Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 31
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985.
31
KLAUS MARIA BRANDAUER:
Sannur á sviðinu
„Ég trúi ekki á leik,“ sagði leikarinn
Klaus Maria Brandauer í viðtali
nýlega. „Það er rangt að nota orðið
„leik“. Maður á í staðinn að gera
eitthvað eins og það sé satt.“
Þegar hann lék þýskan leikara og
leikhússtjóra frá því á dögum nasis-
mans - mann sem neitaði að íhuga
pólitík nasistanna sem breytti ver-
öldinni allt í kringum leikhúsið,
sagði sú leikpersóna einhvers staðar:
„í daglegu lífi virðist ég sjálíur frem-
ur hversdagslegur. En ég vona að svo
sé ekki þegar ég er á sviðinu."
Framanskráð setning er góð lýsing
á Brandauer sjálfum. Hann er næsta
hversdagslegur. Andlit hans er lítið,
sviplítið, kringlótt. Líkami hans er
ekki stæltur. Hann hatar ofleik. Til-
finningar hans eru aldrei auðsæjar
eða á yfirborðinu. En þær brjótast
skyndilega út, annaðhvort í orðum
eða með hreyfingu.
Ungverski leikstjórinn István
Szabó leikstýrði Brandauer í Mef-
isto. Nú hafa þeir Szabó nýlega lokið
gerð nýrrar myndar. Sú mynd nefnist
Reidl höfuðsmaður.
„Það er ekki hægt,“ sagði Brand-
auer - „að bera saman leik á sviði
og í kvikmynd. Kvikmynd er nánast
eins og vinna í rannsóknarstofu. í
leikhúsinu hef ég bein áhrif. í kvik-
mynd aðeins á meðan tökur fara
fram.“
Brandauer fór með hlutverk í mynd
Sydney Pollack, Out of Africa. Eins
og nafnið gefur til kynna byggir sú
mynd á samnefndri sögu eftir Karen
Blixen. Meryl Streep leikur Karen,
Brandauer mann hennar, Bror Blix-
en, og Robert Redford elskhuga
hennar.
Brandauer er 41 árs. Hann segist
ekki lengur þrá að fá að leika eitt-
hvert tiltekið hlutverk. Hann hefur
leikið stóru leikhúshlutverkin mörg,
svo sem Tartuffe og Romeo og mun
bráðum leika Hamlet í Vínarborg.
„Ég man ekki hvenær ég fyrst ákvað
að gerast leikari. Ætli ég verði ekki
að spyrja hana ömmu. Hún getur
sagt svona sögur, líka af mömmu og
afa. Það er raunar undarlegt að ég
skyldi verða leikari vegna þess að
ég fæddist í smáþorpi í Ölpunum í
Austurríki og þar var þá ekki leik-
hús. Og heldur ekkert sjónvarp."
Hann lagði stund á kvikmyndanám
í Stuttgart, starfaði síðan í ýmsum
leikhúsum í Vestur- Þýskalandi og
Austurríki, stundum sem leikstjóri
jafnhliða leiknum.
„Sumir segja að leikur sé eitthvað
sem komi frá maganum eða hjartanu
- og ég er svo sem ekki ósammála
því. En þekking þarf einnig að vera
með í spilinu. í leikhúsi og bíómynd-
um sér maður fullt af klárum náung-
um og fögrum konum, en það segir
manni ekkert. Ekki ef þú skilur ekki
fólkið eða hvað það er að gera.“
Þegar Brandauer vinnur við kvik-
mynd segist hann breytast í hlutverk
sitt, vera leikpersónan 24 stundir
sólarhringsins. „Öll hlutverk eru
erfið. Sé hlutverkið ekki erfitt þá er
það ekki þess virði að þú vinnir við
það. Ef þér virðist það ekki erfitt þá
verðurðu sjálfur að gera það erfitt.
Þú verður að gera hlutverkið flókið.“
Brandauer giftist Karin Muller
þegar hann var 19 ára. Hún starf-
ar nú sem leikstjóri við sjónvarps-
stöðvar.
„Við giftumst vegna sonar okkar.
Það var ástæðan. Hún var þunguð.
En við erum enn saman."
Christian sonur þeirra er nú 22 ára
og leggur stund á tónlistarnám í
Chicago. „Við ólumst upp saman.
Ég er faðir hans en ég reyni að vera
vinurhans.“
Klaus Maria Brandauer - hin
nýja, þýska stórstjarna.
FAST
AÐEINS Á
HÁRSNYRTISTOFUM,
" <=£
H. HELGASON SÍMAR 18493-22516