Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Side 29
DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986.
29
•v
Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál
Hverju spáir þú um úrslit kosn-
inganna hér á Suðureyri?
Páll Helgi Pétursson ellilífeyrisþegi:
Ég held að Framsókn nái í tvo og
samemingarflokkurinn muni fá þrjá.
Ágúst Þórðarson sjómaður: Það er
erfitt að spá um þetta en ég vona að
B-listinn fái þrjá menn.
Grétar Þór Guðjónsson tækjamaður:
Ég reikna með því að mótframboð
Framsóknarflokksins, sameiginlegi
listinn, fái þrjá menn kjörna.
Ásdís Friðbertsdóttir húsmóðir: Ég
vil náttúrlega að kvenfólkið komist
að. Baráttan stendur um það hvort
Framsókn fær einn eða tvo.
Birna Skarphéðinsdóttir verslunar-
maður: Ég held að blandaði listinn
fái 60 prósent atkvæða og Framsókn-
arflokkurinn hitt.
Fríður Bára Valgeirsdóttir verka-
kona: Ég held að óháðir verði ofan á.
DV-myndir PK.
Séð yfir Suðureyri frá fiugvellinum.
Suðureyri við Súgandafjöið:
Framsókn gegn
öllum hinum
Tveir listar eru boðnir fram á Suður-
eyri við Súgandafjörð, listi framsókn-
armanna og sameiginlegur listi
Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks, Al-
þýðubandalags og óflokksbundinna
kjósenda. í kosningunum fyrir fjórum
árum gátu kjósendur valið á milli fjög-
urra lista.
Suðureyri, eins og allir þéttbýlis-
staðir Vestfjarða, á líf sitt undir
sjávarútvegi. Stutt er á gjöful miðin.
Suðureyri stendur við mynni Súg-
andafjarðar. Þar búa um 430 manns.
Langstærsti atvinnurekandinn er
Fiskiðjan Freyja. Erfiðleikar þess fyr-
irtækis hafa á undanfömum árum
verið fréttaefhi. Einn togari, Elín Þor-
bjamardóttir, er gerður út frá Suður-
eyri, einnig 200 tonna línubátur og
margir smábátar.
Jarðhiti er við fjörðinn. í hálfa öld
hafa Súgffrðingar því haft sundlaug
en jarðhitann nýta þeir einnig til upp-
hitunar húsa.
Súgfirðingar burfa að fara um 26
kílómetra langari veg en 516 metra
háan til ísafjarðar. Leiðin getur því
oft verið ófær á vetrum. í hlíðinni fyr-
ir ofan þorpið er stutt flugbraut en
flugsamgöngur hafa verið stöpular í
vetur.
-KMU
Sameiginlegur listi:
Vinna þarf að
jarðgöngum
- segir Halldór Bemódusson
„Það sem mæðir mest á öllum eru
samgöngumálin. Vinna þarf að jarð-
gangagerð,“ sagði Halldór Bemódus-
son, efeti maður á sameiginlegum lista
Alþýðuflokks, Alþýðubandalags,
Sjálfetæðisflokks og óflokksbundinna
kjósenda á Suðureyri.
„Samgönguleysi við ísafiörð er það
sem fólk á erfiðast með að sætta sig
við. Við þurfum í æ ríkari mæli að
sækja þjónustu til ísafjarðar.
Ennfremur þurfum við að fylgja því
vel eftir að samgöngur í lofti verði í
lagi.
Hér innanbæjar er mest knýjandi
að unnið verði að byggingu sundlaug-
ar og í framhaldi af því byggingu
íþróttahúss. Við höfum hér mun betri
möguleika á að reka sundlaug en ná-
grannabæir vegna þess að við höfum
hér heitt vatn.
Ömggari rekstrargrundvelli þarf að
koma á Hitaveitu Suðureyrar. Með
tilkomu nýrrar borholu lagast þetta
væntanlega. Fjárhagur Hitaveitunnar
er slæmur, aðallega vegna tíðra bilana
á dælu borholunnar.
Á allra næstu árum þyrfti að vinna
að því að ljúka lagningu slitlags á
allar götur,“ sagði Halldór Bemódus-
son.
-KMU
Halldór Bemódusson skrifstofumaður.
Eövarð Sturluson, oddviti Suðureyrarhrepps.
Framsóknarmenn:
íþróttahús
og sundlaug
- segir Eðvarð Sturluson
„Bygging íþróttahúss og sundlaugar
er það sem heitast brennur á okkur,“
sagði Eðvarð Sturluson, efeti maður á
lista framsóknarmanna á Suðureyri
við Súgandafjörð.
„Gatnaframkvæmdum og hafriar-
framkvæmdum þarf að ljúka. Það þarf
að ljúka við barnaskólann og búa
hann tækjum.
Við erum að ljúka við hitaveituna,
erum að virkja nýja holu sem bomð
var í fyrra.
Mjög brýnt er orðið að dýpka inn-
siglingarleiðina inn í bátahöfnina
þannig að togarinn þurfi ekki að sæta
sjávarföllum. Það efni sem þannig
kæmi upp myndi nýtast okkur til land-
fyllingar.
Það er náttúrlega aðalatriðið að
geta búið við atvinnuöryggi. Það þarf
að búa þannig að atvinnurekstrinum
að hann geti staðið í skilum. Erfið-
'eikar hjá Fiskiðjunni Freyju hafa
óbeint skaðað framkvæmdagetu sveit- ^
arfélagsins," sagði Eðvarð Sturluson.
-KMU
Suðureyri:
Sameiginlegt framboð Sjálfetæðis flokksins, Al-
þýðuflokksins, Alþýðu bandalags og óflokksbund-
inna kjós enda.
1. Halldór Bemódusson skrifstofustjóri
2. Ama Skúladóttir hjúkmnarfræðingur
3. Sveinbjöm Jónsson form. Verkalfél. Súganda
4. Ingibjörg Sigfúsdóttir skrifetofumaður
5. Snorri Sturluson kennari
6. Jóhann Bjarnason verkstjóri
7. Guðni A. Einarsson skipstjóri
8. Sturla P. Sturluson bifreiðarstjóri
9. Þorvaldur H. ÞórðEirson bóndi
10. Kristín Ólafsdóttir húsmóðir.
Listi Fram-
sóknarflokksins
á Suðureyri verður þannig skipaður:
1. Eðvarð Sturluson oddviti
2. Karl Guðmundsson bóndi
3. Amar Guðmundsson verkamaður
4. Ólöf Aðalbjömsdóttir húsmóðir
5. Ámi Friðþjófeson vinnuvélstjóri
6. María Guðbrandsd. húsmóðir
7. Grétar Schmidt verkstjóri
8. Sigurvin Magnússon sjómaður
9. Sigurður Jósefeson sjómaður
10. Páll Helgi Pétursson bóndi.
Til sýslunefhdar: sameiginlegur listi, Gestur
Kristinsson hreppsstjóri og Lárus Hagalínsson vél-
gæslumaður.
Úrslit 1982
Alþýðuflokkur 50 atkv., 1 fulitr.
Framsóknarflokkur 93 atkv., 2 fulltr.
Sjálfstæðisflokkur 76 atkv., 1 fulltr.
Alþýðubandalag 41 atkv., 1 fulltr.
I hreppsnefnd voru kjörnlr:
Jóhann Bjarnason (A), Eðvarð
Sturluson (B), Lárus Hagalínsson
(B), Óskar Kristjánsson (D) og
Gestur Kristinsson (G).