Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 33
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. 33 Menning Menning Við nýtt Dómkirkjuorgel ■3 Q Leiðandi merki 13 HI lVl\Sr í hágæða-litskjám Tónlistardagar Dómkirkjunnar, orgel- tónleikar 2. des. Við orgelið: Martin Hunger Friðriksson. Efnisskrá: Jón Nordal: Toccata; Georg Böhm: Prelúdía og fúga í C-dúr; Johann Sebastian Bach: Prelúdia og fúga í Es-dúr BWV 552, Pastorale í F-dúr BWV 590; Max Reger: Fantasía og lúga um nafniö Bach op. 46. Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að í Dómkirkjunni í Reykja- vik hefur verið unnið að gagngerum breytingum í haust. Gólf var tekið upp og fært í það sem talið er því næst upprunalegt horf. Mesta breyt- ingin eru þó orgelskiptin. Gamla orgelið, sem orðið var lúið, var numið brott og nýtt sett í staðinn. Nýja orgelið var vígt sem konsert- hljóðfæri á þessum tónleikum. Frjálst, en þó glittir í gamalt Það var vel til fundið að frumflytja verk Jóns Nordals, Toccata, sem hann samdi í minningu Páls ísólfs- sonar, fyrst allra verka á hið nýja orgel. Tjáning Jóns í Toccötunni er frjálsleg en víðast glittir þó í hið gamla form í gegn. Og hér var strax gefið tækifæri til að sýna hverju hið nýja hljóðfæri bjó yfir því það var mikill kraftur í framsetningunni og með því vitnað til gamla Páls þegar hann lét blása á fullu. Næst var á dagskrá Prelúdía og fúga eftir Georg Böhm, sem lék á orgel og skáldaði í Lúneburg. Talið er næsta víst að Bach hafi numið eitt- hvað hjá honum og hann taldist fyrstur manna hafa samið franskan forleik í fullri lengd fyrir sembal. Prelúdían var löng og ekki var fúgan eins rismikil og efni stóðu til en merki bar stykkið þó þess að Böhm hefði þekkt vel á hljóðfærið þótt skáldgáfuna hefði hann kannski ekki í jafnríkum mæli. Kynningarþátturinn Eftir meistara Bach komu svo Es- dúr prelúdían og fúgan BWV 552, það máttuga og fræga verk og Pastorale í F-dúr BWV 590, verk af allt öðrum toga og svip. En val þessara ólíku verka gaf til kynna fjölbreytni sem greinilega virtist megininntak verk- efnavalsins á tónleikum þessum. Undir það flokkast líka fyrst og fremst upptaka þess þykka grauts sem Max Reger sauð um nafnið Bach og var síðast á efnisskránni. Kynn- ingarþátturinn virtist mestu ráða við efnisvalið og að undanskilinni Toc- cötu Jóns Nordal og Es-dúr prelúd- íunni og fúgunni er ég hreint ekki viss um að þetta efnisval hefði orðið ofan á ef Marteinn hefði valið verk að sínu skapi. En áheyrendur fengu að kynnast nýja hljóðfærinu í kraft- miklum og ákveðnum leik Martins, sem virtist njóta út í æsar að þreifa á möguleikum hins nýja og veglega grips. Um iljar og eyru Með nýja orgelinu hafa orðið mikil umskipti. Þegar sterkt er „registrer- að“ verkar hljómurinn hvassari en úr gamla hljóðfærinu, en það er svo margt nýtt í persónuleika þessa org- els sem ekki er svo auðvelt að átta sig á í einu vetfangi. Stór hluti nýja- brumsins er líka nýja gólfið sem við fingursnertingu virðist skila tónun- um í kórréttum titringi, rétt eins og sá hátæknilegi og fokdýri gripur „fonátor“. Það gefur auga leið að þegar áheyrandinn getur skynjað undirtón pedalradda jafnt um iljar sem eyru þá verða áhrifin margföld. Metið út frá þeim áhrifum sem skynj- uð urðu á einum ákveðnum stað á efra palli nálægt orgelinu og á einum Gætirðu hugsað þérað breyta sögu rokktónlistannnar. Marteinn Hunger Friðriksson. Tónlist EYJOLFUR MELSTED ákveðnum tónleikum er ástæða til að gleðjast mjög yfir breytingum og endurnýjun á húsi og veglegu, fagur- hlj ómandi orgeli. “ EjM Vegna sérstakra samninga við BARCO getum við nú boðið BARCO litskjái, 22 tommu og 27 tommu, á sérstöku kynningarverði fram að áramótum. Þess má geta að IBM víða um heim hefur valið BARCO skjái bæði til kennslu og einnig þar sem verulegrar upplausnar er þörf, svo sem „Image processing og grafík". BARCO litskjáir eru taldir vera „Industri standard" hjá flestum sjónvarpsstöðvum í Evrópu. Við viljum benda fyrirtækjum, stofnunum og skólum á þetta einstaka tækifæri til að eignast hágæðaskjái á frábæru verði. 22 tommur kr. 39.100,- 27 tommu, kr. 47.900,- □ 'entrum hf. Hafnarstræti 20, box 56/342, Söludeild, simi 26230. Tæknideild, sími 621311. 121 Reykjavík. Chrysler Le Baron Medallion 1979, V8 318, sjálfskiptur, vökvastýri, allir fáanlegir aukahlutir, skipti æskileg á Alfa Romeo Alfasud '80- '82 eða Dodge pickup '79-'82. gott Dodge Charger 2,2 1982, 4 cvl„ framdrifinn, sjálfskipt- ur, vökvastýri o. fl„ kom nýr á götuna '84, ekinn aðeins 9.000 km, skipti á Alfa Romeo Alfasud '80-’82 eða Dodge pickup’79-'82. Chrysler Le Baron Medallion 1979, ekinn aðeins 57.000 km, V8 318, sjálfskiptur, vökvastýri o. fl. Einn eig- andi, skipti á ódýrari Alf- asud '80-'82 eða Dodge pickup79-'82. Volvo 144 1971, alveg ótrú- lega góður bíll, yfirfarin vél, nýleg vetrardekk og sumardekk á felgum, út- varp/segulband. Bronco 1966, ódýrt og farartæki sem kemst leiðar sinnar í vetur. Góð kjör. CHRYSLER Opiö í dag 1—5 JÖFUR hf Kópavogi - Sími 42600 Notaðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.