Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Síða 25
DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. íþróttir íþróttir íþróttir siliska liðinu en hann var i stööu vinstri li. Á myndinni stekkur hann upp úr tækl- itt fyrir harðan varnarleik Spánverjanna (inu. Símamynd/Reuter umenn eppnir i Spánverja, 1-0 Þetta atvik hleypti miklu íjöri í leikinn sem liafði verið helst til dauíur fram að þvi. Brasilíumenn, sem höfðu lítið kom- ist áleiðis gegn sterkri vöm Spánverja í íyrri hálfleik, hertu nú allar sóknarað- gerðir sínar. Þeir uppskám mark á 63. mínútu og var það læknirinn Sókrates sem skoraði það. Hann skallaði knöttinn í markið eftir að sóknarmaðurinn Careca hafði skotið í þverslána. Brasiliumonn sýndu það í leiknum að þeir geta náð langt í keppninni eins og flestir hafa reyndar spáð þeim. Þó að Zico léki ekki með höfðu þeir yfirburði yfir Spánverjana sem vom grófir í vam- arleik sínum. Það er að vísu sárgrætilegt fyrir Spánverja að fá ekki dæmt gilt markið sem þeir skomðu en það hefði varla verið sanngjamt að þeir heföu náð þar forystunni. Það var greinilegt. að Brasilíumenn ætluðu ekki að brenna sig á því sama og 1982. Miðvallarleikmenn þeirra nú em sterkari vamarlega séð heldur en þeir sem vom í liðinu 1982. Hins vegar em þeir ekki sömu snillingar í sóknar- leikmun. Það var ekki fyrr en Sókrates fór að sýna sitt rétta andlit eftir nmrkið að glæsisendingar fóm að sjást í brasil- ísku sókninni. Frakkarvoru hætt komnir sigruðu Kanada naumlega, 1-0 Evrópumeistarar Frakka náðu að- eins að sigra Kanadamenn, 1-0, í fyrsta leik sínum á HM í gærkvöldi. Sigur- mark Frakka kom ekki fyrir en á 79. mínútu þegar Jean-Pierre Papin náði að skora með skalla eftir fyrirgjöf Yannick Stopyra. Leikur Frakka í gærkvöldi þótti ekki sannfærandi miðað við að þama var eitt reynslumesta og besta lið keppninnar að spila við þjóð sem hing- að til hefur ekki verið hátt skrifuð í knattspymuheiminum. Frakkar vom taugaveiklaðir framan af og gekk þeim ekkert að komast áleiðis gegn íjöl- mennri vöm Kanadamanna. Það vom Kanadamenn sem fengu besta tæki- færi fyrri hálfleiks þegar markvörður Frakka, Joel Bats, fór í sannkallaða skógarferð. Hann reyndi að komast inn í sendingu Kanadamanna en mis- tókst. Það var aðeins fyrir slembi- lukku að Maxime Bossis tókst síðan að bjarga á línu frá Mike Sweeney. Þama sluppu Frakkar svo sannarlega með skrekkinn. Frakkar sóttu síðan látlaust en sóknarmönnum þeirra var alveg fyrir- munað að skora. Sérstaklega var Papin duglegur við að klúðra mark- tækifærum og er óvíst að hann haldi sæti sínu þrátt fyrir markið. „Tek ofan hatt minn fyrir Kan- adamönnum" „Ég get ekki annað en tekið ofan hatt minn fyiir Kanadamönnum því barátta þeirra var alveg frábær. Við fengum svo sannarlega að þjást alveg fram á síðustu mínútu,“ sagði Henri Michel, landsliðsþjálfari Frakka, eftir leikinn. „Það sem kom mér mest á óvart var að Kanadamenn hugsuðu ekki bara um vömina. Þeir reyndu einnig að sækja og áttu góð marktæki- færi. Ég er ánægður með stigin tvö, þau em það sem skiptir máli. Ég er bjartsýnn á árangur okkar hér í keppnini. Nokkrir leikmanna minna ern ekki komnir í sitt besta form og eiga ömgglega eftir að bæta sig,“ sagði Henri Michel. Michel Platini, fyrirliði Frakka, sagði eftir leikinn að hann væri án- ægður með að hafa unnið leikinn. Það væru nú 28 ár síðan Frakkland hefði unnið byrjunarleik sinn í úrslita- keppni heimsmeistarakeppninnar. Tony Waiters, þjálfari Kanada- manna, var ánægður með frammistöðu sinna manna eftir leikinn. „Við sýnd- um það gegn einu besta liði í heimi að við eigum skilið að spila hér í úr- slitakeppninni.“ -SMJ Carl Lewis varð annar „Þegar ég var búinn að hlaupa sex- tíu metra var ég farinn að bíða eftir Lewis en ég sá hann aldrei. Þrátt fyrir að ég hafi unnið þetta hlaup þá hef ég náð betra starti en í lok hlaupsins lagði ég aðaláhersluna á að vinna vel með höndunum,11 sagði Kanadamaðurinn Ben Johnson sem um helgina sigraði Bandaríkjamanninn Carl Lewis í 100 metra hlaupi á „Bmee Jenner Classic" frjhálsíþróttamótinu sem fram fór i Kaliforniu. Johnson náði frábærum tíma, hljóp á 10,01 sek. en Lewis, sem varð annar í hlaupinu, fékk tímann 10,18 sek. Þriðji varð Harvey Grant, USA, á 10, 20 sek. og fjórði Kirk Baptiste, USA, á 10,26 sek. Hörkukeppni og ekki á hverjum degi sem hinn snjalli Lewis tapar 100 metra hlaupi. Mjög góður árangur Mjög góður árangur náðist í mörg- um greinum á mótinu. Carl Lewis sigraði til að mynda í 200 metra hlaupi á 20,1 sek. (handtímataka og Evelyn Ashford, USA, varð sigurvegari í 200 metra hlaupi kvenna á 22,30 sek. Grace Jackson frá Jamaica varð önn- ur á 22,39 sek. og Diane Dixon, USA, þriðja á 22,53 sek. í míluhlaupi sigraði Bandaríkjamað- urinn Steve Scott á 3:58,18 mín. Annar varð Charles Cheruyiot frá Kenýa á 3:58,32 mín. og þriðji Brian Theriot USA á 3:59,94 mín. í 800 metra hlaupi karla sigraði Jose Luis Barbosa frá Brasilíu á mjög góð- um tíma, 1:45,17 mín. Earl Jones, USA, varð annar á 1:45,52 mín. og þriðji Johnny Gray USA á 1:45,94 mín. í 400 metra grindahlaupi sigraði Andre Philips, USA, á 47,95 sek. Ann- ar varð Danny Harris USA á 48,90 sek. og þriðji David Patrick, USA, á 48,99 sek. í 1500 metra hlaupi kvenna varð Sue Adison USA sigurvegari á 4:09,95 mín. en önnur Claudette Grönendahl, USA, • Carl Lewis varð að láta I minni pokann fyrir Ben Johnson frá Kanada í 100 metra hlaupinu.. á 4:10,36 mín. Þriðja í hlaupinu varð Christine Gregorek, USA, á 4:10,46 mín. -SK - á eftir Ben Johnson í 100 m hlaupi 33 i -----------------------! Glæsilegt úrval garðhúsgagna á frábæru verði ft.AXvn * - ; Stóll kr. 2.737, staðgreitt. Borð kr. 3.927, staðgreitt. Sólhlíf kr. 3.330, staðgreitt. Róla kr. 10.355, staðgreitt. Stóll kr. 2.385, staðgreitt. Legubekkur kr. 6.600, staðgreitt. Nýtt! 15% staðgreiðslu- afsláttur af öllum húsgögnum og hurðum Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544. Stóll kr. 2.210, staðgreitt. Sófi kr. 3.725, staðgreitt. Borð kr. 2.780, staðgreitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.