Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 26
26
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985.
Þau tíu ár, sem Vilmundur Gylfa-
son var áberandi í íslenskri pólitík,
voru eitt mesta umbrotaskeið á inn-
lendum vettvangi, sé litið til síðari
tíma. Vilmundur kom heim frá námi
í Englandi árið 1973. Hann lést árið
1983 á 35. aldursári sínu. Þennan
áratug, sem hann starfaði, gerðust
hlutir á íslandi sem ætla má að aðrar
þjóðir hafi gengið í gegnum á undan
okkur. „Þetta umbrotaskeið í ís-
lenskum stjómmálum og þjóðlífi er
ekki liðið," sagði Jón Ormur Halld-
órsson stjómmálafræðingur, höf-
undur nýútkominnar bókar um Vil-
mund. „Það eiga nokkur ár eftir að
líða áður en jafnvægi kemst á.“
Jón Ormur er fluttur af landi brott.
Hann býr í Hollandi nú um stundir
þar sem hann sinnir rannsóknar-
starfi í þágu þróunarhj álpar.
í FJÖTRUM HAGSMUNA
Jón Ormur sagði greiningu sína á
þessu umbrotaskeiði á íslandi vera
samhljóða því sem Vilmundur hélt
fram. „Menningarlíf og fjölmiðlun
hér, einkum fjölmiðlarnir, hafa verið
fjötraðir í hagsmunaviðjar flok-
kanna. Þess vegna hefur ekki þrifist
hér frjáls menning og frjáls fjölmiðl-
un á sama hátt og hefur verið víðast
í hinum vestræna heimi.
En í þessum hagsmunaviðjum
verða smábreytingar af og til, smá-
sprengingar sem síðan fyrnir yfir og
hagsmunir ná saman aftur. Á tíma-
bili Vilmundar voru svona átök al-
geng til viðbótar við allar þær
sprengingar sem Vilmundur stóð
fyrir."
- En nú hafa stjórnmálamenn úr
gömlu flokkunum væntanlega bara
litið á Vilmund og hans brambolt -
einkanlega framan af - sem storm í
vatnsglasi; hann var einn gegn hags-
munaöflum, fornri hefð og íhaldss-
amrihugsun-
„Já - hann var einn; það var hans
veikleiki. Raunar er ekki hægt að
kalla Vilmund stjómmálaleiðtoga.
Hann naut að vísu mikils fylgis - gat
höfðað til fjöldafylgis, hann gat hrif-
ið fólk hópum saman með sér. En svo
blasti jafhframt andstæðan við sem
var sú að hann stofhaði ekki til
neinnar stuðningsmannasveitar.
Hann myndaði ekki í kringum sig
hóp manna sem gátu barist fyrir
einhverri heildarsýn. Þetta er mjög
sérstakt með Vilmund. Hann naut
fylgis í tengslum við einstök mál en
liðið safnaðist ekki að honum fyrir
það.“
- En heldurðu að hann hafi ekki
verið að átta sig á þessum veikleika
- eða verið að bregðast við honum -
þegar hann stofhaði Bandalag jafn-
aðarmanna?
„Ég er nú ekki viss um að hann
hafi fundið þetta sem veikleika hjá
sér. Hann var frekar knúinn út í
þetta. Við getum kallað þetta veik-
leika ef við lítum á hann sem stjóm-
málaleiðtoga. En ég er ekki viss um
að hann hafi nokkru sinni haft áhuga
á að vera leiðtogi. Stofhun BJ er
hægt að sjá sem rökrétta niðurstöðu
af langri þróun. Sú þróun hófst með
því að hann reyndi að taka yfir
Alþýðuflokkinn - en samt skipti
Alþýðuflokkurinn hann engu máli.
Sá flokkur hafði enga sjálfstæða til-
vist í hans augum, eins og flokkar
hafa gjama fyrir menn. Vilmundi var
í raun og vem skítsama um Al-
þýðuflokkinn. Kannski ýki ég þetta
heldur. En samt.
ALÞÝÐUFLOKKURINN - VERK-
FÆRI
Hann leit Alþýðuflokkinn sem tæki
til þjóðfélagsbreytinga, m.a. vegna
þess að það tæki var ónýtt. Og það
varð að stokka það upp. Þegar flokk-
urinn opnaðist með prófkjörunum
þá hélt hann sig hreinlega hafa unnið
þann slag. En hann hafði rangt fyrir
sér. Það reyndist vera fyrir hendi
flokkskerfi sem tók ekki þátt í þess-
um slag hans og skildi hlutina allt
öðmvísi en hann. Menn vom sam-
mála Vilmundi um það eitt að flokk-
urinn ætti að vera stór en ekki lítill.
Mjög fáir í Alþýðuflokknum skildu
hvað Vilmundur var að fara í sam-
bandi við þjóðfélagsmálin eða höfðu
engan áhuga á þeim baráttumálum
hans.“ •
- Hann hefur að þessu leyti verið
glámskyggn því í hugum flestra hef-
ur Alþýðuflokkurinn einmitt verið
sá flokkur sem hvað dyggastan vörð
hefur staðið um hagsmuni sinna fé-
laga - á svokölluðum viðreisnarárum
var stöðugt grínast með það að vildu
menn sækja um starf hjá því opin-
bera þyrfti fyrst að ganga í Alþýðu-
flokkinn...
„Já. Vilmundur skrifaði greinar
um þetta. Og viðbrögðin við þeim
skrifum voru dæmigerð fyrir ástand-
ið í flokknum, að þá fóru alþýðu-
flokksmenn að ókyrrast. Þeir skildu
ekki hvers vegna hann var að ráðast
á eigið fólk. En hann var aðeins að
segja það sama um Alþýðuflokkinn
og hann sagði um Framsóknarflokk-
inn. En hann taldi að með því að
opna þennan litla flokk með þetta
veika flokkskerfi gæti orðið til nýr
flokkur sem ætti lítið skylt við gamla
flokkinn. Hann fór m.a. inn í Al-
þýðuflokkinn vegna þess að þetta var
flokkur foður hans - allt það mál.
En svo reyndist hann bara ekki hafa
völd í Alþýðuflokknum. Hann réð
engu. Og honum var hreinlega ýtt
til hliðar. Eins og hann sagði sjálfur
rétt áður en hann stofnaði Bandalag
. jafnaðarmanna - hann sagðist ekki
hafa áhuga á því að vera „sérvitring-
ur dinglandi á flokkskanti“. Þannig
upplifði hann stöðuna í lokin. Það
var að hrökkva eða stökkva. „Að
vera eða vera ekki“ sagði hann sjálf-
ur. Hann taldi sig hvorki gera sjálf-
um sér né kjósendum greiða með því
að sitja tiltölulega ábyrgðarlítill í
Alþýðuflokknum sem greinilega var
bara flokkur eins og hinir flokkarnir.
Þegar hann stofnaði BJ taldi hann
sig vera að gera nákvæmlega það
sama og hann gerði 1976. Hann
mótaði nýtt tæki. Og hann talaði
alltaf um Bandalagið sem tæki sem
mætti henda.
Hann hafði þetta viðhorf til stofn-
ana - sagði að þær ættu að hafa
ákveðið nytsemisgildi en mættu
aldrei fá sjálfstæðan tilgang. Þetta
var grundvallaratriði í hans hugsun
sem aðrir hreinlega skildu ekki.“
BJARTSÝNN Á BYLTINGUNA
- Nú er það eðli eða tilhneiging
stofnana og flokka að hreiðra um sig
og sitja í makindum. Hann hlýtur
að hafa gert sér grein fyrir að hann
stóð frammi fyrir ævilangri herför -
og myndi eiga við rótgróið íhald í
öllum flokkum og stofnunum þjóð-
félagsins?
„Já. En hann var svo bjartsýnn.
Hann taldi að það væri hægt að bylta
hlutum hér á skömmum tíma. Það
má líka kalla það hans misskilning
en viðhorf þeirra sem voru að vinna
með honum voru oftast þau að einu
mætti hnika og öðru mjaka. Menn
voru ekki að tala sama tungumálið.
Hann var nánast einn um að sjá
nauðsyn á að bylta sjálfu valdakerf-
inu.“
- Þú segir í bók þinni að Vilmundur
hafi verið flókinn persónuleiki.
Hann hafði mörg áhugamál. Hann
var sagnfræðingur og hugur hans
stóð til frekari rannsóknarstarfa á
því sviði. Hann var áhugasamur
blaðamaður og hefði getað náð langt
sem slíkur. Hann þótti mjög góður
kennari þegar hann starfaði við
kennslu. Hann hafði áhuga á að
byggja upp stjómmálahreyfingu -
Alþýðuflokkinn eða BJ. Hann fylgd-
ist mjög vel með, las margt og um
óskyld efiii - og hann naut sín í fé-
lagsskap. Var maðurinn ekki um of
skipulagslaus til að fylgja eftir sínum
hugmyndum?
„Þama kemurðu að lífsskilningi
Vilmundar. Hann gerði sér grein
fyrir því að með því að einbeita sér
að stjómmálum, einbeita sér að
sagnfræði - þá hefði hann getað náð
langt. En hann leit ekki svo á að þú
ættir að koma þér fyrir í einni skúffu
eða deild og sérhæfa þig. Hann hafði
fyrirlitningu á hinum sérhæfða
manni. Vilmundur velti lífinu al-
mennt fyrir sér.
Ég held hins vegar að ef hann hefði
lifað lengur þá hefði hann hætt í
pólitík, a.m.k. um tíma, og snúið sér
að því að skrifa sam- tímasögu. Hann
átti sér draum um það.
Hann var ólíkur þeim sagnfræðing-
um sem hér hafa starfað. Hann van-
treysti íslandssögunni fyrirfram - og
vantreysti mannkynssögunni. Hann
taldi hana falsaða, skrifaða af sigur-
vegur- um. Hann hafði sjálfúr mikinn
áhuga á þeim sem höfðu tapað og
þess vegna farið illa út úr sögunni -
oftað ósekju.
Ég held að hann hefði hreinlega
getað breytt skilningi manna á ýms-
um atriðum í nútímasögu ef hann
hefði fengið að skrattast soldið í því.
En það var hluti af hans persónu-
leika að vera á kafi í of mörgu. Hann
vildi lifa. Hann lifði hratt og út um
allt.
I stjómmálum einbeitti hann sér
aldrei að einstökum viðfangsefnum.
Hann gerðist aldrei sérfræðingur í
efnahagsmálum eða einhverju öðru.
En hann var með heildarsýn."
DÆMALAUS FORRÉTTINDI
- Nú hafði Vilmundur allar for-
sendur til að ná árangri, jafnt í
fræðastörfum sem pólitík. Bak-
grunnur hans gerði að verkum að
hann þurfti ekki að klóra sig áfram
af fjárhagsástæðum og hann var
þekkt stærð strax við fæðingu, ekk-
ert fyrir hann að gera annað en
heíjast handa. En hann tapar átt-
um...
„Bakgrunnur hans og umhverfi,
hans eigin íjölskylda og tengdafjöl-
skyldan - allt þetta voru auðvitað
dæmalaus forréttindi. En jafnframt
var þetta mjög erf- itt því sjálfkrafa
fékk hann á herðamar mjög þunga
bagga. En það sem var mikilvægast
í þessu var hið algjöra frelsi sem
hann hafði frá því að finnast hann
þurfa að berjast fyrir embætti eða
völdum. Og hann bar enga virðingu
fyrir svokölluðum fínheitum í kring-
um hið opinbera líf.“
- En skildi hann ekki hina sem
komu kannski úr verkalýðsstétt og
lá á að skríða upp í þjóðfélaginu?
„Það getur vel verið. En hann hafði
enga þolinmæði gagnvart þeim. Og
það má sjálfsagt saka hann um að
hafa stundum verið mjög harðorður
í garð manna sem á hinum mannlegu
nótum er mjög auðvelt að skilja.
Menn hafa vissulega mismunandi
forsendur til að skilja hlutina. Og
það er ekki hægt að ætlast til þess
að menn, sem koma úr erfiðum að-
stæðum, geti haft sama frjálsa skiln-
inginn og forréttindabarnið.
Já, það má sjálfsagt saka Vilmund
um óþolinmæði."
LYKILPERSÓNA
- Verður hans nafn tíðum nefht í
framtíðinni þegar fjallað verður um
þetta tímabil í íslenskum stjórn-
málum sem bók þín fjallar um?
„Ég er sannfærður um það. Það
verður litið á hann sem lykilpersónu
- lykilpersónu þess tímabils sem
hófst skömmu fyrir hans tíð og stend-
ur enn.
Vilmundur leit svo á að hann hefði
tapað sinni pólitísku viðureign. Og
vegna þess að hann leit svo á sjálfur
þá hafa aðrir tilhneigingu til að líta
svo á einnig. En ég er ekki þeirrar
skoðunar. Ég lít á hann sem lykilper-
sónu vegna þess að hans spor sjást
ótrúlega víða að liðnum hans áratug.
Það má nefha kosninga- uppstokk-
unina 1978 og svo síðustu kosningar.
Maðurinn vann í raun röð þrek-
virkja. Engu að síður var það hans
heildamiðurstaða að hann hefði
tapað - vegna þess að honum hafði
ekki tekist að gjörbreyta íslenska
þjóðfélaginu.
Það var hans óraunsæi að halda
að honum myndi takast það.
Ég skal ekki halda neinu fram í
sambandi við þessa bók mína. En
hún er mitt framlag til þess að í
sögunni verði ekki farið með hann
eins og mann sem hefur tapað; eins
og t.d. var farið með Héðin Valdim-
arsson.“
- Að hvaða leyti er þinn skilningur
á Vilmundi kominn frá honum sjálf-
um?
„Minn skilningur á honum breytt-
ist mjög eftir að ég fór að stúdera
hann. Ég ræddi oft við hann síðustu
mánuðina sem hann lifði. Þegar
hann undirbjó kosningamar 1983
ræddum við saman daglega um tíma.
Þá kynntist ég honum vel. En skiln-
ingur minn á honum breyttist eftir
að ég fór að stúdera hann - með bók
í huga. Ég held að minn skilningur
á honum sé nokkuð sjálfstæður -
ekki hans eigin.“
- Stóð til að þú færir í framboð
fyrir Bandalag jafhaðarmanna?
„Hann vildi fá mig með sér í fram-
boð. En ég var þá aðstoðarmaður
forsætisráðherra - hann í stjórnar-
andstöðu - og byltingarmaður.
Þannig að það fór nú illa saman.
En samtöl okkar á þessum tíma
vom ákaflega skemmtileg. Við áttum
samleið í pólitík - okkar hugmyndir
fómmjögsaman." -GG