Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 2
2
DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986.
Stunguslys á Borgarspítalanum:
Aukin hætta á lifrarbólgu
- ekkert eyðnismit
Algengara er orðið en áður að starfs-
fólk rannsóknardeildar Borgarspítal-
ans smitist af lifrarbólgu við störf sín.
Þetta kom í ljós við rannsókn, sem
gerð var um síðustu áramót, á tíðni
og eðli stunguóhappa meðal starfs-
fólksins. Meginmarkmið rannsóknar-
innar var að kanna hvort starfsfólkið
heföi mótefni gegn eyðni, LAV/
HTLV-III, og lifrarbólgu, hepatitis B.
Enginn þeirra sem athugaðir voru
reyndist vera með mótefni gegn eyðni
þrátt fyrir að veruleg aukning hafi
orðið á rannsóknum við deildina á
sýnum sem gætu verið menguð af
eyðni-veirum.
Rannsóknin var gerð af læknunum
Haraldi Briem og Sigurði Guðmunds-
syni, svo og Leifi Franzsyni sérfræð-
ingi. Ætlunin er að halda rannsókn-
inni áfram og kanna algengi og
nýgengi mótefha gegn eyðni og lifrar-
bólgu meðal allra starfsmanna
Borgarspítalans. Eyðni og lifrarbólga
eiga það sameiginlegt að smit berst
með sama hætti, það er með blóði.
Af þeim 48 starfsmönnum rannsókn-
ardeildar sem athugaðir voru reyndust
11 hafa smitast af lifrarbólgu, eða 23%.
Er það mun hærri tíðni en gengur og
gerist, en að jafhaði hafa 5,6% íslend-
ihga smitast af lifrarbólgu. I sambæri-
legri rannsókn, sem gerð var á
starfsmönnum rannsóknardeildar árið
1979, reyndust 8,1% hafa orðið fyrir
smiti og var það ekki hærri tíðni en
hjá samanburðarhópi úr þjóðfélaginu.
Haraldur Briem, einn þeirra sem að
rannsókninni stóðu, sagði í samtali
við DV að erfitt væri að skýra þessa
aukningu á smiti sem orðið heföi með-
al starfsfólksins. Ljóst væri þó að
áhættan væri mest hjá þeim starfs-
mönnum sem þurfa að vinna með blóð
og hugsanlegt væri að fleiri menguð
blóðsýni væru í umferð nú en áður,
ef til vill vegna þess að fjölgað hefði
í ýmsum áhættuhópum, eins og til
dæmis í hópi eiturlyfjaneytenda. Lifr-
arbólga er mun algengari meðal
eiturlyfjaneytenda en annarra.
Sagði Haraldur að niðurstöður þess-
arar rannsóknar bentu til þess að
tímabært væri að bjóða starfsmönnum
rannsóknardeildar, og ef til vill ann-
arra deilda, upp á bólusetningu gegn
lifrarbólgu, en ákvörðun þar að lút-
andi verður væntanlega tekin eftir að
allir starfsmenn Borgarspítalans hafa
verið rannsakaðir. * -EA
Concorde-þotur i Keflavik.
Concorde
þrisvar
í sumar
Koma hljóðfráu Concorde-
þotunnar til íslands er að verða
fastur liðiu- á hverju sumri. Þijár
Concorde-ferðir eru áætlaðar til
Keflavíkurflugvallar í sumar.
Fyrsta ferðin var reyndar síðast-
liðinn laugardag. Flugvélin kemur
næst þriðjudaginn 24. júní og
þriðja koman er áætluð 30. ágúst,
að sögn Matthíasar Kjartanssonar
hjá Ferðaskrifstofunni Úrvali. í
bígerð er ferð á jóladag.
Eftir lendingu Concorde i Kefla-
vík er flogið með farþegana í
Flugleiðafokker til Vestmanna-
eyja.
Fyrirtæki í Bretlandi skipulegg-
ur dagsferðir með Concorde, ekki
aðeins til íslands heldur einnig til
Norður-Finnlands, Egyptalands,
Suður-Frakklands og fleiri spenn-
andi staða. Farþegar eru einkum
breskir eftirlaunaþegar.
-KMU
Bensín, mjólk og kjötbollur í dós
I Grafarvogi er starfrækt nokkuð
sérstök bensínstöð. Þar er hægt að
kaupa ýmislegt fleira en bensín og
olíu.
„Hér er hægt að fá það helsta í
bílinn; bensin, mjólk, kjötbollur í dós
og ýmsar nýlenduvörur. Húsmæð-
umar í hverfinu eru himinlifandi
yfir þessu, þetta er eina búðin á
svæðinu," sagði Helgi Helgason,
starfsmaður á bensínstöðinni, í sam-
tali við DV.
Helgi sagði að leyfi hefði fengist
hjá heilbrigðisyfirvöldum til þess að
selja ýmsar nýlenduvörur á staðn-
um. -KB
Nýr stjómmálaflokkur:
Vinstri sósíalistar mynda samtök
Fólk sem vill nefna sig vinstri sósíal-
ista myndaði með sér formleg stjóm-
málasamtök á fundi á Hótel Borg á
laugardaginn var. Að samtökunum
stendur fólk „sem hefur starfað á
vinstri kanti stjómmálanna, laustengt
flokkum en hefur ekki fundið sér
starfsvettvang í þeim samtökum sem
fyrir hafa verið“, sagði Bima Þórðar-
dóttir í samtali við DV. Margir þeirra
sem að stofnun samtaka Vinstri sósíal-
ista stóðu hafa áður verið nefndir í
sambandi við samtök maóista, trotskí-
ista, verkalýðshreyfingu, herstöðva-
andstæðinga, Alþýðubandalagið eða
kvennahreyfingu. Reiknað er með að
félagar í nýju samtökunum geti að
vild verið í öðrum flokkum. Á stofn-
fundinum var kosin fjögurra mam
stjórn sem starfa á til haustsins en í
er unnið að samningu stefnuskrár
stjórninni em: Soffía Sigurðardótt
Ragnar Stefánsson, Hjördís Hjarts
dóttir og Þóroddur Bjamason. -G
Hjúkrunar-
vörur sýndar
Nú stendur yfir sýning á hjúkr-
unar- og lækningatækjum í
Hjúkmnarskóla íslands við Ei-
ríksgötu. Sýndur er vamingur frá
ýmsum fyrirtækjum og innflutn-
ingsaðilum, nýjungar sem ekki em
í notkun hér á landi, sem og endur-
bætm- á fyrri tækjum. Myndin er
af einum sýningarbásanna.
Öldungadeild
í Iðnskólanum
Iðnskólinn í Reykjavík mun hefja
kennslu í öldungadeild næsta
haust. Kennt verður í bókagerðar-
greinum og rafeindavirkjun.
„Þetta er gert til þess að fjölga
hæfu starfsfólki í þessum greinum.
Það hefur skort námspláss. Prent-
smiðjueigendur hafa til dæmis
kvartað yfir því hafa ekki fengið
mannskap með menntun. Og stofn-
un eins og Póstur og simi hefur
margítrekað það að hörgull sé á
rafeindavirkjum. Með því að setja
á stofh öldungadeild er hægt að
fjölga námsplássum án þess að
auka stofnkostnað í húsum og
búnaði sem er mjög dýr. Einnig
er þörf fyrir kcnnslu á kvöldin,
fólk langar til þess að læra þetta
en kemst ekki frá vinnu á dag-
inn,“ sagði lngvar Ásmundsson,
skólastjóri Iðnskólans.
lngvar sagði að alls heföu borist
77 umsóknir um nám í öldunga-
deildinni en sennilega væri ekki
hægt að veita nema 50 nemendum
inngöngu. Kennt verður eftir sömu
námsskrá og í dagskóla en
kennslustundir eru helmingi fæi-ri.
-KB
Mikið var að gera í bensínstöðvarbúðinni þegar Ijósmyndara blaðsins bar þar að.
DV-mynd GVA
Frá stofnfundinum, Ragnar Stefánsson i ræðustól.
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir