Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1986, Qupperneq 43
DV. MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1986.
43
Sviðsljós Sviðsljós
Sviðsljós
jf
Svolitið seinn fyrir. 'h ICY tríósins, Pálmi Gunnarsson, skundar inn.
Beint af æfingu á Gleðibankanum: Þórir Baldursson tónlistarmaður (snýr
baki í vélina), Helga Möller söngkona og Egill Eðvarðsson, Hugmynd.
Auglýsingaliðið
og gestir þeirra í Háskólabíói
Alþjóðleg auglýsingakvikmynda-
hátíð er árlegur viðburður á íslandi.
Hefur svo verið síðastliðin 14 ár.
Hér er um að ræða verðlauna-
myndir frá alþjóðlegu auglýsinga-
kvikmyndahátíðinni í Cannes í
Frakklandi, 130 talsins. Það er GBB
auglýsingaþjónustan sem stendur
fyrir þessu framtaki og býður til há-
tíðarinnar viðskiptavinum sínum,
auglýsingafólki, leikurum, forystu-
mönnum úr viðskiptalífinu, nemend-
um úr viðskipta- og félagsvísinda-
deild Háskóla Islands og fleirum.
Við sjáum hér nokkrar svipmyndir
frá hátíðinni, sem haldin var fyrir
skömmu í Háskólabíói, að viðstödd-
um um 900 gestum.
Ljósmyndimar hér á síðunni tók
Amaldur Halldórsson.
Greinilega mjög gaman i hléi hjá Jóni Á. Eggertssyni, framkvæmda-
stjóra Kaupstefnunnar hf., og Þorkeli G. Guðmundssyni innanhússarki-
tekt.
Sveinbjörn I. Baldvinsson, sjónvarpsmaður og kvikmyndagagnrýnandi,
Karl Óskarsson kvikmyndagerðarmaður og Valdis Óskarsdóttir, dag-
skrárgerðarmaður á rás 2.
Eirikur Hauksson, 'h ICY tríósins, á tali við Lindu Jónasdóttur, Helg-
arpósti. Ingólfur Margeirsson, ritstjóri Helgarpóstsins, hnýtir skóþveng
sinn.
Asbjöm Magnússon, yfirmaður Tour Office á Keflavikurflugvelii, Halldór
Guðmundsson, framkvæmdastjóri GBB auglýsingaþjónustunnar, og Þor-
kell Þorkelsson, Bæjarleiðum.
Björk Baldursdóttir, auglýsingateiknari ÓSA, Jón Kjartansson, kvik-
myndagerðarmaður Saga Film, Sigrún Sætran, auglýsingateiknari Gylmi,
Haraldur Hjartarson, framkvæmdastjóri MÁT hf., og Gísli Blöndal, fram-
kvæmdastjóri ÓSA.
Það þarf heilan starfshóp til þess að koma likani af heilli Hallgrímskirkju á laggirnar.
Rey kj aví kurbor g
- frá sjónarhóli yngstu kynslóðarinnar
íbúar Reykjavíkurborgar
standa allir á haus við undir-
búning stórafmælisins nú í
sumar enda ekki á hverjum
degi sem borgin verður
tveggja alda gömul. Krakk-
arnir á leikskólanum Hlíða-
borg létu ekki sitt eftir liggja,
þau hafa meðal annars unnið
stórt líkan af Hallgrímskirkju
og Öskjuhlíðina eru þau líka
með á einum deildarveggnum.
Það voru Trölladeildar-
krakkarnir sem settu allan
sinn kraft í afmælisvinnuna,
söfnuðu hinum ýmsu dásemd-
um í Öskjuhlíðinni til nota
síðar í veggmynd af staðnum
og lögðu lykkju á leið sína til
þess að virða fyrir sér Hall-
grímskirkju af hinni mestu
athygli. Afraksturinn af mik-
illi vinnu sést á meðfylgjandi
myndum og einnig Dreka-
deildarliðið sem aðstoðaði við
hönnun verkanna - í fjarveru
Trölladeildarinnar - dags-
partinn sem ljósmyndari DV
leit við á Hlíðaborginni til
þess að festa afrakstur þrot-
lausrar vinnu yngstu kyn-
slóðarinnar á filmu.
Heiður úr Drekadeildinni náói réttum litbrigðum á turninn með hárfínni einbeitingu.
öskjuhliðarverkefnið komlð á vegginn. Á vinstri væng má sjá rör sem táknar hitaveitustokkinn,
efst sívalninga sem eru vatnstankarnir og neðarlega til hægri eru ýmsar gersemar svo sem
gömul gleraugu og dýrmæt bréfasnlfsi. DV-myndir: KAE.