Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 43
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. 43 Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnYPxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn; Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 34% nafnvoxtum og 34% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og 42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 36% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur st.ighækkandi vexti á hvert innlegg, íyrst 22%, eftir 2 mánuði 23,5%, 3 mánuði 25%, 4 mánuði 26,5%, 5 mánuði 28%, eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31,6%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 34,1%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reynist hún betri. Vextir færast tvisvaráári. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðh'vort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22%, þann mánuð. Öndvegisreikningur er bundinn til 18 mánaða ■, verðtryggður og með 7% nafnvöxt- um á binditímanum. Eftir það reiknast sömu vextir og á 3ja mánaða reikning í bankanum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé reikningurinn eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en innleysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir 7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið- um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð- stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð- bætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta- auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum reikningum bankanna og með 50% álagi. Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis- fryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9% vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn- lausn með hofuðstól, í samræmi við stöðu SDR. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er .al- mennt 12-18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 4. ársíjórðungi 1985: Til einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl- skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóðurákveðursjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin Stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 1,125%. Vísitölur Lánskjaravísitala í desember 1985 er 1337 stig en var 1301 stig í nóvember. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 4. ársfjórðungi 1985 er 229 stig á grunninum 100 frá janúar 1983 en 3392 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 01.-10.12.198S INNLÁN MEÐ SÉRKJÚRUM 1 SJÁSÉRLISTA x e I| ii II li Lands- bankh lili ll Span- sjóðim INNLÁN ÚVERÐTRYGGÐ SPARISJÓÐSBÆKUR Óbundin innstæða 22,0 22,0 22,0 22,0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 25,0 26,6 25,0 25,0 23.0 23,0 25.0 23.0 25.0 25.0 6 mán.uppsögn 31,0 33,4 30,0 28,0 28.0 30.0 29.0 31.0 28.0 12mán. uppsögn 32,0 34,6 32.0 31,0 32.0 SPARNAÐUR- LÁNSRÉTTUR Sparað 3-5 mán. 25,0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25,0 innlAnsskIrteini Sp.6mán.ogm. Til 6 mánaða 29,0 28,0 30,0 28,0 26.0 23.0 29.0 28.0 28.0 TÉKKAREIKNINGAR Ávisanareikningar 17,0 17,0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 Hlaupareikningar 10,0 10,0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 INNLÁN VERDTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2,0 1,5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6 mán.uppsögn 3,5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 3.0 3.5 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 Sterlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 Danskar krónur 10,0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 ÚTLÁN ÓVERÐTRYGGÐ ALNIENNIRVÍXLAR (forvextir) 30,0 30,0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 VIÐSKIPTAViXLAR (forvextir) 34.0 2 kge 34.0 kge 32.5 kge 34,0 ALMENN SKULDABRÉF 32,0 3 32,0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 VIÐSKIPTASKULÐABRÉF 35,0 2 kgc 35.0 kge 33.5 kge kge kge 35,0 HLAUPAREIKNINGAR ÚTLÁN VERÐTRYGGO YFIRDRÁTTUR 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31,5 SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4,0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri cn21/2ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTIÁN TIL FRANILEIÐSLU SJÁNEÐANMALS1) 1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 9,5%, í Bandaríkjadollurum 9,5%, í sterlingspundum 12,75%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfúm er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Hatharfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavikur og Sparisj. vélstj. 3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, baaði á verðtryggð og óverðtrvggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. Islensk tunga „... að hætti stjórnmálamanna hefur útvarpsráði tekist að klæða örfáa sjálfsagða hluti í dragsíða flík ...“ (Myndin er nokkurra ára gömul og ráðið hefur endurnýjast.) .. .eftir því sem... mælir gegn notkun þessarar skammstöfunar, hvort sem er í mæltu máli eða rituðu, í ríkisfjöl- miðlum eða utan þeirra. 113du grein segir svo: „tJtvarpsr- áð vekur athygli á einhliða áhrifum enskrar tungu á íslenskt mál um þessar mundir og telur að bregðast verði við með markvissum hætti, meðal annars í starfsemi Ríkisút- varpsins." Þessi tugga er farin að fara í taugarnar á mér. Fer að minna á einhverja frægustu tuggu veraldar þegar Kató hinn gamli vildi Kar- þagó eydda og endaði allar ræður sínar árum saman á slíkri hvatn- ingu. Auðvitað eru ensk áhrif einhliða? Eiga þau ef til vill að vera tvíhliða. Hvað á svona óþarfi að þýða? „ ... meðal annars í starfsemi Ríkisútvarpsins.“ Ja héma, og hvernig? Er ekki meirihluti allra bíó- mynda og þátta í sjónvarpi á ensku og mest frá Bandaríkjunum? Var ekki ráðinn fréttastjóri sem hafði það helst til síns ágætis, fyrir utan það að vera ekki kommúnisti, að vilja færa heim á Frón ýmsar nýjungar frá Bandaríkjunum? Ætlar ráðið sem sagt að hætta að veita „einhliða" enskum áhrif- umyfirþjóðina. Þótt ýmislegt sé aðfinnsluvert við plagg útvarpsráðs er ekki þar með sagt að ekkert leynist þar bitastætt. Þar er til að mynda að finna ákvæði um að starfsfólki útvarps- ins skuli gefinn kostur á fræðslu um íslenskt mál og jafnvel að því sé skylt að leita hennar ef málfars- ráðunauti sýnist svo. Nú er ég ekki að segja að starfsfólk útvarps þurfi endilega á meiri fræðslu að halda heldur hitt að það er fagnaðarefni að því skuli vera gefinn kostur á fræðslu. Sömuleiðis er að finna ákvæði um að erlend staðaheiti, sem vana- lega em kölluð íslenskum nöfnum, skuli kölluð þeim íslensku. Til dæmis Kaupmannahöfii og Björg- vin í stað Köbenhavn og Bergen. Annars er plaggið í heild yfirlýs- ing um að vandað mál skuli vera tálað í ríkisfjölmiðlum. Og það þykir víst engum fréttnæmt. Otvarpsráð hefur gefið út mál- stefnu sem íslensk málnefnd hefur fallist á í öllum aðalatriðum. Ég hef ekkert nema gott eitt um það að segja að útvarpsráð móti málstefnu. Hins vegar finnst mér óþarfi að kalla þetta sérstaka nýj- ung eins og gert hefur verið í sumum blöðum. Sömuleiðis finnst mér þetta heldur rýr afrakstur af hálfs árs starfi nefndar sem í sátu fjórir menn. Innihald plaggsins hefði nefnilega sem best getað komist fyrir í átta orðum, nefni- lega: Gott og rétt mál skal tala í Ríkisútvarpinu. En að hætti stjórnmálamanna hefur útvarpsráði tekist að klæða örfáa sjálfsagða hluti í dragsíða flík, alsetta orðaleppum. Þetta er svo sem ágætisflík en ég hygg að hún sé ekki skjólgóð. Til þess er hún of götótt og illa saum- uð. Svo er hún gamaldags í sniði. Nokkrar athugasemdir Það er áberandi hvað orðasam- bandið „eftir því sem kostur er“ er mikið notað í greinargerð út- varpsráðs. Þannig segir til dæmis í 9. lið: „Sjónvarpsefhi, sem ætlað er böm- um og unglingum sérstaklega, skal flutt á íslensku eftir því sem kostur er.“ Nú veit ég ekki betur en að efni fyrir böm og unglinga sé nú þegar á íslensku „eftir því sem kostur er“. Það hefðu sjálfsagt þótt tíðindi ef útvarpsráð hefði brotið blað og ákveðið að allt efni fyrir böm og unglinga skyldi vera á íslensku. En það að ráðið álykti að hlutimir eigi framvegis að ganga fyrir sig á sama hátt og hingað til eru alls engar fréttir fyrir nokkum mann. I fyrri hluta greinargerðarinnar segir: „Erlend orð, sem ekki verður komist hjá að nota, ber að sam- ræma lögum íslenskrar tungu, eftir því sem fært þykir og góð venja býður.“ í lið 11 segir á hinn bóginn: „Heiti á útlendum mönnum skal fara með að hætti viðkomandi þjóðar eftir því sem unnt er, nema íslensk hefð sé fyrir öðm, eins og er um mörg heiti erlendra þjóð- höfðingja sem erfa ríki, og heiti páfa.“ Og manni verður á að spyrja: Hver eru erlendu orðin sem á að „samræma lögum íslenskrar tungu“? í 12tu grein segir svo: „Skamm- stafanir, sem engum beygingum taka, fara illa í mæltu máli í stað nafna á samtökum, fyrirtækjum og stofnunum. Þær skal forðast. Rétt er að nota óstytt heiti í upphafi frásagnar en síðan stytt heiti sem Eiríkur Bryn jólísson lýtur lögmálum tungunnar fremur en skammstöfun, svo sem Sam- bandið fyrir SÍS, Alþýðusambandið fyrir ASl, Bandalagið fyrir BSRB og svo framvegis.“ Auðvitað má útvarpsráð hafa skoðanir í friði fyrir mér og þær meira að segja vitlausar, ef ráðs- mönnum sýnist svo. En það er alveg óþarfi að setja skoðanir sínar fram á þann hátt sem lög væru. Það hvort skammstafanir fari vel eða illa í mæltu máli er smekksat- riði. Mér finnst alls ekki fara illa á því að nota skammstafanir í mæltu máli, né heldur rituðu, ef út í það er farið. Ég held meira að segja að slík notkun sé mjög út- breidd í daglegu mæltu máli í landinu. Samanber ágæta skamm- stöfun fyrir Ríkisútvarpið á Akur- eyri, RÚVAK. Ég sé ekkert sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.