Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 14
14 DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNl 1986. 1 Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglysingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Hnefahögg flokksræðis Starfsmenn Þjóðviljans hafa fengið hnefa flokksræð- isins í andlitið. Lengi hefur verið grunnt á því góða milli ritstjórnar Þjóðviljans og flokkseigendafélags Alþýðubandalags- ins. Síðan Össur Skarphéðinsson settist í ritstjórastól á Þjóðviljanum, hefur blaðið sýnt nokkurt frjálsræði gagnvart forystu Alþýðubandalagsins. Hvað eftir annað hefur umfjöllun Þjóðviljans ekki verið í samræmi við skoðanir forystu flokksins, einkum skrif Óskars Guð- mundssonar ritstjórnarfulltrúa. Nú vill svo til, að kona Óskars er engin önnur en Kristín Á. Ólafsdóttir, sem er varaformaður flokksins. En Kristín hefur barizt gegn flokksræðinu og völdum Svavars Gestssonar flokks- formanns. Alþýðubandalagið hefur verið margklofinn flokkur, miklu sundraðri en flestir gera sér grein fyrir. Þannig stóð lengi stríð milli forystu flokksins og alþýðubanda- lagsmanna í forystu verkalýðshreyfingarinnar. Ás- mundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, og Svavar Gestsson flokksformaður töluðust lengi lítið sem ekki við, þótt þeir væru í sama flokki. Síð^n gerðist það í þessum sundraða flokki, að bandalag tókst milli flokks- forystu og verkalýðsforingjanna. Flokksforystan var ekki yfir sig hrifin af síðustu kjarasamningum en lét þó gott heita. Þjóðviljinn snerist hins vegar hart gegn þessum kjarasamningum. Þjóðviljamönnum þóttu hinir lægstlaunuðu bera alltof lítið úr býtum. Þeir létu það koma fram, svo sem með fréttaskrifum og uppsetningu frétta. Það hafði gerzt á síðasta landsfundi Alþýðubanda- lagsins, 'að andófsmenn gegn flokksforystunni náðu nokkrum árangri. Þannig var Kristín Á. Ólafsdóttir kjörin varaformaður eins og áður var sagt. Svavar Gestsson hélt þó formennskunni og lykilvöldum í flokknum. Hann og flokkseigendafélagið biðu færis að koma fram hefndum á uppreisnaröflunum. Þegar Þjóð- viljinn snerist gegn kjarasamningunum, þótti mörgum flokksforingjum mælirinn fullur. Næst gerist það, að uppreisnaröflin í Alþýðubandalaginu stilltu fram fram- bjóðendum í forvali fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Þessi öfl náðu töluverðum árangri. Kristín lenti í öðru sæti framboðslistans og Össur í hinu fjórða, sem al- þýðubandalagsmenn töldu baráttusæti. Sigurjón Pétursson, fulltrúi forystunnar, hélt fyrsta sæti listans. Þeir, sem Alþýðusambandsmenn helzt studdu, fóru ekki vel út úr forvalinu. Borgarbúum þótti listi Alþýðubandalagsins með hressasta móti. Enginn vafi er, að fyrir vikið fékk flokk- urinn meira fylgi, þegar þau Kristín og Össur komu í liðið. Flestir voru þreyttir á Sigurjóni. En forysta Al- þýðubandalagsins undirbjó hefndir, sem látnar voru bíða fram yfir kosningarnar - að sjálfsögðu. Síðustu daga hefur ágreiningurinn blossað upp. Flokkseigendafélagið ræður útgáfustjórn Þjóðviljans og hefur stefnt að því að setja inn ritstjóra, enn einn, sem yrði varðhundur á blaðinu og gætti hagsmuna flokkseigenda. Reynt hefur verið að haga málum þann- ig, að til dæmis Svavar settist sjálfur í ritstjórastól. Össur gæti þá setið eitthvað áfram en varla til lang- frama. Líklegt er, að þá muni Óskar Guðmundsson fara af blaðinu, sem þýðir auðvitað töluverða sprengingu. Haukur Helgason. Omannúðlegar og óhagkvæmar inn- flutningshömlur Nýlega sendu samtök iðnverka- fólks frá sér ályktun, þar seni varað var við innflutningi ódýrs iðnvam- ings frá Suðausturasíu með þeim rökum, að böm ynnu þar að fram- leiðslu hans. Sama mál bar á sínum tíma á góma í þættinum „Á liðandi stundu": einn umsjónarmaðurinn sagði áhorfendum frá því með mik- illi velþóknun, að Gerður í Flónni væri ötull baráttumaður gegn slík- um innflutningi. Mig langar til þess að fara örfáum orðum um þetta mál, því að það sýnir betur en margt annað, hversu ómannúðlegar afleið- ingar þau verk geta haft, sem unnin em í nafiii mannúðar. Fátt er satt að segja líklegra til þess að valda fátæku fólki tjóni en innflutnings- hömlur eins og þær, sem Guðmundur Þ. Jónsson, leiðtogi landssamtaka iðnverkafólks, og Gerður í Flónni berjast fyrir. Slíkar hömlur em í senn ómannúðlegar og óhagkvæm- ar. „Barnaþrælkun“? Maður, líttu þér nær! Það er kurm- ara en frá þurfi að segja, að þeir íslendingar, sem vettlingi hafa vald- ið, hvort sem þeir vom karlar, konur eða böm, hafa alla tíð farið niður að bryggju og unnið fisk, þegar fleytifullir bátar hafa siglt inn í sjáv- arþorpin. En hugsum okkur, að þau Guðmundur Þ. Jónsson og Gerður í Flórrni hefðu verið Bandaríkjamenn, en ekki íslendingar. Hvað hefði ver- ið eðlilegra, ef þeim hefði ekki gengið annað til en umhyggja fyrir blessuðum bömunum, að þau hefðu barist fyrir innflutningsbanni á ís- lenskum fiski til þess að stöðva „bamaþrælkunina"? Þetta hefði haft þær afleiðingar, að íslensk al- þýðuheimili hefðu verið svipt lífs- björg sinni og þessi böm litla sem enga möguleika öðlast á bættum kjörum. Tvennt má að minnsta kosti læra af þessu dæmi. í fyrsta lagi: Segjum sem svo, að ásakanir Guðmundar Þ. Jónssonar og Gerðar í Flónni séu réttar og meiri vinna sé lögð á böm en góðu hófi gegni í Suðausturasíu (sem ég stórefast um). En það breyt- ir því ekki, að fúllorðið fólk framleið- ir áreiðanlega langmestan hluta þess iðnvamings, sem fluttur er inn frá þessum löndum. Ef sett væri inn- flutningsbann á þennan vaming, þá myndi það einkum bitna á þessu fullorðna fólki. Og hvaða réttlæti er í því? Væri þar ekki verið að hengja bakara fyrir smið? I öðm lagi: Lík- lega á engin þjóð meira undir fijáls- um alþjóðlegum viðskiptum en við íslendingar, svo að þeir, sem mæla gegn þeim, em hinir mestu óþurftar- menn. Við getum ekki búist við því, að ríkisstjómir annarra landa leyfi þegnum sínum að kaupa vömr af okkur, ef ríkisstjóm okkar leyfir okkur ekki að kaupa vörur af öðr- um. Það, sem við viljum, að aðrir geri okkur, verðum við líka að gera þeim. Fátæku fólki gert erfiðara fyrir Guðmundur Þ. Jónsson segist eins og fleiri sósíalistar vera sérstakur baráttumaður fyrir bættum kjörum alls almennings. En þegar hann krefst innflutningstakmarkana á ódýrum iðnvamingi, gleymir hann Kjallarinn Dr.Hannes Hólmsteinn Gissurarson Frjálshyggjan er mannúðarstefna, 3. grein. þá ekki fátæku tolki á íslandi, sem getur keypt sér þennan vaming og sparað sér ærið fé? Má það ekki kaupa vörumar, þar sem það fær þær ódýrastar? Og gleymir hann ekki líka fátæku fólki í Suðausturas- íu, sem getur selt þennan vaming til íslands? Ætlar hann að loka þetta fólk inni í fátæktargildm með því að takmarka möguleika þess á að selja vaming til Vesturlanda? Ef svo er, hvað er þá orðið eftir af margróm- aðri alþjóðahyggju sósíalismans? Ég man, að „Intemasjónalinn" varhvað eftir annað leikinn í Ríkisútvarpinu 1. maí síðastliðinn. Guðmundur Þ. Jónssonar hefúr vafalaust lært þetta lag, á meðan hann var á verkalýðs- skóla úti í Moskvu í tvö ár. En getur hann lengur tekið undir það með góðri samvisku? Við töpum öll á því að reyna að takmarka viðskiptafrelsi, en þeir tapa einkum, sem fátækastir em, eins og Adam gamli Smith sýndi fram á fyrir tvö hundmð árum. Meg- inrökin fyrir ftjálsum alþjóðlegum viðskiptum em auðvitað, að menn og þjóðir geta þeirra vegna nýtt sér kosti verkaskiptingarinnar. Við veiðum fisk og framleiðum rafmagn með lægri tilkostnaði en aðrir, og aðrir framleiða ýmsan annan vam- ing með lægri tilkostnaði en við. Það er því okkur í hag að einbeita okkur að því, sem við getum gert best og leyfa öðrum að einbeita sér að því, sem þeir geta gert best, en skiptast síðan á vörum og þjónustu á ftjálsum alþjóðlegum markaði. Með þessum hætti geta menn framleitt með lægri tilkostnaði en ella og allir grætt á öllum. Víðsýni og þröngsýni Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér, hver sé munurinn á fijáls- hyggju og sósíalisma. Hann er ekki munur á góðgimi. Sennilega em flestir sósíalistar jafngóðir eða jafn- vondir og fijálshyggjumenn. En þetta mál kann að veitá nokkra vís- bendingu um, hver þessi munur sé. Hann er sá, held ég, að sjóndeildar- hringur ftjálshyggjumanna er miklu víðari en sósíalista. Fijálshyggju- menn hugsa ekki síður um langtíma- en skammtímaafleiðingar af einstök- um verkum okkar, og þeir taka fleira fólk með í reikninginn en það, sem þeir sjá eða heyra. Mannúð þeirra nemur ekki staðar við landamærin. Sósíalistar eins og Guðmundur Þ. Jónsson láta sér hins vegar nægja að hugsa um það iðnverkafólk á Is- landi, sem býr við innflutning á ódýrum iðnvamingi. Frjálshyggju- menn láta sér auðvitað ekki á sama standa um þetta fólk. En þeir hugsa einnig um það fólk í öðrum löndum, sem flytur út iðnvaming og á allt sitt undir því að geta flutt hann út. Saumakonan í Suður-Kóreu er ekki minni maður í augum þeirra en Gerður í Flónni, þótt hennar sé að engu getið í þættinum „Á líðandi stund“. Og fijálshyggjumenn gefa líka gaum að því fólki á íslandi, sem getur sparað sér útgjöld með því að kaupa ódýran iðnvaming. Síðast, en ekki síst, vita fijálshyggjumenn, að frjáls viðskipti á milli tveggja þjóða bæta hag beggja, þegar til lengdar lætur, því að þau örva vöxt atvinnu- lífsins í löndum beggja öllum almenningi til heilla. Skorað á Ásmund Stefánsson í Morgunblaðinu 1. maí síðastlið- inn lét Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, í ljós mikl- ar áhyggjur af fátæku fólki í þróunarlöndunum. Hann hefur einnig oftar en einu sinni sagt, að honum standi stuggur af fijáls- hyggju, þar sem hún sé skefjalaus sérhyggja. Mér þætti fróðlegt að vita, hvað hann segir um ályktun landssamtaka iðnverkafólks. Tekur hann núverandi hagsmuni þess fram yfir hagsmuni venjulegs launafólks á Islandi? Og tekur hann þessa hags- muni fram yfir hagsmuni iðnverka- fólksins í þróunarlöndunum, sem hann hafði svo miklar áhyggjur af 1. maí? Ég skora á Ásmund að svara þessum spumingum. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Líklega á engin þjóð meiFa undir frjálsum alþjóðlegum viðskiptum en við Islending- ar, svo að þeir, sem mæla gegn þeim, eru hinir mestu óþurftarmenn.“ „Saumakonan í Suður-Kóreu er ekki minni maður í augum frjálshyggju- manna en Gerður í Flónni, þótt hennar sé að engu getið í þættinum „Á líðandi stund“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.