Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Side 8
8 DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Allt búið - segja Sovétmenn Sovétmenn lýstu því yfir um helgina að brunanum í kjamorkuverinu í Chemobyl væri nú lokið og þarlend- ir vísindamenn, er rannsaka geislun í nánd við kjamorkuverið, segja að geislun fari nú ört dvínandi. Sovéska sjónvarpið sýndi í gær- kvöldi fyrstu myndimar er birtast frá því eldamir hófúst þann 26. apríl síðastliðinn og- teknar vom innan 30 kílómetra breiðs öryggissvæðis umhverfis Chemobyl. Sjónvarpið birti jaíhframt viðtal við Ivan Silayev, fyreta aðstoðarfor- sætisráðherra, er tekið var innan öryggissvajðisins í gær. Sagði Silayev að sigur slökkviliðs- mannanna yfir eldinum í kjamaofn- inum væri „sögulegur viðburður" og að vinna við hreinsunarstörf eftir óhappið væri nú að fullu hafin. Sjónvarpsmyndin í gærkvöldi sýndi baráttu Sovétmanna við eld- ana í Chemobyl frá ýmsum sjónar- homum þar sem fram komu viðtöl og myndir bæði við almenna borgara og tæknimenn í kjamorkuverinu. Meðal annars vom sýndar myndir firá þorpum í grennd við Chemobyl er rýmd höfðu verið vegna hættu á geislun og frá vísindamönnum í að- alstjómstöð kjamorkuversins á meðan á kjamorkueldunum stóð. Þrjú núll af ítölsku lírunni? Giovanni Goria, fjármálaráðherra Ítalíu, sagði um helgina að búast mætti við lögtöku nýs ítalsks gjald- miðils í lok þessa árs. Nafni gjaldmiðilsins, límnnar, yrði ekki breytt, en miðað yrði að því að taka þrjú núll aftan af núverandi gengi ítölsku lírunnar í hinni nýju lím. Spáði fjármálaráðherrann þvi að verðbólga yrði 5 prósent lægri í lok ársins og því yrði sá tími tilvalinn til að koma á gjaldmiðilsbreytingu. Samkvæmt nýjustu hagtölum á Ítalíu mældist verðbólga þar 6,6 pró- sent fyrir gpríl ef miðað er við ársgrundvöll. Núverandi gengi límnnar gagn- vart Bandaríkjadollar er úm 1500 lírur. Gengis- lækkun í Noregi Minnihlutastjóm norska Verka- mannaflokksins var aðeins búin að vera við stjómvölinn í fjóra daga er hún tók þá ákvörðun á sunnudag að fella gengi norsku krónunnar um tólf prósent. „Við eigum í rauninni ekki annars úrkosti," sagði Bmndtland forsætis- ráðherra á fundi með blaðamönnum í gær er ákvörðunin var kynnt. Hermud Skanland, seðlabanka- stjóri Noregs, kvaðst á fúndinum þess fúllviss að helstu viðskiptalönd Norðmanna skildu þær ástæður er lægju að baki ákvörðun norsku rík- isstjómarinnar. „Miðað við okkar stöðu hefðu öll ríki farið þessa leið,“ sagði seðlabankastjórinn. Gunnar Berge fjármálaráðherra sagði að Norðmenn, er byggðu fimmtung gjaldeyristekna sinna á oliuframleiðslu, hefðu farið illa út úr verðfalli olíu á heimsmarkaði að undanfomu og hefðu því orðið að grípa til strangra aðgerða í efna- hagsmálum í tilraun sinni til að koma ájafiivægi í þjóðarbúskapnum að nýju. Alexandra í herkví Yffr 1700 her- og lögreglumenn leita nú óróaseggja í blökkumannabyggðinni Yfir 1700 alvopnaðir her- og lögreglumenn héldu inn i Alexandra, eina fátækustu byggð blökkumanna i Jóhannesarborg, um helgina og reyndu að stilla þar til friðar eftir mikil átök að undanförnu. Talið er að sjö blökkumenn að minnsta kosti hafi látið lífið í mik- illi ólgu rósta og ofbeldis er gekk yfir Suður-Afríku um helgina. Hundruð her- og lögreglumanna fóm inn í Alexandra, blökkumanna- hverfið í Jóhannesarborg, á föstu- dag, reistu vegatálma og handtóku óeirðaseggi í viðleitni sinni að halda uppi lögum og reglu í blökkumanna- hverfinu. Stóðu aðgerðir yfirvalda yfir alla helgina og var meðal ann- ars gerð húsleit í öllum húsum í nokkrum hverfum Alexandra en ekki er ljóst eftir hverju yfirvöld sækjast. Þrír ungir blökkumenn féllu fyrir kúlum öryggisvarða í Diepkloof í nánd við Jóhannesarborg á laugar- dag. Að sögn yfirvalda féllu ungling- amir er öryggisverðir hófu skothríð á hóp unglinga er lét gijóthríð rigna á bifreið þeirra. Talsmenn blökku- manna segja að skotið hEifi verið á unglingana án nokkurrar teljandi ástæðu og neita því að unglingamir hafi grýtt öiyggisverðina. Lögreglan greip til táragas- sprengja til að dreifa æstum hópi blökkumanna er gerði aðsúg að lög- reglu er hún fjarlægði lík blökku- mannanna þriggja í Diepkloof. Óvenjumikil ólga hefur verið á vissum svæðum Suður-Afríku að undanfömu. Heimildarmenn Reuters í Jóhann- esarborg segja að herskáir blökku- menn hafi gengið hús úr húsi í byggðum blökkumanna við borgina undanfama daga og hvatt fólk til að grípa til allra tiltækra vopna og rísa nú í eitt skipti fyrir öll upp gegn stjómvöldum. Eftir þvi sem frekari fregnir bámst af auknum ofbeldisað- gerðum á báða bóga og meira mannfalli jókst ólgan. Heimildarmenn Reuters í Jóhann- esarborg segja ennfremur að samtök ungra blökkumanna í hverfum þeirra í nánd við borgina hafi fundað tugþúsundum saman í gærkvöldi um aðgerðir gegn stjómvöldum. Talið er að yfir 1700 her- og lög- reglumenn hafi haldið inn í blökku- mannaborgina Alexandra í Jóhannesarborg er liggur aðeins steinsnar frá nokkrum glæstustu hverfúm hvítra í borginni. Ekki hafa borist frekari fregnir af ofbeldisað- gerðum í Alexandra eftir aðgerðir yfirvalda er enn halda mörg hundmð her- og lögreglumönnum í við- bragðsstöðu í borginni. Yfir tuttugu manns létu lífið í miklum óeirðum í Alexandra í febrú- ar síðastliðnum og síðan hefur mikil ólga verið í borginni. Nú hafa yfir 1500 manns fallið í Suður-Afiíku frá því átök blökku- manna við minnihlutastjóm hvíta minnihlutans hörðnuðu fyrir rúmum tveim árum. Stiómmálasamband á ystu nöf Pétur Pétursson, fréttaritari DV í Barcelona: Allt bendir nú til þess að Spánn sé í þann veginn að slíta stjómmála- sambandi við Líbýu. Síðastliðinn föstudag var hand- tekinn í Madrid liðsforinginn Carlos Meerderidera, ásakaður um að vera að beita sér fyrir stofnun hryðju- verkasamtaka hægri öfgasinna. Carlos á sér langan feril að baki og var á síðustu árum einræðistíma- bils Frankos yfirmaður lögreglunnar á Mallorca, eyju er Islendingar kannast við. Þá þegar gerði hann garðinn frægan fyrir að banna flutn- ing á verkum Beethovens á eynni auk þess sem hann vakti mikla úlfúð með yfirlýsingu sinni á opinberum vettvangi um að Olof Palme, þáver- andi forsætisráðherra Svía, væri hommi. Eftir þinghúsbyltinguna 23. febrú- ar 1981 var hann lögmaður eins byltingarmannanna. Hann er yfir- maður spænska riddaraliðsins og forseti samtaka 19 hópa öfgahægri- sinna. Makk við Líbýumenn Samkvæmt upplýsingum spænsku leyniþjónustunnar hefiir Carlos átt í makki við menningarfulltrúa h'- býska sendiráðsins í Madrid allt frá því í desember 1985. Spænska leyniþjónustan segir að nú í janúar síðastliðnum hafi þeir haldið saman til Líbýu þar sem Car- los átti meðal annars viðtal við Gaddafi Líbýuleiðtoga og fór fram á fjárhagsstuðning leiðtogans vegna stofiiunar hryðjuverkasamtaka öfgahægrisinna. Gaddafi á ekki enn að hafa gefið svar við málaleitan Carlosar en mun samkvæmt upplýsingum leyniþjón- ustunnar ekki hafa tekið illa í hugmyndimar. Líbýumanni vísað úr landi Menningarfulltrúa líbýska sendi- 3» " ---------—► Ríkisstjóm Felipe Gonzales hefur það nú til alvarlegrar ihugunar að slita stjóm- málasambandinu við Libýu. ráðsins í Madrid var gert að hverfa úr landi innan 24 stunda á laugardag og hefur hann nú haldið heimleiðis. Hann kvaðst ekki kannast við Carlos og hélt því fram að ljósmynd spænsku leyniþjónustunnar, er birt var í stórblaðinu E1 País nýverið og sýndi Carlos og hann sjálfan á heim- leið frá Trípólí, væri fölsuð. Síðdegis á laugardag handtók lög- reglan í Madrid tíu alþjóðlega hryðjuverkamenn frá fimm ríkjum er tilheyra samtökum að nafni Kall Jesú Krists og hefúr hluti þeirra nú játað að samtök þeirra séu styrkt af Líbýumönnum. Þeir eru ásakaðir um þau hryðju- verk er voru framin fyrir skömmu i Lissabon og París auk þess að vera ásakaðir um tilraun til að sprengja upp skrifstofú Ameríkubanka í Madrid. Viðurkenna Líbýutengsl Samtökin Kall Jesú Krists voru stofnuð 1978 í Líbanon. Samtökin eru tengd grísk-kaþólsku kirkjunni í Miðaust- urlöndum, Alexandríu í Egyptal- andi, og Jerúsalem í Israel. Aðalmarkmið þeirra er frelsun Pa- lestínu og baráttan gegn ísraels- mönnum. Samtökin tengjast einnig hópum öfgamanna í Suður-Ameríku. Hinir tíu meðlimir samtakanna, er handteknir voru á laugardag í Madrid, eru verulegur hluti af Spán- arcumi samtakanna. Að auki tókst lögreglunni að komast yfir ógiynni af gögnum samtakanna og rannsak- ar þau nú af kappi. Tíumenmngamir hafa nú játað að hafa þegið vopn frá Líbýumönnum búsettum í Madrid og hafa sagt að fyrir hryðjuverk í Lissabon og Madrid hafi líbýsku sendiráðsmenn- imir ætlað að greiða þeim yfir 70 þúsund Bandaríkjadollara eða um 2,8 milljónir íslenskra króna. Stjómmálasamband Spánar og Líbýu er því komið á ystu nöf og sagðist utanríkisráðherra Spánar, Fransisko Femandez Ordonez, í gær að ríkisstjóm sín hugsaði nú málið og biði frekari upplýsinga. Talið er að stjómmálasambandið lafi á því að menn séu hræddir um velferð yfir 300 spænskra ríkisborg- ara í Líbýu. Rannsaka Palme- rannsókn Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DV í Lundi: „Við höfúm beðið eftir heppilegu tækifæri og nú hefúr það komið,“ sagði Sten Wickdon, dómsmálaráð- herra Svfa, er hann í gær skýrði frá þeirri ákvörðun sinni að skipa nefnd er kanna á rannsókn lögreglunnar á Palme morðinu. Stokkhólmslögreglan, undir stjóm Hans Holmers, hefur sætt talsverðri gagnrýni fyrir árangursleysið í leit- inni að morðingja Palmes. Hefúr því verið haldið fram að lög- reglunni hafi orðið á afdrífarík mistök í upphafi leitarinnar. Fljót- lega kom enda fram krafa um að nefnd yrði skipuð til að kanna rann- sókn lögreglunnar. „Við þolum að starf okkar sé rannsakað en slík rannsókn ætti að bíða. Á þessu stigi getur hún haft í för með sér óhagræði og truflun fyr- ir leitina að morðingjanum sem ég ber ábyrgð á,“ sagði Holmer. Holmer lögreglustjóri hefúr ítrek- að lýst því yfir að hann sé sann- færður um að lögreglan rauni að lokum hafa hendur í hári morðingja Palmes. Leitin að honum hefur nú staðið í tíu vikur. Vilja opin- benin WaMheim skýrslna Bandaríska stórblaðið New York Times skorar, í forystugrein í dag, á Sameinuðu þjóðimar að opinbera þegar í stað allar leyniskýrslur er samtökin hafa yfir að ráða varðandi meinta hlutdeild Kurt Waldheim, fyrrum aðalritara samtakanna, að grimmdarverkum nasista í síðari heimsstyrjöld. Segir blaðið að opinberun skýrsln- anna sé nauðsynleg fyrir austur- rískan almenning er eigi heimtingu á að vita hið sanna um fortíð Wald- heims í síðari heimsstyrjöld áður en gengið verður til lokaumferðar í austurrísku þingkosningunum 8. júní næstkomandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.