Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1986, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986. Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða ful1**'’ i6 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sií.^x með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reiknmgar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með % nafnvöxtum. LFeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá A .eyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt- um Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársíjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanUm. Nú er ársávöxtun annaðhvort 13,1% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15.5%. 18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri sparisjóðanna eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn- vöxtum og 15,2% ársávöxtun. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í. Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem, eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. MeÖ þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hveiju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfm eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afiföllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsurd un, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 pusundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn / er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2-4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóðurákveðursjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 6Ó mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir. reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún. getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í júní 1986 er 1448 stig en var 1432 stig í maí og 1425 stig og í apríl. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Ðyggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. „Þetta er ótrúleg aðsókn. Við ætluð- um bara að halda eitt námskeið fyrir 15 konur og bjuggumst jafnvel við að ekki tækist að fylla það. Nú sjáum við fram á að halda ekki bara 2 heldur fjögur námskeið fyrir 15. júlí og halda síðan fleiri í haust. Það eru um 80 konur búnar að skrá sig,“ sagði Þor- leifur Þór Jónsson, rekstrarráðgjafi hjá Iðntæknistofnun. Iðntæknistofnun ákvað fyrir nokkru að halda sérstakt námskeið fyrir kon- ur um stofhun og rekstur fyrirtækja, fyrst og fremst á þeirri forsendu að fáar konur nýta sér þá almennu fræðslu sem í boði er um stofnun fyrir- tækja. Konur hafa sýnt slíkum námskeiðum á vegum Iðntæknistofn- unar lítið þegar þau hafa verið fyiir bæði kynin í einu. „Þær hafa kannski ekki komið vegna ótta við yfirgang frekra karl- manna. En konur tilheyra yfirleitt láglaunastéttunum. Þær sjá þann kost vænstan að fara út í eigin rekstur vegna þess að þær eiga ógreiða leið upp metorðastigann," sagði Þorleifur. -KB VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11.-20.06 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJÁ SÉRLISTA slíí iiiiiiiiiliiiiii INNLAN ÖVERÐTRYGGÐ LrTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU SJÁNEDANMÁLS1) SPARISJÓÐSBÆKUR Óbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 10.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10,0 9.0 6 mán. uppsögn 12.5 12.9 12.5 9.5 11.0 10.0 10.0 12.5 10.0 12mán uppsögn 14.0 14.9 14.0 11.0 12,6 12,0 SPARNAÐUR- LÁNSRÉTTURSpatað3-5mén. 13.0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp. 6 mán. og m. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4,0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNLÁN verðtryggd SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán.uppsögn 3.5 3.0 2.5 2.5 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 innlAn gengistryggð GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 7,0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.0 6.5 6.25 Sterlingspund 11.5 10,5 9.5 9.0 9.0 10.5 9.5 11.5 9.5 Vestur-þýsk mörk 4.0 4,0 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3,5 Danskar krónur 7.5 7,5 7.0 7.0 6,0 7.5 7.0 7.0 7.0 ÚTLAN úverotryggð ALMENNIR VfXLAR (forvextir) 15.25 15,25 15.25 15.25 15,25 15,25 15,25 15,25 15,25 VIÐSKIPTAVlXLAR 3) (forvextir) kge 19,5 kge 19.5 kge kge kge kge ALMENN SKULDABRÉF 2) 15.5 15.5 15.5 15,5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 VIÐSKIPTASKULDABRÉF3) kge 20,0 kge 20,0 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR yfirdrAttur 9.0 9.0 9.0 9.0 7,0 9.0 9.0 9.0 9.0 ÚTLÁN verðtryggð skuldabréf Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en 21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 l)Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,75%, x vestur- þýskum mörkum 6,25%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Rekstur Aburðarverksmiðju ríkisins gengur nú mjög illa, verksmiðjan skuldar um 580 milljónir í erlendum lánum og uppsagnir fjölda starfsmanna í uppsiglingu. Áburðawerksmiðja ríkisins: Eriendar skuldir um 580 milljónir - fjöldauppsagnir fyrirtiugaðar „Afkoma verksmiðjunnar hefur verið mjög slæm undanfarin ár. Við höfum þurft að fjármagna reksturinn með erlendum lánum, þurft að herða greiðslukjörin og hækka verðið,“ sagði Hákon Bjömsson, forstjóri Áburðarverksmiðju ríkisins. Hákon sagði að verksmiðjan hefði í apríl skuldað um 14 milljónir doll- ara i erlendum lánum sem samsvarar um 580 milljónum íslenskra króna. Hann sagði að hluta af vandamál- inu mætti rekja til þess að það ammóníak, sem verksmiðjan fram- leiddi, stæðist ekki samkeppni við innflutt ammóníak vegna lækkunar olíuverðs. „Á sama tíma hefur fram- leiðslukostnaður hjá okkur hækkað mikið, t.d. hefur orkan, sem við kaupum til ammóníakframleiðslu, hækkað um helming," sagði Hákon. - Er þá ekki eðlilegast að hætta ammóníakframleiðslu? „Það teljum við ekki. Við höfum farið ffarn á það við Landsvirkjun að raforkuverðið verði endurskoðað. Við vonum að okkur takist að fá það fram. Síðan er aldrei að vita hversu lengi olíuverðið helst svona lágt.“ Hákon sagði að nú væri verið að " skoða ýmsar leiðir til hagræðingar á rekstrinum. Til stæði að segja upp 20 starfsmönnum samfara aukinni sjálfvirkni í pökkunarstöð og nú þegar væri búið að segja upp 6 tré- smiðum því ákveðið hefði verið að leggja trésmíðaverkstæði verksmiðj- unnar niður. -KB Kvennanámskeið Iðntæknistofnunar um stofnun og rekstur fyrirtækja hefur notið gífurlegra vinsælda. Það átti að halda eitt námskeið, en nú er fyrirhugað að halda fjögur í sumar og fleiri í haust. Hér eru konur á fyrsta námskeiðinu sem lýkur á laugardaginn. Námskeið fyrir konur um stofnun fyriitækja: „Ótrúleg aðsókn“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.