Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 18
18 DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan Tveir þriðju hlutar Etro fou leloublan á sviðinu í Safarí. Bassaleikarinn var því miður fjarri góðu gamni. Svart-hvítur draumur á fullri keyrslu enda Bensínskrímslið ekki langt undan Frönsk fizxing Óstundvísi í sambandi við tón- leikahald er orðin að óskráðri reglu. Á tónleikum Etro fou lelou- blan á sunnudagskvöldið gekk samt alveg fram af mér. Þeir voru auglýstir stundvíslega klukkan hálf níu en hófust áttatíu minútum síðar. Nær hefði verið að auglýsa að tónleikamir hæfust óstundvís- lega klukkan hálf níu. Það er óþolandi að hanga og bíða eftir að tónlistarmönnum þóknist að byrja. Nóg af géðillsku og snúum okkur að því sem var á dagskrá umrætt kvöld. Rokksveitin Svart-hvítur draumur úr Kópavoginum reið á vaðið. Þremenningamir á bassa, gítar og trommur, og tóku fimm eða sex lög. Flutningurinn var kröftug- ur og samæfing meðlima góð. Bassaleikarinn er ekkert sérstakur söngvari en söngurinn slapp samt íyrir hom, enda greinilega til upp- fyllingar. Þrátt fyrir einfalda hljóð- færaskipan vom lögin fiölbreytt og nokkur þeirra hljómuðu vel strax við fyrstu hlustun. Með nokkurri eftirvæntingu bíður maður fyrstu plötu hljómsveitarinnar sem kemur út um miðjan mánuðinn. En þrátt fyrir ágæta frammistöðu var lit- lausa draumnum ekkert sérstak- lega tekið af áhorfendum. Flestir greinilega komnir til að hlýða á Etro fou. Var Jesús rakari? En áður en Frakkamir komu á sviðið stigu skáldin Sigfús Bjart- marsson og Einar Már Guðmunds- son fram og lásu úr eigin verkum. Sigfús las ljóð en Einar sögu. Sá síðarnefndi las af ákefð og reyndi að fullvissa viðstadda um að Jesús Kristur hefði verið rakari í Vestur- bænum. Því var fálega tekið. Lestur skáldanna var ágætt inn- skot í tónlistina en hefði vitaskuld átt að vera fyrsta atriðið á dagskrá. Hröð og ofsafengin Áður en meðlimir Etro fou stigu á svið tilkynnti kynnir kvöldsins, Sjón, tuttugu mínútna hlé. Að því loknu tilkynnti hann með reip- rennandi framburði að Etro fou leloublan væri lokaatriðið. „En, því miður vantar einn hljómsveit- armeðlima." Karl og kona gengu fram en bassaleikarinn, Ferdinand Richard, hafði hnigið niður á flug- vellinum í Keflavík. Flughræðsla, skilst mér. Tvímenningamir tóku sér stöðu við trommur og orgel og byrjuðu að spila. Tónlistin virkaði framandi og var ofsafengin á köflum. Yrkis- efnið var líka í flestum tilfellum sótt í hið firrta þjóðfélag sem við búum í. En heldur var tónlistin mónótísk og ekki bætti úr skák að maður skildi ekki frönskuna. Trommuleikarinn barði þó tromm- umar af leikni og fór á kostum í sumum laganna. Á milli þess sem hann barði húðimar blés hann í saxófón. Stúlkan á hljómborðinu sýndi hins vegar lítil tilþrif. Sló aðallega ósamstæða tóna og var mestur hluti spilamennskunnar ömgglega impróviseraður. Tónlist tvímenninganna saknaði greini- lega Ferdinands bassaleikara og söngvara, enda mun hann vera aðaldrifíjöður sveitarinnar. Þrátt fyrir þetta virtust gestir mjög ánægðir með flutninginn. Þökkuðu fyrir sig með miklu lófataki og uppskám aukalag. Það er heldur ekki á hvejum degi sem franska hljómsveit rekur á fjömr landans. Kærkomin tilbreyting frá engilsax- neskri einokun og hafi Grammið þökk fyrir þessa framtakssemi, þó svo að einn þriðja sendingarinnar hafi vantað. h T\t Jóhann Helga með sólóplötu „Þetta er plata fyrir þá sem fíla rólega tónlist. Ég er hræddur um að rokkunnendur finni á henni lítið við sitthæfi." Svo fómst Jóhanni Helgasyni orð um nýjustu plötu hans sem kom út í vikunni. Þetta er þriðja sóló- plata Jóhanns. Áður em komnar út Tass (1981) og Einn (1983). „Á plötunni em 10 lög. Þau em öll nema eitt samin á ámnum 1979-84. Ástæðan fyrir að þetta kemur fyrst út núna er sú að á sínum tíma sá ég efnið fyrir mér með strengjasveit. Fyrir 10 árum var hi'ns vegar nánast útilokað að gera þessu þannig skil. Þetta var sem sagt mikið mál þá en er auðvelt ídag.“ Eyþór Gunnarsson sá ásamt Jóhanni um að útsetja lögin. Hann spilaði einnig á öll hljómborð, auk þess sem hann stjómaði upptökum. Jóhann gefur plötuna sjálfur út. Hún heitir einfaldlega Ástin. ÞJV Bubbi er kominn heim. Hann heldur af því tilefni tónleika í Zafarí á fimmtudagskvöldið. Bubbi kom innheim Bubbi Morthens er væntanlegur heim á morgun frá Svíþjóð. Hann hefur að undanfömu verið að taká upp plötu í Svíaríki og kemur hún á markað hér og á hinum Norðurl- öndunum á næsta ári. Á fimmtudagskvöldið heldur Bubbi tónleika í Zafarí í tilefni heimkomunnar. Verða þetta fyrstu sjálfstæðu tónleikar hans á höfuð- borgarsvæðinu í eitt og hálft ár. Tónlistaráhugafólki gefst þama gott tækifæri til að heyra hvað Bubbi hefur verið að bardúsa að undanfömu. Og væntanlega mun eitthvað af eldra efrti fljóta með. -ÞJV „Við erum með fullu lífsmarld” - engiiui uppgjafartónn í herbúðum Mezzoforte „Hljómsveitin er ennþá með fullu lífsmarki. Við erum núna að hvíla okkur og fá innblástur," sagði Eyþór Gunnarsson, þegar DV innti hann eftir fréttum af Mezzoforte. Að undanfömu hafa fréttir heyrst af upplausn innan hljómsveitar- innar. Þær sögusagnir fengu byr undir báða vængi þegar Jóhann Ásmundsson bassaleikari sagði á dögunum skilið við félaga sína. í fréttatilkynningu frá Steinum hf. voru ástæður Jóhanns fyrir úr- sögninni sagðar persónulegar. „Ég hef engu við það að bæta,“ sagði Jóhann þegar undirritaður ræddi við hann. „Ef þú vilt fá frek- ari upplýsingar um hljómsveitina skaltu spyrja strákana sjálfa." Eins og kom fram hér að framan ætla þremenningamir Eyþór, Frið- rik og Gunnlaugur að halda áfram samstarfi. En breytti brottför Jó- hanns engu í sambandi við áætlan- ir hljómsveitarinnar? „Nei, þetta setur okkur ekkert út af laginu,“ sagði Eyþór. „Við fengum að vita þetta með góðum fyrirvara og höfum nægan tíma til að gera aðrar ráðstafanir. Eins og málin standa í dag fömm við út í janúar og tökum upp eitt lag, hugsanlega fleiri. Síðan gemm við ráð fyrir að taka upp nýja plötu með vorinu og fara í hljómleika- ferðir í sumar.“ - Ætlið þið að fá nýjan bassaleik- ara í stað Jóhanns? „Það er allt óljóst í sambandi við það ennþá. Það er alveg eins víst að við notum bara rafmagnsbassa.“ - Nú hafa þær sögur gengið íjöll- um hærra að Skúli Sverrisson eigi að taka sæti Jóhanns? „Því get ég ekki svarað á þessu stigi málsins. Við erum alla vega með augun opin fyrir góðum hljóð- færaleikurum.“ - En hvemig hefur gengið að fá innblástur? „Það hefur gengið vel. Við þre- menningamir höfum byrjað að semja lögin í sameiningu og það hefur gefist ágætlega. Við komum endurnærðir til leiks." - Það er þá enginn uppgjafartónn í ykkur ? „Nei, síður en svo,“ svaraði Eyþór hress. -ÞJV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.