Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR 16. JUNl 1986. 3 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Þjófur við rúmstokk Hann vaknaði upp við vondan draum, hús- og bíleigandinn í Selja- hverfinu sem á sunnudagsmorguninn saknaði bíls síns og sömuleiðis bíllykl- anna af náttborðinu sínu. Þjófur hafði komið að bílnum við hús hans um nóttina, séð veski bíl- eigandans í bílnum og réð þar með ekki við fi-eistinguna og réðst til inn- göngu. Þjófurinn mun hafa komist inn í húsið með því að fara inn í opinn bílskúr og lagði leið sína alla leið að rúmstokk bíleigandans sem lá og svaf svefni hinna réttlátu. Þjófúrinn fór sína leið á bílnum og hafði einnig með sér veski mannsins. Bíllinn fannst reyndar klukkustund eftir að þjófiiaðarins varð vart en þjóf- urinn leikur enn lausum hala. Úr veski bíleigandans hafði hann með sér laus- afé og ýms skilríki svo og greiðslukort. Bílþjófar voru nokkuð á kreiki í Reykjavík um helgina. Þremur bílum var stolið, en þeir hafa allir fundist. Þjófamir hafa enn ekki náðst. Lögreglan segir ástæðu til að hvetja fólk til að ganga betur frá bílum sín- um, því þónokkuð er um það að hvinskir menn sérhæfi sig í að ræsa tilteknar bílategimdir og aka sína leið. -GG TVær konur meiddust í bflveltu Frá fréttaritara DV á Breiðdals- vík: Bíll fór út af veginum í Kambanes- skriðum á milli Breiðdals- og Stöðvar- fjarðar aðfaranótt laugardagsins. Bíllinn fór þrjár eða fjórar veltur. Femt var i bílnum, tveir karlmenn og tvær konur. Karlamir sluppu ómeidd- ir en konumar vom sendar með flugvél til Reykjavíkur en reyndust ekki alvarlega meiddar. Önnur þeirra var meidd í andliti, hin töluvert skorin á fótum. Bíllinn var af gerðinni Nissan Patrol og er talinn ónýtur. Hefði bíllinn farið eina veltu til viðbótar eða farið út af 20 metrum fyrr hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. - SM/Breiðdalsvík. Valgerður Backman ásamt stoltum foreldrum, þeim Vaigerði Bergsdóttur myndlistarkonu og Ammundi Backman lögmanni. „Andlit ársins" - úrslit í Ford-keppninni Valgerður Backman, 19 ára Reykjavíkurmær, var valin úr hópi sex stúlkna til að fara fyrir íslands hönd vestur til Bandaríkjanna og taka þar þátt í keppni svonefndra Ford-modela. Sú keppni nefnist „Andlit ársins" (Face of the Year) og var í fyrra haldin í Hollywood en að ári verður hún haldin á Miami eða í Atlanta. Hér á landi em það Vikan og Katrín Pálsdóttir fréttamaður sem umboð hafa fyrir Ford-models en keppnin er kennd við Eileen Ford sem hefur rekið fræga umboðsskrif- stofú fyrir sýningarstúlkur um árabil í New York. Maria Guðmundsdóttir, ljósmyndari og fyrirsæta, starfaði á snærum Ford-models í fimmtán ár. Við undirbúning þessarar keppni um Ford-stúlkur, sem haldin er ár- lega í 20 löndum, senda þær sem vilja vera með inn ljósmyndir af sér. Síðan em sex þátttakendur valdir eftir myndum úr öllum þeim fjölda sem myndir sendir. Árlega senda um 900 þúsund stúlkur umboðsskrifstof- um um heim allan af sér myndir þannig að ljóst er að keppnin er hörð. Það var Tracy Kennedy-Flynn sem valdi Valgerði Backman úr ís- lenska hópnum og Andreu Brabien einnig. Valgerður á að taka þátt í keppninni „Andlit ársins“ ásamt stúlkum frá 20 löndum en Andrea fer ásamt Valgerði vestur um haf í næsta mánuði og mun þar gefast kostur á samningi við Ford-models. Árið 1984 var Helga Melsted ein af 15 í heiminum sem valin var til að vera Ford-model. -GG. PRENGISANDUR BUSTAÐAVEGI 153 S: 688088 6.VIKA Aðalvinningur sólarferð með Ferðaskrifst. Pólaris. Dregið i 6. umferð þann 19. júni 1986. Skil- ið svarseðlum í siðasta lagi miðvikudaginn 18. júni 1986. Nöfn vinningshafa birtast í DV þann 21. júní 1986. Ivtkili'll l»r..s. iGziR. I .eikiir fhi I lorn .\I»1 ><»t, m'tinn in nn.** / lcyfi Horn Ahl)ot Intl. I.tlt. L K • Á hvaða eyju stendur Kastrupflugvöllur? • Með hvaða hljómsveit er platan More Creedcncc Gohil • Hvaöa Afríkuriki stofnuðu bandariskir frelsingjar árið 1847? • Hvaða ljóðlína í Skúlaskeiói Gríms Thomsens kemur fyrir í Bióla^i Stuðmanna ? Á hvaða reikistjörnu lenti geimfarið Víkingur I.? »Hvað harf lið að vinna margar hrinur til að vinna blakleik? <D ro i CÉ> Nafn: o Heimili: o o Póstnr.: Staöur: Aldur: Sími: *+**++++****++*++++*+*+++*+*+****F* * 3 J1 • eYYœ. YWmtmm * l ókeypis ★ $ Ef þú kaupir einn hamborgara * ^ (venjulegan) færðu annan frítt gegn ★ afhendingu þessa miða. $ * Frímiði gildir til og með 18. júní 1986. ★ $******+**-******* *-K-k**-k-fc*-fc*****-*-i'* SPENNANDIÁ SPRENGISANDI - SUPERM ATUR - SPRENGIS ADDUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.