Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 42
42 DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Ólyginn sagði... Michael Laudrup þurfti aldeilis að hafa fyrir lífsbrauðinu þegar hún var að kaupa inn að hætti hag- sýnna húsmæðra. Hún hélt sig hafa dottið í lukkupott- inn þegar hún náði taki á síðasta kartöflupokanum sem var eftir í versluninni. Það vildi þó ekki betur til en svo að önnur kona hélt hið sama og togaði í kartöflu- pokann á móti. Hvorug vildi gefa eftir og kom til háværra deilna, öskra og pústra. Lá hreinlega við slagsmálum þegar ítalska lögreglan skarst í leikinn og aðskildi konurnar. Ursula fékk þó pokann um síðir því innan lögreglunnar er líka að finna aðdáendur leikkonunnar limafögru. Laganna verðir voru ekki í nokkrum vafa hvorri bæri pokinn umdeildi. danska hetjan sem leikur með Juventus á Italíu hefur verið sagt að kvænast hið fyrsta. Hann býr nú ásamt kærustu sinni, Tinu, í glæsi- legri íbúð í einu af fínni hverfum Torinoborgar. For- ráðamenn Juventus hafa miklar áhyggjur af ímynd Laudrups og liðsins, ef hann heldur áfram að lifa í synd með Tinu, því Ítalía er ka- þólskt land og íbúarnir strangtrúaðir. Það virðist því eiga fyrir Laudrup að liggja að ganga í hið heilaga eftir að hafa verið í víking í Mex- íkó. Ursula Andress Sturla (t.h.) tekur við GENIE-verðlaununum. Islenskur feikstjóri var tilnefndur til óskarsverðlauna 1983 Það er oft sagt að enginn sé spá- maður í sínu föðurlandi og það hefur margoft sannast. Oftsinnis eru menn að vinna stór afrek sem vekja áhuga og aðdáun meðal milljónaþjóða en er varla getið i heimalandi sínu. Einn slíkra er Sturla Gunnarsson. Ungur maður sem fluttist 6 ára að aldri til Kanada og er í dag eitt af stærstu nöfnum kanadískra kvikmynda. Svo þekkt er nafn hans orðið að þess er getið sérstaklega í hinni kanadísku Encyclopediu þar sem fjallað er um kvikmyndir. Sturla lærði ensku og grísku í há- skóla og fór síðan á flakk um heiminn. Starfaði hann meðal annars á fiskibáti í Grikklandi, við olíu- leiðslur á Hjaltlandi og var á vetrar- vertíð frá Þorlákshöfn. Þegar Sturla hafði fengið nóg af heimshomaflakki sneri hann aftur til Kanada t>g fór til Montreal. og lærði kvikmynda- stjórn. Strax að námi loknu byrjaði hann að raka saman kvikmynda- verðlaununum og hefur vart hætt síðan. 1978 vann hann fyrstu verð- laun í samkeppni nýstúdenta með myndinni „A day much like the ot- hers“ og einnig fékk sú mynd aðrar viðurkenningar. Sturla einbeitti sér strax að heimildarmyndum og 1983 var hann tilnefndur til óskarsverð- launa fyrir bestu heimildarkvik- myndina en myndin hét „After the Axe“ og fjallaði um þegar forstjóra stórfyrirtækis er sparkað og ýmsar afleiðingar þess, einkum sálrænar. Sú mynd hlaut meðal annars „The Golden Sheaf ‘ á Yorkton-kvik- myndahátíðinni og vann sjálfan „bláa borðann“ á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í New York. Árið 1985 hlaut kvikmynd Sturlu „Bamboo Brush“ a.m.k. 6 kvik- myndaverðlaun sem þykir ekkert slor. En þó vel hafi gengið hingað til er það þó nú fyrst á þessu ári sem stærstu sigrarnir eru að vinnast. 90 mínútna heimildarmynd Sturlu sem nefnist „The Final Offer“ var frum- sýnd í nóvemberlok í kanadísku sjónvarpsstöðinni CBC sem jafn- framt var framleiðandi myndarinnar. Myndin hefur vakið feiknarathygli því þar sýnir Sturla samtímasögu kanadískra verkalýðsfélaga. Hann fær að fylgjast með starfsemi U.A.W. (United Auto Workers) sem er félag verkamanna í bílaiðnaði. Félagið •stóð í samningaviðræðum við Gener- al Motors og fengu kvikmyndamenn- imir að vera á samningafundum eins og flugur á vegg og fylgjast með. Fljótlega gleymdust kvikmynda- mennirnir og samningamennimir létu ýmislegt flakka. Viðræðumar urðu hinar sögulegustu og lauk með miklum sigri kanadíska arms verka- lýðsfélagsins og í kjölfar hans sögðu þeir skilið við bandaríska hluta fé- lagsins enda voru hagsmunir farnir að stangast á. Allt þetta kvikmynd- aði Sturla og segja menn hann hafa kvikmyndað ódauðlegt verk kana- dískrar samtímasögu og verkalýðs- baráttu. Myndin hefur vakið mikla hrifningu í Kanada, sögð frábær, nema málið sem samningamennirnir notuðu. Það var víst uppfullt af f... ing og s..t og öðrum ámóta blótsyrð- um. Myndin hefur hlotið ACTRA- verðlaunin sem veitt eru listamönn- um í kanadísku útvarpi og sjónvarpi. Hún varð hlutskörpust þegar GENIE-verðlaunin voru veitt, en þau eru kanadísk hliðstæða óskarsverð- launanna, og nú í lok síðasta Kvikmyndaleikstjórinn og eiginkona í góðra vina hópi. mánaðar fékk myndin sigurlaunin á alþjóðlegu BANFF kvikmyndahá- tíðinni sem besta þjóðfélagslega heimildarmyndin. Hér er því um stórmynd að ræða enda spá því flest- ir að hún verði tilnefnd til óskars- verðlauna og margir telja að hún muni fara létt með að hirða þau. Sturla Gunnarsson ,hefur í hyggju að koma til íslands í sumar eftir að hafa farið til Punjab en kona hans er indversk. Það getur þó hæglega breyst því hann er umsetinn leik- stjóri og héðan í frá má ætla að um hann verði slegist. Sturla Gunnars- son hefur unnið hvert stórafrekið á fætur öðru og sýnt að við eigum fleiri afreksmenn en Hófí og handbolta- landsliðið. Tvíburarnir Sara og Hrönn við páfagaukabúrið í versluninni Vín, ekki vitund hræddar við masið í páfagaukunum. DV-mynd JGH Sara og Hrönn góna á gauka Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Þær tvíburasystur Sara og Hrönn Sigurbjömsdætur voru að góna á páfagaukana í Vín í Eyjafirði í góða veðrinu á dögunum. Þær hnátur verða tveggja ára í júlí og eru frá bænum Möðruvöllum í Saurbæj arhreppi. Það er því stutt að fara með mömmu og pabba að skoða páfagaukana. Nú, ekki sakar heldur að fá ís í ábót. Og hvað gerir það til þótt fötin verði kámug á eft- ir. Það bara tilheyrir. Hér má sjá giftingartísku sem kynnt var nýlega á sýningu hjá „The house of Balmain” í París. Mörgum kann eflaust aö finnast öllu snúið hér vlð, brúðurln í jakka en brúðgumlnn er klæddur í hvítt og með blóm. Hver veit nema þetta sé framtíðin?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.