Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 46
46
Lev Alburt bandarískur
meistari annað árið í röð
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985.
Lev Alburt.
Nú eru sex ár liðin síðan sovéski
gyðingurinn Lev Alburt flúði hei-
maland sitt og settist að í íyrir-
heitna landinu, Bandaríkjunum.
Austan járntjalds þótti hann ekki
nema rétt i meðallagi liðtækur
stórmeistari, með 2515 Eló-stig og
fátæklegan byrjanabanka. En eftir
að hann flutti til heimkynna sinna
nýju tók hann stórstígum fram-
förum. Á einu ári hækkaði stigat-
ala hans upp í 2575 stig þó svo
hann tefldi áfram sömu byrjanim-
ar, Aljekín-vörn og Benko/Volgu
bragð. Hann var kominn í hóp
sterkustu skákmanna Bandaríkj-
anna, tefldi í ólympíuskáksveitinni
og nú er hann orðinn tvöfaldur
bandarískur meistari.
Alburt er Islendingum að góðu
kunnur frá heimsóknum sínum
hingað til lands. Á opna Reykja-
víkurskákmótinu 1983 varð hann
einn efstur og þótti tefla vel. Hann
fékk peninga í vasann, hækkaði að
stigum, var ánægður og kom aftur
ári seinna. Þá tefldi hann ekki eins
vel: Sneri snauður til baka og var
næstum búinn að tapa öllum stig-
unum sínum. Það var Búnaðar-
bankaskákmótið í janúar '84 sem
fór svona illa með hann og reyndar
einnig félaga hans, Nick de Firm-
ian. Þeir voru gjörsamlega óþekkj-
anlegir á mótinu og ekki tókst þeim
að rétta sinn hlut á Reykjavíkur-
skákmótinu strax á eftir. Nú er að
sjá hvort þeir gera þriðju tilraun á
Reykjavíkurskákmótinu sem hald-
ið verður í febrúar á næsta ári.
Þeir eru báðir skráðir til leiks og
munu einnig tefla með sveit Banda-
ríkjanna gegn úrvalsliði Norður-
landa á undan.
Eftir Islandsheimsóknina sneru
þeir heim reynslunni ríkari og voru
ekki lengi að jafna sig. Aðeins
nokkrum mánuðum síðar urðu þeir
efstir á bandaríska meistaramót-
inu. Alburt varð skákmeistari
Bandaríkjanna (hlaut 12 1/2 v. af
17) og de Firmian varð í öðru sæti
(með 11 v.). Alburt fékk hluta stig-
anna sinna aftur en á árinu sem
nú er að líða hefur hann verið
mistækur og nú er hann lægri
heldur en hann var flóttaárið - með
2510 stig.
Öll él birtir upp um síðir. Á
bandaríska meistaramótinu í ár,
sem lauk í nóvemher, stóð Alburt
aftur á verðlaunapalli, með fyrstu
verðlaun og vænlega fjárfúlgu milli
handanna. Mótið var haldið í Estes
Park í Colorado-fylki og var ekkert
til sparað svo það yrði sem vegleg-
ast - heildarverðlaun voru yfir 21
þús. Bandaríkjadalir. Alburt hafði
tveggja vinninga forskot er fjórar
umferðir voru eftir en þá sögðu
taugamar til sín og hann mátti
þola tap gegn öðrum góðkunningja
okkar Islendinga, Vincent
McCambridge (hann mátti að lok-
um gera sér neðsta sætið að góðu).
Alburt tók sig á eftir tapið og með
þremur jafnteflum hélt hann efsta
sætinu. Lokastaðan varð þessi:
1. Lev Alburt 9,5 v.
2. Joel Benjamin 9 v.
3. -1. Larry Christiansen og
Ljubomir Kavalek 8 v.
5.-6. John Federowicz og
Boris Kogan8v.
7.-8. Walter Browne og Max-
im Dlugy 6,5 v.
9.-11. Nick de Firmian, Sergei
Kudrin og Kamran
Shirazi 5,5 v.
12.-13. Dimitri Gurevic og
Patrick Wolff 4,5 v.
14. Vincent McCambridge
4 v.
Sigur Alburts á mótinu bendir til
þess að enn hafi landar hans ekki
lært á byrjanimar hans, sem hann
teflir undantekningarlaust. Fyrir
nokkrum árum hafði stórmeistar-
inn Lein á orði að þess væri áreið-
anlega ekki langt að bíða að dagar
Alburts sem skákmanns væru tald-
ir. Lein sagði að byrjanir eins og
Aljekín-vörn (1. e4 Rf6) og Benkö-
bragð (1. d4 RÍ6 2. c4 c5 3. d5 b5)
væru tískufyrirbrigði og gætu ekki
staðist tímans tönn. Er búið væri
að læra á byrjanirnar stæði Alburt
uppi vopnlaus og þá yrði ekki að
sökum að spyrja.
Þessar byrjanir þekkir Alburt
öðrum betur og það er ekki heiglum
hent að koma höggi á hann. Jafnvel
þótt mótherjinn reyni að sniðganga
þær lumar Alburt á mótleikjum.
Stundum virðist taflmennska hans
orka tvímælis en Alburt er snjall
vamarskákmaður og sérlega úr-
ræðagóður. I einni bestu skák sinni
á mótinu, gegn stórmeistaranum
Larry Christiansen, tókst honum
að snúa sig út úr krappri vörn og
færa sér örlitla stöðuyfirburði í nyt.
Hvítt: Larry Christiansen
Svart: Lev Alburt
1. d4Rf6 2. Rf3e6 3. c4a6!?
Er andstæðingar Alburts reyna
að hindra Benkö-bragð með þessari
leikjaröð geta þeir gengið að þess-
um leik vísum. Sigur Alburts á
bandaríska meistaramótinu í fyrra
byggðist að hluta á þessari byrjun
og stórmeistarinn með langa naf-
nið - Roman Dzindzihashvili -
hefur einnig dálæti á henni. Vestra
er þessi byijun stundum nefnd
„Dzindzi-indversk vörn“.
4.Rc3c55.d5b56. e4!?
Afrakstur heimavinnunnar. Al-
gengasta svarið er 6. Bg5 b4 7. Re4
en þannig tefldu Christiansen og
Alburt einmitt á mótinu fyrir ári.
Alburt svaraði með 7. -d6 en 7.
-Be7!? er annar athyglisverður
möguleiki sem nýlega kom fram á
sjónarsviðið.
6. -b4 7. e5 bxc3 8. exf6 Da5!?
Lakara er 8. -Dxf6 9. Bg5 Dg6 10.
Bd3 - hvítur verður langt á undan
í liðsskipan.
9. bxc3 gxf6
Alburt lætur peðið ósnert, sem
var að fá með 9. -Dxc3+ 10. Bd2
Dxf6. Þetta kom til greina en hann
óttast stöðu drottningarinnar og
liðsskipunarvandamál.
10. Bd2 f5 11. Bd3 Bg7 12. 0-0 d6
13. Hel 0-014. dxe6
HMíSao Paulo:
Kærumálin gengu á víxl
þar til slemman vannst
Þótt bandarísku konurnar næðu
að komast í úrslit heimsmeistara-
keppninnar var það mjög tvísýnt á
tímabili.
I leiknum við Taiwan lentu þær í
kærumáli út af eftirfarandi spili.
Suður gefur/allir utan hættu
Nohihjk
* KG108
'í’ ÁK1043
0 ÁK52
* -
Awstuk
A 6
D8752
o 97
* 98542
* D97532
? G
1083
* K76
Þar sem Pincus og Rosenberg sátu
n-s fyrir Bandaríkin gengu sagnir á
þessa leið:
Suður Vestur Norður Austur
pass ÍT 2T pass
4S pass 4 G pass
5L dobl 6S pass
pass pass
Hálitir
Vestur spilaði út laufaás og þar
með voru tólf slagir upplagðir.
Vestur var hins vegar óánægður
með útskýringar suðurs á tveggja
tígla sögninni og einnig var sagn-
venjan illa útskýrð á kerfiskortinu.
„Með betri upplýsingar í farangrin-
um,“ sagði hún, hefði hún getað
trompað út ásnum og meira trompi."
Þar með er spilið snöggt um erfið-
ara, en glöggir lesendur munu samt
sjá að í lokin mun vestur lenda í
óveijandi kastþröng í láglitunum.
Öllum til undrunar féllst keppnis-
stjórinn á útskýringar vesturs og
dæmdi slemmuna einn niður. Þetta
munaði þremur vinningsstigum fyrir,
Taiwan, þótt þær misstu slemmuna
við hitt borðið.
Þær bandarísku kærðu spilið hins
vegar áfram til dómnefndar sem
hnekkti úrskurði keppnisstjórans og
þar með fengu þær vinningsstigin til
baka og þrjú að auki.
Frá Bridgefélagi Eskifjarðar og
Reyðarfjarðar
Starfið hófst með 8 kvölda tví-
menningskeppni. Félagsmeistarar
urðu Aðalsteinn Jónsson og Sölvi
Sigurðsson, hlutu 1886 stig.
2. KristjánKrístjánssonog
Bogi Nilsson 1771 stig
3. Garöar Jónssonog
Björn Jónsson 1747 stig
4. Þorbergur Hauksson og
Árni Helgason 1702 stig
5. Jóhann Þorsteinsson og
Hafsteinn Larsen 1681 stig
Meöalskorvar 1680 stig
Þá er lokið hraðsveitakeppni, 7
sveitir tóku þátt í mótinu.
1. Sveit Trésíldar 980 stig
2. Sveit Aöalsteins Jónssonar 958 stig
3. Sveit Jónasar Jónssonar 901 stig
I sveit Trésíldar spiluðu Friðjón
Vigfússon, Ásgeir Metúsalemsson,
Hafsteinn Larsen og Jóhann Þor-
steinsson.
Næst á dagskrá er nýliðakeppni.
Félagsmenn eru hvattir til að koma
með nýja makkera og alls ekki þá
sem þeir hafa spilað við að nokkru
ráði áður.
Bridgesamband Austurlands
Tvímenningsmeistaramót Bridge-
sambands Austurlands 1985 var
haldið á Egilsstöðum 1. og 2. nóv-
ember sl. 32 pör tóku þátt í mótinu
frá 7 félögum. Spilað var eftir baro-
meter fyrirkomulagi, 3 spil á milli
para.
Austurlandsmeistarar urðu Jósep
Þorgeirsson og Kristján Magnússon,
Vopnafirði, hlutu 178 stig.
2. Bogi Nilsson og
Kristján Krístjánsson, BRE 157 stig
3. Stefán Kristmannsson og
Sigfús Gunnlaugss., B. Fljótsd. 131 stig
4. Aöalsteinn Jónsson og
Sölvi Sigurösson, BRE 129 stig
5. Ólafur Sigmarsson og
Stefán Guömundsson, Vopnaf. 117 stig
6. Gísli Stefánsson og
Sigurður Freysson, BRE 115 stig
7. Jónas Jónsson og
Guömundur Magnússon, BRE 112 stig
8. Ásgeir Metúsalemsson og
Friðjón Vigfússon, BRE 100 stig
Keppnisstjóri var Bjöm Jónsson
og aðstoðarmenn Sveinn Heijólfs-
son, Sigurjón Jónasson og Björn
Ágústsson. Forseti BSA er Bjöm
Pálsson.
Bikarkeppni sveita
á Vesturlandi
Fyrirhugað er að halda bikar-
keppni sveita á Vesturlandi á vegum
Bridgesambands Vesturlands. Verð-
ur keppnin með svipuðu sniði og
bikarkeppni Bridgesambands Is-
lands. Rétt til þátttöku hafa allir
bridgespilarar sem búsettir em á
Vesturlandi.
Þátttökutilkynningar þurfa að
hafa borist fyrir 20. desember (sími
93-1080, Einar) en áætlað er að 1.
umferð verði lokið fyrir mánaðamót-
in janúar-febrúar 1986. Þátttöku-
gjald verður ca 500 kr. fyrir sveit og
verður spilað um silfurstig.
Bridgefélag Akraness
Síðastliðið fimmtudagskvöld (28.
nóv.) lauk fjögurra kvölda sveita-
keppni með sigri sveitar Inga Stein-
ars Gunnlaugssonar sem hlaut 244
stig. Með Inga Steinari spiluðu þeir
Einar Guðmundsson, Guðjón Guð-
mundsson og Olafur G. Ölafsson. Á
hæla þeirra kom sveit Þórðar Elías-
sonar með 241 stig. Alls tóku 13
sveitir þátt í þessári keppni sem
þykir nokkuð gott. Röð efstu sveita
varð þessi:
Sv. Inga Steinars Gunnlaugssonar 244
Sv. Þórðar Elíassonar 241
Sv. Haröar Pálssonar 199
Sv. Halldórs Hallgrímssonar 199
Sv. ólafs Guðjónssonar 187
Sv. Hermanns Tómassonar 180
Næsta keppni félagsins er þriggja
kvölda tvímenningur sem hefst 5.
desember. Þá er og að fara í gang
bikarkeppni innan Bridgefélags
Akraness sem er nýjung og er ekki
hægt að segja annað en að félagar
hafi tekið henni vel því 14 sveitir
skráðu sig til leiks. Dregið hefur
verið um hvaða sveitir leika saman
í 1. umferð en henni á að vera lokið
fyrir6. janúarnk.
Tafl- og bridgeklúbburinn
Eftir fjögur spilakvöld í „aðal-
sveitakeppni" TBK er átta umferðum
lokið og er staðan þessi:
1. Sveit Gest Jónssonar 173 stig
2. Sveit Sigf. Sigurhjartars. 147 stig
3. Sveit Björns Jónssonar 130 stig
4. Sveit Ingólfs Lilliendahl 128 stig
5. Sveit Þóröar Sigfússonar 126 stig
6. Sveit Rafns Kristjánssonar 117 stig
7. Sveit Hermanns Érlingssonar 114 stig
Keppninni verður fram haldið nk.
fimmtudagskvöld kl. 19.30 í Domus
Medica eins og venjulega. Keppnis-
stjóri verður Anton Gunnarsson.
Stjórnin
Bridgefélag Selfoss
og nágrennis
Fyrsta umferð í firmakeppni félags-
ins var spiluð fimmtudaginn 27.
nóvember sl. Þessi fyrirtæki eru í
efstu sætum:
1. Iðnaöarbankinn 118
2. Bakki s/f 114
3. Trésmiöja Sigfúsar Kristinssonar 108
4. Vélsm. Valdimars Friðrikss. 105
5.-6. Söluskálinn Arnberg 104
5.-6. Agnar Péturss. byggingam. 104
Eftir fyrstu umferð í einmennings-
keppni félagsins eru þessir spilarar
í efstu sætum:
1. Valtýr Pálsson 118
2. Sveinn Guömundsson 114
3. Vilhjálmur Pálsson 108
4. Þóröur Sigurðsson 105
5.-6. Sigfús Þóröarson 104
5.-6. Guðmundur Sæmundsson 104
Næsta umferð verður spiluð
fimmtudaginn 5. desember.
Stjómin.
Bridgefélag Hafnarfjarðar
Hart er barist í sveitakeppni BH.
Þrjár sveitir eru sem óðast að reyna
að stinga af, en óvíst er hvort þeim
verður kápan úr því klæðinu. Staða
efstu sveita eftir 4 umferðir er þann-
ig:
1.-2. Sveit Böövars Magnússonar 86
I. -2. Sveit Kristófers Magnússonar 86
3. Sveit Bjarna Jóhannssonar 82
4. Sveit Þórarins Sófussonar 62
Bridgedeild
Barðstrendingafélagsins
Mánudaginn 2. desember lauk
hraðsveitakeppni félagsins. Sveit
Ragnars Þorsteinssonar sigraði en
auk hans spiluðu Sigurbjöm Ár-
mannsson, Þórarinn Ámason og
Ragnar Björnsson. Staða efstu sveita
að lokinni keppni:
1. Ragnar Þorsteinsson 2707 stig
2. Siguröur ísaksson 2696 stig
3. Jón Carlsson 2640 stig
4. Ágústa Jónsdóttir 2582 stig
5. Daði Björnsson 2574 stig
6. Gunnlaugur Þorsteinsson 2552 stig
7. Arnór ólafsson 2550 stig
8. Jóhann Guöbjartsson 2542 stig
9. Viöar Guömundsson 2520 stig
10. Ásgeir Bjarnason 2504 stig
II. Guðmundur Jóhannsson 2481 stig
12. Sigurður Kristjánsson 2481 stig
13. Finnbogi Finnbogason 2373 stig
14. Þórir Bjarnason 2317 stig
15. Jón Guöjónsson 2295 stig
Mánudaginn 9. desember verður
jólatvímenningur (2 kvöld). Spilað
er i Síðumúla 25 og hefst keppni
stundvíslega kl. 19.30.
Frá Bridgesambandi Reykja-
víkur
Orslit í Reykjavíkurmótinu í tví-
menningi verða spiluð um næstu
helgi, 14.-15. desember, í Hreyfils-
húsinu v/Grensásveg og hefjast kl.
13. Spilaður er 28 para barometer,
með 4 spilum milli para, alls 108 spil,
ein umferð á laugardegi.
Reykjavíkurmótið í sveitakeppni
hefst mánudaginn 8. janúar í Domus
Medica kl. 19.30. Skráning er hafin
hjá öllum bridgefélögunum í bænum
og hafa keppnisstjórar viðkomandi
félaga umsjón með skráningu (Agnar
Jörgensson, Hermann Lámsson,
Ölafur Lárusson, Anton R. Gunnars-
son, ísak ö. Sigurðsson). Einnig má
hafa samband við skrifstofu Bridge-
sambandsins.
Fyrirkomulag verður með sama
sniði og undanfarin ár. 16 spila leik-
ir, allir v/alla í undanrásum og 6
efstu í úrslit. Jafnframt er keppnin
úrtökumót fyrir Islandsmótið í
Vksti K
4 Á4
96
0 DG64
* Á