðra bóka - bóka sem hafa annað en hreint afþreyingargildi. ÚTVARPSBYLTINGIN Um áramótin, það er eftir tæpan mánuð, taka nýju útvarpslögin gildi. Miklar vonir eru bundnar við það aukna frjálsræði sem í þeim felst. Hvort þær vonir rætast fer eftir framkvæmdinni. Enn er margt óljóst í því efni. Það eina sem er nokkurn veginn víst er að framboð á útvarps- og sjcnvarpsefni mun stórlega aukast þegar líða tekur á næsta ár. Vafalaust munu þær breytingar í upphafi leiða til þess að lands- menn horfi meira á sjónvarp en þeir hafa gert. En tími ofneyslu á því sviði mun vafalaust verða skammvinnur. Neytendur munu sjálfir fara að velja og hafna. SJÁLFSÁKVÖRPÐUNAR- RÉTTUR Meginkosturinn frú sjónarhóli neytenda sjónvarpsefnis við þá breytingu, sem fylgja mun í kjölfar nýju útvarpslaganna, er einmitt sá að með auknu framboði gefst neyt- andanum sjálfum aukið tækifæri til að velja og hafiia. Það verður enn frekar en verið hefur í hans valdi að ákveða hvað hann vill sjá. Myndbandstækin hafa þegar haft þau áhrif að neytendur geta haft val um það sjálfir - sem ekki var til staðar áður - hvenær þeir horfa á sjónvarp. Hægt er að taka upp dagskrá sjónvarpsins og horfa á hana þegar neytandanum hentar best. Framboð á myndbandaleigum hefur einnig gefið neytandanum aukið valfrelsi um hvers konar efni hann horfir á. Að vísu nær það framboð eingöngu til leikinna kvikmynda. Annað sjónvarpsefni er nær óþekkt á kvikmyndaleigun- um. En á sviði kvikmynda hefur sjálfsákvörðunarréttur neytan- dans um efnisval aukist verulega með tilkomu myndbandstækjanna og þeirrar miklu samkeppni sem er milli myndbandaleiganna. Með tilkomu nýrra sjónvarps- stöðva fær neytandinn enn nýja möguleika til að velja og hafna. Auðvitað má búast við því að mikið af því viðbótarefni, sem kemur á sjónvarpsmarkaðinn á næsta ári, verði af léttara taginu. Skemmtiefni ýmiss konar verður vafalítið fyrirferðarmikið í þeim dagskrám til að byrja með að minnsta kosti. Það tekur mið af því sem menn telja vera óskir neyt- enda. Þegar frá líður hljóta undirtektir og vilji sjónvarpsáhorfenda hins vegar að ráða meiru um hvaða efni er sent út en hingað til hefur verið. Staðreyndin er sú að hinn almenni neytandi hefur haft mjög lítil áhrif á dagskrá íslenska ríkissjónvarps- ins. Með tilkomu samkeppninnar ettu möguleikar neytenda á að áta til sín taka einnig um samsetn- ingu dagskrár að aukast. Það er þó að sjálfsögðu að verulegu leyti undir þeim sjálfum komið - hversu vel þeir láta til sín heyra. Það fer óneitanlega spennandi tími í hönd í fjölmiðlamálum Is- lendinga. Miklu skiptir að vel takist til um framkvæmdina frá sjónarhóli neytenda í landinu. Að sjálfsákvörðunarréttur þeirra um val sjónvarpsefhis aukist vegna meiri fjölbreytr.i. Það eru þeirra möguleikar, þeirra réttur, sem skiptir höfuðmáli. -ESJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.