Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Page 40
40
DV. MÁNUDA'GUR 12. MAÍ 1986.
Andlát
Ólöf Dagbjartsdóttir lést á sjúkra-
húsi Patreksfjarðar 4. maí sl. Hún
fæddist á Móbergi á Rauðasandi 3.
ágúst 1894, dóttir hjónanna Sigur-
bjargar Ketilsdóttur. og Dagbjarts
Einarssonar. Ólöf fluttist að Holti á
Barðaströnd 1921. Þar giftist hún
manni sínum,, Þorvaldi Bjamasyni,
og bjuggu þau þar til ársins 1954 er
þau fluttu að Móbergi á Rauðasandi
og þaðan að Gröf á Rauðasandi 1955
þar sem þau bjuggu þar til haustið
1979 er þau hættu búskap. Fluttust
þau þá til dóttur sinnar Vigdísar og
Braga ívarssonar að Melanesi á
Rauðasandi. Þorvaldur andaðist árið
1979 en Ólöf fluttist með dóttur sinni
til Patreksfjarðar árið 1981. Henni
varð 10 barna auðið og eru fimm á
lífi. Útför Ólafar verður gerð frá
Hagakirkju á Barðaströnd í dag,
mánudaginn 12. maí, kl. 14.
Þórleifur Grönfeldt lést 5. maí sl.
Hann fæddist á Beigalda í Borgar-
hreppi 19. desember 1922, sonur
hjónanna Þóru Þorleifsdóttur og
Hans J. Grönfeldt. Á stríðsámnum'
gegndi Þórleifur starfi túlks hjá
breska og ameríska hemum. Árið
1947 hóf hann störf hjá Verslunarfé-
laginu Borg og starfaði þar lengi sem
fulltrúi eða þar til hann setti á stofn
sitt eigið fyrirtæki, Verslunina ís-
bjöminn & bókabúð Grönfeldts, sem
hann rak með eiginkonu sinni, Erlu,
til dauðadags. Þórleifur var tví-
kvæntur. Fyrri kona hans var
Sesselja Jóna Magnúsdóttir. Þau
slitu samvistum eftir stutta sambúð.
Eina dóttur eignuðust þau. Síðari
kona Þórleifs er Erla Björk Daníels-
dóttir. Þau hjónin eignuðust tvær
dætur. Útfor Þórleifs verður gerð frá
Borgameskirkju í dag kl. 15.
Jón Eiríkur Jónsson, Skipasundi 75,
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni þriðjudaginn 13. maí kl. 15.
Magdalena Björnsdóttir lést á heim-
ili sínu á Blönduósi þann 6. maí
síðastliðinn.
Sigríður Sveinbjamardóttir, Ysta-
skála, Vestur-Eyjafjöllum, andaðist
á heimili sínu 6. maí.
Björn Sigurðsson lést 1. maí sl. Hann
fæddist 9. október 1926 að Hvammi
í Skaftártungu. Hann nam trésmíði
í Iðnskólanum í Reykjavík og hlaut
meistararéttindi árið 1959. Hann sá'
um byggingu ýmissa mannvirkja,
m.a. Neskirkju. Árið 1980 réðst hann
sem starfsmaður á trésmíðaverk-
stæði Kópavogsbæjar og starfaði þar
til ársins 1984 er hann réðst sem
húsvörður að Hjallaskóla. Eftirlif-
andi eiginkona hans er Unnur
Tryggvadóttir. Þeim hjónum varð
þriggja dætra auðið. Útför Bjöms
verður gerð frá Kópavogskirkju í dag
kl. 13.30.
Einar Jón Karlsson, Gyðufelli 10, lést
í Vífilsstaðaspítala 28. apríl sl. Jarð-
arforin hefur farið fram í kyrrþey.
Jóhanna Guðbjörg Kristófersdóttir,
er lést á Hrafnistu, Reykjavík, 2. maí
sl., verður jarðsungin frá Fossvogs-
kapellu í dag, 12. maí, kl. 15.
Karl Magnússon, Þórsgötu 13, verð-
ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju
13. maí kl. 13.30.
Guðmundína Rannveig Ragúelsdótt-
ir verður jarðsungin frá Hafnarfjarð-
arkirkju þriðjudaginn 13. maí 1986
kl. 13.30.
Ólafur Sigurðsson, Heiðvangi 20,
Hafnarfirði, áður Vestmannabraut
3, Vestmannaeyjum, lést í St. Jós-
efsspítala í Hafnarfirði 29. apríl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
Tónlist
Manuela Wiesler í Iðnó
Mánudagskvöldið 12. maí kl. 20.30
mun Manuela Wiesler flautuleikari
halda einleikstónleika í Iðnó á veg-
um Musica Nova. Þar mun hún spila
5 verk, 3 skandinavísk sem hafa ver-
ið samin fyrir hana á undanförnum
árum og tvö japönsk eftir Kazuo
Fukushima og Toru Takemitsu,
frægustu nútímatónskáld þar eystra.
Þetta er allt saman trúarleg tónlist
- í víðum skilningi þess hugtaks -
sem fjallar um ljós og myrkur, líf og
dauða. Norrænu verkin eru eftir
sænsku tónskáldin Anders Eliasson
og Áke Hermannsson og Norðmann-
inn Yngve Slettholm.
Tónleikar Tónlistar-
skólans í Reykjavík
Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur
tónleika i Norræna húsinu miðviku-
daginn 14. maí kl. 20.30. Björn Davíð
Kristjánsson leikur á flautu verk eft-
ir J.S.BACH, DEBUSSY, BRICC-
IALSI, FRANK MARTIN og
SCHUBERT. Stephen Yates leikur
með á píanó. Þessir tónleikar eru
fyrri hluti einleikaraprófs Bjöms
Davíðs frá skólanum. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Ymislegt
200 ára afmælis
Reykjavíkurborgar
minnst í Æfingaskóla Kennarahá-
skólans
Nemendur og starfsfólk Æfingaskóla
Kennaraháskólans minnast 200 ára
afmælis Reykjavíkurborgar með sér-
stakri afmælisviku dagana 12.-16.
maí. Á dagskrá eru margvísleg verk-
efni til fróðleiks og skemmtunar. Þar
má nefna ferð í Viðey, skoðunarferð-
ir um borgina, m.a. á söfn, útivistar-
svæði og vinnustaði, og íþróttahátíð
á Miklatúni. Miðvikudaginn 14. mai
verður opið hús í skólanum kl. 16-
19. Þá verða til sýnis myndverk nem-
enda og þættir úr skólastarfinu á
myndböndum. Veitingar verða á
boðstólum. Hátíðarvikunni lýkur
með skemmtun í íþróttahúsi skólans
föstudaginn 16. maí kl. 16-18.
Kvenfélag Laugarnessóknar
fer í heimsókn til kvenfélags Breið-
holts þriðjudagskvöldið 13. maí.
Farið verður í rútu frá Laugarnes-
kirkju kl. 20.15 stundvíslega.
SÍBS með ferð á
ítölsku rívíeruna
SÍBS býður félögum sínum og fjöl-
skyldum þeirra í hagstæða ferð á
itölsku rívíeruna í þrjár vikur, 26.
maí. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku
hafi samband við skrifstofu SÍBS,
Suðurgötu 10, sími 22150.
Prentarinn
Út er komið 2. tbl. 1986 af Prentaran-
um, málgagni Félags bókagerðar-
manna. Efni þessa blaðs er að mestu
helgað innra starfi félagsins, enda
kom það út fyrir aðalfund FBM, sem
haldinn var 26. apríl sl. 1 blaðinu er
að finna yfirlit yfir starfsemi félags-
ins fyrir liðið starfsár, bæði í máli
og myndum. Þá er í blaðinu minnst
80 ára sögu samtaka bókbindara,
fjallað um deilu enskra prentara og
fleira.
Frjáls verslun, 3. tbl. 1986, er
komin út
Meðal efnis blaðsins er forsíðuviðtal
við Markús Örn Antonsson útvarps-
stjóra, birtar eru niðurstöður í
skoðanakönnun um verðbólguvænt-
ingar almennings, fjallað er um
misræmi í tollskránni, viðtal við
Þórð Friðjónsson, formann stjómun-
arfélags lslands, birtur er listi yfir
söluhæstu áfengistegundimar árið
1985, kynntur er búnaður til eld-
varna fyrir fyrirtæki og samanburð-
ur gerður á útlánakjörum bankanna.
Útgefandi Frjálsrar verslunar er
Frjálst Framtak hf. en ritstjóri blaðs-
ins er Kjartan Stefánsson.
Kennaranámskeið
Umsóknarfrestur um kennaranám-
skeið, sem haldin verða í sumar á
vegum Kennaraháskóla íslands, er
nú mnninn út. Að vanda hafa kenn-
arar sýnt mikinn áhuga og eru mörg
námskeið fullbókuð og meirá en það,
en á önnur er ennþá hægt að bæta
við nokkmm þátttakendum.
Þar sem allir kennarar eru jafn-
framt móðurmálskennarar var búist
við mikilli aðsókn á námskeið í fs-
lensku. Það eru því alls þrjú
námskeið í boði og er hægt að bæta
við á tvö þeirra, „Talmál í móður-
málskennslu" og „Málfræðileg
greining".
Á námskeiði fyrir kennara í 7.-9.
bekk á að leggja áherslu á að ræða
þau vandamál sem kennarar og nem-
endur unglingastigs standa and-
spænis og leita leiða til úrbóta.
Þetta er tvímælalaust áhugavert
viðfangsefni og aðkallandi að velta
fyrir sér hvaða námsefni og kennslu-
aðferðir höfða best til unglinga og
koma þeim að gagni í áframhaldandi
námi og starfi. Ennþá er hægt að
bæta við þátttakendum á þetta nám-
skeið og líka á námskeiðin: „Fræðsla
um þróunarlönd", sem ætlað er
kennurum í 7.-9. bekk og á fram-
haldsskólastigi, og „Náms- og starfs-
fræðsla og ráðgjöf1?, ætlað
kennurum í efstu bekkjum grunn-
skólans.
Flóamarkaður
Mæðrastyrksnefndar
verður að Garðastræti 3 í dag, 12.
maí. Opið frá kl. 14-17.
Gróður og trjárækt
Almennur borgarafundur um gróður
og trjárækt verður haldinn nk.
mánudagskvöld, 12. maí, kl. 20.30 í
Félagsmiðstöðinni við Frostaskjól
(KR-heimilinu).
Æskan og umhverfið er landsverk-
efni JC-hreyfingarinnar á íslandi. f
mars 1986 var gert samkomulag við
Skógrækt rikisins um að skógræktin
sæi um fræðsluerindi í aðildarfélög-
um JCÍ.
Svæðisstjórn JC-félaganna í
Reykjavík hefur ákveðið að efna til
borgarafundar með Reykvíkingum.
Til liðs við sig hefur svæðisstjórn
Reykjavíkur fengið Sigurð Blöndal
skógræktarstjóra og Jóhann Páls-
son, garðyrkjustjóra Reykjavíkur, til
þess að flytja erindi og svara fyrir-
spurnum. Sigurður mun fjalla um
æskuna og umhverfið, skógrækt og
ef til vill sitthvað fleira. Jóhann
Pálsson ætlar að tala um gróður í
vesturbænum í Reykjavík.
Án efa verður fróðlegt að heyra
hvað þessir sérfræðingar okkar hafa
fram að færa.
Allir eru velkomnir, sérstaklega
hvetjum við ungt fólk til að mæta
og fræðast.
Upplýsingar um garðyrkjuáhöld og
plöntur liggja frammi. Kaffiveiting-
ar.
Námskeið á vegum hár-
greiðslu-
meistarfélags íslands
Dagana 11.-14. maí nk. mun enski
hárgreiðslumeistarinn Dar vera með
námskeið hér á landi á vegum Hár-
greiðslumeistarafélags íslands.
Sunnudaginn 11. maí verður sýni-
kennsla á Hótel Borg. Ásamt Dar
verður einnig sérfræðingur í KMS
hársnyrtivörum og förðunarsérfræð-
ingur sem vinnur fyrir tískublaðið
Vogue. Dar er leiðandi hárgreiðslu-
meistari í London og þekktur fyrir
skapandi hárgreiðslur og klippingar.
Hann hefur unniö að stórsýningum
í Royal Albert Hall og Barbican í
London ásamt því sem hann hefur
haldið námskeið um alla Evrópu.
Hárgreiðslunámskeið verður haldið
sem hér segir: Hótel Borg, sunnudag
11. maí kl. 10-16. Sýnikennsla, mánu-
daginn 12. maí og þriðjudaginn 13.
maí. í sýnikennslu er unnið við eigin
módel. Upplýsingar veittar í Permu
(Arnfríður) i síma 27030 og í Papillu
(Dorothea) í síma 17144 og 15137.
Nemendur húsmæðra-
skólans á Löngumýri
í Skagafirði veturinn 76-77. Hafið
samband við Diddý, s. 92-2637,
Svövu, s. 91-71016 og Birnu, s. 91-
79637, fyrir 20. maí vegna 10 ára af-
mælisins.
Vélar og vagnar sf.
Sumardaginn fyrsta var opnað nýtt
fyrirtæki að Eyrarvegi 15 á Selfossi
og heitir það Vélar og vagnar sf.
Fyrirtækið er umboðsaðili Bílaborg-
ar hf. í Reykjavík og býður upp á
Mazda bifreiðar og Bridgestone hjól-
barða. Einnig frá Bílaborg Lancia
bifreiðar og Hino vörubíla. Þá eru
Vélar og vagnar sf. umboðsaðili fyrir
Globus hf. í Reykjavik með Zetor og
Fiat dráttarvélar, New Holland hey-
bindivélar og heyhleðsluvagna
ásamt hvers konar heyvinnslutækj-
um öðrum frá Globus hf. Einnig
Tapað-Fundið
Kvengullúr tapaðist
Kvengullúr tapaðist á leiðinni frá
Hagkaupi Laugavegi að Lindargötu
21. apríl sl. Upplýsingar i síma 12705.
Myndavél tapaðist
aðfaranótt laugardagsins 19. apríl.
Vélin var i svörtu hulstri og tapaðist
á leiðinni Broadway - vesturbær -
Kópavogur. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 98-1514.
Fundir
Fundur um aðgerðarannsóknir
í landbúnaði
Miðvikudaginn 14. maí 1986 heldur
Aðgerðarannsóknafélag íslands
(ARFÍ) fund um ofangreint efni í
húsi Rausvísindastofnunar Háskól-
ans við Dunhaga 3 (kaffistofu á 2.
hæð).
Framsögumenn verða Páll Jens-
son, forstöðumaður Reiknistofnunar
Háskólans, og Ámi Möller frá svína-
búinu Þóroddsstöðum. Páll mun
kynna nokkur verkefni, þar sem að-
gerðarannsóknum hefur verið beitt
á viðfangsefni í íslenskum land-
búnaði, þar á meðal er reiknilíkan
af mjólkurframleiðslu kúabúa.
Árni mun fjalla um framleiðslu-
stjórnun á svínabúi sínu og um
upplýsingaöflun og úrvinnslu gagna
þar. Rætt verður um möguleika á
notkun reiknilíkana í svínarækt.
Aðgerðarannsóknafélag íslands er
félag áhugamanna um notkun að-
gerðarannsókna (aðgerðagreining-
ar) á íslandi. ARFÍ var stofnað í
janúar 1985 og telur nú u.þ.b. 50 fé-
laga. Aðgerðarannsóknir eru í stuttu
máli notkun stærðfræðilegra að-
ferða í skipulagningu og rekstri.
Sem dæmi má nefna verkefnið að
finna ódýrustu fóðurblöndu sem upp-
fyllir öll skilyrði sem sett eru um
næringargildi, steinefni o.s.frv.
Fundurinn hefst kl. 17.00 og eru
allir sem áhuga hafa velkomnir.
Kaffiveitingar verða á staðnum.
Kvenfélag Breiðholts
heldur fund þriðjudaginn 13. maí kl.
20.30 í safnaðarheimili Bústaða-
kirkju. Kvenfélag Laugarnessóknar
kemur í heimsókn.
Fyrirlestrar
Háskólafyrirlestur
Peter Laslett, prófessor í sagnfræði
við háskólann i Cambridge, flytur
opinberan fyrirlestur í boði Kenn-
araháskóla Islands, heimspekideild-
ar og félagsvísindadeildar Háskóla
fslands þriðjudaginn 13. maí 1986 kl.
17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlestur-
inn nefnist Britain/Iceland, be your
age og fiallar um áhrif breyttrar
fólksfiölda- og aldursgerðar á líf
manna í í iðnvæddum löndum. Fyrir-
lesturinn verður fluttur á ensku og
er öllum opinn. Peter Laslett er með-
al nafnkunnustu fræðimanna sem nú
eru starfandi á sviði félags- og fiöl-
skyldusögu. Eftir hann liggur fiöldi
rita, þ.á m. The World Have Lost og
Family and Illicit Love in Earlier
Generations.
útvegar fyrirtækið frá Globus hina
þekktu Harvestor heymetisturna.
Vélar og vagnar sf. er umboðsaðili
Tryggingar hf. í bifreiðatryggingu
og selur einnig Suzuki fiórhjóla-
minkinn sem einnig fæst með fram-
hjóladrifi. Þá fer fram bílasala hjá
fyrirtækinu á notuðum bílum og
landbúnaðarvélum, það býður upp á
alhliða viðgerðarþjónustu fyrir
ferðamenn og veitir einnig alla
björgunaraðstoð í Ámes- og Rangár-
vallasýslum. Símarnir eru 1504 og
1506. Framkvæmdastjóri Véla og
vagna sf. er Júlíus Hólm Baldvins-
son.