Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Síða 14
14
DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUREINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlASSNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÓSSON
Auglýsingastjórar: PALLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKUR H F. - Áskriftarverð á mánuði450kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblaö 50 kr.
Samningsréttur afnuminn
Ríkisstjórnin hefur með endurteknum bráðabirgða-
lögum og öðrum lögum í reynd afnumið samningsrétt
launþega. Bráðabirgðalögin, sem stöðvuðu farmanna-
verkfallið, eru ólög. Þau voru sett allt of snemma, áður
en þeirra var í reynd þörf. Hið versta er, að samninga-
menn atvinnurekenda í þessari deilu gátu alla tíð gefið
sér, að bráðabirgðalögin yrðu sett. Auðvitað höfðu þeir
því ekki áhuga á samningum. Þetta þýddi, að samninga-
tilraunirnar voru bull. Með biðu bara átekta eftir því,
að ríkisstjórnin gripi í taumana.
Fólk hefur reynslu af þessu í seinni tíð. Verkfall flug-
freyja og verkfall mjólkurfræðinga voru stöðvuð með
lögum strax í upphafi. Nú er megináherzlan lögð á, að
ekkert megi gera, sem spilli þeim lífskjarasáttmála, sem
samið hafi verið um milli Alþýðusambands, Vinnuveit-
endasambands og ríkisvaldsins. Þessi ríkisstjórn afnam
samningsrétt í upphafi ferils síns. Hún hefur svarið og
sárt við lagt að gera það ekki aftur. En nú hefur hún
í reynd afnumið þennan rétt.
Hlut sjónvarpsins í þessu verður að gagnrýna sér-
staklega. í upphafi verkfalls voru fréttir sjónvarpsins
af deilunni miðaðar við það að knýja fram bráðabirgða-
lög. Sjónvarpsmenn lýstu því þá þegar, að engin önnur
lausn væri á deilunni en kvöddu sér til fulltingis Hörð
Sigurgestsson, forstjóra Eimskipafélgsins, og ekki aðra.
Hörður var auðvitað hrifinn af bráðabirgðalögum í
þessu efni. Harma verður, þegar sjónvarpið tekur að sér
að berjast í fréttatíma, sem á að vera óhlutdrægur, fyr-
ir ákveðinni aðferð í slíkum deilum. Þar fer sjónvarpið
illa út fyrir sitt svið.
Margt er athugavert við bráðabirgðalögin í þessu
tilviki.
Bráðabirgðalög á í fyrsta lagi aðeins að setja, þegar
þjóðarhagur útheimtir sérstaklega. Sannarlega hafa
margar ríkisstjórnir misnotað það vald, sem setning
bráðabirgðalaga er. Þar hefur verið farið gerræðislega
að og nánast stjórnað með tilskipunum, jafnvel þegar-
mjög óvíst hefur verið, að meirihluti Alþingis væri
bráðabirgðalögum hlynntur.
I annan stað er það rétt skoðun, að verkföll séu þátt-
ur í lýðræðiskerfi okkar, ákveðnar leikreglur, sem ekki
eru sérlga góðar, en betri leikreglur hafa hvergi fundizt.
Þetta lét forsætisráðherra sig hafa að segja um far-
mannadeiluna, en vel að merkja eftir að ríkisstjórnin
hafði samið þá áætlun, að hluti ráðherranna skyldi
stöðva verkfallið, næðust samningar ekki að heita má
strax. Þetta var því áróður .forsætisráðherra, ómerk
orð, eins og hann bezt vissi. Fljótlega eftir þau ummæli
stóð þessi ráðherra sjálfur að því, að verkfallið var
stöðvað með lögum.
Raunin varð sú í farmannadeilunni, að aldrei reyndi
á, hvort frjálsir samningar gætu náðst. Ástæðan var
afstaða ríkisstjórnarinnar og yfirvofandi lög.
Raunin varð einnig, að fjarri fór, að verkfallið, sem
hafði staðið stutt, væri nú þegar farið verulega að spilla
fyrir okkur, hvað þá eyðileggja markaði, eins og haldið
hefur verið fram. Þjóðarnauðsyn bar ekki til setningar
bráðabirgðalaga á þeirri stundu, sem þau voru sett.
Afleitt var að afnerna samningsrétt launþega, þótt
stjórnarherrarnir séu ánægðir með sinn lífskjarasátt-
mála við Alþýðusambandið.
Haukur Helgason.
„Stefna Alþýðubandalagsins er: Að fólk geti tryggt sér húsnæði með útgjöldum sem samsvara 20% af
dagvinnukaupi.“
Þrjár leiðir
- til að bæta fyrir misgengi launa og lána
Það liggur fyrir og er viðurkennt
af öllum nema flármálaráðherra
landsins að misgengi varð á launum
og lánum 1983 og 1984. Það þýðir á
mæltu máli að skuldimar hækkuðu
þá meira en launin - eftir að kaup-
gjaldsvísitalan var tekin úr sam-
bandi. Þessari staðreynd hefur
fj ármálaráðherra og formaður Sjálf-
stæðisflokksins í raun og veru
hafiiað þó að hann hafi neyðst til
þess eins og aðrir ráðherrar að fall-
ast á nokkur atriði í samningum
atvinnurekenda og verkalýðshreyf-
ingar þar sem ákveðið var að koma
til móts við það fólk sem byggði og
keypti á árunum eftir 1980 og varð
fyrir misgengi launa og lána. Það
var siðlaust að taka vísitölu launa
úr sambandi en láta vísitölu hækka
lánin á sama tíma. Þessu siðleysi
bera alþingi og meirihluti þess alla
ábyrgð á og þess vegna verður al-
þingi að koma til móts við það fólk
sem byggt hefur á þessum tíma eða
keypt íbúðir. En ekki aðeins þá sem
festu kaup á íbúðum á misgengistí-
manum heldur líka þá launamenn
sem í trausti á loforð stjómvalda
festu kaup á íbúðum síðar - en sitja
nú með sárt ennið vegna þess að
fyrirheit hafa verið svikin. I rauninni
er aðeins eitt svar til við þessum
vanda og það er að hækka kaupið
meira en lánin á komandi misser-
um. Það hlýtur þess vegna að verða
meginviðfangsefhi næstu kjara-
samninga að hækka launin verulega
að kaupmætti - taxtakaupið sjálft.
önnur leið til þess að koma til
móts við þetta fólk er að tryggja
því með skipulögðum hætti aðild
að hinu nýja húsnæðislánakerfi.
í lögunum sem samþykkt vom í vor
er opnað fyrir þessa leið með því að
þeir sem hafa lent í vemlegum
greiðsluerfiðleikum eiga rétt á lán-
unum eins og þeir sem hafa byggt
eða keypt í fyrsta sinn. Ekki hefúr
verið skilgreint hvað verulegir
greiðsluerfðleikar era í þessu sam-
bandi - en það er ljóst að löggjafinn
hefúr með samhljóða atkvæðum
opnað þessa leið.
Þriðja leiðin er svo sú að grípa
til sérstakra ráðstafana vegna
þess fólks sem varð fyrir misgenginu.
Sennilega verður að reyna að fara
allar þessar leiðir á næstunni.
Hvar er misgengi - hvenær
varð það til?
Nokkrar staðreyndir um misgengi
launa og lána:
1. Lánskjaravísitala og kaupgjalds-
vísitala þróuðust nákvæmlega
samhliða á árunum frá 1980 til 1982
og þar var enginn munur á nema á
árinu 1981 þegar þróunin var laun-
unum heldur í vil.
2. Lánskjaravísitala miðað við 100
1980 var 327,4 í mars 1983 en kaup-
Kjallarinn
Svavar Gestsson
Formaður
Alþýöubandalagsins
taxtavísitala á sama tíma reiknuð á
sama grunni var 329,6 í mars 1983.
Misgengið á þessum tíma, frá 1980
til mars 1983, var því 1%.
3. Misgengi launa og lána frá 1982
til 1983 var þannig að lán hækkuðu
um 79,4% en laun um aðeins'48,3%
á sama tíma. Þama hefst misgengið
sem gerist aðallega frá í mars 1983
og stafar af því að vísitölubætur á
laun vom bannaðar með lögum 1.
júní og 1. september 1983 og svo
áfram. Vísitölubætur, sem áttu að
koma til greiðslu 1. júní, vom 20%.
Þær vom afnumdar en þetta er ná-
kvæmlega sama talan og nam
misgenginu á árinu 1983 - 20%.
4. Misgengi launa og lána hélt áfram
milli áranna 1983 og 1984. Þá hækk-
uðu lánin um 33,8% en laun á sama
tímabili um 19,8%. Mismunurinn
er 11,7%, sem kemur þá til viðbótar
við misgengið frá 1983 upp á 20%.
Niðurstaðan er: Misgengið verð-
ur vegna vísitölubannsins. 1983.
En síðan er vert að hafa þetta í huga:
1. Ríkisstjóm Gunnars Thoroddsen,
bauð það fram í kjarasamningum að
lán breyttust eins og laun. Því er
hafnað.
2. Sama ríkisstjóm lagði fram í upp-
hafi þings frumvarp um að lán
íbúðasjóðanna skyldu breytast eftir
launum en ekki lánskjaravísitölu.
Það frumvarp var afgreitt sam-
hljóða í efri deild en stöðvað af
Sjálfstæðisflokknum í neðri
deild.
Þessar staðreyndir er einnig vert
að hafa í huga og ennfremur þetta:
Því er haldið fram að flárhagur
Byggingasjóðs ríkisins hafi versnað
stórkostlega á árunum 1980 til 1983.
Nú liggja fyrir tölur um þróunina á
núvirði. Þar kemur fram að eignir
Byggingarsjóðs ríkisins jukust um
2 mflljarðar 877 mflljónir á árun-
um frá 1979 til 1983 eða um 59%.
Og ávöxtun fjár Byggingarsjóðs
ríkisins var jákvæð öll þessi ár
um 1,5 til 2,1% á ári en var nei-
kvæð á ríkisstjómarárum Geirs
Hallgrimssonar og er neikvæð í
tíð ríkisstjómar Steingríms Her-
mannssonar.
Það sem gera þarf
Hér hafa verið raktar nokkrar
staðreyndir í sögu húsnæðismál-
anna. Það sem nú þarf að gera er
þetta:
1. Það verður að laga verkamanna-
bústaðakerfið að nýja húsnæðis-
lánakerfinu með lögum strax í haust
sem taki gildi fyrir áramót.
2. Það verður að koma til móts við
„misgengisfólkið" og aðra sem keypt
hafa íbúðir á kaupránsárunum síð-
ustu með því að: a) hækka kaupið,
þ.e. auka kaupmátt kauptaxta b)
opna nýja kerfið fyrir þessu fólki líka
eftir ákveðnum reglum sem verði
mótaðar á síðari hluta þessa árs og
c) endurgreiða í einhveiju formi rá-
nið frá 1983 og 1984.
3. Það verður að treysta stöðu bygg-
ingarsjóðanna þannig að þeir geti í
framtíðinni staðið undir mannsæm-
andi húsnæðiskerfi. Stefiia Alþýðu-
bandalagsins er: Að fólk geti tryggt
sér húsnæði með útgjöldum sem
samsvara 20% af dagvinnukaupi.
Þetta er markmið sem sjálfsagt sýn-
ist órafjarri í dag en er þó unnt að
ná með breytingum lánakerfisins og
samhæfingu þess og skattakerfisins
eins og við höfum sýnt fram á.
Svavar Gestsson
alþingismaður
„Það var siðlaust að taka vísitölu launa
úr sambandi og láta vísitölu hækka lánin
á sama tíma. Þessu siðleysi bera alþingi
og meirihluti þess alla ábyrgð á og þess
vegna verður alþingi að koma til móts við
það fólk sem byggt hefur á þessum tíma
eða keypt íbúðir.“