Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 24
24 DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþrót r"““----1 STAÐAN 1. DEILD Staðan í 1. deild eftir leiki helg- arinnar er þannig: FH-Fram.................1-6 KR-Breiðablik...........3-1 ÍBV-Valur...............0-1 ÍA-Þór..................5-1 Víðir-ÍBK...............0-1 . KR ...6 3 3 0 10-3 12 I ÍA ...6 3 2 1 10-3 11 ■ Fram ....6 3 2 1 10-4 11 1 Valur ...6 3 1 2 8-4 10 | ÍBK ...6 3 0 3 4-7 9 ■ Vfðir ....6 2 2 2 3-4 8 1 Þór ...6 2 1 3 8-12 7 1 FH ...6 2 1 3 7-11 7 ! UBK ...6 2 1 3 4-45 7 1 ÍBV ...6 1 0 5 4-14 1 • Markahæstir eru nú Guð- mundur Torfason, sem hefur skorað sex mörk, og Valgeir Barðason sem skorað hefur fímm mörk. 2. DEILD Selfoss aftur á toppinn Staðan í 2. deild er þannig eftír leikina um helgina: Selfoss-KS.................10 Njarðvík Víkingur.........1-5 UMFS-Einherji.............1-3 ÍBÍ-KA....................í-1 Þróttur-Völsungur.........0-4 I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Selfoss 5 3 2 0 7-2 111 Víkingur....5 3 1 1 19-5 101 KA .....5 2 3 0 115 91 Völsungur .5 2 2 1 9-3 8| Njarðvík....5 2 2 1 ■10-10 8* Einherji 5 2 2 1 7-8 8| KS 5 1 3 1 6-6 6. ÍBÍ ...5 0 '4 1 9-11 | Þróttur 5 0 1 4 5-13 1 1 UMFS ...5 0 0 5 2-22 1 Andri Marteinsson, Víkingi, er | markahæstur í 2. deild með 8 . mörk. Næstir koma þeir Jón | Gunnar Bergs, Breiðabliki, Elias ■ Guðmundsson, Víkingi, Tryggvi I Gunnarsson, KA, og Gústaf I Björnsson, KS, en þeir hafa allir ■ skorað fjögur mörk. | MEIRA EN VENJULEG MÁLNING STEINAKRÝL hleypir raka mjög auöveldlega i gegnum sig, tvöfalt betur en heföbundin plastmálning. STEINAKRÝL er mjög veöurheldin málning og hefur frábært alkalíþol og viðloöun viö stein. STEINAKRÝL stendur fyrir sínu. ÓSA/SÍA Alltvitlaust í Mexíkó - eftir sigurinn gegn Búlgaríu Það var engu líkara en að Mexíkan- ar hefðu unnið heimsmeistaratitilinn svo mikil voru fagnaðarlætin í Mexíkó eftir sigurinn á Búlgaríu í gær. Á ann- að hundrað manns voru fluttir á sjúkrahús í gærkvöldi hættulega særðir eftir að hundruð þúsunda manna höfðu fagnað sigrinum á götum úti. Talið er að allavega einn maður hafi látist í átökunum þó stjómvöld hafi neitað því. Allir rólfærir menn þustu út á götur og var hvarvetna slegið upp miklum götuveislum. Um 30.000 lögregluþjónar voru við öryggisgæslu við Aztecaleikvanginn en mikið af varaliði lögreglunnar var síðan kallað út þegar fór að líða á nóttina til að hafa stjóm á mannfjöld- anum. Um alla borg vom Rauða kross sveitir á þönum að gera að alls kyns smásárum og skrámum á dmkknum Mexíkönum. Svipuð ólæti bmtust út eftir sigur Mexíkana á Belgum í riðlakeppninni en eftir það létu borgaryfirvöld útbúa svæði víðs vegar um borgina þar sem fólk gæti komið saman. Er talið að þessar ráðstafanir hafi komið í veg fyrir stórslys í gærkvöldi. Em menn nú famir að hugsa með skelfingu til þess hvað muni gerast ef Mexíkanar verða heimsmeistarar. -SMJ „Eigum skilið að komast áfram" - sagði markaskorarinn Negrete „Ég held að ég geti sagt með góðri samvisku að við höfum sýnt hér í dag að við eigum skilið að vera komnir í 8 liða úrslit. Mexíkanska þjóðin fékk að sjá góðan leik af okkar hálfú og ég vona að hún sé ánægð,“ sagði hetja Mexíkana, Manuel Negrete, eftir leik- inn. Þessi lágvaxni miðvallarspilari skoraði glæsilegt mark og lagði þar að auki upp seinna mark Mexíkana. „Leikurinn í 8 liða úrslitunum í Monterrey verður án efa ákaflega erf- iður. Það munu bæði við og andstæð- ingar okkar fá að finna,“ sagði Negrete en þar leika Mexíkanar næsta laugardag, 21. júní, í 8 liða úrslitum. -SMJ • Belgar unnu einn óvæntasta sigurinn á HM í Mexíkó hingað til i gærkvöldi er þeir spáð Sovétmönnum góðu gengi í Mexíkó. Á þessari mynd, sem tekin var eftir leikini næst leika Belgar gegn Dönum eða Spánverjum. „Aðvinna HM erdraumui - segir„Bora“, þjálfari Mexíkó, og telur að V-Þjóðverjar verði næs „Draumur okkar er að vinna heims- meistarakeppnina en við verðum að vera raunsæir. Við einbeitum okkur nú að okkar næsta verkefhi, að vinna næsta leik. Þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið okkar besti leikur þá erum við á leiðinni áfram í keppninni. Og með þá leikmenn sem ég hef ættum við að komst enn lengra," sagði Bora Milutinovic, þjálfari Mexíkó, eftir að þeir urðu fyrstir þjóða til að tryggja sér rétt til að leika í 8 liða úrslitunum á HM. „Stóð við loforðið" „Við erum nú komnir í 8 liða úrslit eins og ég lofaði mexíkönsku þjóð- inni. Við munum komast að' því í Monterrey hvort við eigum erindi áfram,“sagði Milutinovic en í hita- pottinum þar mæta Mexíkanar sigur- vegaranum úr leik Marokkó og V-Þýskalands. Sá leikur fer einmitt fram í Monterrey en þrátt fyrir það er hinn júgóslavneski þjálfari Mexík- ana bjartsýnn. „Við munum að mörgu leyti hafa hag af því að spila þar. Auk áhorfendanna, sem verða allir á bandi okkar, og hitans munu V-Þjóðveijar örugglega eiga í margvíslegum erfið- leikum þar,“ sagði Milutinovic sem þykist viss um að það verði V-Þjóð- veijar en ekki Marokkómenn sem mæti Mexíkönum í 8 liða úrslitum. „Nú getur mexíkanska þjóðin glaðst“ „Mexíkanska þjóðin hefur orðið að ganga í gegnum erfiða tíma að undan- fórnu en ég vona að með þessum sigri fái hún tækifæri til að gleðjast. Það er ánægjulegt að geta veitt þjóðinni þessa gleðistund og vonandi verða þær fleiri," sagði Milutinovic sem er á góðri leið með að verða þjóðhetja í Mexíkó. -SMJ Öruggur sigur hjá Mexíkó Mexikanar sýndu í leik sínum við Búlgari að lið þeirra er til alls líklegt í keppninni. Góður stígandi hefur ver- ið í leik liðsins og í raun áttu Búlgarir aldrei möguleika gegn þeim í gær. Verður forvitnilegt að sjá hvemig Mexíkönum tekst upp þegar þeir fara að fá virkilega keppni. Dyggilega studdir af 114.000 áhorf- endum, sem troðfylltu Azteca leik- vanginn, tóku þeir strax öll völd i leiknum. Það var þó ekki fyrr en á 35. mínútu sem fyrsta mark þeirra kom og var það sérstaklega glæsilegt. Þeir Carlos Munoz og Manuel Negrete spiluðu sig þá laglega í gegnum vöm Búlgara og endaði sóknin á því að Negrete stökk í loft upp og sendi knöttinn með snilldarlegu sniðskoti í fjærhornið. Þetta er án efa eitt af glæsilegri mörkum keppninnar. Seinna mark Mexíkana kom á 62. mínútu og var einnig laglega að því staðið. Negrete '■!- þá homspymu sem bakvörðurinn Raul Servin hamraði í netið af stuttu fæn. Búlgörum tókst aldrei að ógna marki Mexíkó og var sóknarleikur þeirra ráðleysislegur og hugmynda- s’nauður. Þetta búlgarska lið átti greinilega ekkert erindi lengra í keppninni enda var það heppið að komast áfram úr undanriðlum. -SMJ „Munum láta athuga málið' „Víð áttum aldrei von á því að vinna keppnina og við komumst í raun jafn- langt og við bjuggumst við,“ sagði Ivan Vutsov, þjálfari Búlgara, eftir leikinn í gær. „Leikur búlgarska liðs- ins var alls ekki viðunandi og þegar heim kemur mun Knattspymusam- band Búlgaríu gera úttekt á því sem fór úrskeiðis. Verður vonandi hægt að gera einhverjar úrbætur," sagði Vutsov. Þegar honum var bent á að þjálfari Ungveija hefði sagt af sér vegna lélegs árangurs í heimsmeist- arakeppninni sagðist Vutsov ætla að gera það sama. „Annars lék mexíkanska liðið þenn- an leik vel og ég hef trú á því að liðið komist að minnsta kosti í undanúr- slit,“ sagði Vutsov en hann var leikmaður með búlgarska liðinu sem lék í Englandi 1966. -SMJ • Sriilldarleg tilþrif i leik Mexíkó og E bláhorninu án þess að Jean Marie Pfa mark Mexikana og átti stórleik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.