Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 45
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985.
45
Þórarinn B. Jónsson, framkvæmdastjóri Sjóvá á Akureyri, og kona hans, Hulda Vilhjálmsdóttir, mæta í
matinn. Gísli smellir einum af. Stúlkurnar, sem skenkja kokkteilinn heita Laufey (til vinstri) og Guðrún,
þær eru systur og eru Birkisdætur.
Jón Stefánsson, aðalbókari KEA og fyrrum landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, kona hans, Hildur Jóns-
dóttir, Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Valsteinn Jónsson, fyrrum boltamaður með ÍBA, vinnur hjá Lindu, og
Hilmar (Marri) Gíslason, bæjarverkstjóri og eiginmaður Ingibjargar.
Jónína Pálsdóttir (golfari), Helga Haraldsdóttir, Hulda Vilhjálmsdóttir og Alda Þórðardóttir.
Gísli lætur eina létta flakka. Góður sögumaður, Gísli. Hann er framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Akur-
eyrar.
Við þetta borð fengu bragðlaukarnir útrás. Líflegt og sérlega hresst fólk
Bráðhressir akureyrskir sælkerar í Sjalla:
„Nei, mamma
gerirþetta
ekkisvona“
Frá Jóni G. Haukssyni, frétta-
manni DV á Akureyri:
„Síðan hef ég ekki minnst á
mömmu í eldhúsinu við konuna
mína,“ sagði Gísli Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Akur-
eyrar og yfirsælkeri á fyrsta sælkera-
kvöldi Sjallans, sem haldið var ný-
'lega. Góður sögumaður, Gísli, hann
var að enda eina sögu sína. Það var
hlegið dátt. Þetta var matarsaga. Þú
veist, ein af þessum klassísku
„hvemig mamma gerir“.
Sælkerakvöldið var í Mánasalnum.
Og akureyrskir sælkerar létu sig
ekki vanta. Þeir mættu vel. Alveg
troðfullur salur af brosandi og bráð-
hressu fólki. Kvöldið varð líka eins
og til var ætlast, kvöld kræsinganna.
Það hófst klukkan nítján. Sælker-
amir streymdu að hver af öðrum.
Gísli tók á móti þeim og bauð þá
velkomna í matinn. Við hlið hans í
dyragættinni vom tveir þjónar sem
skenktu kokkteil. Stíll yfir móttö-
kunni og bragðlaukamir tóku kipp.
Jarðarberin voru „ósjokkeruð“
Ekki er hægt að segja annað en
að fyrir þessu kvöldi hafi verið haft.
Jarðarberin, ný og fersk, komu til
dæmis rakleitt frá Hollandi. Sölu-
maðurinn á að hafa sagt að þessi
væru góð, „alveg ósjokkeruð“.
Og svo var það auðvitað:„Þjónn,
það er trjónukrabbi í súpunni
minni.“ Nú, þetta er líka trjónukrab-
basúpa. Krabbinn var veiddur í
Faxaflóanum. Þeir margfættu komu
sprelllifandi og sprækir í eldhús
Sjallans. Og þar þýddi ekkert að
krafsa.
Snúum okkur aftur að matarsög-
unni hans Gísla. „Foreldrar mínir
fóru í ferðalag til útlanda ásamt
systkinum mínum. Ég var á þessum
tíma að byrja að skjóta mig í Þó-
mnni, konunni minni. Við vorum ein
í kotinu.
Mamma gerir þetta ekki svona
Þetta var í sláturtíðinni. Ég ætlaði
að fá mér hjörtu og lifur þetta kvöld.
Nú, ég var ekki alveg klár á hvernig
ætti að steikja hjörtun og ráðgaðist
því við Þórunni. Hún sagði mér
hvemig ætti að gera þetta.
Ég segi þá. Nei, heyrðu vinan,
mamma gerir þetta ekki svona. Hún
notar einhver grjón i steikinguna.
Þetta endaði með því að Þórunn
steikti fyrir sig en ég fékk hálfgerðan
hafragraut. Síðan þá hef ég ekki
minnst á mömmu í eldhúsinu við
konuna mína.“
Þetta sælkerakvöld með Gísla var
það fyrsta í röð sælkerakvölda sem
Sjallinn ætlar að halda í vetur. Gísli
átti hugmyndina að matseðlinum og
kom með allar uppskriftimar. Með
honum í eldhúsinu var yfirmat-
reiðslumeistari Sjallans, Valmundur
P. Árnason. Lítum á matseðilinn.
Matseðillinn
Forréttur var paté úr reyktum laxi
og heilagfiski, fyllt með gufusoðnu
spergilkáli. Það merkilega við þenn-
an rétt var að hann var hrár, það er
hrá lúðan og laxinn var blandað
spergilkálinu - síðan látið hlaupa.
Milliréttur var trjónukrabbasúpa,
kampavínssorbet. Krabbinn var
sendur með flugi norður, nýveiddur
í Faxaflóanum. Lifandi var hann þó
ekki í súpunni.
Aðalréttur var fyllt önd með svína-
mörbráð og ólífum, borið fram með
gljáðum agúrkum, smjörbaunum og
parísarkartöflum. Matreiðslan var
þannig að úrbeinuð aliönd var sett
inn í aðra úrbeinaða. Fars, svína-
mörbráð og ólifur fylgdu með. Eftir
það var einfaldlega saumað fyrir og
steikt.
Eftirréttur var eldsteikt (flamber-
uð) jarðarber með grænpipar og
Pernodlíkjör, ís með. Út á var
Pernodsósa og lakkrísbragðið leyndi
sér ekki frekar en fyrri daginn.
Ekki sælkeraklúbbur
Kvöldi kræsinganna hjá sælkerum
á Akureyri var að verða lokið.
Klukkan orðin rúmlega tólf. Þetta
er ekki sælkeraklúbbur. Það er bara
auglýst og fólk mætir. En hvað er
svo sælkeri? „Eigum við ekki bara
að hafa það einfalt. Það er einhver
sem nýtur þess að borða góðan mat,“
sagði Gísli Jónsson. - -JGH
Þau gáfu tóninn yfir borðhaldinu. Sannir atvinnumenn í faginu. Ensk
og heita Michael Clark og Antonia Ogonovsky. Kenna bæði við tónlist-
arskólann á Akureyri.
! Málin könnuð. Allt er í keyinu.