Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Side 38
!
1 38
DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986.
Rakarastofan Klapparstíg i
Hárgreiðslustofan
Klapparstíg
Sími 12725
Tímapantanir
13010
i.
VIKAN
AUGLÝSINGADEILD
Þverholti 11, sími 27022
F YRIRTÆKI -
ATVINNUREKENDUR!
VIKAN
selst jafnt og þétt, í dreifbýli og þéttbýli.
Þess vegna geta auglýsendur treyst því að auglýs-
ing í VIKUNNI skilar sér.
VIKAN
Síminner
27022
i
&
VANDINN LEYSTUR
Teinamöppur fyrir Úrval
Sent í póstkröfu
ef óskaó er
Handhœg lansn til aó vardi eita hlaöid.
Hálfur árgangur í hverja möppu
Fást á afgreiöslu l rvals,
Þverholti 1 1. sími (1)1) 27022
og h já Bindageröinni.
Smidjuvegi 22.
símar (91) 77040 oy (91) 35468
Sandkorn Sandkorn
Blönduós-
tommar
Esso-skálinn á Blönduósi
hefur tekið til við að selja
Tommaborgara. Farið var
af stað með Tomma á kynn-
ingarverði. Á fyrsta degi
seldust 600 Tommar, sem
þýðir að annar hver íbúi á
Blönduósi fékk sér borgara
þennan dag.
Slöngu-
temjarinn
Húsvíkingar héldu 1. maí
hátíðlegan eins og aðrir
landsmenn. Hátíðahöldin
voru innandyra í þetta
skiptið. Margir baráttu-
söngvar voru kyijaðir.
Einn fékk sérstakar bar-
áttukveðjur frá afgreiðslu-
mönnum bensínstöðva á
Húsavik. Það var bílstjór-
inn hjá kaupfélaginu. Hann
þýkir kvikur í hreyfingum
og fasi og bensínmennirnir
eru ekki enn búnir að
gleyma því þegar hann ók
burtu síðasta sumar með
bensíndæluslönguna á
bólakafi í tanknum. Og fyr-
ir það fékk slöngutemjar-
inn baráttukveðjur.
Rúðan á
Raufarhöfn
Skagfirskur verktaki
vinnur þessa dagana við að
smíða brú skammt frá
Raufarhöfn. Langt hefur
verktakinn þurft að fara
eftir sandi í steypuna. Dag
einn nýlega var of þungt
hlass á vörubílnum. Lögg-
an á Raufó stöðvaði
bílstjórann. Ekki var hann
látinn sturta fáeinum sand-
kornum heldur tók pólitíið
biilyklana af manninum úti
á miðri Melrakkasléttu.
Þegar pólitiið skilaði lykl-
unum sólarhring síðar var
búið að bijóta rúðu i vöru-
bílnum. Traust varsla það.
Óábyrgir
einstaklingar
Verkalýðsfélagið á
Vopnafirði opnaði fyrir
tveimur árum verslun á
staðnum. Nú er svo komið
að hún blómstrar meðan
kaupfélagið er rekið með
tapi. Eins hafa trésmiðir og
aðrir hirt verk frá tré-
smiðju kaupfélagsins. Á
fundi nýlega ku einn kaup-
félagsmaðurinn hafa kallað
keppinautana „ óábyrga
einstaklinga".
Sumarið 20.
■ # r
jum
Menn eru ekki á eitt sátt-
ir um það hér fyrir norðan
hvenær sumarið ætli að
láta sjá sig, slík hefur ótíðin
verið að undanförnu. Á
Sauðárkróki hafa menn
þetta hins vegar allt á
hreinu. Sumarið kemur 20.
júní, sagði bóndi þar við
Sandkornið á dögunum.
Krókur á móti
bragði
Á Sauðárkróki rikir nú
fjörug kosningabarátta.
Vísur fjúka á hveijum degi.
Einn frambjóðandinn lof-
aði mönnum bót og betrun
á sjálfum sér nýlega með
þessari vísu:
Áður var ég drabbari,
drakk úr stauti glaður
dögum og árum ég kastaði
á glæ.
Nú er ég orðinn breyttur,
nýr og betri maður,
og nú vil ég fá að stjórna
þessum bæ.
Svart á
Hvammstanga
Þeir á Hvammstanga
ætla að malbika fyrir 15
milljónir í sumar, eða fyrir
allt framkvæmdafé bæjar-
ins og rúmlega það. Alls
eiga um 2200 tonn af biki
að fara á göturnar. Eftir
þetta verður Hvammstangi
nánast aUur malbikaður.
Kántríbær
Kántribærinn hans HaU-
bjöms á Skagaströnd
stendur nú auður og yfir-
gefinn. Heyrist sagt á
Skagaströnd að hreppur-
inn, sem á 1. veðrétt í
húsinu, taki það í sína
vörslu þegar skuldadæmi
kúrekans verður gert upp á
næstunni.
Slíta stjóm-
málasam-
bandi
Ungviðið á Akureyri vill
að við íslendingar shtum
stjórnmálasambandi við
granna okkar á Norður-
löndum eftir útreiðina í
Eurovision. Auðvitað er
það líka út í hött hve fá at-
kvæði GLeðibankinn fékk
frá frændum vorum. En
það er geymt en ekki
gleymt.
Læstist inni
í hraðbanka
Það var gott til þess að
vita að Hafnfirðingurinn
sem læstist inn í hraðbank-
anum var ekki í Ufshættu
eins og hraðbankastjórinn
sagði okkur. Og þá sagði
lögreglan í Hafnarfirði að
manninum hefði farið að
leiðast biðin. Engin furða,
tíminn Uður hægt á gervi-
hnattaöld í svona gleði-
bönkum.
Umsjón
Jón G. Hauksson
Kvikmyndir Kvikmyndir
Tónabíó - Salvador irk
Fréttamenn era hetjur nútímans!
Það er heimur ofbeidis og átaka sem blasir við fréltamanninum Boyle i El Salvador.
Myndin Salvador gerir heiðariega tilraun til að sýna okkur þennan heim. Slæmt að
ekki skyldi takast betur til.
Bandarisk, árgerð 1385.
Leikstjóri: Oliver Stone.
Aðalhlutverk: James Woods, John Savage
og Jim Belushi.
Nú um nokkurt skeið hafa myndir
um fréttamenn verið tískuefni meðal
kvikmyndagerðarmanna. Er það að
vonum - margt í lífi nútímafrétta-
mannsins er ákaflega ævintýralegt
og býður því upp á spennandi kvik-
myndaefhi. En hitt er ekki síður
mikilvægt að margt í starfi frétta-
manna gefur tilefni til athyglisverðr-
ar umijöllunar. Siðferðileg
vandamál eru sifellt að koma upp -
hvemig fréttamaðurinn eigi að
vemda hlutlægni sína og komast hjá
því að verða persónulega flæktur í
atburðarásina. Og síðan hvort það
sé yfirleitt hægt eða æskilegt að ná
þessari hlutlægni.
Margar athyglisverðar myndir
hafa verið gerðar um þessi vanda-
mál, s.s. Missing, The Killing Fields,
Under Fire og síðast en ekki síst,
The Year of Living Dangerously sem
tekur einna best á vandamálinu.
Þrátt fyrir að þetta séu allt hinar
ágætustu myndir finnst mér eins og
enn eigi eftir að gera virkilega góða
mynd um þetta viðfangsefni. Salva-
dor breytir þar engu um.
Salvador fer hálf furðulega af stað
og lengi vel er maður ekki viss um
hvað aðstandendur hennar hafa ætl-
að sér að gera. Við kynnumst heldur
ógæfulegum blaðamanni, Boyle, (Ja-
mes Woods), sem virðist vera búinn
að brenna allar brýr að baki sér.
Hann er atvinnulaus og fær þar að
auki hvergi vinnu. Hann á allsér-
stæðan kunningja sem Jim Belushi
(bróðir Johns heitins) leikur. Saman
leggja þeir af stað til E1 Salvador.
Er skemmst frá því að segja að þessi
persóna, sem Belushi leikur, er eins
og viðundur í myndinni. Hann hefúr
engan tilgang varðandi framvindu
söguþráðarins og virðist hafa hlut-
verk trúðsins í myndinni. Þótt hann
segi nokkra brandara þá er eins og
að hann hafi gengið inn í vitlausa
upptöku í kvikmyndaverinu.
Eins og áður sagði er myndin ákaf-
lega yfirborðsleg framan af og
áhorfendur litlu sem engu nær um
ástand mála í þessum heimshluta.
En það verður að segjast aðstand-
endum myndarinnar til hróss að þeir
taka sig á. Atburðarásin skerpist og
persónur lifha við. Við fáum að fylgj-
ast með gangi mála í El Salvador
og þeim atburðum sem hvað mikil-
vægastir urðu fyiir firamvindu
sögunnar þar. Morðið á Romero
biskupi og bandarísku nunnunum
verða átakanlega lifandi og allt í
einu hættir áhorfendum að standa á
sama um framvindu myndarinnar.
Þótt Boyle sé lítill fréttamaður þá
lendir hann í miðri hringiðu átak-
anna í E1 Salvador. Persónuleg
tengsl hans við innfædda konu eru
áberandi í myndinni og eru endalok-
in átakanleg. Áhorfendur hafa lært
ýmislegt um þann heim sem við lifum
í. Hins vegar eru þeir litlu nær um
fréttamennsku Boyle.
John Savage leikur fréttaljós-
myndara sem dreymir um að ná
fréttamynd allra tíma. Hann er
meira að segja tilbúinn að fóma líf-
inu til þess. Lítið og ósannfærandi
hlutverk sem Savage kemst þó
skammlaust frá.
Það er greinilegt að þessi mynd
er gerð af töluverðum metnaði og
þörf fyrir að gera grein fyrir vanda-
málum umheimsins. Hins vegar er
myndin alls ekki nógu heildstæð til
að geta talist merkilegt kvikmynda-
verk.
Sigurður Már Jónsson
★★★★ Frábær ★★★ Góö ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit