Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Síða 13
DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986. 13 Staðið við stóru orðin Haraldur Blöndal lögfræðingur geysist framá DV-ritvöllinn 8. jan- úar síðastliðinn, brynjaður heilagri vandlætingu og vopnaður stað- lausum stöfum, og heimtar að ég standi við „stóru orðin“. Skal fús- lega orðið við þeirri áskorun að standa við það sem ég hef sagt, þó matsatriði kunni að vera hvort þau orð hafi verið tiltakanlega stór. Staðlausir stafir En fyrst vil ég víkja örfáum orð- um að staðlausu stöfunum. Ég þykist ekki þjást af ofsóknarkennd og tel mig hingaðtil hafa átt þess kost að viðra viðhorf mín opin- berlega, þó mér blöskri sú leynda og ljósa skoðanakúgun sem við- gengist hefur hérlendis svo áratug- um skiptir og nánar verður vikið að í lokin. Ég var ekki stofnandi Varðbergs og hef aidrei nálægt þeim félagsskap komið, en átti hlut að stofnun Samtaka um vestræna samvinnu og gaf út áróðursrit á þeirra vegum, kostuð af bandaríska sendiráðinu. Ég hafði ekki einn manna utan ritstjóra fastan nafn- greindan dálk í Morgunblaðinu eða Lesbókinni, einsog Haraldur staðhæfir, heldur áttu þar fleiri hlut að máli, svosem Haraldur J. Hamar, Magnús Þórðarson, Svava Jakobsdóttir og Jón Hnefill Aðal- steinsson, allt starfandi blaðamenn á Morgunblaðinu. Aukþess hafði Jón Hnefill Aðalsteinsson guð- fræðiprófessor um árabil fastan vikulegan þátt í Lesbókinni undir fullu nafni. Uppsögn mín átti rætur að rekja til þess að síðasta árið eða svo voru rabb-skrif mín í Lesbók- inni „grisjuð“, sennilega af góðum og gildum ástæðum, og loks var ég í ársbyrjun 1967 beðinn að hætta rabb-skrifum framyfir alþingis- kosningar þá um vorið, sem ég taldi í fávísi minni jafngilda uppsögn af blaðsins hálfu. ■ Það voru ekki „verðlaun" sem mér voru um síðustu áramót veitt úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarps- ins, heldur árlegur styrkur, en fé til sjóðsins kemur að nokkru frá rithöfundum sjálfum. Við það tæki- færi orðaði ég undrun mína yfir því að Islendingar væru eftir því sem ég kæmist næst eina siðmenntaða þjóð veraldar sem aldrei hefði markað sér opinbera stefnu í menn- ingarmálum. I framhaldi af því sagði ég orðrétt: „Þegar falast er eftir opinberri menningarstefnu er hreint ekki verið að biðja um póli- tíska miðstýringu eða opinber af- skipti af hverju einu sem gert er í menningarefnum, heldur einhverja skynsamlega forgangsröðun verk- efna sem vinna beri að með þeim afarnaumu fjármunum sem varið er til mestu þjóðþrifamála lands- manna.“ Tók ég síðan nokkur dæmi af því, í hverju opinber menningarstefna væri fólgin. Hvers eiga bókmenntirnar aðgjalda? Orðahröngl Haralds um menn- ingarpólitík í Sovétríkjunum og Hitlers-Þýskalandi er því gersam- lega útí hött, en honum láist að geta þess að við eigum nú þegar eina hreinræktaða sovéska stofnun þarsem er útvarpsráð. Jafnvel Bandaríkjamenn með alla sína margprísuðu markaðshyggju hafa fastmótaða opinbera stefnu í menn- ingarmálum alrikisins og veita árlega álitlegar fúlgur til marg- háttaðrar listastarfsemi, ánþess þarlendir listamenn telji sig af þeim sökum hafa gengið undir jarðar- men til að njóta náðar. í stuttri tölu minni á gamlaársdag benti ég á eftirfarandi staðreyndir: Á fjárlögum fyrir 1986 eru opinber fjárframlög til menningarmála 300 milljónir króna, þaraf 7,4 milljónir til Launasjóðs rithöfunda (sem er snöggtum lægri fjárhæð en tíu ráðherrar fá i bílastyrk), en sölu- skattur af bókum árið 1985 var kringum 150 milljónir króna, sem er langtum meiri blóðtaka en þekkist annarstaðar á byggðu bóli. „Þegar þarvið bætast tollar af efni til bókagerðar ásamt þing- gjöldum allra rithöfunda og ann- arra sem að bókagerð vinna, jafnt einstaklinga sem fyrirtækja, þá er varla ofætlað að bókmenntirnar einar sér fjármagni allt menningar- líf í landinu, það sem kostað er af almannafé, á sama tíma og rithöfundar búa holt og bolt við launakjör sem eru langt fyrir neð- an alltvelsæmi.1' Hér er hvergi ýjað að skattfríð- indum rithöfunda né sérréttindum bundnum við aðal, nafnbætur eða lögtign, einsog Haraldur vill vera láta, heldur einungis bent á þá kynlegu staðreynd að með óhófleg- um söluskatti á bókum, sem á sér hvergi í heiminum hliðstæðu, er ein einasta listgrein látin standa undir öllum opinberum fjárframlögum til menningarmála. Aðgöngumiðar að tónleikum, listsýningum og leik- sýningum eru undanþegnir sölu- skatti ásamt aðgöngumiðum að innlendum kvikmyndum. Hvers á elsta og viðamesta listgrein þjóðar- innar að gjalda? Væri söluskattur af bókum látinn ganga óskiptur til rithöfunda, mætti kannski tala um skynsamlega menningarstefnu og yrði bókmenntum í landinu mikil lyftistöng, þeirri listgrein sem langsamlega mikilvægust er varð- veislu og ræktun tungunnar, sem allir virðast vera sammála um að sé sjálft fjöregg þjóðarinnar. „Innri ritskoðun“ Og er þá komið að „svarta listan- um“ sem Haraldur nefnir svo. Í nýbirtri grein í tímaritinu Þjóðlífi geri ég meðal annars að umtalsefni þá leyndu og ljósu skoðanakúgun sem viðgengst í landinu og póli- tísku hálfvitarnir í meirihluta út- varpsráðs eru átakanlegast dæmi um. í því samhengi nefni ég upplýs- ingar sem þáverandi starfsmaður sjónvarpsins lét mér í té fyrir einum SIGURÐUR A. MAGNÚSSOIM RITHÖFUNDUR 15 árum, þess efnis að ég væri kominn á „bannlista" hjá frétta- stofu sjónvarps samkvæmt fyrir- mælum séra Emils Björnssonar. Ástæðan var sögð vera sú að ég hefði helgað eitt hefti Samvinn- unnar 1968 sjónvarpinu og birt greinaflokk sem þótti ákaflega gagnrýninn á hina ungu stofnun. Ég tek skilvíslega fram í greininni í Þjóðlífi, að umrætt bann sé hvergi skráð og verði ugglaust mótmælt af hlutaðeigendum, en það ógildir að mínu mati ekki þær upplýsingar sem fyrrnefndur sjón- varpsmaður veitti mér. Ég þekki af eigin raun á Morgunblaðinu að bönn geta verið jafnvirk þó þau séu hvergi skráð og ekki orðuð nema undir rós. Þau liggja í loftinu og eru kunn þeim sem skilja hálf- kveðnar visur, þó enginn kunni við að kveða uppúr um þau. Þessi sér- staki ritskoðunarháttur er nefndur „innri ritskoðun'' og gamalkunnur í einræðisríkjum. til dæmis fyrir austan tjald. Hvað þá um óhrekjandi dæmi? Þar vandast málið, því áhrifamátt- ur „innri ritskoðunar" er ekki síst í því fólginn að erfitt er eða ómögu- legt að festa hönd á neinu áþreifan- legu. Maður hefur i besta falli ákveðnar vísbendingar. Áðuren Samvinnuheftið birtist var ég til- tölulega tíður gestur í sjónvarps- sal, en á liðnum 17 árum hef ég einungis þrisvar komið fram í sjón- varpsþáttum sem öllum var stjórn- að af mönnum utan stofnunarinn- ar, síðast í Vöku 1981. Hinsvegar hef ég tvívegis á liðnum áratug verið beðinn að koma fram í frétta- tengdum sjónvarpsþáttum, en í bæði skiptin var hætt við fram- kvæmd að nánar athuguðu máli, sem kann að hafa verið hrein til- viljun, en ég taldi mig í báðum tilvikum skilja ástæðurnar. Hversvegna hef ég þá ekki viðrað þessa vitneskju fyrren nú? I fyrsta lagi vegna þess að ég þóttist sjá í hendi mér, að ég yrði vændur um ofsóknarbrjálsemi, einsog nú hefur komið á daginn (vitaksuld kom aldrei til greina að ljóstra upp nafni heimildarmannsins). í annan stað er séra Emil Björnsson nýlátinn af starfi fréttastjóra sjónvarps, og mér þykir engin goðgá að vænta þess, að með nýjum herrum komi nýir siðir, og er ég þó hvorki að biðja mér griða né náðar hinna nýju herra. Jafnerfitt er að benda á önnur fórnarlömb þeirrar geðþóttastjórn- ar sem sjónvarp allra landsmanna hefur um árabil lotið. en ég þykist mega fullyrða að meðal þeirra séu Ólafur Haukur Símonarson rit- höfundur og Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmaður. Þor- steinn hefur itrekað sótt um störf hjá sjónvarpinu og ævinlega verið hæfastur umsækjenda, en honum hefur jafnan verið hafnað á for- sendum sem hljóta að teljast ann- arlegar. I tilefni af lokaorðum Haralds vil ég taka fram, að ég taldi mig ekki vera að þiggja fé úr hendi séra Emils Björnssonar eða skósveina hans þegar ég tók við styrknum á gamlaársdag. Ég hef aldrei átt neitt sökótt við Rikisútvarpið. en hef ævinlega litið svo á að pólitískt útvarpsráð sé óhæfa ættuð austan- af Volgubökkum. Von mín er sú, að þegar nýr kafli fjölmiðlunar í landinu er að hefjast sjái háttvirt Alþingi sóma sinn í að losa lands- lýð við þá hlálegu tímaskekkju sem hlutdrægt, gerræðisfullt og tröll- heimskt útvarpsráð er. Sigurður A. Magnússon a „Jafrierfitt er að benda á önnur fórn- ^ arlömb þeirrar geðþóttastjórnar sem sjónvarp allra landsmanna hefur um ára- bil lotið, en ég þykist mega fullyrða að meðal þeirra séu Olafur Haukur Símonar- son rithöfundur og Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmaður. ‘ ‘ Aðförin að Lánasjóði íslenskra námsmanna - aðför að jafnrétti til náms Nú hafa íhaldsöfl blásið til sóknar gegn Lánasjóði íslenskra náms- manna og verður ekki betur séð en þau, undir forystu alræmdra frjálshyggjugaura, hyggist koma honum fyrir kattamef. Ekki er úr vegi við þetta tækifæri að rifja upp nokkur atriði úr sögu námsaðstoðar á Islandi. Tilgangur námslána Tilgangur námslána er sá að stuðla að jafnrétti til náms. Fyrir daga opinberrar námsaðstoðar var gífurlegum erfiðleikum bundið að fara í langskólanám nema eiga ríka að. Sérstökum erfiðleikum var bundið fyrir fátæk ungmenni utan af landi að stunda dýrt nám í Reykjavík. Lánasjóði fyrir stúdenta var komið á fót upp úr 1960. Honum varbreyttí núverandi mynd 1967. Þessi fyrstu lán voru ekki verð- tryggð enda verðbólga á þeim tíma skapleg miðað við það sem nú er og engin lán verðtryggð. Upp úr 1970, þegar óðaverðbólgan varð landlæg, var farið að ræða nauðsyn þess að verðtryggja námslán enda hafði aldrei verið ætlunin að koma á námslaunakerfi. Frá og með 1976 voru því námslán verðtryggð og voru þau meðal al- fyrstu lána sem urðu þess heiðurs aðnjótandi. Mörgum fannst þar byrjað á öfugum enda. En þrátt fyrir verðtryggingu námslánanna eru ótrúlega margir Svarthöfðar til sem láta eins og námslán séu gjafir eða styrkir. Árið 1982 var svo endurgreiðslu- reglum sjóðsins enn breytt og er nú reiknað með því að 90% af lánuðu fé endurgreiðist. Upphæð endurgreiðslu á að vera viss hluti af tekjum sem er mikið réttlætismál til að einhver leggi í að fara út í langt nám sem þjóðfélagið kann að þarfnast án þess að hafa von um mjög háar persónulegar tekjur að námi loknu. Frjálshyggju- postulunum finnst það ótækt, þeir vilja ekki að neinn fari út í dýrt nám nema hann hafi von um per- sónulegan ábata af því. Hverjirfá námslán? Fyrst náði námsaðstoð (í formi námslána) aðeins til háskólastúd- enta. Um eða upp úr 1970 var farið að greiða framhaldsskólanemum, sem urðu að dvelja fjarri heimilum sinum við nám, lága dvalar- og ferðastyrki. Smám saman hafa nemendur/ótal sérskóla; bændaskóla, iðnskóla, tækniskóla o.s.frv., átt kost á námslánum. Nú er svo komið að einungis helmingur þeirra lánþega, sem stunda nám á íslandi, er há- skólanemar. Hitt eru nemendur sérskóla. Eru námslánofhá? Það er auðvitað hreint matsatriði hvor þær 20.900 krónur sem ein- hleypur námsmaður. sem býr utan foreldrahúsa og stundar nám hér- lendis, getur fengið í námslán á mánuði til framfærslu er of há eða lág upphæð. Ábyrgðarlaus um- ræða, m.a. á Alþingi, veldur því að fjölmargir halda að allir námsmenn fái 50.000 krónur á mánuði í náms- lán. (Það mun láta nærri að hjón (þ.e. tveir einstaklingar), bæði í námi, með eitt barn, geti mest féng- ið þessa upphæð.) Fyrrnefndar 20.900 kr. er ill- mögulegt að drýgja því að vinni námsmaðurinn með náminu dregst það mestallt frá láninu. Það er kannski í lagi fyrir þá sem vinna „svarta" vinnu. Mér kæmi ekki á óvart þótt sumir frjálshyggjubles- arnir, sem hæst láta nú, hefðu á sínum tíma svindlað sér út námslán með þessum hætti. Reyndar minnir mig að mennta- málaráðherra segði fyrir áramót að reglum sjóðsins yrði ekki breytt og þannig „yrði ekki komið aftan að mönnum í miðju námi“. Nú eftir áramót er hann hins vegar búinn að „frysta" upphæð námslána í stað þess að láta framfærsluvísitölu gilda eins og reglurnar mæltu fyrir um. Á að eyðileggja sjóðinn? Reyndar skiptir minnstu hvort lánað er einu þúsundinu fleira eða færra móts við það að standa vörð um þann ávinning sem náðst hefur. Það er mál margra, og þar byggi ég, sem naut aðstoðar sjóðsins í fimm ár, líka á eigin reynslu, að sjóðnum hafi tekist hlutverk sitt: að jafna aðstöðu ríkra og fátækra, höfuðborgarbúa og Langnesinga, ógiftra stráka og einstæðra mæðra, eins og vel og hægt er að gera með stjórnvaldsaðgerðum. Margumtalaður fjárhagsvandi sjóðsins er einmitt kominn til af því en ekki óráðsíu sjóðsins eða „lausung" á fé eins og ráðherra kallaði það og hljómar í eyrum INGÓLFUR Á. JÓHANNESSON SAGNFRÆÐINGUR OG KENNARI allra sem átt hafa viðskipti við sjóðinn sem brandari. Að sjóðurinn hefur náð tilgangi sínum er einmitt þyrnir í augum frjálshyggjuíhaldsins. Sumir þeirra sem nú eru sendisveinar ráðherra voru forystumenn Vöku, félags íhaldsunglinga, á háskólaárum mínum, félags sem kennir sig við lýðræði. Nú hafa þeir fengið völd til að koma hugmyndum sínum að. Ég hvet alla sem vilja jafnrétti til náms til að snúast til varnar og láta ekki blekkingavaðal um háar námsupphæðir, að námslán séu gjafir og að námsmenn séu heimtufrekir, hafa áhrif á sig. Kjarni málsins er jafnrétti til náms. Ingólfur Á. Jóhannesson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.