Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 44
44 DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. Guðmundur Kjærnested segir frá erfiðum samskiptum við yfirmenn Gæslunnar: HÉR VERÐUR ENGINN REKINN „Hér verður enginn rekinn,“ var svar Ólafs heitins Jóhannessonar til Guðmundar Kjærnested þegar svo mjög hafði kastast í kekki milli skip- herrans og Péturs Sigurðssonar, for- stjóra Landhelgisgæslunnar, að við brottrekstri lá. Þessir atburðir urðu haustið 1972 í upphaíi stríðsins um 50 mílna fiskveiðilögsöguna. Þá hafði Ægir, undir stjórn Guðmundar, lent í samstuði við Grimsbytogarann Aldershot út af Norðausturlandi þrátt fyrir fyrirmæli til skipherranna um að forðast beina árekstra við togarana. ÓSÁTTUR VIÐ YFIRMENNINA Guðmundur Kjæmested segir ítar- lega frá togstreitunni milli skipherra Gæslunnar og forstjóra hennar í síðara bindi ævisögu sinnar sem nýlega er komin út. Þar kemur fram að samstarfið gekk mjög stirðlega, sérstaklega í stríðinu um 5o mílurn- ar. Guðmundur sagði í samtali við DV '’lfc að hann „hefði alveg eins átt von á að hætta störfum hjá Gæslunni eftir þessa atburði. Ef skipstjóra og út- gerðarstjóra greinir ú þá víkur skip- stjórinn. Það er reglan. Ólafur heitinn Jóhannesson hvatti mig hins vegar til að halda áfram. Hann var dómsmálaráðherra og því æðsti yfirmaður Gæslunnar. Hann hvatti mig líka til að heimsækja sig þegar ég var í landi og ræða ástandið á sjónum. Áhugi og framkoma Ólafs réð trúi ég mestu um að ég fór ekki í land. En þessir erfiðleikar í samskiptun- um við yfirstjórnina reyndu mikið ú okkur sem vorum á sjónum. Ég vissi oft ekki hvort ég væri orðinn söku- dólgurinn þegar komið var fyrir sjó- ' rétt til að rannsaka einstök mál. Þó starfið á sjónum væri oft erfitt gat verið einfaldara að sinna því en að leysa vandann sem beið í höfn. Það átti að stjórna okkur eins og her- mönnum af íjarlægri herstjórn sem oft vissi lítið hvað var að gerast. Auðvitað hafði pólitíkin áhrif á gang mála. Þegar líkur voru á samn- ingum vildu þeir í landi hafa ró á miðunum. Við gerðum okkur grein fyrir að við áttum í höggi við her- veldi sem var miklu öflugra en við.“ ANNAÐ BINDIÆVISÖGU Sveinn Sæmundsson ritar sögu \ Guðmundar. Sem og í fyrra bindinu er mikið byggt á dagbókum Guð- mundar. Þær ná allt aftur til ársins 1956. Jafnframt hefur Guðmundur safnað úrklippum úr erlendum og innlendum blöðum. Þá ræddu þeir Sveinn og Guðmundur saman um efni bókarinnar. Á þessum heimild- um er bókin síðan byggð. „Eftir að ég fór að skoða efnið sá ég að skrifa yrði um það á breiðum grundvelli," sagði söguritarinn, Sveinn Sæmundsson. „Það er ómögulegt að greina í sundur líf Guðmundar og störf hans hjá Land- _ helgisgæslunni. Hann var alltaf á sjó á þessum árum. Sérstaklega á þetta við í stríðinu um 200 mílurnar. Þá stjómaði Guðmundur flotanum. Ég er búinn að reyna í viðtölunum við Guðmund að hann er stálminn- ugur...“ „... og hraðlyginn", bætir Guð- mundur við. „í fyrri bókinni var meira um mig. Þessi er ef til vill meiri starfssaga, var úrskurður Ólafs Jóhannessonar þegar öldurnar risu hvað hæst þó held ég að reynt sé að koma manninum að líka,“ segir Guðmund- ur. HÖRKUTÓL Harkan sem Guómundur sýndi af sér í þorskastríðunum kemur skýrt fram i bókinni. Eru þar tilfærðir vitnisburðir úr erlendum blöðum þar sem breskir togaramenn kvárta sár- an undan þessu hörkutóli. Við spyrj- um Guðmund hvort hann sé ósáttur við þessar sögur um hörku: „Nei, það var helvítis harka í þess- um átökum. Þeir sem eru litlir verða líka harðir þegar á daginn kemur að þeir geta þó eitthvað. Ég skil það vel að togaramennirnir skyldu reiðast okkur. Auðvitað var það ekkert annað en óþverraháttur að skera frá þeim veiðarfærin. í stríðunum áttum við alls kostar við togaraflotann en möguleikar okkar gegn flotanum voru ákaílega litlir. Ég er satt að segja hissa á að skip- herrar með 240 menn undir vopnum skyldu láta okkur, 24 kalla, gefa sér langt nef. Ég hef hitt nokkra af þessum skip- stjórum síðar og þeir hafa sagt mér að þetta hafi verið ákaflega leiðin- legt starf. Hitt viðurkenna þeir líka að þeir lærðu mikið í þorskastríðun- um. Þeir voru alls óvanir að beita skipum sínum, allra síst að vetri til í norðurhöfum. I stríðinu um 12 mílurnar vorum við að fást við foringja sem fengu reynslu af sjóhernaði í seinni heims- styijöldinni. Það voru grófir náung- kominn í land og tekur lífinu DV-myndPK Guðmundur Kjærnested skipherra með ró. í haust fór Guðmundur til Grimsby og Hull að kynna sér ástandið í þessum frægu togarabæjum. Guðmund- ur kom þar að í Hull sem verið var að rífa seinasta úthafstogarann, Arctic Corsair, gamlan kunningja úr þorskastríðunum. ar. Þessir sem við mættum í seinni stríðunum tveim voru miklu heflaðri. f stríðinu um 12 mílurnar kom oft fyrir að hótað væri að skjóta varð- skipin niður. Okkur var aðeins hótað slíku einu sinni í stríðunum sem á eftir komu og þá fyrir hálfgerðan misskilning. Annars hefur mér alltaf verið vel til breska flotans. Ég sigldi í skipa- lestum með herskipum hans á árum síðari heimsstyrjaldarinnar og veit að í flotanum eru enn hæfir menn. Ég get því vel tekið ofan fyrir þeim. ÞRÝSTINGUR Á NATO - Nú má líta svo á að átökin í þorskastríðunum hafi farið fram á tveim vígstöðvum, annars vegar á hafinu og hins vegar á pólitíska svið- inu, einkum með þrýstingi á NATO. Hvort telur þú að hafi vegið þyngra þegar að lausn deilnanna kom? „Þetta hefúr stutt hvort annað. Ef við hefðum ekki verið í NATO hefðu Bretar gengið miklu lengra en þeir gerðu. Það er lika ljóst að samning- amir tókust að lokum vegna þrýst- ingsins á NATO og óbeinna hótana um brottrekstur hersins af Keflavík- urflugvelli. Það er einnig ljóst að við vorum að komast í þrot undir lok seinasta þorskastríðsins. f upphafi höfðu þeir ekkert svar við togvíraklippunum. Þó var talað um eitthvert gagnvopn sem flotinn var búinn að hanna en togaramenn höfnuðu því. Sennilega hefur þetta verið sprengja en ekkert er vitað um hvemig átti að nota hana. Niðurstaðan varð því sú að flotinn var sendur á vettvang til að ganga frá varðskipunum. Þegar ljóst var að freigáturnar dugðu ekki til þess var næst á dagskrú að senda stærri skip - beitiskip - til að klúra verkið. Þá hefði eftirleikurinn líka verið auðveldur. Því mátti ekki dragast lengur að semja. Annars hefðu átök- in end- að með ósköpum. Samningamir voru því það eina raunhæfa sem hægt var að gera í stöðunni og þeir reyndust mjög góðir fyrir okkur.“ - í þorskastríðunum varst þú mjög í sviðsljósinu. Þú varst dáður sem þjóðhetja. M.a. var til sölu peysa með mynd af þér. Hvernig fannst þér allt þetta umtal? „Ég man ekki betur en að þessi ágæta peysa færi vel, sérstaklega á stúlkum. En gamanlaust þá fylgir viss pressa svona umtali og maður gengst upp í því eins og allir sem er hampað eða bölvað. Én þegar frá líður gleymist þetta.“ STIRÐ SAMSKIPTIVIÐ FJÖLMIÐLA - í bókinni kemur fram að mikil leynd hvíldi yfir aðgerðum varðski- panna á miðunum í upphafi stríðsins um 50 mílurnar. Hafði þetta slæm áhrif ú málstað fslendinga í úróðurs- stríðinu sem alltaf var snar þáttur í fiskveiðideilunum? „Já, það er enginn vafi á því, enda breytti það miklu um kynningu á múlstað okkar að fá blaðamenn um borð. Við leyfðum þeim að fara um allt skip og fylgjast með öllu eftirlits- laust. Ég man ekki eftir að neinn blaðamaður, hverrar þjóðar sem var, hafi verið neikvæður í okkar garð.“ - Þótt Landhelgisgæslan standi ekki lengur í stórræðum þá er hún enn umtöluð. Hvað finnst þér um ástandið núna hjá þinni gömlu stofn- un? „Það er ekki hægt að segja annað en að ústandið er hvergi nærri nógu gott. Við stöndum langt að baki landhelgisgæslunum hjá nágranna- þjóðunum og drögumst stöðugt aftur úr. Fyrir þorskastríðin á síðasta áratug var Gæslan mjög vanbúin og ráðamenn virðast ekki almennt hafa gert sér grein fyrir hvað var fram- undan. I stríðunum var Gæslan styrkt verulega en nú sækir allt í sama farið. Ég veit ekki hvað gerist ef við lendum á ný í þorskastríði. Á árunum milli 1930 og 1940 var það sama að gerast. Þá fækkaði skipunum úr 3 - 4 i eitt. Síðan varð að leigja fiskibáta til að halda uppi nauðsynlegri gæslu. Fjársveltið, sem Gæslan er í núna, kann að koma okkur í koll. Hvað ef Greenpeace- mennirnir, sem við tókum hér um árið, hefðu verið hryðjuverkamenn? Það vildi bara svo til að þeir voru afskaplega friðsamir svo við tókum þá bara og drógum í land. En það má ekki gleymast að það getur þurft að beita hörðu og þá er eins gott að vera velbúinn.“ GERIEKKIFLUGU MEIN - Nú ert þú kominn í land. Hvernig kanntu því? „Já, kominn í land og geri ekki flugu mein lengur. Þetta er rólegt líf og ég kann því ágætlega. Ég held að það hafi alltaf verið í eðli mínu að taka lífinu með ró. Menn verða lika ekki eins árásargjamir með aldrin- um.“ - En em þetta ekki viðbrigði fyrir mann sem var útmálaður sem „skel- firinn" í heimspressunni? Svo sögðu togaramennimir að þú værir svo þrár líka. „Jú, þetta með þrúann var bara aðferðin til að þenja taugar andstæð- ingsins þar til þær bmstu. Það var ein helsta barúttuaðferðin í stríðinu. Ég var voða sjaldan hræddur - nema helst eftir á. Núna er ég stund- um hræddur við að fara yfir götu,“ sagði Guðmundur skipherra Kjær- nested. GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.