Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Page 26
26 Iþróttir Iþrottir DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986. Iþróttir Iþróttir Valsstúlkumar Reykjavíkurmeistarar í mfl. fjórða árið í röð Valsstúlkumar urðu Reykjavíkur- meistarar í m£L kvenna 1986, þegar þær sigruðu Fram, 1-0, sl. fimmtudag á gervigrasinu. Markið skoraði Ar- ney Magnúsdóttir í fyrri hálfleik. Valsstúlkumar unnu Reykjavík- urmótið á mjög sannfærandi hátt, sigruðu Ármann 28-0, KR 4-1 og Fram 1-0. Markatalan 28-1. Þetta er fjórða árið í röð sem þær verða Reykjavíkurmeistarar. Greinilegt er að þær munu koma sterkar til leiks á íslandsmótið í Myndin er al Reykjavíkurmeisturum Vals 1986. í fremrí röð frá vinstri: Sirrý Haralds- dóttir, Védis Ármannsdóttir, Ragnheiöur Víkingsdóttir, Ástvaldur Sigurðsson, vemdari liðsins, Gunnhildur Gunnarsdótt- ir, Margrét Bragadóttir, Hera Ármanns- dóttir og Cora Barker. Aftari röð frá vinstri: Róbert Jónsson þjálfari, Þóra Úlfarsdóttir, Sólrún ÁstvaIdsdóttir, Margrét Óskars- dóttir, Kristin Amþórsdóttir, Ema Lúðvíks- dóttir, Ragnhildur Skúladóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Amey Magnúsdóttir og Brynja Guðjónsdóttir. Markahæst Vals- stúlknanna var Krístin Amþórsdóttir með 10 mörk. (DV-mynd HH) Fyrsta ráðstefnan á íslandi fyrir eftirlitsdómara haldin í Reykjavík sl. fímmtudag - Akureyri og Austfírðir næst á dagskrá Síðastliðinn fimmtudag var haldin ráðstefna á vegum hæfnisnefiidar KDSÍ í Risinu að Hverfisgötu 103 í Reykjavik. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem slík ráðstefna fyrir eftirlits- dómara er haldin hér á landi. Fjöldi dómara af hinum ýmsu stöð- um á suðvesturhominu sótti ráðstefn- una. Steinn Guðmundsson, form. hæfnisnefndar KDSÍ, og Einar Hjart- arson sáu um fræðsluþættina. Það sem einkum var til umfjöllunar var náttúrlega hlutverk eftirlitsdóm- ara, sem að mati manna er mjög mikilvægt og aðkallandi verkefni. Þegar DV kom á staðinn var Steinn Guðmundsson að fara í gegnum hinn þétta frumskóg laga og reglna er lýtur að dómgæslu. Til dæmis benti Steinn á hin mörgu tilfelli, þar sem reynir á dómgreind og hæfiii manna til að „meta stöðuna rétt, hveiju sinni“. DV hafði samband við Stein Guð- mundsson eftir ráðstefhuna og spurði hvort hann væri ánægður með undir- tektir og hvort slíkar ráðstefiiur yrðu haldnar úti á landi. Steinn upplýsti eftirfarandi: „Ég er mjög ánægður með þessa fyrstu ráðstefhu, sem haldin hefur ver- ið með eftirlitsdómurum hér á landi, og sannfærður um að árangurinn skil- ar sér í samræmdari vinnubrögðum en verið hefur. Þessi ráðstefha var r i ( í Þátttakendur i ráöstefnu hæfnisnefndar KDSI fimmtudaginn 8. mai sl. - I aftari röð frá vinstri: Karl Ottesen, Halldór Gunnlaugsson, Magnús Gislason, á sæti i stjórn KDSi og hæfn- isnefndar, Aðalsteinn Sigurjónsson, Kjartan Tómasson, Amþór Óskarsson, Halldór B. Hafliðason, Kristján Jónsson, Sveinn Árm. Sigurösson, Hinrik Árnason, Garðar Guðmundsson, Sigurður Hannesson, stjórnarmaður i KSÍ. - Fremri röð frá vinstri: Eirikur Helgason, Björn Björnsson, Ingi Jónsson, form. KDSÍ, Steinn Guðmundsson, form. hæfnisn. KDSÍ, Einar Hjartarson, fræðslustjóri, KDSÍ og Jörundur Þorsteinsson. Á myndina vantar þá Magnús V. Pétursson og Inga Guðmundsson. (DV-mynd HH). fyrir eftirlitsdómara á suðvesturhom- inu, en mjög fljótlega munum við hitta þá á Norðurlandi og Austfjörðum. Það er og stefna dómarasamtakanna að litið verði til með dómurum yngri flokkanna og þeim leiðbeint. Eftirlits- dómarar úti á landsbyggðinni munu gegna þessu starfi og einnig verður það gert hér í Reykjavík, en KDR hefur fengið Hreiðar Jónsson og Am- þór Óskarsson, báða fyrrum milliríkja- dómara, til þess að sinna þessu starfi. Að vera knattspymudómari er mjög vandasamt og erfitt starf. Og einu skulum við standa klárir á - að „það er enginn leikur án dómara“, og mein- ingin með þessu starfi er að gera íslenska knattspymudómara hæfari til að takast á við hið vandasama og krefjandi starf sem dómgæslunni fylg- ir. Ég vil því í lokin, fyrir hönd hæfnisnefhdar KDSÍ, senda öllum knattspymudómurum og eftirlits- dómurum bestu sumarkveðjur og óska þeim velfamaðar í mikilvægum störf- um þeirra í sumar.1 -HH. I I I I I I I I I I I I I Landsbyggðinni ekki gleymt Einar Hjartarson, fræðslustjóri KDSÍ, var spurður hvort þetta I starf hæfhisnefhdar myndi skila sér. „Ef fylgst er náið með þeim dómurum, sem em að hefja sinn feril, geftir það augaleið að það hlýtur að stuðla að aukinni hæfni,“ sagði Einar. Amþór Óskarsson, fyrrverandi milliríkjadómari, sagði að þetta hefði verið besta ráðstefrian sem hann hefði nokkum tímann tekið þátt í. Ingi Jónsson, form. KDSf, kvaðst aðspurður leggja mikið upp úr þessu starfi hæfhisnefndar - og að landsbyggðinni yrði ekki gleymt í þessu tilviki. -HH. L J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.