Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Qupperneq 30
30
DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR 1986.
Sandkom
Sandkom
Sex af sex
þúsund
Fjölskylduspilið Trivial
Pursuit hefur orðið feikna
vinsælt hér á landi eins og
annars staðar þar sem það
hefur verið selt. Hið eina
sem fólki hefur þótt að spil-
inu er að það sé fullerfitt
fyrir yngri Qölskyldumeð-
limina. Það er raunar engin
furða þvi spilið er ætlað
fyrir unglinga og fullorðna
en ekki börn.
Nú er hægt að flytja að-
dáendum Trivial Pursuit
þau gleðitíðindi að sérstakt
Trivia' fyrir börn kemur á
markaðinn hér innan tiðar.
Er það ætlað krökkum á
aldrinum 6-14 eða 15 ára.
Er ekki að efa að margir
munu taka barnaspilinu
fegins hendi því með til-
komu þess geta allir í Ijöl-
skyldunni spilað Trivial.
En nóg um það. Við sögð-
um frá því hér i Sandkorni
á dögunum að villur hefðu
fundist i þvi Trivial Pursuit
sem kom á markaðinn hér
í haust. Málið mun í smáat-
riðum vera það að öðrum
megin á þar til gerðum
spjöldum eru spurningar,
hinum megin svör. I prent-
un urðu þau mistök að svör
víxluðust á tveim spjöldum.
Það eru þvi ekki nema 12
spurningar af 6000 sem eru
Barna-Triviai Pursuit er vænt-
anlegt á markað hér innan
skamms.
með þessum annmarka
sem vissulega getur ekki
talist hátt hlutfall.
Óánægja
íhaldsins í
Keflavík
Meðal frambjóðenda í
prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins í Keflavík er nú komin
upp óánægja með próf-
kjörsreglur, að því er Vik-
urfréttir herma.
Á fulltrúaráðsfundi fyrir
nokkru var ákveðið að
prófkjörið skyldi vera opið.
En fyrr í þessum mánuði
kom svo í ljós að prófkjörs-
nefndin hafði ákveðið að
hafa aðeins hálf-opið, það
er að setja skilyrði fyrir
þátttöku eða jafnvel að það
yrði ákvörðun þeirra sem
yrðu við störf hveiju sinni
hvort viðkomandi fengi að
kjósa eða ekki.
Munu einhveijir fram-
bjóðenda hafa haft á orði
að betra væri að hætta við
því með núverandi fyrir-
komulagi fái mun færri að
láta skoðun sina i ljósi um
val frambjóðenda heldur en
ef prófkjörið hefði verið
galopið.
Skyldi ríkið
kaupa?
DV greindi frá því í síð-
ustu viku að yfirvöld hefðu
ákveðið að innkalla siðasta
tölublað tímaritsins Samú-
els. Ástæðan fyrir þessu
mun vera sú að í umræddu
tölublaði birtist grein um
nýja sígarettutegund. Hef-
ur blaðið haft fyrir sið að
kynna bæði nýjar tóbaks-
og áfengistegundir á mark-
Ólafur getur kannski selt rik-
inu bannaða upplagið fyrir
góðan skikiing.
aðnum. En það má ekki
hér. Tviskinnungurinn í
þessum hlutum er þvilikur
að farið er með tóbaks- og
áfengismál eins og manns-
morð. Á meðan þyrpist fólk
í afvötnun ef það hefur þá
ekki þegar sálast úr
krabbaméini.
Auðvitað væri opinská
umfjöllun um þessi efni
æskileg, þar með taldar
umræddar „auglýsingar".
Þær dygðu nefnilega
skammt ef fræðslumálin
væru í lagi.
En það var ekki meining-
in að birta hér lærða grein
um nautnamál á Islandi,
heldur huga aðeins betur
að upptökunni á Samúel.
Þetta er í annað sinn á of
skömmum tíma sem tima-
rit er gert upptækt hér á
landi. Hið fyrra var Speg-
illinn. Í því máli urðu lyktir
þær að ríkið keypti bann-
aða upplagið. Kannski að
það eigi eftir að kaupa
Samúellika.
Verslunarskólanemar fluttu á
dögunum með miklum tilþrif-
Þýsk-íslensk
kennslustofa
Sem kunngt er af fréttum
flutti Verslunarskólinn fyr-
ir nokkrum dögum í nýtt
húsnæði. Flu.tningarnir
gengu vel fyrir sig eins og
nærri má geta þegar marg-
ar hendur vinna sama verk-
ið. Eru nemendur sagðir
harla ánægðir - að öllu leyti
nema einu.
í nýja Verslunarskólan-
um háttar svo til að
kennslustofurnar eru
merktar tilteknum fyrir-
tækjum. Hafa þau hin
sömu og eiga nafn sitt i
skólanum stutt byggingu
hans með fjárframlögum
eða á annan hátt. Þess
vegna stendur nú skýrum
stöfum „Hafskip" á hurð
einnar kennslustofunnar.
Og á hurð annarrar stofu
innar í sama gangi stendur
„Þýsk-íslenska"
Segir sagan að nemendur
í umræddum stofum séu
ekkert alltof ánægðir með
þessar merkingar á vistar-
verum sínum. En lánið er
hverfult.
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir
•VVJS
KVJWVJW
Það er fjör á verksmiðjuútsölu Fatalagersins
og það fara flestir ánægðir, enda fæst þar
ótrúlegt úrval af ódýrum og góðum fatnaði á
alla fjölskylduna,
s.s. buxur, skyrtur, peysur, blússur, bolir,
jogginggallar, úlpur og fleira og fleira.
PRÍSARNIR ERU ÞEIR LÆGSTU í BÆNUM.
Opið mánudag til miðvikudag kl. 10-19,
fimmtudag og föstudag kl. 10-22,
laugardag kl. 10-16.
FSIAUSERINN
Grandagardi 3,Reykjavík
Peningamarkaður
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 29‘X, og ársávöxtun 29%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði
án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 33,5% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36%
nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu. Tvisvar á ári má taka út án þessa frá-
dráttar.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og
42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynisthún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónur''eikningar eru
annaðhvort með 28% nafnvo/tum og 30%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5‘X,
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
36% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%,
4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, eftir 6 mánuði
37% og eftir 12 mánuði 37%. Ársávöxtun á
óhreyfðu innleggi er 37%, eða eins og á 3ja
og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reyn-
ist hún betri. Vextir færast einu sinni á ári.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburðúr er gerður
mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, þann mánuð.
Öndvegisreikningur er bundinn til 18
mánaðar, verðtryggður og með 7% nafnvöxt-
um á binditímanum. Eftir það reiknast sömu
vextir og á 3ja mánaða reikning í bankanum.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. f>á ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með
34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs Islands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölUm og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krönur.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en
innleysanleg éftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir
7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast
með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið-
um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg
eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð-
stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og
greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð-
bætur greiðast með höfuðstól við innlausn.
Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta-
auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru
meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum
reikningum bankanna og með 50% álagi.
Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur
greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis-
tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau
eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9%
vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn-
lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu
SI)R.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin cru ýmist verðtryggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með afföllum og ársávöxtun er al-
mennt 12-18% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-Ián, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til
einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna
fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl-
skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa,
annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund.
Lánstími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán llfeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextimir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22%.
Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22‘/o
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45%
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0,125%.
Vísitöiur
Lánskjaravísitala í janúar 1986 er 1364
stig en var 1337 stig í des. 1985. Miðað er við
grunninn 100 íjúní 1979.
Byggingarvísitala á 1. ársíjórðungi 1986
er 250 stig á grunninum 100 frá janúar 1983
en 3699 stig á grunni 100 frá 1975.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 1.-10.1.1986
INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM sjAsérlista fllfll z e z -S ii í .S 11 ll Lands- bankinn ll II Jf
INNLÁN ÖVERÐTRYGGÐ
SPARISJÓÐSBÆKUR Úbundin innstæöj 22.0 22,0 22.0 22,0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 25.0 26.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0
6 mán.uppsögn 31.0 33,4 30.0 28.0 26.5 30.0 29.0 31.0 28.0
12 mán.uppsögn 32.0 34.6 32.0 31.0 33.3
SPARNAÐUR- LANSRÉTTUR Sparað3-5mán. 25.0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0
Sp. 6mán. ogm. 29,0 26.0 23.0 29.0 28.0
INNLÁNSSKÍRTEINI TllSmánaða 28,0 30.0 28.0 28.0
TÉKKAREIKNINGAR Ávísanareikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
Hlaupareikningar 10,0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
INNLÁN VERÐTRYGGÐ
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0
6 mán.uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3,0 3.5 3.0
INNLÁN GENGISTRYGGÐ
GJALDEYRISREIKNINGAH Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7,5 7.0 7.5 7.5 7.5 7,5 8.0
Sterlingspund 11.5 11.5 11.0 11,0 11,5 11.5 11.0 11.5 11.5
Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5
Danskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0
ÚTLÁN ÓVERDTRYGGÐ
ALMENNIR VlXLAR (lomaMir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30,0 30.0 30.0
VIOSKIPTAVlXLAR (toiveMii) 34.0 2) kge 34.0 kge 32,5 kge 34.0
ALMENN SKULÐABRÉF 32.03) 32.0 32.0 32.0 32.0 32,0 32.0 32.0 32.0
VIÐSKIPTASKULDABRÉF 35.0 2) kge 35.0 kge 33.5 kge kge kge 35.0
HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 31.5 31,5 31.5 31.5 31,5 31,5 31,5 31.5 31.5
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ
SKULDABRÉF Að21/2íri 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengri en 2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTLÁN TIL FRANILEIÐSLU
SJANEÐANMALS1|
1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutaings, í SDR 9,75%,
í Bandaríkjadollurum 9,5%, í sterlingspundum 13%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%.
2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kauj>
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í
Hafharfirði, Kópavogi, Keflavík, Sjjarisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj.
3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og
óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verelunarbankanum.