Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Síða 8
DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Columbía
loks á loft
Bandarísku geimskutlunni Col-
umbía var skotið á loft frá Canaver-
alhöfða á Flórída í gær eftir að fresta
hafði þurft flugtaki sjö sinnum síð-
ustu þrjár vikur vegna bilana.
Ferð geimferjunnar stendur í fimm
daga og um borð eru sjö geimfarar,
þar á meðal einn þingmaður úr full-
trúadeild bandaríska þingsins, Bill
Nélson, og fyrsti bandaríski geim-
farinn sem ættaður er frá rómönsku
Ameríku.
Ferð Columbíu í gær er fyrsta
geimskutluferðin af fimmtán er
bandaríska geimferðastofnunin hef-
ur skipulagt á árinu.
Aðalverkefni ferðarinnar verður
að koma tveggja tonna, 50 milljón
dollara, gervihnetti á sporbaug fyrir
bandaríska RCA fyrirtækið, auk
rannsókna á Halley halastjörnunni
sem nú sést í fyrsta sinn í 76 ár nærri
jörðu.
Columbía er elst fjögurra geim-
skutla Bandaríkjamanna og er bér
um að ræða fyrsta flug hennar í rúm
tvö ár en síðustu mánuði hefur hún
gengic í gegnum mikla skoðun auk
þess sem tæknibúnaður hefur verið
aukinn og endurbættur.
1 fyrsta sinni í geimferðasögu
Bandaríkjanna eru tvær geim-
skutlur á skotpöllum við
Kennedyhöfða. Colombía er til
vinstri. Það hefur þurft að
fresta nokkrum sinnum skoti
hennar á loft. Til hægri er Chal-
lenger.
Qm , ^ «• Bon" °9 þvottastoöin hf.
KU Sigtúni 3,
a“9i" Sími 14820.
Bön- og þvottastöðin hf.
Sigtúni 3
AUGLYSIR: **
Bifreiðaeigendur, vitið þið að það tekur aðeins 15 mínútur að
fá bílinn þveginn og bónaðan, ótrúlegt en satt.
Ath. eftirfarandi:
Móttakan er í austurenda hússins, þar er
bíllinn settur á færiband og leggur síðan af
stað í ferð sína gegnum húsið. Eigendur
fylgjast með honum.
Síðan er hann þveginn með mjúkum burst-
um (vélþvottur), þar á eftir kemur hand-
þvotturinn (svampar og sápa). Hægt er að
sleppa burstum og fá bílinn eingöngu
handþveginn.
Næst fer bíllinn í bónvélina og er þar
sprautað yfir hann bóni og síðan herði.
Að þessu loknu er þurrkun og snyrt-
ing.
8 bílar eða fleiri geta verið í húsinu í einu,
t.d. einn í móttöku, annar í háþrýstiþvotti,
þriðji í handþvotti o.s.frv.
Fyrst fer bíllinn í hinn ómissandi há-
þrýstiþvott, þar sem öll lausleg óhrein-
indi, sandur og þvi um líkt, eru skoluð
af honum, um leið fer hann í undir-
vagnsþvott. Viðskiptavinir eru mjög
ánægðir með þá þjónustu, því óhrein-
indi safnast mikið fyrir undir brettum
og sílsum.
Bíll, sem þveginn er oft og reglulega,
endist lengur, endursöluverð er hærra
og ökumaður ekur ánægðari og
öruggari á hreinum bíl.
Tíma þarf ekki að panta.
Þeir sem koma með bílinn sinn í fyrsta
skipti til okkar undrast hvað margt
skeður á stuttum tima (15 mínútum).
Mikill ör-
yggisvið-
búnaöurí
Kaupmanna-
höfn
Lögregluyfirvöld á Norðurlöndun-
um juku mjög eftirlit sitt með flug-
völlum og helstu dvalar- og sam-
komustöðum gyðinga um helgina.
Herma fréttir að leyniþjónustu-
fregnir hafi varað við yfirvofandi
árás hermdarverkamanna á skot-
mörk á Norðurlöndunum.
Danir hafa það eftir leyniþjónustu-
heimildum að hryðjuverkamenn á
vegum skæruliðaforingjans Abu
Nidal hyggi á aðgerðir í Danaveldi
á næstunni gegn gyðingum og hugs-
anlega Bandaríkjamönnum.
Lögregla og öryggissveitir í Dan-
mörku hafa aukið allt eftirlit með
stofnunum gyðinga og Bandaríkja-
manna í landinu. Lögreglumenn með
alvæpni fylgdust með bænhúsi gyð-
inga í Kaupmannahöfn, sendiráði
ísraels og öðrum líklegum vettvangi
fyrir árás hryðjuverkamanna.
Eftirlit var einnig stórlega aukið á
Kastrupflugvelli.
Bænhús gyðinga í Kaupmanna-
höfn var ein margra bygginga í eigu
og umsjón gyðinga er varð fyrir
barðinu á hryðjuverkaárásum á síð-
asta ári í Kaupmannahöfn.
Svíar taka eyðni-
sjúklinga með valdi
Gunnlaugur A. Jónsson, DV,
Lundi:
Eyðnisjúklingar í Svíþjóð eiga nú
á hættu að verða teknir með lög-
regluvaldi og þvingaðir inn á sjúkra-
hús.
Héraðsdómur í Stokkhólmi úr-
skurðaði fyrir helgi að 30 ára gamall
fíkniefnaneytandi skyldi með valdi
fluttur í læknismeðferð.
Eyðnisjúklingurinn hafði brotið
gegn nýjum lögum í Svíþjóð er kveða
á um að þeir sem smitast hafi af eyðni
verði að gæta þess sjálfir að breiða
sjúkdóminn ekki út.
Umræddur sjúklingur hafði ítrek-
að lánað öðrum fíkniefnaneytendum
notaðar sprautur sínar og þannig
stuðlað að útbreiðslu sjúkdómsins.
Talið er að um 700 Stokkhólmsbúar
hafi þegar smitast af eyðni.
Borusewicz tekinn
Bogdan Borusewicz, einn leiðtoga
Samstöðu, hins ólöglega pólska
verkalýðsfélags, er handtekinn var í
skyndiáhlaupi lögreglu á ólöglega
prentsmiðju stjórnarandstæðinga í
Varsjá í síðustu viku, var handtek-
inn ásamt fimm öðrum virkum Sam-
stöðumönnum.
Heimildir innan Samstöðu hérrna
að Borusewicz sé einn þriggja leið-
toga framkvæmdanefndar Samstöðu
er verið hafi neðanjarðar frá því
herlög tóku gildi í Póllandi fyrir
fimm árum.
Lech Walesa lofaði Borusewicz i
gær sem einn helsta baráttumann
borgaralegra réttinda í Póllandi og
r Viandtökuhans.