Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Blaðsíða 19
DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986. 19 Menning Menning Menning Menning Utrás frá Noregl Þótt þeir hafi ævinlega verið í kall- færi við Evrópumenninguna hafa norskir myndlistarmenn jafnan verið undarlega skeytingarlausir um hana. Á þessari öld hefur myndlist þeirra verið eins og hraðsuðuketill. Þrýsting- urinn að utan eykst smátt og smátt uns upp úr sýður, nokkrir mikilhæfir listamenn, til dæmis Munch eða Vige- land, gera útrás eða uppreisn, koma svo heim með evrópskt herfang sitt og vinna úr því það sem eftir er ævinn- ar. Margt lengi lætur fjöldi annarra listamanna sér nægja að vinna í skugga þeirra, jafiivel löngu eftir að allur elcímóður er úr þeim horfinn. Á meðan fer þrýstingurinn. hægt vax- andi. En skyndilegar útrásir kalla síðan á harkaleg viðbrögð enda er íhaldssemi norskra „menningameytenda" við brugðið. Þessi viðbrögð hafa reynst mörgum framsæknum norskum myndlistar- mönnum um megn. Hafa þeir sest að í öðrum löndum og unnið þar að list sinni, oft með ágætum árangri. Ég nefiii aðeins Bárd Breivik og Odd Nerdrum. Samband við Frakka Deviris-hópurinn, sem nú sýnir í Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON Norræna hiísinu, er því dálítið sér- stætt fyrirbæri í Noregi. Hann er samtök fjögurra listamanna, sem allir hafa haft náin samskipti við Frakk- land og franska menningu. Þeir vilja koma á stöðugu sambandi við fransk- an módemisma, en í honum er að finna margar forsendur nútímalegrar mynd- listar, ef vel er að gáð. Og stöðugt samband, af því tagi sem þeir Deviris-menn hugsa sér, hlýtur að minnka líkumar á hatrömmum, menningarlegum umbrotum í heima- landi þeirra, Noregi. En það er athyglisvert, og e.t.v. til marks um tvístig norskra myndlistar- manna, að Deviris skuli leita sér beinna fyrirmynda í myndlist eftir- stríðsáranna, í stað þess að steypa sér út í hræringar í samtímalistum. Allt um það em þeir röskir myndlist- armenn og skemmtilegir, raunar öllu markverðari en ljósmyndir af verkum þeirra gefa til kynna. Það leynir sér ekki hvert þeir sækja sér innblástur, annars vegar í Parísar- skólann (Picasso, Chagall, Bonnard, Brancusi), hins vegar í meginlands- deild kóbrastefnunnar (sjá Alechin- sky). Engar lánsfjaðrir En þeir vinna vel úr þessum föngum, þannig að hvergi er hægt að tala um lánsfjaðrir. Peter Esdaile (f. 1947) er uppátektar- samur og flinkur listamaður, semsetur saman mikilúðlegar fígúratifar mynd- ir. Yrkisefnið er að einhveiju leyti af goðsagnalegum toga, en átökin í myndum hans eiga sér aðallega stað i sjálfum miðlinum, akrýlmálning- unni. Tilraunir hans með „skerma “ eða lágmyndar-effekta eru sniðugar, en ekki fullkomlega sannfærandi. Til- gangur þeirra virðist fyrst og fremst vera sá að skapa fjarvídd, aðgreina fiumlag og andlag. En það hefði lista- maðurinn hæglega getað gert á tvívíð- um fletinum. Ulf Valde Jensen (f. 1945) er senni- lega þekktari sem grafíker en málari. Ef ég man rétt hafa grafíkmyndir hans verið hér til sýnis í nokkur skipti. Hann er nokkurs konar aksjón- málari en missir þó aldrei sjónar á hvunndagslegum fyrirbærum. Jensen notar reitaskiptingu talsvert, ekki ósvipað Alechinsky, og getur þannig rokkað á milli stílfærðra andlita og líkamshluta og óræðra tákna. Það er eins með Jensen og Esdaile, félaga hans, að það er unun að fylgj- ast með því hvemig hann meðhöndlar akrýlmálninguna. Hún er lögð á myndflötinn bæði í slæðum og klepr- um, breiðum strokum og fínlegri teikningu, og er á allan hátt eins og hugur manns. Samt litast maður um eftir undirrót þessara málverka, fullvissu málarans, en fær ekki afgerandi svör. Myndskáldið og músan hans Jöm Nielsen (f. 1945) er sennilega heilsteyptasti mólarinn í hópnum. Jafhframt er hann hefðbundnastur þeirra fjögurra, en fer svo vel með hefðbundin viðhorf að manni dettur ekki í hug að álasa honum fyrir íhalds- semi. Myndir Nielsens em póetiskar í besta skilningi og segja frá samfund- um myndskálds og músunnar hans, sem er bæði jarðbundin og andlegra ætta. Saga þeirra er sögð í litum og hún er uppfull með unaðssæld, sem augað kann vel að meta. Axel Tostrup (f. 1947) er einn um skúlptúrinn, sem sver sig í ætt við verk Brancusis. Hann gengur út á hugleiðingar um myndrænan áhrifa- mátt hins ófullgerða, hvort sem það nefnist brot, moli eða slitur. Þannig klappar Tostrap aðeins í aðra hliðina á marmarahellu, en skilur afganginn eftir, ósnertan og hijúfan. Hinar anatómísku skírskotanir myndhöggvarans, beinar sem óbeinar, skapa síðan hæfilega eftirvæntingu og furðu með áhorfandanum: Hvaðan koma þessi brot, hvað segja þau um heildina sem þau tilheyra? Næsta skrefið er að handfjatla marmarann. Ég vil sérstaklega hvetja aðstand- endur blindra að fara með þá til fundar við verk Tostraps. Það er fengur að þessari sýningu í Norræna húsinu. En sýningarskrá er óþarflega snautleg. -ai Jöm Nilsen - Mót viö skápinn, tempera, 1986. Peter Esdaile - Sjaman, útskurður. Axel Tostrup - Hlutur II, I986. Rafsuðu- tæki verkfæra kassar Rafkapals tromlur Þráðlaus borvél með hleðslutæki Súlu- Malningar- borvélar sprautur Loftpressur Smerglar Hleðslutæki Einhell vandaðar vörur Skeljungsbúoin Síðumúla 33 Símar 681722 og 38125

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.