Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Síða 18
18
DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986.
AÐALFUNDUR
skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar verður
haldinn að Borgartúni 18, þriðjudaginn 13. maí nk.
kl. 17.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
SlípÍSkífUr fyrirliggjandi
100 x 6,0 x 16 mm kr. 39,00
115 x 6,0 x 22 mm kr. 49,00
125 x 6,0 x 22 mm kr. 56,00
150 x 6,0 x 22 mm kr. 71,00
180 x 6,5 x 22 mm kr. 93,00
180 x 8,0 x 22 mm kr. 114,00
IÐNAÐARVÖRUR
Heildverslun
Kleppsvegi 150, sími 686375.
Umboðsmann
vantar á Breiðdalsvík. Uppl. gefur Geirlaug í
síma 5662 og afgreiðsla DV í síma 91-27022.
Menning Menning Menning
Kári Eiriksson - Landslag, olía á striga, 1985.
Sleikjur og
slettur
Önnumst nú einnig
ailskonar smáprentun
09 prentuná númeruöum
sjálfkalkerandi reikningum.
Fljót og góðþjónusta.
Wiistos llf 671900
GRUNNSKÓLI ESKIFJARÐAR
KENNARA VANTAR
Við skólann eru lausar kennarastöður. Meðal kennslu-
greina eru íslenska og líffræði í eldri deildum svo og
íþróttakennsla. Skólinn starfar í nýju húsnæði og er
vinnuaðstaða kennara til fyrirmyndar. íbúðarhúsnæði
verður útvegað og einnig kemur greiðsla flutnings-
styrks til greina.
Nánari upplýsingar gefa formaður skólanefndar,
Margrét Óskarsdóttir, sími 97-6299, og Jón Ingi Ein-
arsson skólastjóri, sími í skóla 97-6472 og heimasími
97-6182.
Skólanefnd.
^RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir-
farandi:
RARIK-86008: 75 stk. 25 kVA einfasa stauradreifi-
spennar.
Opnunardagur: Þriðjudagur 10. júní 1986 kl.
14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis-
ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma
og verða þau opnuð á sama stað að viðstödduni
þeim bjóðendum er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með
mánudegi 12. maí 1986 og kostar 300 kr. hvert eintak.
Reykjavík 7. maí 1986.
Rafmagnsveitur ríkisins.
Fá myndverk eru þannig gerð að þau
beinlínis hrindi frá sér áhorfendum,
hindri að þeir komist í náið persónu-
legt samband við þau. Vinnubrögðin
skipta þar ekki meginmáli. Á verkum
leikmanna eru stundum tæknigallar,
en þar á móti kemur oft einlægni og
þróttur sem áhorfandinn getur huggað
sig við. Flókin verk og fullkomin geta
svo gengið út frá tiltölulega einfóldum
forsendum sem áhorfandi þekkir af
eigin reynslu.
Ég held að myndir Kára Eiríkssonar
hljóti að vera í hinum sjaldgæfa flokki
fráhrindandi listaverka. Sjálfum er
mér fyrirmunað að skilja þessar mynd-
ir og er því úr sambandi við þær. Þótt
þær eigi að nafninu til að vera af
landslagi, skipum, gömlum húsum,
fuglum og öðru ámóta hugljúfu þá get
ég ekki tengt þær neinu því sem ég
þekki. Það er að segja, ég sé að ein-
hver tiltekinn partur á myndfletinum
er fugl, fjall eða fiskibátur, en ég skil
ekki hvers vegna hann er eins og hann
er í myndum Kára og hvað hann er
að gera þar.
Framtíðarsýn ?
Líkingar eru stundum lykillinn að
hinu óþekkta. Eiga allar þessar mynd-
ir af freðmýrum, auðnum og helfrosn-
um grösum að fyrirstilla landslag á
öðrum stjömum? Eða em þær framtíð-
arsýn, af veröldinni í kjölfar kjam-
orkustríðs og fimbulvetrar?
Spanskgrænir litatónamir og gular
eiturgufumar, sem umlykja margt
mótífið, vita að minnsta kosti ekki á
neitt gott.
Og hvað með seglbátana, með sund-
urtætt seghn og lunninga glóandi í
geislavirkum litum? Getur nokkur
manneskja verið á lífi í slíkum mynd-
um?
Samt hef ég grun um að listamaður-
inn telji sig vera að fjalla um ísland
hér og nú, en ekki framtíðina og fjar-
lægar stjömur. Til þess benda nöfh
myndanna: Hraun, Gras, Sveit,
Hvammur, Úthagi, Sólarlag o.s.frv.
Og hinir fjölmörgu kaupendur að
verkum hans virðast fylgja honum að
máli. Varla fæm þeir að fjárfesta í
máluðum bölsýniun á borð .við þær
sem ég hef lýst hér að ofan.
Sjálfvirkni
Nema þeir séu að sverma fyrir tækn-
inni. Hún skiptist í tvennt, í sleikjur
og slettur.
Kári Eiríksson - Andlit, olia á striga, 1985.
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
Venjulegast byrjar listamaðurinn á
að slétta mótífið og sleikja með pensli
uns öll sérkenni þess em á bak og
brott. Eftir situr hin dauðhreinsaða
nútíðar/ffamtíðar-sýn sem áður er
nefhd.
Þá er það sem slettumar koma til
sögunnar, til að lífga við forgrunn,
bakgmnn, þungamiðju verksins eða
annað það sem lífga þarf við í myndun-
um.
Síðan verða þær næstum sjálfvirkar
og listamaðurinn býr til úr þeim hey-
sátur, hreiður, ullarreyfí á kind,
jafnvel hríðarveður. Loks taka slett-
umar af honum völdin og gera það
sem þeim sýnist.
Þessu fylgir ákveðinn bravúr og
bravúr hefur ávallt talsvert aðdráttar-
afl.
En hann nægir ekki til lengdar. Ein-
hvem tímann verður listamaður að
hleypa okkur áhorfendunum nálægt
sér, jafhvel þótt það kunni að reynast
sársaukafullt.
-ai
UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð. Simar: 688322 og 688953
Upplýsingar um kjörskrá o.fl.
Sjálfstæðisfólk, vinsamlegast látið skrifstofuna vita um alla kjósendur sem verða ekki heima
á kjördegi, 31. maí nk.