Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Hneyksli skekur Wall Street Dennis Levine var einn efhilegasti bankamaðurinn í Wall Street. Hann var framkvæmdastjóri hjá virðulegu fyrirtæki, þrjátíu og þriggja ára gamall, myndarlegur og hafði sér- stakt lag á að vekja áhuga viðskipta- vina. Að auki hafði hann hæfileika til að verða sér úti um upplýsingar um tilvonandi yfirtöku fyrirtækja, þ.e. þegar stórt fýrirtæki leggur und- ir sig minna fyrirtæki til að auka markaðshlutdeild sína, losna við samkeppni og svo fram eftir götun- um. Hann fékk síðan fómarlömbin til að ráða hans fyrirtæki til að ann- ast vamir í málunum. Að sögn lögreglunnar notaði Levine sér- fræðiþekkingu sína einnig til að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum, sem hann vissi að áttu von á tilboði um yfirtöku. Síðari seldi hann bréfin þegar verð þeirra hækkaði í kjölfar tOboða um yfirtöku. Stærsta mál sinnar tegundar Þetta er hins végar ólöglegt og í síðustu viku komst upp um Levine. Sérstök rannsóknamefnd, sem hefur eftirlit með verðbréfamarkaðnum í Wall Street, kærði hann fyrir 54 brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Not- aði hann gervifyrirtæki sem skráð voru í Panama og á Bahamaeyjum og víðar. Stuttu seinna var hann handtekínn í Manhattan. Ef Levine verður dæmdur sekur af þessum ákærum gæti hann orðið að endur- greiða 7,6 milljónir dollara af ólög- legum gróða og borga 22,8 milljóna dollara sekt. Hann á einnigyfirhöfði sér allt að fimm ára fangelsi. Þetta mál er hið stærsta af þessu tagi sem rannsóknamefhdin hefur nokkum tfma haft afskipti af og hefur það skapað nokkum ugg með- al manna í Wall Street. Levine hafði ólöglega grætt 12,6 milljónir dollara á síðustu 5 árum. Svona mál koma alltaf upp á yfirborðið öðru hvoru, en aldrei áður hefur svona háttsettur maður verið sakaður um að hafa, með ólöglegum hætti, komist yfir jafrimikið fé í jafrilangan tíma. Er það mál manna að Levine hljóti að hafa skipst á upplýsingum við fjölda fjármálamanna og óttast menn mjög að handtaka hans sé aðeins byrjunin á því sem geti reynst stórkostlegt hneykslismál fyrir Wall Street. Sér- staklega em menn uggandi um að hann og samstarfsmenn hans gefi upplýsingar um samverkamenn gegn vægari dómi. Heimildir innan embættismannakerfisins herma að á næstunni megi búast við ákærum gegn háttsettum, virðulegum mönn- um fyrir sömu sakir. Er nú talað um „Watergate" í Wall Street. Víðtækt samsæri Ólögleg verðbréfaviðskipti af þessu tagi geta tekið á sig ýmsar myndir. Fyrirframvitneskja um að fyrirtæki muni setja á markaðinn nýja vöru, gefa út skýrslu um mikinn gróða fyrirtækisins eða eitthvað f þá veruna getur auðveldað spákaup- mönnum að verða sér úti um skjót- tekinn gróða. Samt eru það upplýsingar um væntanleg yfirtöku- tilboð sem eru ær og kýr þessara viðskipta. Levine var sérfræðingur í samein- ingu fyrirtækja og starfaði sem slíkur, og hafði því aðgang að dýr- mætum. leynilegum upplýsingum daginn út og inn. Það vekur athygli að í 35 af þeim 54 málum, sem Le- vine er ákærður fyrir, kemur fjár- festingabanki sá er hann vinnur hjá ekki við sögu. Þetta bendir til þess að hann hafi skipst á upplýsingum við menn hjá öðrum sambærilegum bönkum. Talið er hugsanlegt að Levine hafi unnið með hópi af verðbréfabröskur- um. Braskaramir kaupa venjulega hlutabréf f fynrtækjum eftir að til- kynnt hefur verið um yfirtökutilboð. Vonast þeir eftir skjótfengnum gróða er keppinautar þeirra fara að bjóða í hlutabréf, sem svo hækka í kjölfarið. Sumir braskarar virðast vita um tilboðin áður en þau eru tilkynnt. Notaði banka á Bahamaeyj- um og gervifyrirtæki í Panama En hver sem skiptist á upplýsing- um við Levine - þá virðist Ijóst að viðskipti hans fóru í gegnum Bem- ard Meier, þijátíu og fimm ára gamlan bankastjóra útibús Leu- bankans svissneska á Bahamaeyj- um. Bankinn hefur höfuðstöðvar í Zurich. Meier, sem er sakaður um að hafa þegið 152.000 dollara fyrir þessi viðskipti, var í síðustu viku ákærður fyrir að vera meðsekur í málinu. Fyrstu viðskipti þeirra áttu sér stað i maf 1980, er Levine keypti 1.500 hlutabréf í Dart-fyrirtækinu en seldi þau innan við tveimur vikum seinna með 4.000 dollara hagnaði þegar Dart tilkynnti að það væri að sameinast Kraft-fyrirtækinu. Eftir' þessa ákjósanlegu byrjun notaði Levine sambönd sín á Ba- hamaeyjum hvað eftir annað. Hann hringdi „collect" í Meier úr almenn- ingssímaklefum í hádegisverðartím- um sínum og notaði nafnið „Mr. , Diamond". Eigendur hlutabréfa hans vom skráðir „Intemational Gold inc.“ og „Diamond Holdings S.A.“, gervifyrirtæki sem Levine hafði sett á laggimar í Panama. Þegar hann þurfti að hitta Meier sjálfur flaug hann til Bahamaeyja undir fölsku naini og borgaði ferð- imar með Veiðufé. Til að vekja ekki grunsemdir konu sirrnar minntist hann aldrei á þessar ferðir sínar og passaði að vera aldrei yfir nótt á Bahamaeyjum. Græddi 2,7 milljónir dollara á þremur vikum Eftir því sem tíminn leið urðu fjár- festingar Levines og um leið hagnað- ur stærri og meiri. I nóvember 1982 keypti hann 50.000 hlutabréf í Itek- Umsjón: Ólafur Arnarson fyrirtækinu. Hann seldi þau tveimur mánuðum seinna, er Litton-fyrir- tækið hafði yfirtekið Itek, og græddi 805.000 dollara. í maí síðastliðnum keypti hann 150.000 hlutabréf í hinu fræga Nabisco-fyrirtæki. Þremur vikum seinna, er vangaveltur um hugsanlega sameiningu Nabisco við Reynolds gengu fjöllum hærra, seldi hann bréf sín með 2,7 milljóna hagn- aði. Þetta voru greinilega of miklir peningar fyrir mann sem var alinn upp í miðstéttarfjölskyldu í Queens í New Yorkríki og lauk prófi frá Baruch College, sem er einn af há- Dennis Levine hagnaðist vel á ólöglegum verðbréfaviðskiptum. Handtaka hans hefur valdið miklum ugg meðal braskara í Wall Street. skólum New Yorkborgar. Meðan Levine stóð í þessum ólöglegu við- skiptum keypti hann íbúð á Park Avenue á Manhattan, sumarhús á Long Island, rauðan Ferrari sportbíl og verðmæt listaverk og skartgripi. Bankareikningar frystir Meðan á öllu þessu stóð var fyrr- nefnd rannsóknamefnd komin á sporið á eftir honum, undir stjóm Gary Lynch. Eftir að hafa rakið mikinn Qölda ólöglegra viðskipta til Leu-bankans fékk nefndin þær upp- lýsingar frá ónafngreindum heimild- um að Levine stæði á bak við allt saman. Með þessar upplýsingar að vopni fengu bandarískir embættis- menn bankann til að veita þeim fullar upplýsingar um ólögleg við- skipti Levines. Er Levine frétti af rannsókn nefndarinnar skipaði hann Meier að losa sig við vegabréf sitt og önnur skjöl í bankanum. Hinn 9. maí reyndi Levine að flytja 10 milljónir dollara úr bankanum á Bahamaeyjum yfir á bankareikning á Cayman-eyjum. Þá frystu embætt- ismenn bankareikninga hans og lögðu fram ákæm gegn honum á Manhattan. „Þetta sýnir að þvi fólki skjátlast, sem heldur að það komist upp með glæpi með því að nota er- lenda bankareikninga," sagði Lynch. Ekki eina málið Handtakan kemur í kjölfar margra annarra í stríði rannsóknamefndar- innar gegn ólöglegum verðbréfavið- skiptum. Stríð þetta hefur staðið frá 1981 er John Shad tók við for- mennsku í nefhdinni. Hann lofaði þá að hafa hendur í hári lögbijóta. Við það hefur hann staðið. Síðastlið- in fjögur ár hafa verið lagðar fram 77 ákæmr vegna ólöglegra verð- bréfaviðskipta og em það fleiri en næstu þrjátíu og tvö árin á undan. I fyrra var R. Foster Winans, fyrr- verandi blaðamaður á Wall Street Journal, dæmdur í 18 mánaða fang- elsi fyrir að versla sjálfur með hlutabréf sem hann hafði ætlað að auglýsa í blaðinu. Fleiri dæmi mætti hér nefna. Þrátt fyrir aukið eftirlit rannsókn- amefhdarinnar er það álit margra í Wall Street að ólögleg viðskipti komi áfram til með að þrífast. Fréttin í síðustu viku var eins mik- ið áfall fyrir Wall Street og ef hlutabréf í Dow Jones stórfyrirtæk- inu hefðu fallið um 100 stig. Spá- kaupmenn velta því nú fyrir sér hvert sé næsta fómarlamb nefndar- innar. „Allir hafa einhvem tíma gert ólögleg viðskipti," segir einn spá- kaupmaður og annar segir: „Hér áður fyrr gerðu menn að gamni sínu um ólögleg verðbréfaviðskipti en nú þykir það mikið smekkleysi að glensast með slíkt." Eitt er alveg víst. Dennis Levine og samstarfs- mönnum hans stekkur ekki bros þessa dagana. (Heimild: Time.) Gary Lynch stjórnaði rannsókninni á Levine.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.