Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Qupperneq 5
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. Matthías Bjamason bankamálaráðherra: Ýmsarað- gerðir eru í farvatninu „Það er vafalaust hægt að gera ýmislegt. Hins vegar taka ný lög gildi um áramótin um viðskiptabanka og í farvatninu eru ný lög um Seðla- banka. Einnig er verið að vinna að fjölmörgum atriðum þessa stund- ina,“ sagði Matthías Bjarnason bankamálaráðherra aðspurður hver væru möguleg viðbrögð við Haf- skipsmálinu. Hann sagði að aldrei væri hægt að koma í veg fyrir fjármálamisferli. Slík mál væru meðhöndluð eins og önnur brot á lögum. I nýju bankalög- unum væri gert ráð fyrir að banka- eftirlitið væri eflt til muna sem mundi án efa herða eftirlitið með bankamálum. Hann var einnig spurður að því hvort ekki þyrfti að herða eftirlitið með endurskoðun stórfyrirtækja. Hann svaraði því til að hér væru starfandi endurskoðend- ur sem menntaðir væru til slíkra hluta og ekki ástæða til að breyta lögum um þá. „Hins vegar ef í ljós kemur að endurskoðandi hafi skrifað undir marklaus plögg ætti umsvifa- laust að svipta hann réttindum," sagði Matthías Bjamason. APH Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Kvennalista: Þarf sið- ferðilega endur- hæfingu „Það dugir greinilega ekkert minna en allsheijarendurskoðun á bankakerfinu og siðferðileg endur- hæfing ýmissa stærri viðskiptavina ríkisbankanna og einnig sumra stjórnmálamanna. Það verður til dæmis að koma í veg fyrir að sami maður geti gegnt embætti bankar- áðsformanns og sótt um lán til bank- ans sem stjórnarformaður einhvers fyrirtækis," sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Kvennalista, um hverjar væru nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir mál sem Haf- skipsmálið. „Það verður að endurskoða þá grundvallarhugsun sem stjórn ban- kanna byggir á og þann siðferðilega grundvöll sem viðskipti eru rekin á hér á landi. Það verður að koma í veg fyrir að menn komist í þá stöðu að geta misnotað opinberar stofnanir og almannafé eins og gerst hefur í þessu Hafskipsmáli. Það verður einnig að búa svo um hnútana af hálfu bankanna að veð fyrir lánum séu fullnægjandi og tryggja að bankinn nái með lögum yfir þá sem honum skulda,“ sagði Sigríður Dúna. APH Guðmundur Einarsson, Bandalagi jafnaðarmanna: Verður að af nema öll f lokks- pólitfsk afskipti „Að mínu mati er mikilvægasta atriðið að afnema öll flokkspólitískt afskipti af stjórnun bankanna í landinu og koma ríkisbönkunum í hendur almenningshlutafélaga," sagði Guðmundur Einarsson, Banda- lagi jafnaðarmanna, um nauðsynleg- ar aðgerðir til að sporna við nýju Hafskipsævintýri. Hann sagði að það væri einnig augljóst að auka þyrfti vald banka- eftirlitsins og jafnvel að það yrði sjálfstæð stofnun. Einnig þyrfti að auka alla endurskoðun með fyrir- tækjum. „En það er sama hversu gott bankaeftirlitið er eða endurskoðun- in. Það breytist ekkert á meðan hin flokkspólitísku völd halda vemdar- hendi yfir starfsemi hinna ýmsu fyr- irtækja. Það er því ekki til neins að gera breytingar án þess að afnema áhrif flokkanna á bankakerfið, sagði Guðmundur Einarsson. APH MC — 725 FISHER Verðið slær alla út af laginu. 25.950 stgr. 6000 út og rest á sex mán. Hljómtækjasamstæða með tvöföldu segulbandi, sem er með hinu fullkomna suðhreinsikerfi Dolby Nr. og lagaleitara. 25 watta magnari, með 5 banda tónjafnara. Útvarp með FM steríó (Rás 2) og MW. Hálfsjálfvirkur plötuspilari með magnetísku pikupi. Frábærir 50 watta hátalarar. Fallegur skápur, með geymslu fyrir kassettur og plötur. Með glerhurð og á hjólum. Ferdatæki SCR-810 Hér er rétta tækið fyrlr hinn hagsýna. Vandað, en samt ódýrt. Útvarp FM sterfó (Rás 2) og MW, Segulbandlð er vandað, með Innbyggðum hljóðnemum. Gjöf, sem gleður. Veró kr. 5.SOO. Vasadiskó PH-17 Rúsfnan I pylsuendanuml Vasadlskó m/útvarpl, I rauðu, hvftu og svörtu. Verðlð gleður aila: Kr. 3600 Vasadiskó MG-Z1 Utvarpsklukka Led-11 Ótrúlegt en satt — Ertu syfjaður á morgnana? Þessl klpplr þvf I lag. FM (Rás 2) og MW. Fyrlr vasadiskó á aðelns rafhlöður og straum. í rauðu, bláu og belge. Tllvalln jólagjöf á réttu verðl. Kr. 1.690 Verð aóeins kr. 2.395. Póstkröfusendingar afgreiddar samdægurs. SJÓNVARPSBÚÐIN Lágmúla 7 og á horni Borgartúns og Höfðatúns. Símar62 25 55og68 53 33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.