Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Side 42
42
DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986.
Sviðsljós
Sviðsljós
Sviðsljós
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Björn Borg
vakti mikla athygli þegar hann
mætti á almannalæri með
splunkunýja klippingu. Hinn merki
atburður átti sér stað í Stokkhólmi
fyrir örskömmu og Sviar velta því
fram og aftur fyrir sér hvort þetta
sé framfaraspor eður ei. Fréttir
af útlitsbreytingu kappans eru
jafnvel á útsíðum og hafa því ýtt
fjárhagsáhyggjum og öðru dæg-
urþrasi yfir á aðrar og ómerkari
siður fjölmiðlanna í hinu sænska
velferðarríki.
Karl
hinn breski
trúir á fljúgandi diska. Óræka
sönnun fyrir tilveru þeirra fyrir-
hitti hans konunglega tign á flugi
yfir írlandi í febrúarmánuði síð-
astliðnum. Kalli var þar innan-
borðs i þotu breska hersins þegar
fljúgandi diskur sveif framhjá
löngu nefi hans hátignar. Frá
þeirri stundu hefur fýrinn gefið frá
sér yfirlýsingar um einlægan
átrúnað á FFH en einstöku fýlu-
púkar innan hirðarinnar heimta
nú að hátigninni sé haldið endan-
lega edrú í flugferðum á komandi
árum.
Stefanía
af Mónakó
er búinn að endurnýja í elsk-
hugasafninu. Sá allra nýjasti gerir
kröfu til að hans nafn verði hvergi
nefnt þvi hann þolir ekki tilhugs-
unina um að lenda aftarlega i röð
gamalla sénsa á eftir fýrum eins
og Anthony Delon og Paul Bel-
mondo. Sviösljósið hefur ekki
lofað nelnu þagnarbindindi og
lætur því upplýsingarnar fjúka -
nafnið er Christophe Lambert
sem annars gengur undir nafninu
Tarsan viö hátíölegri tækifæri.
David Bowie
fær bráðlega nýtt hlutverk. Kanar
vilja ólmir að gerð veröi kvikmynd
um þeirra ástkæra mafíósó, Frank
Sinatra, og að þeirra áliti er eng-
inn betur fallinn tii þess að túlka
dúlluna á tjaldinu en einmitt David
Bowie. Nákvæmlega ekkert
komment hefur komið frá væntan-
iegri kvikmyndastjörnu um ágæti
hugmyndarinnar.
Jagger í kvennafansi
Rollingurinn marg-
frægi, Mickjagger,
hefur veriö umkringd-
ur alls kyns kvensum
frá því að fyrst tóku aö
birtast myndir af fírnum
ífjölmiðlum. Til
skamms tíma voru þetta
yndisfagrar ástmeyjar
en núna hefur orðið á
hressileg breyting - á
meðfylgjandi mynd er
Mikki með sambýlis-
konunni Jerry Hall og
dætnmum Karis, Jade
og Elizabeth. Til hliðar
er bamfóstran með eina
son söngvarans - James
Jagger. Það er greini-
lega af sem áður var -
gamli grjóni!
Fjórum tugum fagnað
Það var þrumustuð á fertugum Verslingum sem hittust til að
ri§a upp gamlar minningar frá skólaárunum. Öm Eiðsson var
veislustjóri, margir fluttu ræður og í öllum homum var skeggr-
ætt og skrafað um nýtt og gamalt veraldarvafstur. í lokin voru
uppi raddir um að hittast sem fyrst aftur og þá vonandi fyrir
fimmtíu ára afmæli árgangsins. DV-myndir PK.
Það var glatt á hjalla hjá hinum fertugu Verslingum - Örnólfur Thorlacius rektor,
Rannveig Tryggvadóttir þýöandi, Kristján Flygenring verkfræðingur, Jón Rafn Guð-
mundsson framkvæmdastjóri, Hanna Helgadóttir fulitrúi, Guðrún Jónsdóttir húsmóðir
og Vilhjálmur Ólafsson útibússtjóri.
Frá kvennahorninu - Þórunn Matthíasdóttir skrifstofumaður, Gislína Magnúsdóttir
fulltrúi, Sigrún Ólafsdóttir húsmóðir, Ingunn Egilsdóttir verslunarstjóri, Bryndís Guð-
mundsdóttir húsmóðir, Margrét Tómasdóttir fulltrúi, Jódís Jónsdóttir fulltrúi og
Sigríður Jónsdóttir húsmóðir.
Hann var góður þessi! Egill Skúli Ingibergsson verkfræðingur, Kristján Flygenring,
Hanna Helgadóttir, Kristín Jóhannsdóttir fulltrúi, Jón Rafn Guömundsson fram-
kvæmdastjóri og Örn Eiðsson upplýsingafulltrúi.
Hin samrýnda þrenning - Árni Theódórsson vaktmaður, Hjörleifur Guðnason stöðvar-
stjóri og Valdis Blöndal leiðsögumaður.