Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. 15 A bólusetning í nef eftir að veija okkur í skammdeginu? ATHYGLISVERÐAR TILRAUNIR TIL AÐ KOMA í VEG FYRIRINFLÚENSU- FARALDUR OG KVEF Á hverjum vetri ræðst sægur sýkla og veira á nefið. Afleiðing- amar verða stundum inflúensa og kvef og því hefur athygli vísinda- manna mjög beinst að því hvort ekki sé hægt að mynda ónæmi fyrir þessum sjúkdómum í sjálfu nefinu og tryggja þannig betri heilsu fólks á kaldasta tíma ársins. 10.000 lítrar af lofti Fáir munu gera sér grein fyrir því að um 10.000 lítrar af lofti eða meira flæða um nef fullorðins fólks á hverjum degi. Með öllu þessu lofti berast sýklar og veirur og alls konar ryk. Það er því ekki að furða þótt náttúran hafi gefið manninum vamir í þessum efsta hluta öndun- arvegsins, en þótt þær séu yfirleitt góðar og forði okkur frá mörgum kvillanum þá hefst ekki sigur í hverri orrnstu. Þvi leggjumst við stundum í rúmið með hita, nef- rennsli og hósta. Bóluefni í nef Tilgangur bóluefha er að mynda vamir gegn sýklum eða veirum. f ljós hefur komið að bóluefni, sem gefið er í nef, hefur reynst sérstak- lega vel við að mynda vamir í efri hluta öndunarvegsins. Þetta hefur vakið með vísindamönnum vonir um að takast megi að framleiða bóluefni gegn inflúensu sem gefa megi í nef. Venjulegt bóluefni gegn inflú- ensu hefur að geyma veirur af þeirri tegund sem inflúensunni valda en gerðar hafa verið hættu- lausar. Bóluefni sem gefið er í nef hefur hins vegar að geyma veirur sem eru lifandi og er það nú von vísindamanna að það geti myndað sams konar varnir og verða til í heilbrigðum líkama er viðkomandi fær inflúensu; það er varnir sem duga í þrjú til fimm ár. Takist það getur því svo farið að það þurfi aðeins að gefa það á nokkurra ára fresti. Veirurfrá Michiganháskóla Bóluefnið, sem gefið er í nef, hefur að geyma veirur sem ræktað- ar hafa verið í Michiganháskólan- um í Bandaríkjunum. Þær voru ræktaðar við mun lægri hita en þann sem þær þrífast venjulega í en að auki var beitt nýrri tækni. Þannig hefur tekist að fá veirur sem eru alveg eins og þær sem valda inflúensu á ytra borði en að innan eru þær áhrifalausar. Reynt í Texas Nú standa yfir tilraunir í Nas- hville í Texas með þetta nýja bólu- efni og er tilgangurinn sá að kanna getu þess til að koma í veg fyrir inflúensufaraldur. Þeim verður ekki lokið fyrr en eftir fimm ár og er það Vanderbiltstofnunin sem stendur straum af kostnaðinum. Verði árangurinn sá, sem sumir vonast til, getur svo farið að miklar breytingar verði á því starfi sem nú er unnið til að koma í veg fyrir inflúensufaraldra. Spurningar sem reynt er að fá svör við Enn er allmörgum spurningum um bóluefnið nýja ósvarað. Þannig er ekki vitað hvort vamirnar, sem það veitir, duga lengur eða skemur en þær sem venjulegt bóluefni veit- ir. Svarið á að sjálfsögðu eftir að hafa mikil áhrif á það hvort bóluef- nið almenningur mun kjósa. Til þess að reyna að fá svar við þessari spumingu og öðram eru nú hafnar sérstakar tilraunir í Nashville og nú í nóvember var 150 bömum og fullorðnum gefið nýja bóluefnið og það gamla en þannig er farið að að hver einstaklingur fær aðeins annað efnið. Hann fær að vísu dropa í nef og sprautu en annað- hvort er dropinn eða innihald sprautunnar vökvi sem engin áhrif hefur og fær sjúklingurinn að sjálf- sögðu ekkert um það að vita hvort hann var bólusettur í nef eða hand- legg. í vetrarlok kemur svo í ljós hvoram hópnum hefur gengið bet- ur í baráttunni við inflúensuna. A- og B-bóluefni Bóluefnið nýja hefur að geyma báðar veirurnar sem valda svo- nefndri A-inflúensu. Nú er hins vegar unnið að því að gera bóluefni sem myndar varnir gegn B-inflú- ensu en ekki er búist við að það verði tilbúið fyrr en á næsta ári. Ljóst er að tveir aldurshópar koma sérstaklega við sögu þegar inflúensa gengur. Annar er böm en hinn eldra fólk. Bömin eru þau sem bera veirumar manna á milli öðrum fremur og sumt gamalt fólk þolir inflúensu illa; það gera líka mjög ung börn stundum. Áhrifarík bóluefni, sem auðvelt er að nota, gætu því reynst gott vopn í barát- tunni við inflúensuna og jafnvel komið í veg fyrir að faraldrar gangi eins og nú. Kvefiö Algengasti sjúkdómur, sem herj- ar á háls og nef, er vafalaust kvefið. Þekktar era nú um 100 veirur sem því geta valdið. Nú er verið að gera rannsóknir sem miða að því að ganga úr skugga um hvort hægt er að búa til upplausn sem komið getur í veg fyrir kvef eð^læknað það og úða má í nef. Hluti þessara rannsókna beinist að því að kanna hvort til greina kemur að nota efnið interferon í slíka upplausn en það hefur reynst áhrifaríkt í baráttunni við veirur og meðal annars verið reynt gegn krabba- meini. Þótt slík upplausn sé enn ekki til hefur komið í ljós við rannsóknir í fsrael að hægt er að stytta tímann sem það tekur að sigrast á kvefi með því að úða heitu og röku lofti upp í nefið. Það era vísindamenn við Weizmannrannsóknarstöðina sem komist hafa að þessari niður- stöðu. Með því að úða rúmlega 41 stigs heitu og röku lofti upp í nefið hefur þeim tekist að halda niðri vírasnum og stytta þann tíma sem sjúklingar þjást af kvefi. Vera má því að sá tími nálgist er við getum farið að verja okkur á áhrifameiri hátt gegn inflúen- sunni og kvefinu, þessum hvim- leiðu kvillum sem leggja okkur svo oft í rúmið í skammdeginu. ÁSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.